Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1939, Blaðsíða 7

Fálkinn - 13.01.1939, Blaðsíða 7
F Á L K I N N 7 Eins og kunnugt er voru Ungverjar ekki seinir á sjer að gera kröfur til landa frá Tjekkóslóvökum eftir að Þjóðverjar höfðu fengið kröfum sínum framgengt. Ilvort krafan hefir verið gerð í samráði við Þjóðverja skal ósagt látið, en hitt er víst að vinarhót hafa verið milli þjóðanna og í sumar leið var Horthy ríkisstjóri Ungverja i opin- herri heimsókn hjá Hitler og horfði þar á flotasýningu, því aðmíráll er hann, þó engan eigi Ungverjar herflotann. Myndin t. h. er frá þeirri sýninnu og sjást þeir Hitlcr og Horthy ásamt Reader aðmírál Þjóðverja. Að ofan sjest herskipið „Niirnberg“ og að neðan herskipa- röðin sigla fram hjá avisoskipinu „Grille“, sem þeir Hitler voru á. Myndin að neðan er af borgar- stjóranum í Manchester, tekin er hann var á ferð í Danmörku og hafði skoðað danskan bóndabæ. Myndin að ofan er frá heimsókn þeirra Júlíönu Hollandskrónprins- essu og manns hennar í Kaup- mannahöfn. Höfðu þau með sjer dóttur sína ársgamla og er hún i körfunni, sem vinur hjónanna, Ahlefelt greifi, ber í fanginu. Myndin er tekin á járnbrautar- stöðinni í Gjedser, lendingarstað ferjunnar frá Warnemiinde. Skipið hjer á myndinni til vinstri lá á Reykjavíkurhöfn í sumar og urðu mörg ungmenni til að koma um borð í það. Því að þetta er skipið „Orduna", sem flutti Baden Powell lávarð og kbO skáta til Is- lands og annara höfuðborga Norð- urlanda. Þessi mynd er tekin í Khöfn þegar skipið kom þar. Efst í horninu má óljóst greina svip alheimsskátaforingjans er hann heilsar „þegnum“ slnum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.