Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Page 3

Fálkinn - 07.04.1939, Page 3
FÁLKINN 3 ,-NOROUR KALDAN KJÖL“ Það mun láta nærri, að þusund ár sjeu liðin síðan fyrst var farið að fsrðast Kjalveg. Nú er Kjölurinn allur bílfær og best sæluhúsaði fjallvegurinn á Is- landi. Og innan skamms verður Kjalvegurinn lík- Iega aðal sumarleiðin milli Suður- og Norðurlands. Um það leyti sem Matthías orkti Skugga-Svein sinn hvíldi forneskja og útilegumannatrú yfir skarðinu mikla milli Lang- jökuls að vestan og Hofsjökuls að austan. Og þó var þetta göm- ul þjóðleið margra alda. Það er rangt að segja að hún hafi týnst, eins og Bárðargata (Yon- arskarð), en sem fjallvegur hafði hún mist alla þýðingu og götur Sturlungá voru grasi grónar eða sandi orpnar. Skafin bein gæð- inganna þeirra Reynistaðabræðra og sauðf járins er þeir ráku norð- ur i kaldadauða haustið 1780 voru meðal þeirra fárra minja, er minl gátu á það, að þarna hafði eitt sinn þjóðleið verið. Og máske var það einmitt þessi beinalirúga á Kjalvegi, sem lokaði veginum i meira en heila öld. — Reynistaðasporin hræddu, veðurhamurinn á Kjal- vegi var soltinni og klæðlitilli þjóð ofraun. Krókurinn var betri en keldan. Og svo var útilegu- mannatrúin eigi lítils verð grýla, alt fram á daga Jóns söðla. Leiðin luktist. Og þó var þetta langsamlega stytsta leiðin milli aðalhjeraða Suður- og Norður- lands. Eðlilega samgönguæðin og hagfeldasta. Aðeins tvö stór- vötn á leiðimh — Hvítá og Blanda - sem þó voru eins og bæjarlækir i samanburði við stórár Suðurlandsins. Vegurinn yfirleitt greiðfær og hallalítill, og vel til um áningarstaði, eftir þvi sem gerðist á fjöllum. Leið- in milli bygða aðeins tæpir 160 kilómetrar, 2—3 dagleiðir. Og samt sem áður kusu menn fremur Kaldadal og Stórasand eða hygðir og Holtavörðulieiði lengst af öidinni sem leið, jafn- vel þó upþtök eða endir ferðar- innar væri fyrir austan Ilellis- heiði eða Rlöndu. Þar var að vísu minna um vötnin en á Kjal- vegaleið, en livergi er jafn langt milli áningarstaða á Kjalvegi eins og er á Kaldadal. Landnáma segir talsvert frá Kjalvegi norðanverðum i sam- bandi við landnám í Skagafirði, en flest er það þó með þjóð- sagnablæ. Svo virðist, sem bygð- ir Skagfirðinga og enda Hún- vetninga liafi á söguöldinní náð miklu lengra suður en nú er, og afrjettalönd suður undir Kjöl voru eigi notuð síður þá en nú. Landnáma segir frá Hrosslceli stórbónda á Ýrarfelli í Svartár- dal, er sendi Roðrek þræl sinn í „landaleitan suður á fjöll; hann kom til gils þess, er verðr suðr frá Mælifelli og nú lieitir Roðreksgil; þar setti hann niðr staf nýbirktan, er þeir köllúðu landkönnuð, og eftir þat snýr liann aftr.“ Þessi landleit varð til þess, að Vjekell hamrammi á Mælifelli gerði sjer ferð suð- ur á Vjekellshauga til þess að lielga sjer land, en þá vildi Ei- ríkur stórhóndi í Goðdölum ekki vera minni og sendi Rönguð þræl sinn i landaleit og hefir hann komist lengst þessara þriggja, sennilega alla leið suð- ur á Hveravelli eða í Tjarnadali, uns lmnn sá fótspor er hann taldi komin sunjnan að. Með þessari ferð var Kaldadalsleiðin raunverulega opnuð. ,,.,..það- an af tókust ferðir um fjallið milli Sunnlendinga og Norð- lendinga“, segir Landnáma. En vörðu þá, sem Rönguður hlóð á leiðarenda sínum þekkir nú enginn; hún er löngu fallin í rúst og um leið horfið hið eina „minnismerki," sem landkönn- uðir Skagfirðinga settu sjer á Kaldadalsleið á fyrri hluta tí- undu aldar. Landnáma segir einnig þjóð- sögu af merkilegum kappreið- um, sem háðu nyrst á Kjalvegi Þórir dúfunefur og landshorna- maðurinn Örn. Þórir dúfunef- ur var leysingi og kom út eftir að albvgt var í Skagafirði vest- an Hjeraðsvatna og fór því aust- ur yfir vötn og nam land í Blönduhlíðinni og bygði fyrstur hið þjóðfræga setur Flugumýri. En nafnið kom af hryssu þeirri, sem Fluga hjet og endaði æfi sína i feni einu þar i mýrinni. Sæluhúsiff viff Hvitárvatn. Sæluluisið á Hveravöllum. Sæluhúsiff i Árskarffsá viff Kerlingarfjöll. iHÍlII

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.