Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Qupperneq 9

Fálkinn - 07.04.1939, Qupperneq 9
F A L K 1 N N 9 ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: ÚR ÝMSUM HEIMUM. að hann hafði slegið þar mann til óbóta, svo að hann hafði orðið að fara á sjúkraliús. „Örin“ lá í gamla bænum, og hún varð að flýta sjer, ef liún átti að komast þangað áður en lokað yrði. llún hleypur fyrir iiornið og út á götuna .... Þá ber það við: Stór, grár bill kemur fyrir hornið. Hann reynir að sveigja til liliðar. Ofseint. Telpan hafði orð- ið undir hílnum. Og þegar til Varðlæknisstofunnar kom var hún meðvitundarlaus. Klukkan tíu hafði Karlsen komið heim. Drukkið hafði liann að vísu, en fullur var hann ekki. Ilann liafði setið úti i eldhúsinu ásaml konu sinni þar til klukkan sló hálf tólf. Þá hafði frú Karl- sen smeygt sjer í kápuna og farið að leita að telpunni. Lögreglu- þjónn á Akkerisgötunni ráðlegg- ur henni að fara til Malaragöt- unnar og spyrjast fyrir þar, því hugsast gat að einhver þar hefði sjeð hana fyr um kvöldið. En á Malaragötunni hafði enginn sjeð 12 ára telpu á brúnni kápu og í gráum sokkum, en í blaðinu stóðu eftirfarandi tvær línur: Bílslys kl. 0.03 á horninu milli Grænugötu og Svíagötu. Stúlka 12—13 ára flutt á læknavarðstof- una. Bílstjórinn gaf sig fram við Amli fulltrúa. Loksins fer að birta af degi yfir gráum húsþökunum. Á gang inum fyrir framan sjúkrastofu eitt fyrir aftan varðlæknisstof- una standa þrjár persónur. í hvert skifti, sein hjúkrunarkona fer framhjá, horfa þær á eftir henni, eins og til þess að lesa út úr svip liennar það sem gerist bak við hvítu hurðina, þar sem falan 3 stendur á. Það hafði ver- ið sent eftir yfirlækninum. Og nú hafði hann verið inni i hálfan annan tíma. Hjúkrunarkona kom út með nefklemmuna í hendinni og sagði að stúlkan hefði meiðst mikið innvortis og auk þess væri um alvarleg höfuðmeiðsli að ræða. Eftir dálitla stund yrði bet- ur úr því skorið, hvort lifshætta væri lijer á ferðinni. Frú Karlsen hallaði enninu að gluggarúðunni. Maður hennar stendur við hliðina á henni og horfir út án þess að mæla orð frá munni. Þriðji maðurinn i ganginum, miðaldra maður í gráum frakka liefir margsinnis reynt að ,,ná tali af einhverjum lækni“, en árangurslaust. Hann gengur nokkur skref i burtu, snýr svo við, og leggur höndina á handlegg Karlsen. — Mjer líður engu betur en yður. Jeg get ekki skilið hvernig á þessu stendur. Jeg 1‘lautaði tvisvar sinnum.------- Karlsen stendur alveg lireyf- ingarlaus og horfir niður á grá- ar steinflísarnar undir gluggun- um. Maðurinn i gráa frakkanum andvarpar þungan. — Við skulum vona að henni batni, litlu stúlkunni. Jeg -— jeg er auðvitað fús til að -r- borga. — Borga? Karlsen horfði á manninn. Já, jeg — jeg átti við að borga lækninum — jeg borga honum þúsund krónur ef hann getur læknað hana. Hjerna er nafnspjaldið mitt. Hann tók livítt spjald upp úr vasabókinni sinni og rjetti Ivarlsen það GUIýNAR G. WESTBY verslunarstjóri. Huk Aveny 77. stóð þar með fallegu letri. Karl- sen rjetti honum aftur spjaldið. Þegar klukkan var kortjer yfir fjögur opnuðust loksins dyrnar á númer 3, og læknirinn kom út og hjúkrunarkona á eftir honum. Hann lítur á þremenningana eitt augnablik, því næst gefur hann Karlsen merki. — Þjer eruð faðir barnsins eða er elcki svo? Má jeg lala við yð- ur eitt augnablik. Þeir ganga hlið við hlið út í endann á ganginum. Frú Karl- sen horfir á eftir þeim. Alt í einu smjúga þau gegnum þögnina þessi orð: Hún er dáin! Hún er dáin! Læknirinn leggur höndina á öxlina á Karlsen. — Það er búið. Hún hafði orð- ið fyrir hræðilegum meiðslum. Nú skuluð þjer fara lieim og taka konuna yðar með yður. — Svo hún þoldi það ekki? — Nei, því miður, við gerðum alt sem við gátum. —- Og — hún sagði — ekkert ? —- Ilún var meðvitundarlaus allan tímann. Meðan á svæfing- unni stóð talaði hún að vísu eitt- livað. Hún sagði pabbi nokkrum sinnum. Frú Kárlsen hallar sjer upp að veggnum þegar maður hennar kemur niður tröppurnar frá sjúkrastofunni. Maðux-inn í gráa frakkanum er á hælunum á lxon- um, hann reynir að stama fram einhverjum orðunx, en Karlsen horfir sljóum augum fram fyrir sig. — Get jeg ekkert gert fyrir yður? Jeg veit að það er frekt af mjer :— en lofið þjer mjer að borga vður fimm þúsund. Tíu þúsund! Jeg sje aldrei framar glaðan dag. Þegar Karlsen er kominn til konu sinnar, snýr hann sjer við og' segir í hálfum hljóðum: — Við tökum ekki við neinu. Svo tekur hann utan um kon- una sína og leiðir lxana út. — Helena. Þú verður að herða þig upp. Nú byrjum við nýtt líf. Þú og jeg — og litli maðurinn! / dýragarðimim. — Hversvegna ertu svona daufur? — Fíllinn er dauSur. — Þótti þjer svona vænt um hann? — Nei, en jeg á að grafa hann fyrir miSdag. 1. DRAUMUR HALLDÓRU ÓLAFSDÓTTUR. í Kotvogi í Höfnum hefir verið litræði frá ómunatíS. ÞaSan var sjósókn mikil öll húskaparár Kan- anna þriggja, Ketils elsta, Ketiis sonar hans og Ketils Ketilssonar ýngsta, er þar bjuggu hver fram af öðrum. Eftir dauSa Ketils yngsla hjelt ekkja hans, Hildur Jónsdóttii-, út báti þaðan. Árið 1928 ljet hún smiða inni i Reykjavik opinn vjel- bát, svo nefndan trillubát, er hafa skyldi til róSra í Kotvogi. Hjet sá bátur Ketill. Hjá Hildi hafSi í mörg ár verið ráSsmaður, Björn að nafni Lárusson frá Keldulandi á Skaga- strönd. Fjögur siðustu ár sín í Kot- vogi hafði hann þar að auki verið formaður á útvegi Hildar og stýrt vjelbátnum Katli. Eina nótt haustið 1931 vill það til, að mig dreymir, að jeg sje kom- in suður í Hafnir. Kannast jeg að vonurn þar vel við alla staðhætti frá æskuárunum, því að jeg hafði verið á sumrin í Kotvogi hjá Katli yngsta móSurhróSur mínum, frá því að jeg var sjö ára og þar tii jeg var kom- in nokkuð yfir fermingu. Þykir mjer í draumnum, að jeg standa lijá kirkjustaðnum Kirkjuvogi og horfa lxaðan niður að Kotvogi, sem er niður á sjávarbakkanum, svo sem tveggja minútna leið niður frá Kirkjuvogi. Sje jeg þá, að þar er orðin nokkur breyting á útsýni frá þvi senj áður var, þvi að nú liggur opið haf yfir Kotvogi og alla leið upp að Kirkjuvogi, þar sem jeg stend, og gengur sjórinn i þungum, þykkum og löngum öldum upp á ströndina við fætur mjer. Mjer þyk- ir þetta í meira lagi kynleg breyt- ing, og horfði jeg um stund undrandi út á hafið. Sje jeg þá fjórar sma- þústir fljótandi á sjónum, sem svar- aði skamt fyrir utan Kotvog. Likt- ust þær helst tilsýndar ofurlitlum steinum. Þústir þessar þokast hægt og hægt nær landi, og sje jeg þá, að þetta eru engir steinar, heldur fjór- ir menn. Var einna likast sem þeir stæðu í sjónum, þannig, að efri hluti líkamans var altaf upp úr. Lyftust þeir upp á hvern öldugarð- inn á fætur öðrum, er ýttu þeim nær og nær ströndinni og kirkju- staðnum. Þá sje jeg, að á brjóstum þessara manna hvers um sig er svartur kross með hvítu letri. Get jeg ljóslega greint þar nöfn þeirra allra, en undir nöfnunum er letrað- ur mánaðardagur og orðið „áriS“, en sjálft ártalið, sem mjer þykir einnig vera merkt á krossana, er hulið einhverskonar glýju eða móðu, svo að jeg fæ með engu móti lesið það. Þessir menn eru allir naktir, og eru líkamir þeirra allir útþandir og uppblásnir og miklir fyrirferðax. Þykist jeg vita, að það stafi af því, að þeir hafa hver sinn tegstein í eftirdragi, og sje jeg, að þeir eru fjötraðir um þá eða viS þá meS járnhlekkjum. Þrjá þessara manna þekki jeg ekki, en þegar þeir eru komnir í námunda viS flæðarmálið, sje jeg, að sá, sem er fremstur þeirra, er Björn Lárusson ráðsmaS- ur í Kotvogi. Þar með endaði draumurinn. Þegar jeg vaknaði um morgunínn hafði jeg gleymt nöfnunum og mán- aðardeginum, sem letruð voru á krossana. En að öllu öðru leyti mundi jeg drauminn hýsna greini- lega. Þykist jeg þegar viss um, að hann boði bátstapa í Kotvogi og að þar muni farast Björn Lárusson við þriðja mann. Jeg sagði móður minni, Vigdísi Ketilsdóttur, uiidir eins drauminn. Varð henni þá að orði: „Jeg vona, að þú látir engan heyra þennan draum, svo að hann frjett- ist ekki suður í Hafnir.“ Þó sagði jeg hann rjett á eftir Vilhjálmi Ket- ilssyni móðurbróður mínum, en bað hann að hafa ekki orS á þessu við nokkurn mann. Fleirum sagði jeg drauminn ekki, vegna þess að jeg var sannfærð um, að hann væri ekki markleysa, lieldur myndi hann rætast og það á næstu vertið. Á vertíðinni var vélbáturinn Ketill gerður út frá Kotvogi. Hringdi jeg þá vertið oft til kunningjafólks míns suður í Höfnum og grenslaðist eftir aflaföngum þar syðra og Jíðan sjó- manna. En vertíðin leið, án þess að nokkuð sögulegt bæri til tíðinda. Um vorið segir móðir min við mig, að ekki hafi nú mikiS verið aS marka drauminn, því að, sem betur fari, hafi enginn mannskaði orðið þessa vertíð í Kotvogi. Næstu vertíð, á árinu 1933, er sami vélbáturinn gerður út í Koc- vogi, og er Björn Lárusson formað- ur sem undanfarna vetur. Talaði jeg þá sem fyr öðru hvoru suður og inti eftir líðan fólksins í Höfnum, því að draumurinn var mjer enn þá i fresku minni, og enn þá var mjer það mjög ríkt í huga, að hann ætti eftir að koma fram. Þá er það að morgni hins 22. mars, að faðir minn, Ólafur Ásbjarnarson, hringir heim til min neðan úr hæ og spyr mig, hvort jeg hafi frjett úr Höfnunum. Jeg svara: „Nei. Hann liefir þó elcki farist hann Björn í Kotvogi?" „Af hverju heldurðu það?“ spyr þá faðir minn. „HefirSu frjett nokk- uð?“ Jeg kvaSst ekkert hafa frjett, en sagðist altaf hafa búist við þvi af draumi, sem mig hafi dreymt, að hann Björn myndi farast þá og þeg- ar. Þá segir faðir minn, að Björn hafi róiS í fyrri nótt og sje enn ó- kominn að, hans hafi verið leitað, en ekkert til hans spursf. Aðfaranótl hins 21. mars höfðu bátar róið úr Höfnum og þar á meðal Ketill í Kotvogi. Var þá veður sæmi- legt, en fór þó versnadi með austan- vindi og dálitlum jeljagangi. Komu þeir allir að um daginn nema Ketill. Var Ægir sendur til að leita hans að kvöldi hins 21. eða daginn eftir, en fann ekkert nema lóðarbelgi, sem nienn töldu að vera merkta Katli. Til Ketils spurSist aldrei síðan. Fórusl með honum fjórir menn, allir á besla aldri. Þeir voru Björn Lárusson for- maður, 31 árs, Ólafur Lárusson bróS- ir hans, 29 ára, Páll Jónsson úr Höfnum, 33 ára, og Karl Kristjáns- son af Skagaströnd, 28 ára. Saga þessi er færð i letur 10. mars 1936 eftir frásögn Halldóru og draúmurinn borinn undir móður hennar og Vilhjálm Ketilsson, er bæði votta hann sagðan hjer ná- kvæmlega eins og Halldóra hafði sagt þeim, þá þegar eftir að hana hafði dreymt drauminn. Halldóra er skynsöm lcona og nxerk til orða oa verka og oft svo berdreymin, að til afbrigða hefir talist. 11. KERTASTJAKINN. Veturinn 1924 til 1925 var jeg til lieimilis hjá Þórdisi J. Carlquist ljósmóður á Laugavegi 20. íhúðin, sem við bjuggum í, var stofa, svefn- herbergi og eldliús. Eini inngangur- inn í ibúðina var gegnum eldhúsið. Framh. ú nœstu síðu.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.