Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1939, Qupperneq 2

Fálkinn - 14.07.1939, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N GAMLA BIO Gainla Bíó sýnir nú á næstunni Paramount-myndina: Geta þessav varir loffiff? Aðalhlutverkin leika Carole Lon- bard, Fred MacMurrai/ og John Harrymore. Ung nýgift hjón birtast i þessari mynd. Þau eru mjög ástsæl, en eigi að síður ekki hamingjusöm. Hann er málaflutningsmaður rjettlátur og strang heiðarlegur, og þessvegna verður honum erfitt að fá nægilega vinnu, er geti framfleytt honum. En konan hans er áköf og dugleg með frjóa ímyndunargáfu. Hún tekur upp á því að skrifa smásögur, en þær þykja allar svo ýkjubornar, að eng- inn vill kaupa þær af henni. — Hún leitast við að fá niann sinn til þess að víkja af veg heiðarleikans, ef það mætti verða til þess að bjarga þeim fjárhagslega; en hann situr fast við sinn keip. Skömmu siðar ræðst hún sem einkaskrifari til miðlara, er Krayler heitir. Hún verður þess fljótt á- skynja, að það býr annað undir hja honum, en að veita henni atvinnu. Einkaritarastaðan er aðeins skálka- skjól Kraylers og þessvegna er hún sár og gröm, —Að lokum kemur að því að hún strýkur burt úr starfinu, en ]>egar hún er á leið þaðan hittir hún vinkonu sina. En þar sem þær eru staddar koma tveir lögréglumenn til þeirra og tilkynna henni að Krayler sje dauður — hann hafi fundist skotinn fyrir skammri stundu og öll böndin berist að lienni. Hún sver og sárt við leggur að hafa átl nokkurn þátt i því. En að lokum fer svo að hún er ákærð fyrir morð. En lögregluþjónarnir fá hana á þá skoðun, að það sje heppilegast fyrir hana að með ganga að hún hafi skot- ið Krayler, og að hún haf gert það til þess að verja heiður sinn. - - Al- menningsálitið muni þá verða henni hliðholt, það muni aðeins lita á stöðu nútímakonunnar í ])jóðfjelaginu konuna, sem lætur ekki bjóða sjer neina þvingun. — Einnig sjer hún í hendi sjer, að maður hennar muni fá tækifæri til að bjarga henni úr höndum yfirvaldanna — og það tækifæri muni máske leiða lil bjart- ari og farsælli framtíðar fyrir þau bæði. Þannig er forspjall myndarinnar. Áframhaldið er spennandi. Maður liennar — fulltrúi heiðarleikans — túlkar á sálrænan hátt hin mann- legu geðhrif, hinar mannlegu til- finningar, sem liggja eftir órann- sakanlegum rásum. — Efni þessarar myndar er í senn hugðnæmt og lær- dómsríkt. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. ítitstjórar: Skúli Skúlason. Lúðvík Kristjánsson. Framkv.stjÓTi: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Áuglýsingaverð: 20 aura miltim. HERBERTSprení. Skraddarabankar Það eru vegalagningarnar, sem oftast eru nefndar, sem lientugt verkefni þegnskylduvinnunnar. Og hvílíkl feiknaverkefni! Þó að talið sje, að um 5000 kUö- metrar sjeu nú orðnir bilfærir hjer á landi, þá er þess að gæta, að Iangminstur hlutinn er ann- að en ruðningar. En vitanlega er stefnt að því, að allir vegir í bygðum sjeu upphleyptir og breiðir vegir. A fáum árum þarf að gera alla aðalvegi í bygðum landsins líka |)ví, sem Holta- vörðuheiðarvegurinn er nú, enn- fremur að gera marga vegi um óbygðir bílfæra með þvi að ryðja |)á og leggja fjölda sýsluvega i allar áttir. Útgjöldin til vega- mála eru um tvær miljónir króna á ári og meira verður ekki kraf- ist, en þar af taka brýrnar sinn stóra skerf. En hve mikið mætti auka vegalagningarnar með því, að nota það fje, sem nú er greitt i kaup vegavinnumanna, lil fæð- is og kostnaðar svo mörgum þegnskyldumönnum, sem það entist til? Árlega eyða jökulvötn stórum spildum af frjósömu landi og skilja eftir ófrjóan aurinn, vegna þess að ekki er stemt stigu við ágangi þeirra. Árlega eyðast eða rýrast stór flæmi af sandfoki og mætti þó draga stórlega úr þeim ágangi, ef manndómur væri til. Það eru til fleiri varn- ir gegn þessum vágesli en frið- unin, m. a. garðahleðslan, sem Eyjólfur í Hvammi bjargaði Landsveitinni með fyrir fiintíu árum. Árlega jeta fúglarnir milj- ónir fræa, sem nota maetti fil ]iess að koma upp nýjum skóg- um, en þeir eru besta vörnin gegn uppblæstri. Árlega deyja úti þúsundir hestburða af heyi, á engi, sem ekki er hægl að nota vegna bleytu. lín miljónir hestburða bíða starfandi handar í frjórri móamoldinni. Þannig mælti lengi telja. ís- lensk náttúra er erfið og dull- ungafull og búin ýmsum skað- ræðisöflum, sem aðrar þjóðir þekkja ekki til. Þær þjóðir halda her, ýmist lil að verja land sitt eða vinna lanil af öðrum. Okkur er vandalaust að halda her til þess að vinna lönd, án ])ess að taka þau frá öðrum. Það er hin gullna aðstaða Islendinga. Landið er til, en það þarl' að vinna það úr greipum hinna nei- kvæðu náttúruafla, sem fengið hafa að leika lausum hala í tíu aldir, og jafnvel fengið aðsloð landsmanna sjálfra lil eyðilegg- ingarverksins. Er ekki vert að taka þegn- skyldumálið upp í heild nú á þessum timum þjóðstjórnar og samheldni? Svo mikið er víst, að starfsorku háttvirtra loggjafa hef- ir stundum verið sóað í það, sem verra er. í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS: Grein um 25 ára afmæli bifreiðaiaga á Íslandi. — Sagn- ir af Silunga-Birni. — Konurnar, sem standa næst Musso- lini. — Tvær sögur — Frjettamyndir. — Skrítlur. — Barnadálkur. — Kvennadálkur. — Krossgáta o. m. fl. dóttir og Einar Sigurðsson á Tófl- um i sömu sveit. Hjón þessi voru hæði gefin saman í Gaulverjarbæjar- kirkju af síra Jóni Steingrimssyni 29. júní. íbúar Stokkseyrar- og Gaulverja- bæjarhrepps mintust þessa sjerstæða Merkilegt gullbrúðkaup. Þann 29. júní síðastl. áttu tvénn hjón í Stokkseyrarprestakalli gull- brúðkaup, þau Vigdis Magnúsdóttir og Þorvarður Jónsson á Kirkjubóli á Stokkseyri og Ingunn Sigurðar- Eggert Briern frá Viðey, verðtir 60 ára 17. þ. m. Kvikmyndaheimurinn. KVIKMYNIIIR í JAPAN. Japanskur kvikmyndaiðnaður hef- ir færst afar mikið í aukana síðustu árin og heitir kvikmyndabær þeirra Ofuna, og stendur skamt frá Kann. kura. Framleiðslan er afar mikil, því að það er mjög ódýrt, að taka kvikmyndir i Japan. I. flokks kvik- mynd kostar ekki nema um 35.000 krónur, og kemur það af ])ví, að mjög litlu er varið í leiktjöld. Jap- anar sýna einnig útlendar myndir, en þeir mega ekki sjá fólk kyssasl á mynd og þessvegna eru allir koss- ar kliptir úr. Kvikmyndahúsin byrja að sýna á morgnana og halda áfram allan dag- inn. Hver sýning er um 3 tíma. Kvikmyndahúsin eru altaf full og konurnar taka smákrakka með sjer, svo að oft lieyrast hrinur og grátur i kvikmyndahúsinu. Myndin er af helstu leikkonu Japans, og heitir hún Sachiko Chiba. Hvernig heilsa Tjekkar nú? Stjórn’árvöldin í Tjekkiu hafa l'yr- irskipað, að l'ramvegis skuli Tjekkar heilsa með orðunum „Vlasti Zlar“ (iifi föðurlandið) og um leið eiga þeir að lyfta liægri handlégg. afmælis hjónanna, með þvi að halda þeim samsæti á Stokkseyri sunnu- daginn annan júlí. Myndin af gull- brúðkaupshjónunum, sem hjer er birt, er tekin á gullbrúðkaupsdaginn. Talið fi'á hægri er Þorvarður og Vigdís og Ingunn og Einar.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.