Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Síða 12

Fálkinn - 07.04.1939, Síða 12
12 FÁLKINN WYNDHAM MARTYN: 37 Manndrápseyjan. í hel fyrir augunum á injer! Guð einn veit hvernig við liögum okkur, þegar við stönd- um augliti til auglitis við dauðann.“ „Þjer megið ekki vera svartsýn á tilver- una, frú Cleeve,“ sagði Anthony liuggandi. „Aður en sólarhringur er liðinn verður okk- ur bjargað, svo framarlega sem fyrirskip- unum minUm verður hlýtt. En þjer skuluð ekki minnast einu orði á það við liitt fólkið það getur svo margt viljað til.“ Trent þagði þegar hann sá Phyllis koma til þeirra í ljósbláum, vattsaumuðum morg- unkjólnum. „Við höfum bygt svo einstaklega fallegan kofa lianda stúlkunum,“ sagði hún, „Barton er hreinn og beinn húsameistari og Maims reyndist ágætlega. Nú er hann að dufla við eldakonuna og segir, að það hafi tekið svo innan úr sjer við smíðina.“ „Hann skal svei mjer fá fjórðungsdós af baunum," sagði Trent. „Nú skuluð þjer kalla á verkafólkið í miðdegismatinn.“ „Þetta er dugleg stúlka,“ hjelt hann áfram þegar Phyllis var farin aftur. „Henni dettur ekki í hug að kvarta um sult eða kulda, og jeg sá þó að hún vann fyllilega á við karl- mennina.“ Þegar klukkan var fjögur framreiddi Trent te, seyðið af baununum. Hann var þakklátur Phyllis og bróður liennar fyrir það, að þau voru svo kát og símasandi. Sá eini sem var einn síns liðs var Hugh El- more. Hann var önugur og afþakkaði græna teið, en iðraðist þó eftir það undir eins. Enginn hafði grun um þau óvæntu tíð- indi sem biðu þeirra því óvæntasta sem þau liöfðu upplifað á æfinlii. Briggs hafði skýrt frá því, að Sears væri horfinn. Briggs og Maims sátu saman í nýja skúrnum hjá sænsku stúlkunum. í hinum skúrnum var fólkið að tala um afdrif garðyrkjumannsins. „Kanske hefir hann hrapað fram af klett- unum,“ sagði Trent, „jeg hefi aldrei á æfi minni sjeð jafn bratta ldetta. Jeg skil ekki hvers vegna Ahtee hrapaði þar — nema hann hafi gengið þar fram af í myrkrinu, og jeg skil ekki hvaða erindi hann átti þang- að í myrkrinu.“ „Jæja, svo þjer skilduð það ekki?“ var sagt með nistandi háðslegri rödd. 1 skúrdyrunum stóð Alitee í slitnum vinnufötum úr einskeftu. f hendinni hafði hann stóru skammbyssuna, sem fyrir stuttu hafði verið í vörslum Trents, en sem með kjmlegum hætti liafði horfið úr vasa hans. Á höfðinu var Ahtee með gamlan linan hatt, sem hafði farið Sears svo hjákállega og skoplega. En því fór fjarri að útlit Ahtees væri skoplegt. Hinn rólegi, liægi og veimil- títulegi húsbóndi var liorfinn. En i staðinn var kominn hrottalegur og óvæginn dólgur, sem ekki var hræddur við að sýna á sjer rjetta andlitið. Augun, sem enginn af gest- um hans liafði sjeð nema i nokkrar sekúnd- ur í einu, störðu nú og einblindu fast á fólkið. „Hreyfið livorki legg nje lið,“ skipaði hann, „annars neyðist jeg til að skjóta og mjer er ekki vel við það því að jeg hefi fyrirhugað ykkur óbliðari örlög. Hniprið ykkur saman þarna i horninu — kvenfólkið fyrir framan. Haskið þjer yður ofurlítið meira, Anthony minn sæll, annars neyðist jeg til að skjóta yður í vænginn.“ Hann neyddi þau inn í hornið, og þaðan mundi vera ómögulegt að komast út. „Hjer liafa gerst milcil tiðindi og hrylli- leg í dag,“ byrjaði mr. Ahtee, „og mjer urðu það vonbrigði að þið skylduð ekki láta meiri sorg í ljósi þegar líkið af mjer fanst. Það var Sears sem þið sáuð, í síðustu fötunum frá skraddaranum mínum í Savile Row. Mjer var nauðugur einn kostur að ryðja lionum úr vegi, þvi að liann gerðist svo frekur að ógna mjer með minni eigin skammbyssu, sem vinur minn, Anthony, liafði stolið frá mjer, og Sears frá Anthony. Jeg fór í garmana af honum, þó þeir væru ekki freistandi og ljet hann þar, sem fólkið hefir sjeð hann.“ „Með öðrum orðum, eitt morð enn?“ sagði Trent. „Alveg rjett. Þegar þjer læstuð mig inni í minu eigin herbergi hjelt jeg að mínar nákvæmu ráðagerðir væri farnar út um þúfur. Jeg sá mig i anda dreginn fyrir lög og dóm og sakfeldan. Það voru ljótu tímarn- ir. En svo kom hinn ungi riddari Hugh mjer til hjargar, elcki af því að hann liefði sjerstakt traust á mjer, lieldur af þvi að hann brann í skinninu eftir að gera Cleeve einhverja bölvun og ungu stúlkunni, sem neitaði að elska hann, og Anthony frá Bost- on, sem nú reynist vera mr. Anthony Trent, sem liingað til hefir verið kallaður ósigrandi. Það sem honum má þykja sárast í þessu máli er meðvitundin um, að hann skyldi hafa rjett fyrir sjer þegar liann grunaði mig og skáldsögupersónu mína, Jeffry Fratton. Hann var að því kominn að ná takmarki sínu. Hann hafði túlkað nöfnin Ahlee og Erissa á rjettan hátt. Við fengum þau ekki í skírninni. Að minsta kosti jeg ekki mitt.“ Ahtee leit á Cleeve. „Unga mr. Cannell mun eflaust þykja gaman að frjetta, að Erissa er fædd á stofnun, sem við kunn- um ekki að nefna.“ „Lygari!“ hrópaði Cleeve. „Jeg vissi, að jeg mundi liitta naglann á höfuðið,“ sagði Ahtee brosandi. „Veslings Erissa liún fjekk ekki blessun kirkjunnar þegar hún fæddist og það gerði hin lasta- fulla móðir hennar ekki heldur, þegar hún svifti sig lífi. Móðir hennar var í hópi þeirra kvenna, sem maður þarf ekki að giftast. Hún var einstaklega lijartagóð manneskja upp á sinn liátt og hún tilbað mig. Og pen- ingarnir hennar komu mjer að gagni í Smyrna, þar sem jeg freistaði hamingjunn- ar sem de Verigny greifi. Jeg lifði á liyggju- viti niínu, en þið munduð öll hafa svelt í hel." „Hvers vegna Ijóstið þjer upp urii yður skömmunum?“ sagði Trent. „Mjer er óhætt að gera það, því að jeg er að tala við menn og konur, sem eru dauð. Jeg er sá eini af okkur, sem fæ að sjá ver- öldina aftur. Þegar lijálpin kemur aftur í vor verð jeg sá eini, sem hefi lifað af vetur- inn eftir hrunann hræðilega, sem lagði liús mitt og heimili í rúst. Beinaleifar ykkar munu finnast, því að jeg doka við þangað til þið eruð dauð úr hungri og kulda og þá tíni jeg saman skrokkana og ber þá á bál og fleygi svo beinunum á brunarústina. Jeg hefi lagt þetta alt niður fyrir mjer. Jeg ætla að segja, að það sje svefnleysið sem hafi bjargað mjer. Þegar eldurinn kom upp var jeg á gangi úti á golfteignum i tunglsljósinu. Jeg verð vinsæll maður og fæ samúð al- mennings. Jeg hefi dregið fram lífið á matarrusli, sem jeg fann í brunarústunum." „Yður hefir misreiknast," sagði Cleeve, „við höfum sex dósir af grænum baunum, og það er allur maturinn sem fanst i rúst- unum.“ „0-jæja,“ Ahtee hló. „En hellarnir lijer í eyjunni eru ekki hugarburður þó að Fratt- on sje það. 1 þeim hefi jeg komið fyrir nógu af vistum til þess að halda í mjer lífinu; jeg má ekki vera sílspikaður þegar þeir finna mig eftir þessa ömurlegu einveru. Þið fáið tækifæri til að leita að hellismunnunum eft- ir að jeg er kominn þangað. Það verður gaman að taka eftir, hvernig tilraunirnar verða smám saman daufari og daufari. Jeg hefi altaf verið þeirrar skoðunar, að þegar um lífið er að tefla verði mennirnir ekki að hetjum; þeir verða frumstæð villidýr, sem taka upp grimdaræði fyrri alda, til þess að svala hungri sínu og þorsta. Nú fæ jeg » betra tækifæri til að prófa þessa kenningu, en nokkur sálarfræðingur i heimi hefir nolckurntíma fengið, Jeg er ekki viss um að þið verðið brend öll,“ hjelt hann áfram. „Jeg hefi búið til ofurlitla skáldsögu og þar leikur Anthony Trent þorparann. Ætti jeg ekki að kjósa hina fögru Pliyllis í hlutverkið, sem hann fremur svívirðu sína á.“ Alitee miðaði marghleypunni á Dayne, er liann spratt upp við þessi orð. „Setjist!" öskraði hann, „annars skýt jeg kúlu gegn- um öxlina á yður. Ekki gegnum hausinn, því að jeg vil að þjer lifið. Þjer megið ekki taka fram i fyrir mjer. Jú, vinir Antliony Trent munu frjetta, að hann dó á þann hátt sem honum var ósamboðinn. Það er hægt að nota þessa hugmynd svo dæmalaust vel. Munið, að það er jeg sem bý til eftirmælin ykkar jeg, veslings faðirinn, sem hefir verið sviftur einkadóttur sinni." „Jeg er ekki dóttir þin,“ sagði Erissa. „Það var eina leyndarmálið, sem mamma duldi fyrir þjer og eina tilhugsunin, sem henni var huggun að i raunum sínum — að jeg skyldi ekki hafa vitfirringsblóð þitt í æðum mínum.“ „Jeg liefði drepið hana ef hún liefði sagt mjer þetta." Erissa liló. „Heldurðu að hún hafi ekki vitað það?“ „Jeg hefði, hvað sem því líður látið þig verða að sæla sömu örlögum og vini þina. Þú veist of mikið, og upp á síðkastið hefirðu verið nokkuð spurul.“ Alt í einu miðaði hann skammbyssunni á Trent. „Jeg skýt ef þjer verðið ekki grafkyr. Látið mig lesa hugsanir yðar upphátt. Þjer eruð að hugsa um, hvort þjer getið ekki gert skyndiálilaup á dyrnar og bjargast út, og reynt svo að etja kappi við mig í kvöld eftir að dimt er orðið, og jeg sje ekki til að miða byssunni. Nei, mr. Trent, þjer eruð yngri og sterkari en jeg, og jeg vil ekki við þetta eiga. Þjer verðið lijerna þangað til birtir. Og þá er jeg farinn.“ „En hvað skeður ef við verðum ekki kyr hjer?“ spurði Cleeve og augu hans brunnu af hatri við tilhugsunina um hin svívirði-

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.