Fálkinn - 09.06.1939, Blaðsíða 15
F Á L K I N N
SC9B
§
SIEMENS
PROTOS BRAUÐRIST
KRÓMHtJÐUÐ.
Borðprýði. — Steikt brauð
— herramannsmatur. —
Tilvalin tækifærisgjöf.
Pæst hjá
RAFTÆKJASÖLUM.
Áburðurinn
er eitt af undirstöðuatriðum við alla garðrækt,
hvort sem er til nytja eða prýðis.
Tilbúní áburðurinn
eykur notagildi búfjáráburðarins og gerir rækt-
unina óháðari jarðvegi og tíðarfari.
m
Elns oo þjer sáið
og berið á, munlð [íjer uppskera.
31- — - ---H" - ,saaBEB55=i>-- I 'É
TILKYNNING
Að gefnu tilefni skal ])að tekið fram, að Amatör-
vinnustofa mín er flutt úr Gleraugnasölunni
Lækjargötu 6 B í næsta hús, Lækjargötu 8. Er
því öll sú amatörvinna, er unnin er hjá Gler-
augnasölunni hjer eftir ekki unnin af mjer og
er mjer því með öllu óviðkomandi. — Vona
jeg, að öll sú vinátta og velvild, er mínir
ntörgu viðskiftavinir hafa auðsýnt mjer um
undanfarin ár, fylgi mjer, þótt vinnustofa mín
sje flutt.
MUNIÐ STAÐINN, LÆKJARGÖTU 8. — SÍMI 2152.
Carl Ólafsson.
* Allt með íslensktim skipuiii! í
Paul-Henri Spaak.
bessi belgiski forsætisráðherra
varð að segja af sjer 9. febr., og það
var þjóðprnisdeila Flæmingja og
Vallóna i landinu, sem varð honum
að falli — og á eftir að verða mörg-
um belgiskum stjórnum að falli.
Spaak varð ekki gróinn í forsæt-
inu í þetta sinn, þvi að hann hafði
koinið til valda 15. maí í fyrra. En
meðan hann sat, var hann yngsti
forsætisráðherra Evrópu og lika var
hann fyrsti jafnaðarmaðurinn, sem
myndað hefir stjórn í Belgíu. Hann
tók við stjórn eftir móðurbróður
sinn, Paul-Emile Janson, en sá hafði
tekið við eftir van Zeeland, er hann
fór frá 25. október 1937.
Allar þessar stjórnir voru sam-
steypustjórnir kaþólska, frjálslynda
og jafnaðarmannaflokksins, sem eftir
kosningarnar höfðu 03, 24 og 70
sæti í þinginu. En andstæðingar
eru flæmski flokkurinn með l!i
þingsæti, Rexistar 21 og kommún-
istar með 9 þingsæti.
Stjórn Spaaks var skipuð 4 jafn-
aðarmönnum, 4 kaþólskum, tveimur
frjálslyndum og einum flokksleys-
ingja. Það var hann og frjálslyndu
ráðherrarnir tveir, sem feldu Spaak,
því að þeir sögðu af sjer, út af
deilu, er risað liafði í þinginu um,
hvort læknirinn dr. Martins, sem
dæmdur hafði verið til dauða fyrir
landráð, gæti orðið meðlimur í
flæmska akademíinu.
Spaak fór að skifta sjer af stjórn-
málum á barnsaldri. Þegar hann var
15 ára, reyndi hann að flýja til
Frakklands, til þess að ganga í
franska lierinn, en komst ekki gegn-
um víglínur Þjóðverja. Hann var
handtekinn og settur í þýskar fanga-
búðir og þar kyntist hann van Zeo-
land og urðu þeir vinir. 20 árum
síðar varð hann ráðherra í stjórn
Zeelands. Spaak var i æsku bylt-
ingamaður og ólmaðist gegn þjóð-
ernissinnum, mölvaði rúður hjá
blaðinu „Nation Belge“ og stofnaði
blaðið „L’Action Socialiste". Svo
dró af honum og fyrir sjö áruin
komst hann á þing, sem róttækur
jafnaðarmaður, en eigi að síður
gerði van Zeeland hann að sam-
göngumálaráðherra, þvi að hann
hafði tröllatrú á honum. Árið eftir
varð hann utanríkismálaráðherra og
markaði þar ])á nýju stefnu, að
Belgia væri ekki liáð skuldbindingum
við sína fornu bandamenn. Er talið
víst, að Spaak muni bráðlega komast
til valda aftur í Belgíu.