Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Qupperneq 2

Fálkinn - 07.04.1939, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N GAMLA BÍÖ. Páskamynd Gamla Bíó að þessu sinni verður: Þegar lífiö' er leikur, og er tekin af Universal kvikmynda- fjelaginu. Frægustu leikarar í mynd- inni eru þau Deanna Durbin, sem Ijek í myndinni 100 menn og ein stúlka og Þrjár kænar stúlkur, og Herbert Marshall, sem oft liefir sjest hjer i kvikmyndum undanfarið og nýtur mikillar hylli. Auk þeirra tveggja er margt ágætra leikara i myndinni. Efni myndarinnar hefir verið rakið hjer áður í blaðinu að nokkru i greinaflokkinum Kvikmyndaheim- urinn, þar sem hinu enska heiti myndarinnar var haldið, Mad aboul nmsíc, en vel má vera að það hafi farið framhjá mörgum af lesendum blaðsins og þvi skal efnið tekið upp í nokkrum dráttum. -— 14 ára gömul stúlka, Gloria Harkinson (Deanne Durbin) er nemandi á hússtjórnarskóla fyrir ungar stúlkur suður í Sviss. Gloria litla misti föður sinn, þegar hún var smátelpa, og móðir hennar er kvikmyndaleikkona og er ekkert um það gefið, að það vitnist að hún eigi 14 ára gamla dóttur. Allar skólasystur Gloríu eiga pabba og mömmu, svo að henni finst hún vera svolítið útundan. En Gloria á rikt imyndunarafl og pú býr hún sjer til pabba. Hún segir skólasystrunum að hann heiti mr. Harkinsson, sje landkönnuður og sje á sífeldu ferðalagi viðsvegar um heim. í liverri viku skrifar hún sjálfri sjer brjef, sem hún les mjög hreykin fyrir skólasystrunum og seg- ir að sje frá þessum „tilbúna“ föð- ur sínum. — — Einu sinni verður Gloria að „sitja eftir“ í tíma fyrir dálitla vanrækslu, sem henni hefir orðið á. Olga bekkjarsystir hennar gengur fyrir gluggann á skólaslofunni og biður hún hana að hjálpa sjer og skrifa svörin á töfluna á verkefn- unum, sem hún hefir fengið, því að hún þurfi að flýta sjer. Gloria ætlar sem sje að fara á stefnumót við pilt, en hún vill ómögulega segja frá því, og til þess að gefa upp einhverja ástæðu segist hún ætla að fara á járnbrautarstöðina og taka á móti pabba sinum. En Olga, sem er málug stúlka fær ekki þagað yfir þessu og á sömu stundu berst það um allan skólann, að hinn frægi landkönnuður mr. Harkinson sje að koma. Og systurnar Fusenot, forstöðukonur skólans, ákveða að allur skólinn skuli ganga fylktu liði á járnbrautarstöðina til að taka á móti honum. Nú er aumingja Gloria komin í laglega klípu. Efnið verður ekki rakið lengra Þorbjörg Pálsdóttir, Bjarnastöð- um, Hvítársíðu, varð 90 ára 6. þ. m. Bamauagnar verð kr. 110,00—145,00. Barnakerrur verð kr. 45,00 & 50,00. DÚKKUVAGNAR, ÞRÍHJÓL, KERRUPOKAR, átta litir — margar gerðir. Skólavörðustíg. Sími 3725. Blóðflutningur og ást. Fyrir skömmu Ienti ungur miljóna- mæringur í Chicago, James Kenne- dy, að nafni, i bilslysi. Til þess að lífi hans yrði bjargað var honum nauðsyn að blóði yrði dælt í hann. Ung búðarstúlka bauðst strax til að gefa honum blóð. Þegar Kennedy var batnað þakkaði hann ungu stúlk- unni fyrir að hafa bjargað lífi sinu, og gaf henni álitlega fjárupphæð. En ekki var þar með búið, því að hann varð mjög ástfanginn af henni. Og nú hefir hann kvænst stúlkunni. hjer, þó stutt sje komið, en þess skal getið, að Herbert Marshall leik- ur „föðurinn“ af mikilli snild. Myndin er afburða skemtileg frá upphafi til enda og hefir hvarvetna fengið hina bestu dóma. Og í eftirmála örfá orð um De- anne Durbin. Hún er ekki nema 16 ára, en er bæði i senn framúrskar- andi falleg og vellauðug, svo að hún hefir engan frið fyrir biðlum. En hún er nú á þeim aldrinum, stúlkan, að hún hikar ekki við að hrygg- brjóta þá. Deanne lifir mjög heilbrigðu lifi. Hún vinnur í hófi og hefir nægan svefn. í tómstundunum iðkar hún allskonar iþróttir og lifir úti í nátt- úrunni. Hún borðar þrisvar á dag — og mjög hægt, eftir læknisráði. Hún umgengst jafnöldrur sinar blátt áfram og er látlaus, svo að meðlætið hefir ekki stigið henr.i til höfuðs enn sem komið er. Hjalti Jónsson, ræðismaður, verður 70 ára 15. þ. m. Hin mikla arfleifð íslands eftir ADAM líU THERFORD. Þessi litla bók er nýlega komiu út á íslensku, en er alveg einstök í sinni röð. Hún inniheldur eða skýr- ir frá spádómum og fyrirætlun um ísland og íslensku þjóðina. A. R. er mikill vísindamaður og speking- ur. Hann segir í þessari bók frá rannsóknum sínum i hinum mikla Pyramida í Egiptalandi og þar hafi hann fundið fyrstur manna — árið 1925 -—- höggvið inn í einn stein Pyramidans, niður við jörðina, hin- ar merkilegustu rúnir er hann les úr m. a. þetta. A. R. kallar það veg- visara og liggur annar vegvisirinn til Betlehem og les A. R. út úr hon- um fæðingu og líf Jesús Krists — en hinn vegvísarinn liggur til Reykjavíkur og kallar A. R. þann vegvísara Reykjavíkur geisla eða íslands rákina sem sje sjerstaklega þýðingarmikill, sökum hinna mikil- vægu, andlegu táknana, sem við hann eru tengd. Einmitt í Pyra- midanum mikla, gengur Reykja- víkurgeislinn beinlínis undir sæti toppsteinsins — en toppsteinninn sjálfur er fullkominn pyramidi að lögun og táknar Krist upprisinn og er hátt upphafinn sem stór, tákn- samlegur „höfuðsteinn“. Alveg eins og Betlehemsgeislinn benti til þess, hvar Messias myndi koma í heim- inn sem ungbarn, í fyrri tilkomu sinni, eins er um Reykjavikurgeisl- ann, að með því að ganga undir hinn háreista toppstein, vísar hann oss á, hvar fyrst eigi upp að renna — undir forystu Iírists hins upp- risna — hin nýja guðsrikisöld, þar sem að lokum verður vilji guðs „svo á jörðu sem á himni“. Reykja- vikurgeislinn vísar oss á staðinn, þar sem énginn er herbúnaðurinn, þar sem sjertrúarandinn er í raun og veru ekki til, og þar sem kristi- legt frelsi hefir yfirráðin. Reykja- vík! Hversu háleitur heiður hlotn- ast þjer! Reykjavík er þannig einstök borg, — borg, sem kjörin er af guði í andlegum tilgangi. Það er eftirtekt- arvert, að i hlutfalli við fólksfjölda í landinu er Reykjavík stærsta höf- uðborg i heimi, þvi að nálega þriðj- ungur af öllum íslandslýð býr i þeirri borg. Sjerhver þjóð á sjer að meira eða minna leyti miðstöð i höfuðborg sinni, en þetta á sjer eink- um stað á íslandi. Fyrir því mun sú andlega vakning i Reykjavík, sem er í aðsigi, hafa meiri áhrif á þjóð- ina í heild sinni, heldur en verða myndi í samskonar efnum hjá nokk- urri annari höfuðborg í heiminum. Af rannsóknum sínum telur A. R. það alveg víst, að hjer á íslandi, Framh. á bls. 15. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritsl jórar: Skúli Skúlason. Sigurjón Guðjónsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalslcrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTSprenf. Skradðaraþankar. Af viðhorl'i yfirstandandi tíma virðist mega ráða, að spádómur sumra manna um eyðing vestur- þjóðanna sje að rætast. Þegar fyrst fór að bóla á uppgangi Japana og farið var að tala um „gulu hættuna" var ástandið þó miklu skárra en það er nú. Vesturþjóðirnar hafa verið í far- arbrbddi mannkynsins undanfarnar aldir, um alla menning, andlega og verklega. Verklegri menningu hefir aldrei skilað eins fljótt áfram og síðustu mannsaldrana. En samfara því hafa komið fram sjúkdómar, sem þessi menning veldur. Fátækra- hverfin í stórborgunum og það, að fjöldi fólks elst upp við svo slæm ytri skilyrði að það biður þess ald- rei bætur, er bein afleiðing vjel- tækninnar. Umbrotin innan þjóðfjel- aganna hafa skipað þjóðunum í flokka, og sú flokkaskifting hefir að lokum ltnúð fram ofbeldisstefn- ur þær, sem nú eru að sliga Evrópu. Meðan ofbeldi einvaldra manna fer ekki út fyrir landsteinana verð- ur ekkert við því gert, þvi að i- hlutun útlendrar þjóðar í innan1 landsmálefni annarar, getur ekki samrýmst settum þjóðfjelagsreglum. En þegar ofheldið kemur niður á öðrum þjóðum er friðurinn i veði. Síðan í fyrra hefir hvert ofbeldis- verkið verið framið eftir annað, og það látið líðast — til þess að varð- veita friðinn. En það hefir sannast, að friðurinn verður ekki varðveitt- ur með eintómri undanlátssemi, því að hver fenginn sigur valdagráð- ugra manna ýtir undir þá að heimta meira. Nýja Evrópustyrjöldin — eða heimsstyrjöldin kemur. — Styrjöld gassins og sprengjunnar, með barna- morðum og öðru álíka geðslegu at- hæfi. Hvað verður eftir af Evrópu eftir þá styrjöld? Verður það meira en svo, að austurþjóðunum verði hægðarleikur að gleypa það, og gera hvíta menn að „kúlíum“ sín- um. — Við lærðum í mannkynssög- unni eitthvað um Caligula og Nero. En er stjórnarfarið betra í heimin- um núna. Sá var munurinn, að þeir voru þó taldir vitlausir menn. En það hefir ekki runnið upp fyrir vestrænu mannkyni ennþá, að ýms- ir þeir, sem miklu ráða i heimin- um á yfirstandandi tíð eru engu betri en þeir, en þeim mun liættu- legri eru þeir, sem heimurinn er orðinn „minni“ vegna allra sam- göngubótanna, sem hugvitsmönnum liðinnar aldar hefir tekist að fram- kvæma.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.