Fálkinn


Fálkinn - 13.01.1939, Síða 15

Fálkinn - 13.01.1939, Síða 15
F Á L K I N N 15 EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS. Framh. frá bls. S. lauk, tók fjelagiS aftur upp ferðir sínar til Bretlands og Danmerkur. A fuunum 1922—23 voru teknar upp fastar áætlunarferðir til Huli og 1926 ti 1 Hamborgar. Hafa viðskiftin við Þýskalands aukist mjög, og eru nú tvö skip i ferðum til Hiill og Ham- borgar, og árið 1932 voru teknar upp áætlunarferðir til Anlwerpen i Belgíu. Auk þess hafa skip fjelagsins viðkomustaði víða annarsstaðar, eft- ir því sem flutningur er fyrir hendi. Jafnframt hefir fjelagið auðvitað alla tíð haft skip sin í strandferðum hjer við land í sambandi við millilanda- siglingar. Gildi Eimskipafjelagsins fyrir framfarir og sjálfstæði íslands verður ekki lýst í fáum orðum. Þjóð, sem býr í fjarlægu eylandi, og á engin skip, er fangi í sínu eigin landi. Það fengu íslendingar að rqyna fyr á öldum og myndu enn hafa fengið að reyna á vorum dögum. Eftir að Eimskipafjelagshúsiö. þjóðin eignaðist sin eigin skip, lærði hún að bjarga sjer sjálf. Hún fór að ráða því sjálf, hvar hún verslaði, því að nú gat hún flutt og sótt vör- U’’ sínar þangað, sem hagkvæmast reyndist. Hagnaðurinn af siglingun- um rennur nú ekki framar óskiftur i vasa útlendra skipafjelaga. Hann verður nú eftir í landinu sjálfu i ýmiskonar mynd, í aukinni skipa- eign og annarra mannvirkja, í arði af hlutafje, í vinnulaunum, opinber- um gjöldum til almennings þarfa o. s. frv. Eimskipafjelagið hefir nú 214 fasta starfsmenn í þjónustu sinni, auk stjórnar og framkvæmdarstjóra, og árleg verkalaun, er það greiðir hjer á landi, nema nú orðið um 1 % milj. króna. En samanlögð upphæð greiddra vinnulauna fjelagsins hjer á landi, frá því það tók til starfa, nam i árslok 1937 rúmum 20 milj. ónum króna, og verður ekki annað sagt en þar hafi landinu sparast lag- legur skildingur. Er þessi uppliæð þó eigi nema nokkur hluti þess fjár, sem staðnæmst hefir í landinu vegnu starfsemi fjelagsins. Á þeim aldarfjórðungi, sem fje- lagið hefir starfað, hefir það reynt bæði góðæri og illæri. En hin erfiðu ár hafa eigi náð að koma fjelaginu á knje, því að því hefir verið stjórnað með varfærni og hyggindum. Það liefir því vaxið og eflst með árunum, fært út starfssvið sitt og bætt hag sinn. Hefir hagur fjelagsins aldrci slaðið i slíkum blóma sem nú, og er það fagnaðarefni alþjóð manna hjer á landi. Meðan Eimskipafjelaginu vegnar vel, á þjóðin sjer jafnan nokkurt athvarf, ef vanda ber að höndum. Aukinn skipastóll landsins t:l friðsamlegra flutninga góz og far þega á að vera vor vígbúnaður, hvað sem að höndum ber. Allir góð- ir íslendingar munu þvi standa sem einn maður utan um Eimskipafje- lagið, þjóðlegasta fyrirtækið á ís- landi. Guðni Jónssan. ÚTSALAN er byrjuð. Allir hattar með afslætti. Hattar með slöri frá kr. 9,95. Hattabúðin, Austurstræti 14, uppi. Gunnlaug Briem. Hún rómantisk niðursokkin i minningar sínar um horfna daga. — Hvernig stóð á þvi að þú varst ástfanginn af mjer, elsku vinur minn? Hann súr: Svo þú ert þá loksins forin að furða þig á því. Óli og Karin höfðu verið trúlofuð i 15 ár. Einu sinni við kvöldverðinn segir Karin. — Finst þjer ekki kominn tími til þess að við förum að gifta okkur? — Það finst mjer nú líka bara ef tinhver vildi hafa okkur. Best að auglýsa í Fálkanum Þau höfðu verið saman í skiðatúr, nú voru þau i faðmlögum, og snjór- inn náði þeim upp í mitti. Hún hall- ar höfðinu að brjósti hans: — Þetta er langyndislegasta stund- in, sem jeg hefi upplifað á æfi ir.inni. — Já, en það er nú ekki meining- in, að við stöndum svona í heila slund. Símar 1964 og 4017. 47 krónnr kosta ódýrnstu kolin. Dr kvikmpdabeimlDnm. Kvikmynd um frægan æfintýramann. Gary Cobper og Sigrid Gurie í ,Marco Polo.“ Það var árið 1271, að seytján ára gamall piltur, frá Feneyjum, Mar- co Polo að nafni, æfintýragjarn og fróðleiksfús unglingur, lagði upp i ferðalag til Austurlanda. 24 árum síðar kom hann aftur heim. Var hann þá orðinn merkur landkönnuð- ur, sem eftirtíminn dáist að, og hafði frá mörgu kynlegu að segja, e'r hann hafði sjeð og heyrt. Marco Polo naut þó ekki neins skilnings hjá samtíð sinni. Frásí.gnir hans um hin framandi ríki, hin miklu auðæfi keisarans, og hinar einkenni- legu venjur og siði, fanst fólki svo öfgafullar, að það leit á hann sem ómerkilegan gortara, sem ekki mætti eyru ljá. Rannsóknir seinni tima hafa sýnt, að frásagnir Marco Polo eru mjög trúverðugar, þó að vera kunni, að á stöku stað sjeu þær eitthvað ýktar. Og það er síst að undra, þó að kvikmyndafrömuðir fengju ágirnd á jafn góðu efni og frásagnir Marco Polo bjóða upp á. í hinni frægu hók lians er gnægð af úrvals kvikmyndaefni, og því hef- ir maður ástæðu til þess að vænta frábærrar kvikmyndar, þegar „The Adventures of Marco Polo“ kemur á markaðinn, sem verður innan skamms. Gary Cooper, sem allir dá og elska, leikur Marco Polo. En höfuðkvenhlutverkið er leikið af ungri norskri kvikmyndastjörnu, Sigrid Gurie. — Löng grein um Marco Polo, með myndum, birtist hjer i blaðinu í september s. 1. KRAFA PÓLLANDS. Myndin sýnir kröfugöngu i Varsjá, þar sem lýðurinn heimtar að Te- sehen hjeraðið verði innlimað í Pól- land. — En eins og almenningur veit urðu Tjekkar að láta að kröfum Pólverja og afhenda þeim hjeraðið.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.