Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 13.01.1939, Blaðsíða 8
8 F Á L K 1 N N Baðströnd skamt frá Tallinn Síösumar. Alt í einu tók hún eftir hon- um. Ekki vegna þess að hann væri svo ungur eða laglegur. Og ekki lieldur vegna þess að hann sæti svo nærri henni. Það var svo hræÖilega þröngt á ströndinni i dag að það var hvergi hægt að sitjast niður nema beiðast at'- sökunar. Ef til vill var það á- stæðan til þess að hún tók eftir honum að hann tók ekki eftir henni. Hún hafði legið á strönd- inni í fullan klukkutíma, lesið og látið sjer líða vel þangað til hún alt í einu var sjer þess með- vitandi að ungi maðurinn við hliðina á henni virtist ekki einu sinni taka eftir því að hún væri til. Henni fanst hún vera svo liræðilega einmana og tilkomu- laus. Hún gat ekki lesið leng- ur .... Alveg upp úr þurru sagði hann: — Skemtiferðaskip á leið til Ranaríueyjanna. Það var svo mikill ákafi í rödd hans að hún horfði út á haíið, áður en hún leit á hann. Ot við sjóndeildarliringinn sá hún reykj arstólpa. — Svo, —- hvernig vitið þjer þuð? spurði hún. Jeg þekki þau öllsömul aftur. Þetta þarna hefur bláan re-ykháf með hvítri rönd. Það er eign ensks skipafjelags og heitir „Ocean Star“. Það gengur til Malaga, Teteran og Las Palmas Það er eins og þetta væri klipt út úr fallegu Ijóði. Hann leit á hana. — Lesið þjer skáldskap? Hún svaraði ekki strax. Hún leit við og horfði í augun á hon- um. Hann hafði skemtilegan róm, þægilegan og karlmannleg- an. í heila þrjá daga liafði eng- in manneskja ávarpað iiana nema þjónarnir á litla ódýra hótelinu, þar sem liún bjó. Að heyra mann tala hafði mikla þýðingu fyrir hana eins og á stóð. Hún sá að hann var mjög sólbrendur. Hárið virtist naíst- um hvítt er það bar við dökk- brúnt andlitið og augun voru fallega gráblá. Hann var í grárri treyju og bvítum flúnels- buxum, klæddur eins og kapp- siglandi. Augu hans horfðu út í rómantiskan fjarskann, sem við ksum stundum uta í bókum. — — Já, stundum, svaraði hún, þegar liann er ekki mjög þung- ux. Þessi bók fellur mjer vel í geð. Hún blaðaði í henni og las hátt: „Og nú förum við gullna veginn til Samarkand— Hún fann hvernig hún roðnaði. Þessi maður var henni fullkom- lega ókunnugur í öllu falli. En hún hafði haft þessa ljóðlínu yfir allan daginn og nú höfðu orðin fengið vald yfir henni. -— Það er eitthvað svo töfrandi VÍÐFÖRULL MAÐUR við þetta, sagði hún ofur mjúk- lega. Hann leit út yfir Jiafið aftur. Hún vonaði að Jiann hefði ekki tekið eftir því, sem hún sagði seinast. Honurn kynni að finn- ast liún lxlægileg. Svo kinkaði hann kolli. — Já, jeg kannast við eittlivað þessu líkt, sagði liann. FalJegt er það vissulega. — En það er ef til vill enginn staður með þessu nafni . . . . ? Hann liló. Jú, livort það nú er. Hann er til. I Túrkestan. En jeg lield að fólkið í bókinni hafi liaft erfiða ferð. Nú gengur það alt betur. Maður fer um Istambul eða þá Moskva niður Volgu til Bakú og síðan yfir Kaspíahaf til Búkara. Búkaramottur hafið þjer sjálfsagt heyrt talað um? Það var eins og allir þessir staðir væru gamlir kunningjar lians. Hún lagði frá sjer bókina ó sandinn. — Segið mjer, hafið þjer virki- lega verið þar? — Já, það er mjög fallegur staður .... — Þjer hljótið að hafa ferðast mikið. —* Tja. Það má nú kanske segja. Já, jeg hef ferðast mikið. Jeg liugsa sem svo: Lífið er ekki langt, og jeg vil sjá mig um í heiminum áður en jeg verð of gamall. Það ákvað jeg strax þeg- ar jeg var barn. Ef maður er ákveðinn, þá eru aJlir vegir færir. — Það lield jeg líka, sagði hún. Hann var svo karlmann- ltgur og styrkur. Eftir litla stund mundi hann rísa á fætur og fara sína leið. Henni fanst liún vera svo aum og lítilmótleg. -— Þjer hafið auðvitað líka ftrðast talsvert, sagði hann. — Ó, ekki svo mikið. Til stór- borga Evrópu, Parísar, Brussel o. s. frv. —- Þangað sem allir ferðast einhverntíma æfinnar. — Já, jeg skil. Brussel er nxjög frlleg borg. Og París er dásam- leg — en maður verður að þekkja borgina .... Nú skulum við fara til Mont- martre. FJestir ferðamenn héim- * sækja að eins kaffiliúsin og í- mynda sjer svo að þeir hafi sjeð alla París. Nei, þá skulum við f. ra upp til Sacré-Coeur þegar máninn skín! Það er yndislegt. Rödd lians var hlý. Það var al- veg eins og lionum þætti þar vænt um einlivem. — Þekkið þjer hana Nínu? hjelt hann áfram. Feitu kerling- una á le Chalet. Hvergi eru steiktir kjúkhngar jafngóðir og hjá henni. IJver einasti maður i Montmarte þekkir Nínu. Ó, jeg var nærri húin að gleyma henni. Við ferðumst ekki svo mikið nú á tímum. -t— Nei það gerir heldur eng- inn. —- Það er vegna hennar möminu, liún er ekki svo heilsu- hraust .... — Þjer eruð heldur ekki hraust legar, sagði liann eins og það snerti bann dálítið. Ofreynsla? — Já það er þessvegna að jeg er hjerna til þess að hvíla mig svolítið .... Of mikið samkvæmislif auðvitaÖ? — Já, það mætti kanske segja það, sagði hún og fann hvern- ig hún roðnaði á ný. — Jú, jeg kannast við það. Það getur verið nógu erfitt. Við Svíar kunnum ekki að skemta okkur á rjettan hált. Við losum okkur við skynsemina þegar við fcirum að skemta okkur. 1 Vín altur á móti kann fólkið að skemta sjer. 1 Pratern og Ring- strasse er samkvæmislífið skemti legt án þess þó að ofþreyta. Eða þá maður fer út til Grinzing á Heuring. Vitið þjer hvað Heuring er? — Hún hristi höfuðið. Hana sveið í hálsinn. — Það er einskonar vínhátíð. Hvert veitingahús hefir sinn Heuring. Maður situr við smá- borð og drekkur vín undir yndis- legri musik. Og lxafi rnaður nú með sjer fallega stúlku i þokka- bót, þá safnast ungu xxxennirnir saman við borðið og syngja benni lof. Hann horfði á liana og hló: Þjer ættuð að fara til Vín. .. . — Já, en það er langt þangað, og mamma er ekki frisk.... — Þjer gætuð farið, þó hún væri ekki með. Þjer takið Aust- urlandahraðlestina um Paris. — Eða eins og jeg gerði einu sinni með bíl. Það var hringferð. París — Nansy — Strassburg — Miinchen — Salzburg. Það er yndislega fallegt kring um Salz- burg. Og því næst Innsbruch -— Sterzig - einn af fallegustu smábæjum, sem jeg get bugsað mjer. . . . og Meran til Karer- vatnsins. Það er ekkert stórvatn, er, litskrúð þess er töfrandi eins og fiðrildisvængur. Feneyjar. . . . Já, hafið þjer verið þar? — Aðeins.... aðeins i bók- unum. — — Það er ekki nóg. Þjer verð- ið að fara þangað.... láta róa með yður að kvöldi dags niður eftir. Canal Grande, Iielst indælt sumarkvöld.... Hann þagnaði og leit út ó hafið. Það var einhver ókyrð yf- ir honum, hún þorði ekki að trufla hann, hún vissi að nú upp- lifði liann í endurminningunni þessi unaðslegu ferðalög. Það komu tár fram í augun á henni — í raun og veru var það ekki heimþrá, sem liún fann til. Það byrjaði að rökkva á strönd inni og baðgestafylkingin þynt- ist smátt og smátt. Hún fann til leiðinda. Hún hafði hlakkað svo mikið til leyfisins. Þrír dagar voru liðnir, . . . Aðei,ns fjórir dagar eftir og svo var öllu lokið. Hún sá eftir öllu samtalinu um París og Bryssel.... Það hafði verið heinxskulegt mont. Nú hóf liann máls aftur — eins og við sjálfan sig:.... eða maður getur líka hlaupið yfir Vin og farið lieim um Padua, Como, Domo d’ Ossola og Simp- lon til Vevey, Genf og Dijon. . . . Kvöldsvalinn konx, haustsval- inn.... veturinn nálgaðist. Hún vonaði að hann mundi ekki fylgja henni lil litla hótelsins. Þá mundi hann brátt komast að raun um það að hún hefði skrökvað að lionum. Þau stóðu á fætur. Hann leit á hana al- varlegur. — Jeg þekki lítið veitingahús, þar sem er ágætl að borða L- næstum því eins gott og í París .... eigum við að fara þangað? — Yður finst leiðinlegt hjerna? — Nei ekki núna, sagði hann. Þau stóðu þögul eitt augna- blik. Það var eitthvað undar- legt við þessa þögn. — Nafn mitt er Holrn.... Bertil Hohn. ;Hánn hló dálítið vandræðalega. — Lisa Bergman. Fjórir dagar eftir. Ef til vill Til Feneyja, Istambul, Como, Samar- kand lá leiðin. — En hún endaði með trúlofun og hamingju í Stokkhólmi. Smásaga eftir Bo Flemberg.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.