Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Síða 4

Fálkinn - 07.04.1939, Síða 4
4 F Á L K I N N Karlsdráttur með skriðjökUnam Fluga var mesta kostahross og allra gæðinga hleypnust og fóru sögur af því. Nú var það eitt sinn, að Þórir býr ferð sína suð- ur Kjalveg, en þegar liann kem- ur suður i Hvinverjadal hittir hann þar fyrir landsliornamann- inn Örn, sem var ramgöldróttur. Örn skorar á liann að þreyta kappreið við sig suður Dúfu- nefsskeið og veðja þeir hundraði silfurs um, livor gæðingurinn reynist betri. Vitanlega varð Fluga stórum lilutskarpari en Örn tók svo nærri sjer ósigur- inn og fjelátið, að Iiann drap sig í Arnarfelli. En Þórir, sem var á leið til Alþingis skyldi merina þarna eftir, því að hún var móð eftir kappreiðina. 1 norðurleið fann Þórir Flugu síha á ný og var þá með henni grár graðhestur. Undan honum ól Fluga hestinn Eiðfaxa, „er utan var færður ok var sjau manna hani við Mjörs á einum degi, og lézt þar sjálfur." Sag- an öll er býsna skáldskapar- kend, en sýnir þó, að á tíundu öld liafa Skagfirðingar verið farnir að ríða Iíjöl til Alþingis. Dúfunefsskeið og Dúfunefsfell eru enn til, fyrir austan Hvera- velli, en fellið er að jafnaði rangnefnt Dúfufell, því að ekki er þess getið að þangað hafi dúfa nokkurntíma komið. Og senni- lega eru það Skagfirðingar, sem frá aldaöðli hafa notað Kjalveg manna mest, einkum er þeir fóru til Alþingis. Og Skagfirð- ingavað heitir enn aðalvaðið á Hvítá, hið innra. Þorgeir hvinverski hafði vetur setu á Kili norðanverðum er hann var i íslandsleiðangri sín- um í þeim erindum að drepa Ás- geir Öndöttsson, en ekki getur sagan um, hvort það hafi verið lil að fela sig eða í fyrirsátar- skyni. Svo mikið er víst, að Kjölur var þá orðin almanna- leið og hefir eigi þótt jafn „kald- ur“ og síðar varð, úr þvi að menn höfðu þar vetursetu, í um 500—600 metra hæð. Og á Sturl- ungaöld fóru menn Kjöl að vetr- arlagi, vígaferlin spurðu ekki að árstíðum og allar leiðir þóttu færar þegar til blóðs var að vinna. Ferðir þessar hafa þó ekki verið barnaleikur, eins og m. a. má sjá af sögn Sturlungu um ferðalag Odds Þórarinssonar og Þóris totts er lögðu norður á fjöll á fimta dag jóla og komust í Svartárdal eftir fimm daga og höfðu þá mist nokkra menn af þeim 30, sem í l’örinni voru. Yfirleitt er illviðrasámt á Kalda- dal og gætir þess ekki sist á vetr- um. Svæðið er á veðramótum, sunnan átt og norðan heyja þar tíðum baráttu og jöklarnir gera «itt til. Yitanlega hefir ferðum fækk- að þegar dró úr þingreiðum og vanmættismókið færðist yfir ]>jóðina. En þó hefir Kjölur ver- ið þjóðleið fram eftir öldum. En margir hafa hrept illviðri á Kili. Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son fóru norður Kjöl sumarið 1752 og var það skrykkjótt ferð, því að þeir viltust austur á E)r- íirðingaveg og lentu loks í Eyja- firði, „heylausir, matarlausir og mjög þrekaðir“, segir Þorv. Thoroddsen í Landafræðissögu Islands. Haustið 1794 fór Sveinn Pálsson suður Kjöl; hann var Skagfirðingur sem kunnugt er og fylgdi faðir hans honum suð- ur í Svartárbuga. Var það í byrj- un oklóber, enda fengu þeir Sveinn blindhríð og frost en kom ust við illan leik suður i Hreppa á fjórða degi. Um hina raunverulegu för Reynistaðahræðra hefir Jón Ey- þórsson ritað ítarlega lijer í blað- ið fyrir rúmu ári, og skal sú harmsaga eigi rakin lijer. Hún hefir meðfram orðið til þess, að ferðir lögðust niður um Kjöl, ásamt minkandi ferðahug lands- manna yfirleitt og vaxandi ú t i legiun annatrú. Kjölur naut ekki góðs af fram- takssemi Bjarna amtmanns Tlior arensen og Fjallvegafjelaginu. Það lognaðist út af áður en kom- ið var að vörðun Kjalvegs. En eftirmaður Bjarna í lok 19. ald- ar, Páll Briem amtmaður tók upp merki Bjarna. Honum var fyrst og fremst að þakka fram- kvæmd sú, sem varð i lok síð- ustu aldar á rannsókn fjallvega og vörðun þeirra. Og happ var það, að til framkvæmdanna skyldi veljast jafn áhugasamur og gagnfróður maður og Daníel Bruun höfuðsmaður, einn hinn nýtasti útlendingur sem starfað hefir að íslenskum viðfangsefn- um á siðustu öld og þessari. Nú er Kjalvegur varðaður, svo að vandalítið er að rata hann fylgdarlaust í nokkurnvegin sæmilegu veðri. Og nú eru bestu sæluhús landsins norðan Kjalar og sunnan Hvítárnes og Hveravellir — auk sæluliússins við hliðarálmuna til Kerlingar- fjalla. Nú er bilfært á sumrum alla leið úr Reykjavík inn að Kerlingarf jöllum og á Hveravelli og þó nokkuð lengra. Kjalvegur er opinn. Þegar Ferðafjelagið reisti fvrst sæluhús sitt við Hvítárvatn var sá staður valinri bæði með tilliti til þess, að þar var óvenju- fagurt umhverfi og útsýn, en jafnframt vegna þess, að Hvítár- nes var hentug miðstöð fyrir þá, sem vildu kynnast Kili og um hverfinu til vestui's og austurs. Úr Hvítárnesi er hæfileg dagleið óvönum göngumönnum vestur í Karlsdrátt, ef jafnframt er geng- ið upp á jökid, inn í Fróðárdal og ef til vill upp á Hrútafell. Þaðan er lika dagleið inn í Þjófadali og til baka, ef ekki er farið of liart yfir. Þaðan er dagleið austur í Kerlingarf jöll, aðra leiðina og sömuleiðis inn á Hveravelli, en á þeim stöðum báðum voru sælu- hús, þó ekki væri nema nafnið á fyrri staðnum. Óþrifakumbald- ar eins og gamli kofinn við Kerl- ingarf jöll eiga fremur skilið heit- ið vausæluhús. Nú er orðið bílfært austur að Kerlingarfjöllum og inn á Hvera- velli og prýðileg timburhús með fjölda rúma konrin á báðum stöðunum. Og torfæran Jökul- kvísl er úr sögumri, því að hún ex brúuð. Af þessari ástæðu verða Kerlingarfjöllin líklega sá stað- ur þarna innra, sem flesta gesli draga að sjer í framtíðinni. Tign skriðjökulsins í Karlsdrætti stenst iekki samkepni við hvera- gílin í Árskai'ði, sem eru ein mestu og stórfenglegustu nátt- úruundrin hjer á landi. Og út- sýnið af Loðmundi í Kerlingar- fjöllum er talið liið víðasta, sem til er á þessu landi. Þó að bílfært sje orðið á Hvera- velli þá er þess að vænla, að fólk yfirgefi ekki að fullu þær fornu leiðir, seixi farnar hafa verið m'illi Hvítárnes og Hveravalla. Þær eru tvær, én bílleiðin nýja er allmiklu austar en sú eystri Jieirra. En það er um þessar leiðir að segja, að sá sem ekki fer þær, fer á mis við margt af því fallegasta og sjerkennileg- asta, sem Kjalvegur hefir að hjóða. Einkum á þetta þó við vestri leiðina. Hún liggur vestast í kvosinni miklu milli jöklarina, úr Hvítárnesi inn með Fúlukvísl að austan, inn í svonefnt Þver- Upptök Fúlukvislar, inst í krikanu m fyrir norðan Hrútafell. 4 Hveravöllum.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.