Fálkinn


Fálkinn - 07.04.1939, Page 13

Fálkinn - 07.04.1939, Page 13
F Á L K i N N 13 E E Samtíningur. Eftir ÓLAF FRIÐRIKSSON a 3 Almenni rauðrefurinn er svo slungin skepna, og vel fær um að bjarga sjer, að hann er útbreiddur kring um alt norðurhvel jarðar, í Evrópu, Asíu og Ameríku, en ekki þó á íslandi. í aðaldráttum er litur- inn á honum þannig, að toghárin eru hvít, en þelhárin rauðleit. En einstaka refur er með svört þelhár en toghárin hvít, og eru þetta nefiid- ir silfurrefir. Til eru líka einstakl- ingar, sem eru alveg svartir (svart- refir), og voru skinnin af þannig litum refum í geysimiklu verði, enn meira verði en silfurrefaskinn, þar til fanst aðferð til þess að lita refaskinnin svört, svo ekki mátti þekkja frá svartrefaskinnum, en þ - fjellu þau niður i lítinn hluta þess verðs er þau voru i áður. En silfur- refaskinnin voru áfram í háa verð- inu, því ekki var hægt að falsa þau. Eftir því, sem best verður vitað, er ekki nema einn refur silfurrefur af hverjum hundrað í Evrópu og Asiu. En í Norður-Ameriku eru þeir tillölulega l'leiri, 4 af hverjum hundr- að að því er talið er. Mörgum hafði dottið í hug hvilíkur geysilegur gróðavegur væri að þvi að hafa silf- urrefi í haldi, ef takast mætti að láta þá tímgast þar. Höfðu ýmsir reynt þetta í Kanada, því ekki var sjaldgæft þar, að næðist í silfurrefa yrðlinga. Það tókst ágætlega að láta refina þrifast í iiaidi, og skinnin urðu falleg, en það tókst ekki að láta þá tímgast, fyr en manni ein- um á Prins Edvards-eyju, Dalton að nafni, datt í hug, að refirnir þyrftu að vera undir beru lofti, til þess að geta tímgast. Gerði hann refagarð úr vírneti, og tókst að láta refina tímgast þar. Og var þar með stofn- aður nýr atvinnuvegur, er tók meiri þróun en nokkrum hafði hugkvæmst og verðlaunaði Englandskonungur löiigu síðar þessa framtakssemi Dal- tons með því að taka hann i tölu aðalsmanna, eins og siður er að gera í Englandi við menn sem skara fram úr. Silfurrefaræktin hefur aðallega verið stunduð í Kanada og Banda- ríkjunum, og i Evrópu í Noregi og Svíþjóð. Skarar nú Noregur langt fram úr í silfurrefarækt, en eftir- lektarvert er, að frá því 1913 og fram á árið 1926 bar refarækt þeirra sig ekki. En frá þvi ári verða skjót úmskifti, og hefur silfurrefaræktin nú um mörg ár verið einn af mikil— vægustu atvinnuvegum Norðmanna. Ársframleiðslan af silfurrefaskinn- um hefur aukist á 30 árum úr þús- und skinnum upp i 1% miljón, en á sama tíma hefur besta tegund silfurrefaskinna fallið úr 7—8 þús. krónum niður í 3—4 hundruð krón- ur fyrir bestu tegund skinna. En verð á bestu skinnunum breytist ekki að ráði ár frá ári, þó verð á þeim ljelegri geri það. Það er svo með allar tegundir dýra, sem maðurinn hefur tamið að þær breyta um lit. Meðan tegundin er frjáls í náttúrunni er venjulega litill munur á einstaklingunum. Ó- venjulegt er að munurinn sje eins mikill eins og á silfurrefum og rauð- refum. Þó er munurinn ekki minni innan pólrefategundarinnar, sem líka á heima kringum alt norður- hvelið fyrir norðan heimkynni rauð- refsins. Pólrefurinn er sem sje ým- ist hvítur eða biár og tímgast saman eins og rauðrefur og silfurrefur, en þessar tvær aðaltegundir rauðrefa og pólrefa geta það ekki. Þegar far- ið var að rækta silfurrefinn kom iljótt í ljós einstök dýr, sem voru frábrugðin heildinni þar á meðal nokkur, sem voru bæði stærri og glæsilegri en sjest höfðu meðal frjálsra dýra. En þessi albrigði viku aðeins í aukaatriðum frá hinum upprunalega silfurref. Við og við komu þó fram afbrigði, sem voru mjög frábrugðín, og reyndu ýmsir refaræktarmenn að koma þeim á framfæri undir sjerstöku nafni, cn af þvi afbrigði þessi voru ekki eins l'alleg eins og silfurefurinn, mun ræktun þeirra hafa fallið niður. En svo bar það við árið 1932, að maður að nafni Hans Kjær kom út i eyju eina i norska skerjagarðinum, er Dýrey nefnist, og sá þar yrðling er honum þótti einkennilegur, hjá sjómanni einum er þar bjó og álti litinn refagarð. Yrðlingurinn var mjög frábrugðinn öðrum silfurrefum. Hann var svartur aftan við augun, og svört rák eftir hryggnum, en hvítur strútur um hálsinn eins og oft má sjá á hundum, en auk þess var endinn á skottinu hvítur, og hafði hann það sameiginlegt með öðrum silfurrefum. En annars staðar á skrokknum voru þelhárin ljós að lit (grá bláleit) en toghárin voru livít, en sum með svörtum broddi, og flest með miklum silfurgljáa. Kjær keypli yrðlinginn af sjó- manninum fyrir 700 kr. og hófst þar með nýr kafli í sögu loðdýrarækt- arinnar. Eins og Eiríkur rauði forð- um, vissi hann, að mikið var komið undir nafninu, og skírði því þetta nýja afbrigði platíniiref eftir platin- unni eða hvíta gullinu. Refinn Ijel hann timgast við silfurref og siðan áfram afkvæmi hans. Hefur reynsl- an orðið sú, þegar silfurrefur og platínurefur hafa tímgast saman að um helmingur hefur orðið af hvorri legund, en heldur meira af platínu- refum (96 á móti 88). En þegar platínurefur hefur verið látin tím- gast með platínuref, hafa % orðið eins og foreldrarnir en Va hefur orðið silfurrefir. Árið 1937 voru fyrstu platinurefa- skinnin boðin fram til sölu, og var það ódýrasta þeirra selt á 600 kr., en það dýrasta 2050 kr., en meðal- verð skinnanna var 1275 krónur, og er þetta langt yfir meðalverð silf- urrefaskinna, sem þá var. Skinn þessi voru seld til Argent- ínu, en landbúnaðarerindreki Norð- manna erlendis taldi að betra hefði verið að þau hefðu verið seld til Parísar miðstöð heimstískunnar. Vann hann siðan að því, að vekja áhuga tísku-verslunarhúsanna i Paris og tókst svo vel að vekja áhuga Molyneux að tískuhús þetta keypti 10 af þeim 14 er seld voru.á uppboði í Oslo 17. og 18. jan. 1939 (hin til Suður-Ameríku). En við það jókst áhuginn fyrir þessum skinnum og var dýrasta skinnið selt á 5500 kr., en meðalverð skinnanna liafði hjer um bil þrefaldast frá fyrstu sölu og var nú 3800 kr. Undaneldisdýr eru seld á frá 10— 25 þús. kr. en bannað er að flytja lifandi dýr úr landi. í Noregi eru nú 420 platínurefir og eru þeir tald- ir meira virði heldur en allir silfur- refirnir lil undaneldis, er fluttir voru til Noregs frá Kanada og Bandarikjunum á árunum 1913— 1934, en andvirði þeirra nam alls 6,4 miij. króna. Það þarf 5—6 skilyrði til þess að loðskinnstegund sje í háu verði. 1. Að það sje sjaldgæft, en þó svo mikið til af þvi, að almenningur þekki það. (Sjá ennfremur 6.). 2. Að skinnið sje fallegt á litinn og áferðarfagurt og að það fari ungu og gömlu kvenfólki vel, hvort sem það er liraustlegt, eða veiklulegt út- lits. Verðmunurinn á blárefum og hvítrefum stafar aðallega af því, að hvítrefurinn fer ekki vel öðrum en þeim, sem hafa hraustlegt úllit. En blárefur og þó einkum siffurrefur á jafnvel við hverskonar andlitslag og hörundslit sem er. 3. Að ekki sje hægt að falsa það. 4. Að hægt sje að nota það á margvíslegan hátt. 5. Að það sje sterkt. 6. Að skinntegundinni sje nóg hald- ið á lofti af þeim sem selja liana (ef það er ekki tegund, sem er þekt frá fornu fari). Þess er vert að geta að skinn er í litlu verði, þó það sje sjaldgæft, ef það er ekki fagurt og nothæft til margs. Geta má og að til eru af- brigði i Kanada af silfurrefum sem er kallað platínurefur, en hann er gerólíkur norska platínurefnum. Dýragörðum fer sifelt fjölgandi í lieiminum, og altaf er verið að stækka eða gera fullkomnari þá sem fyrir eru. Áður voru dýragarðar ekki nema í stórum borgum; að- sókn varð að vera mikil, því að að- göngueyririnn þurfti að bera uppi mestan liluta af kostnaðinum. En nú orðið fæst drjúgur hluti upp i kostn- aðinn við dýrasölu. Dýrunum líður vel og auka því kyn sitt, en af því dýragörðum fer altaf fjölgandi, er liægt að selja ungviðið, þegar það kemst á legg. Þó er kvartað undan Krossgáta Nr. 297. Lárjett: 1 beintegund. 5 leggja. 9 rangar. 10 hvellur. 11 lotin. 13 kaup. 15 tala illa um. 17 stormur. 19 ljómar. 21 fara á sjó. 22 sessa. 23 ganar. 24 arkár. 25 lirafl. 26 rís. 27 lóa. 28 nauðsyn að hafa í boxi. 31 straum- ur. 34 hvað ganga konur með. 35 reiðubúinn. 37 til að sjá með. 38 stafur. 39 flækingur. 41 sagði upp. 42 ræða. 44 standa upp. 46 varla. 47 neitað. 48 böglar. Lóðrjett: 1 flík. 2 von. 3 staður á Barða- strönd. 4 veiki. 5 pilka. 6 frjósa. 7 sjeu nú. 8 skifting. 10 eins og. 12 taka fyrir gott. 14 kaupstaður. 16 mökkur. 18 ofsa hratt. 20 manns- nafn. 22 gorta. 24 dula. 25 veisla. 28 stríð. 29 hæðst. 30 bóndaverk. því núna að svo mikið sje boðið fram af ljónsungum að verðið sje ekki viðunandi, miðað við verðið sem sje á hrossaketinu sem þeim sje gefið. Ljón, bæði ungar og full- orðin, fást því ódýrt sem stendur. Margir hafa talað um að gaman væri að koma upp dálitlum dýra- garði i Reykjavik. Það er liægt, þvi stórt þyrfti ekki að byrja. En það yrði samt töluvert fje, sem þyrfti að leggja fram i öndverðu til girðinga og húsa og dýrakaupa. Kostnaðurinn við dýrahaldið fer að .miklu leyti eftir því livað dýrin jeta, og má eftir þvi skifta þeim i fjóra aðalflokka: Þau sem jeta hey, korn, fislc og kjöt. Dýrast er að lialda þau dýr, sem jeta kjöt, svo sem ljón, tígrisdýr, ljebarða, úlfa, hýenur, sjakala og merði. Ódýrast er að halda þau sem jeta hey, .svo sem hreindýr, liirti, antílópur, sebra- dýr, asna, vísunda, úra, steingeitur, gemsur og sumpart fíla, nashyrn- inga, vatnahesta og gíraffa, en þessar síðastnefndu skepnur eru æði dýrar, svo jeg geri ekki ráð fyrir, að þau yrði í dýragarði hjer í fyrstu. Við stöndum vel að vígi hvað þeim dýrum viðvíkur, er jeta fiska, svo sem selum, sæljónum og otrum, en þetta eru Ijómandi skemtileg dýr, einkum sæljónin. Selirnir eru stund- um dálítið selakeppslegir, en af því að ekki er dýrt að fóðra þá, mætti bæta úr þvi með því að hafa þá mun fleiri. Þegar margt er af sömu tégundinni, fer venjulega svo að ein- hverjir eru að jafnaði á stjái. Tveir selir kæpa hér við land: landselur og útselur og er auðvelt að ná í hópa þeirra. Oft nást hringanóra- kópar lifandi við Norðurland — undurfallegar skepnur, en hringa- nórinn er minsta seltegundin á jörðinni. 32 peninga. 33 hálsar. 35 hjelst uppi. 36 hreinsun. 39 moldarbarð. 40 dýr. 43 arka. 45 skammstöfun. Lausn á Krossgátu Nr. 296 Lárjett: 1 breitt. 5 botnar. 9 tartari. 10 baka. 11 skut. 13 kór. 15 knúsa. 17 rán. 19 klof. 21 Ari. 22 súla. 23 ausur. 25 staður. 26 lón. 27 för. 28 aðall. 31 kolla. 34 risa. 35 kös. 37 kjet. 38 ann. 39 óáran. 41 egg. 42 autt. 44 laun. 46 stuttir. 47 trosar. 48 Agnar. Lóðrjett: 1 brekka. 2 ýta. 3 takk. 4 trana. 5 bassi. 6 orka. 7 tíu 8 runnar. 10 bros. 12. trúa. 14 ólundin. 16 urð. 18 alúðleg. 20 fulla. 22 strok. 24 ról. 25 sök. 28 Ararat. 29 asna. 30 för. 32 ljen. 33 atgeir. 35 kátur. 36 salta. 39 ótta. 40 náin. 43 uss. 45 urg. 1 2 3 4 m 5 |6 7 8 m m 9 gg ittl m 10 m 11 12 íS> 13 u m t- 1 1 16 m 17 18 1 9 20 §§g 21 m 22 23 24 m M 25 | | m 26 m 27 m 28 29 30 m 31 32 j 33 34 m 35 36 M 37 38 39 40 m 41 m 42 43 m 44 45 m m m 46 47 4R i

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.