Fálkinn


Fálkinn - 09.06.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 09.06.1939, Blaðsíða 4
4 F Á.L K I N N Óbygð í bygðum má kalla þri- hyrnuna á utanverðum Suðurkjálk- anum, alt frá Staðarhverfi í Grinda- vík upp að Kalmanstörn í Höfnum. Og óbýgt er sjálft Reykjanesið alt, nema með ströndum fram, sjórinn hefir atið líf en landið ekki. I>ví að Iteykjanes er samfeld hraunhella að kalla má, beitarland aðeins af skorn- um skainti, en víða örfoka liraun- sandar, skilyrði til ræktunar víðast lítil eða engin. Ömurlegasta blettinn í bygðum hafa þeir sveitamenn kall- að Reykjanesið, sem vanir eru sæmi- legum gróðri. Iivað kemur til? Reykjanes er víð- ast lágt, svo að jafnvel fjallastrýt- urnar þar ná ekki 400 metra hæð. Ekki er J)að hæðin sem bannar. Enda mun vera snjóljettara á Reýkjanesi en á sjálfu Suðurlandsundirlendinu. Reykjanesskaginn er ekki meira elds- umbrotasvæði en t. d. er kringum Mývatn, en samt eru Mývatnshraun- in stórum grónari en hraunin á Reykjanesi. Og ekki vantar úrkomuna á Reykja- nesi, ])ví að ])að mun vera mesta rigningabælið á Suðurlandi. En — samt mun það vera vætuleysið, sbin stendur öllum gróðri á nesinu fyrir þrifum. Þar er engin á eða lækur ofanjarðar, nesið er svo hriplekt, að eldsumbrotasvæði úr loflinu, því >.ð þaðan er hægt að greina sundur braunrensli og þvíumlikt, og sjá upp- tök þeirra, miklu betur en niðri á jörðinni. — — — Hverirnir i Krísuvík og við Reykja- nesvita eru nú á dögum einu rjúk- andi blettirnir á Reykjanesi. Og liver- irnir draga altaf að, fólki þykir meira gaman að sjá liveri en dauða giga og dimmar sprungur. Þessvegn i fer fjöldi fólks út á Reykjanes á hverju sumri, einkum síðan að fær! varð að klöngrast alla leið út að vita í bifreiðum. En fróðlegra verð- ur ])ó ferðalagið, ef farið er gang- andi frá Stað á Reykjanesi vestur að vita (10 km.) og þaðan upp í Hafn- ir (15 km.). Það er sæmileg dagleið, ef umhverfi vitans er skoðað vel. Frá Stað í Grindavík er víðast all- liátt berg í sjó fram, svo að hvergi eru þar Iendingar. Vegna lendinga- leysisins er það, sem enginn bygð er með sjónum frá Staðarhverfi og að Kalmanstjörn, á nálægt 30 km. strandlengju. Og vei því skipi, sem rekur stjórnlaust upp í bergið — því að þar bíður dauðinn með opinn faðminn. Jafnvel þó að lásljettur sje sjór og öldukvikið sleiki bergið og geri gælur við það, þá er það ferlegt samt, hvað þá þegar brimið er í al- Af Valahriúk. Fremst: rústir gamla vitans frú 1879. í fjarsýn mji vitinn. Kringum Reykjanesvita. alt vatn rennur ofan i grjótið, þar sem það getur ekki komið gróðrinum að neinu gagni, og kemur svo fram aftur í flæðarmálinu. Maður þarf ekki að fara lengra en suður að Straumi, til þess að sjá hvernig „vatnsföllin'* á Reykjanesi haga sjer. Þar flæðir vatnið framundan hrauninu, tært og fallegt, margsíjað í urðarsíjunni, sem það hefir farið um, kílómeter eftir kílómeter. Hátt úr lofti eru sumir blettir á Reykjanesi ekki ósvipaðir myndum frá tunglinu. Hringmyndaðir smá- gígir og ferlegar sprungur skiftast á, og alt verður þetta margfalt greini- legra úr loftinu, en maður getur gert sjer grein fyrir með margra daga flakki um öræfi Reykjaness. Það er yfirleitt einstaklega gaman að sjá mætti sínu og sendir strókana him- inhátt yfir bergbrúnina og fleygir gusunum langt inn í land. í Víkunum fyrir austan Háleyjarbungu má sjá ýms afrek ])ess; þar liggur rekaviður í hrönnum langt inni í landi, ásamt öðru sjóreknu braki, og sjer til mik- illar furðu sjer maður þarna neta- kúlur úr gleri, alveg heilar, í urð- inni. Vegsummerki þau, sem brimið lætur eftir sig þarna, gera manni skiljanlegt, að það getur rignt sílum ef svo ber undir, án þess að yfir- nátlúrlegir kraftar sjeu að verki. Háleyjarbunga er til að sjá eins cg ofur yfirlætislaus, kollótt alda. En sje gengið upp á kollinn, opnast þar skyndilega fallegur og djúpur gígur, sem þó er auðvelt að ganga ofan i. Aldan er með öðrum orðum eldfjall, af þeirri tegund, sem dyngjur nefn- ast, samskonar og skjaldl)reið en íniklu minni, þar sem sprengigos hafa orðið fyr á öldum. Betra sýnis- horn þessarar eldfjallategundar en Iláleyjarbungu er vart liægt að fá á landinu. Nú blasa við margir reykir í vestri, en að baki þeim sjest í hlíð Bæjar- fells með hvítum vitanum. Skerst dæld inn í nestána lil norðausturs og sunnan hennar er Skálafell, en Bæjarfell og Valahnúkur að norðan. Þessi dæld er mikið til grasi gróin og fögur á að líta, eins og vin i eyði- mörku. Hverirnir eru mestir kringum lág- an hól norður af Skálarfelli. Jörðin er eiginlega öll rjúkandi á stóru svæði þarna og þarf víða ekki. ann- að en bora með staf, til þess að fá uppgönguauga fyrir gufu. — Þarn.i bygði Höjer liinn danSki kumbalda fyrir nokkrum árum og ætlaði að rækta kartöflur handa hálfri Reykja- vík, en það fór á sömu leið og rækt- unartilraunir hans í Hveradölum, því að garðyrkjukunnáttan mun liafa verið af skornum skamti, og enginn i'æktar garðávexti með hitanum ein- um, þótt góðúr sje. Höjer gerði sjer áhald til þess að ])jetta gufuna úr jörðinni og gera úr henni drykkjár- vatn, en það er stundum ekki auð- fengið á Reykjanesinu. Þarna utan í hólnum má sjá merki |)ess, að grafið liefir verið í jörð og sjer í holunni i hvitt lag undir leirskáninni, likast og þa'rna væri saltnáma. En þetta er ekki salt held- ur er það sýra — kísilsýra, mynduð af uppgufun hveranna, sem þarna bafa verið undir. Það liefir ekki ver- ið rannsakað til hlítar, hversu mikið er þarna af þessu efni — hvort það sje svo mikið, að það .svari kostn.iði að vinna það. En kisilsýran er til ýmsra hluta nytamleg og má vera, að þessi náma verði einhvers virði er fram líða stundir. Dálitið er af brennisteini kringum sum gufuaugun á hverasvæðinu. Þessir liverir eru engir svo stórir, að nafn hafi festst við þá, en rjett fyrir vestan þá er leirhver einn ljót- ur og mógrár, sem Gunna heitir, eða Gunnuhver, og frægur er í þjóð- sögum. Hinn ramgöldrótti síra Ei- ríkur á Vogsósum á að liafa komið þar fyrir kvenmanni einum, sem Guðrún hjet og var ögmundsdóttir. Hún var í vist á Skriðufelli í Þjórs- árdal, að þvi er sumar sögur segja. og lagði ofurást á bóndasoninn þar, en hann giftist annari stúlku. Svo dó Gunna og gekk aftur — aðrar sögur segja, að liún hafi átt barn með manni og fyrirfarið sjer, er hann vildi ekki eiga liana — en hvort heldur sein var, þá leiluðu hiu- ir ofsóttu til síra Eiríks og hann sá svo um, að hún skyldi eigi geta frá hvernum farið, en yrði að ganga kringum hann í sífellu. „Jafnt sáu Gunnu freskir menn sem ófreskir, og það löngu eftir daga Eiríks prests, enda var hún genginn upp að hnjám, er menn sáu hana síðgast,“ segir i Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar. Gun la gýs þjettum smágosum en lágum, enda er vatnið leirborið og þungt i vöfunum. í hlíðinni sunnan í Bæjarfelli blas- ir vitabústaðurinn við, einn afskekt- asti mannabústaður á íslandi. Þar er snyrtilega bygt og fallegt tún aust- ur og niður af bænum, svo að vina- legt er að líta heim þangað. Hófst bygð þarna árið 1878, vegna vitans, sem reistur var það ár. Rjett hiá bæjarliúsunum er nú komið nýtt hús, fyrir áhöld radiovitans, sem kominn er á Reykjanesi. Bæjarfellið er ekki hærra en svo, að vitaljósin eru 73 metra yfir sjó. En fyrir liandan dældina stendur Skálafell, sem er 78 metrar, og byrgir þvi fyrir vita- Ijósin i suðausturátt. Þessvegna liefir orðið að setja dálítinn aukavita á Skarfasetri, sunnan undir Skáfelli, til þess að bæta upp myrkvann undan Skálafelli. Aðalvitinn hefir ekki staðið nema um 30 ár, þar sem liann er nú. Upp- runalegi vitinn, sem reistur var fyrst- ur allra vita á íslandi, árið 1878, stóð á Valahnúk, sem er móbergsklettur, er skagar út í sjó, skamt fyrir vest- Leirhverinn Gunna. í baksýn Bœjarfellið með vitanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.