Fálkinn


Fálkinn - 20.01.1939, Page 10

Fálkinn - 20.01.1939, Page 10
10 F Á L K I N N Smáhlutir prjónaðir úr afgöngum af garni. Þvottapoki. Efni: Óbleigjað bómullargarn nr. 8, gult bómullargarn, 2 prjónar nr. 2Vt. Prjónaaðferð: Fitjið upp 35 1. af óbleigjaða garn- inu. Prjónið 2 prjóna rjett; þá 6 prjóna með gula garninu og svo 2 prjóna með því óbleigjaða. Prjónið svo áfram með óbleigjaða garninu 8 prjóna sljett prjón og svo skábrugð- ið prjón, 3 1. r. og 3 1. br. Munstrið flytjist um 1 1. til vinstri annan hvern prjón. Að endingu er prjón- aður eins bekkur og byrjað var á. Saumið svo nafnið í bekkinn með sljetta prjóninu. Pokinn er svo saura- aður sanian og prjónuð lykkja fest á hann. Pottaleppar eða borðmottur. Efni: Óbleigjað bómullargarn nr. 6, rautt bómullargarn, 2 prjónar nr. 3, hektu- nál nr. 3. Prjónaaðferð: Fitjið upp 21 1. af rauða garninu. Prjónið rjettar 1. Fyrst 2 prjóna á þessar 21 1.; svo prjónist 18 1. og snúið við og prjónað til baka. Prjón- ið svo með óbleigjaða garninu fyrst 3 1. fram og til baka, þá 6, 9, 12, 15 1. á sama hátt. Þetta myndar reiti og eru 21 slíkir reitir í mottunni. Mott- an er saumuð saman og með rauða garninu eru heklaðar fastalykkjur með fram kantinum. Gatið í miðj- unni er dregið dálítið saman með garni og þar er lykkja fest í. Poki fyrir púðurdós eða peninga. Efni: Óbleigjað bómullargarn nr. 10, al' - gangar af sexþættu silkigarni, 2 sokkaprjónar nr. 10, gult leggingar- band; silkiband eða rennilás. Prjónaaðferð: Pokinn er prjónaður eftir sömu aðferð og borðmottan. Óbleigjaða garnið er liaft í staðinn fyrir það rauða og silkið í staðinn fyrir það óbleigjaða. Fitjið upp 14. 1. af þvi óbleigjaða og prjónið rjett. Fyrst þessar 14 1. fram og til baka, þá 12 1., svo er prjónað með silkigarninu fyrst 3 svo G og svo 9 1. fram og til baka. 16 slíkir reitir eru í hvorum helming pokans. Saumið báða helm- ingana saman í botninn, saum;ð leggingarbandið með fram köntun- um sem ekki voru saumaðir og fest- ið silkiband á til þess að festa pok- ann saman með, en betra er samt að festa hann saman með rennilás. Ef vill má lika fóðra hann. Saumahulstur. Efni: Óbleigjað bóniullargarn nr, 10, sokkaprjónar nr. 10, flónel til þess að fóðra með, linappur og sexþælt silkigarn til að sauma i með. Prjónaaðferð: Fitjið upp 30 I. og prjónið rjetí 5 cm. Fitjið upp 4 aukalykkjur hvoru megin og prjónið þannig: 1 prjónn rjett; 2. prjónn: 4 1. r. 2 1. br., 3 1. r. 8 1. br.; 3 1. r. 8 1. br. 4 1. r. Haldið áfram með þessa 2 prjóna þangað til búið er að prjóna 17 cm. Þá er tekið úr á hverjum rjetta prjóni með þvi að prjóna 2 I. sam- an eftir og á undan 4 endalykkjun- um. Þegar 14 1. eru eftir er felt af. Saumið svo í með krosssaum eftir meðfylgjandi munstri. Fóðrist með flónelinu. Nú er 5 cm. með rjetta prjóninu brotið upp og myndast þá vasi sem i er geymt skæri, fingur- björg og garn. Nálum er stungið í flónelið. Lokist með lykkju og hnappi. Útprjónað veski með rennilás. Efni: Grænt og gult fjórþætt garn, 4 sokkaprjónar nr. 12 og 1 græun rennilás 8. cm. langur. Pr jónaaðferð: Fitjið upp 60 1. af gula garninu á 3 umferðir brugðnar, 2 umf. rjett. Prjónið svo með græna garninu 1 umferð rjett, 3 umf. br., 1 umf. r. Prjónið svo eftir munstursýnishorn- inu til skiftis gulan bekk með grænu munstri, og grænan bekk með gulu munstri. Þegar búið er að iirjóna 4 munsturbekki er felt af. Veskið er fóðrað, rennilús sauinaður á, og sauinað saman í botninn. ðkUDikkarinn Ejston. Sir Malcolm Campbell hefir > mörg ár borið höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína að því er snertir hraða í bifreiðaakstri. Má segja að hann hafi gert það að æfistarfi sínii að lúta smíða hraðskreiðar bifreiðar og aka þeim, enda hefir hann að jafnaði haft hraðametið í bifreiða- akstri síðastliðin 15 ár. í hitteð- fyrra setti hann nýtt hraðamet og komst Jiá 484,593 kílómetra á kluklui slund. Landi hans, Eyston að nafni, hefir eigi hugsað um annað síðan en að hrinda þessu meti og ljet smíða sjer nýja gerð af bifreið í þeim tilgangi. Fór hann með bifreiðina til Utah i vetur, í þeim tilgangi að setja nýtt met þar, á hinum seltublandna jartí- vegi, sem þykir bestur ökuvöllur veraldar. Rigningar komu um sama leyti og varð hann því að bíða til 28. október með að gera tilraunina. Til þess að setja gilt met verður maður að aka sömu vegalengdina fram og til baka og er mettíminn meðaltal beggja leiða. Á útleiðinni tókst lionum að ná 498,239 km. hraða á klukkustund, en í bakaleiðinni varð hann að stíga fætinum af ben- síngjafanum, því að hann fann að skrúfa hafði losnað í bílnum. Varð hann nú að biða í tíu daga eftir að bíllinn væri lagaður og fór á elgs- veiðar á meðan, en reyndi á nýjan leik að svo búnu. Við þessa tilraun reyndi á taugar hans. Hann varð tvívegis að sleppa annari hendi af stýrinu til þess að laga eitthvað sem aflaga fór og ná geta nærri, að það er vandi að stýra bifreið með annari hendi á svo geig- vænlegri ferð. Alt er i voða, ef bíll- inn vikur húrsbreidd frá rjettri línu. En ekki tókst honum að sigra Camp- bell. — Eyston er fertugur að aldri, er giftur maður og á tvær dætur. Síðan hann lauk háskólanámi í Cambridge hefir hann sífelt verið að eltast við að setja ýmiskonar met í bifreiða- akstri og orðið vel ágengt. Og síð- ustu sjö árin hefir hann verið að gera tilraunir með nýjar gerðir af hraðaksturbifreiðum. Sú, sem liann notar nú er á sex hjólum og ineð henni hefir Eyston sett um 250 met á ýmsum vegalengdum, all frá ein- um kílómetra upp í ferðir sem telcið hafa sólarhring. Hann er því meðal mestu „hraða- manna“ i heimi. Fremstur er ítalinn Angelo sem fyrir þremur árum setti met í flugi á sjóvjel, 709,208 km. á lduklcustund, Þjóðverjinn Wurster setti nýlega met á landflugvjel með 611.004 km. á klukkustund, Þjóðver.i- inn Henne hefir komist 256.040 km. á mótorhjóli, Cambell 208,4 km. á á mótorbát, Frakkinn Palliard 137,33 km. á klukkustund á reiðhjóli, Frakk inn Chancellier hefir komist 70 km. á klukkustund ríðandi, Ameríku- maðurinn Owens liefir hlaupið 35.9 km. á ldukkustund og Ameríkumað- urinn Siclt synti 6,3 km. á klukku- stund. Útbreiöið Fálkann!

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.