Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1939, Blaðsíða 3

Fálkinn - 14.07.1939, Blaðsíða 3
F Á L K I N N 3 Tuttugu og fimm ára afmæli Dýraverndunarfjelags íslands. 1 gær var nákvæmlega liöinn alti- arfjórðungur síðan Dýraverndunar- t'jelag íslands var stof'nað. — Fyrir atbeina goodtemplarafjelaganna, er þá störfuðu lijer í bænum, var fje- lagið stofnað og var Tryggvi Gunn- arsson, bankastjóri, kjörinn formað- ur þess og gegndi hann því starfi til dauðadags. Síðan hann fjell frá hafa 5 menn farið með formensku fjelagsins og er Þórarinn Kristjáns- son, hafnarstjóri, núverandi formað- ur þess. Engin tilviljun mun hafa ráðið því að Tryggvi Gunnarsson var í önd- verðu kjörinn forvígismaður fjelags- ins, því að hann hafði um langt skeið látið mjög til sín taka um Þórnrinn Kristjcmssjon, m'w. form. fjelagsins. verndun dýra, bæði i orði og verki. Um 30 ára skeið hafði hann þá gefið út Dýravininn annaðhvort ár og lálið hann fylgja Þjóðvinafjelags- bókunum. Dýravinurinn þótti jafnan kærkominn gestur, encla var hann skemtilega skrifaður og hjelt trútt og einarðlega á málstað dýranna. Slíkt sýnir framsýni og gjörhygli Tryggva Gunnarssonar, að hann skrifar þar svo að segja um öll þau verkefni, sem Dýraverndunarfjelagið hefir l'ram til þessa beitt sjer fyrir. Margir munu ennþá minnast spjaldanna, sem Tryggvi ljet reisa við veginn upp úr bænum, þar sem á var letrað: ,,tíefið hestunum uð drekka." Þannig talaði Tryggvi til þeirra, sem um þjóðveginn fóru það var rödd mannúðarinnar, sem kallaði á menn til skilnings og sam- hygðar á kjörum málleysingjanna. Hvar sem að búpeningúr er nu deyddur á íslandi, hvort sem það er fram til dala eða á ystu annnesj- um, þá gætir allstaðar þeirra mann- úðaráhrifa, sem Tryggvi sáði til i greinum sínum í Dýravininum. En Tryggvi gerði meira en vinna uns dagur var að kveldi, hann trygði það að dýraverndunarstarfsemin gæti haldið áfram að honum föllnum, með því að ánafna Dýraverndunar- fjelaginu mest allar eignir sínar, og er Tryggvasjóður nú orðinn sem næst 88 þús. kr. Frá ársbyrjun 1940 er heimilt að verja öllum vaxtatekj- unuin til dýraverndunarstarfsemi hjer á landi, en frá því hann var stofnaður og fram til þessa hefir inátt verja helming af vöxtunum í sama skyni. — Óhætt mun að full- yrða, án þess að setja nokkurn mann á krókbekk, sem hlut á að máli, að Tryggvi Gunnarsson hefir gert langsamlega mest fyrir dýravernd- unarstarfsemina í landinu, og allir mun taka undir orð Þorsteins Er- lingssonar um hann: ,,Og það er víst: ef dýrin mættu mæla, jxi mundi verða blessað nafnið j>itt.“ Verkefni Dýraverndunarfjelagsins hafa verið mörg, er þó hafa öll stefnt að sama markmiði, að færa ineð- ferð dýranna í mannúðlegra horf. Margt hefir áunnist á fyrsta aldar- fjórðungnum, en þó er margt ógert ennþá. Fjelagið beitti sjer fyrir laga- setningu um verndun dýra. Og þvi er fyrst og fremst að þakka uð liáls- skurður á lifandi fje var afnuminn. Þá hefir fjelagið hafl mikil afskifli af lagasetningu um friðun fugla og geldingu húsdýra, auk þess sein það hefir látið hafa eftirlit með fram- kvæmd forðagæslunnar út um land og barist mjög fyrir því að dýralækn- uin yrði fjölgað. Um all langt skeið rak fjelagið dýraverndunarstöð að Tungu, rjett innan við bæinn, en hún var seld fyrir tveim árum, vegna þess að ekki var talin þörf á að hafa hana l'ramvegis, þar sem vöruflutningar á hestum til bæjar- ins, eru alveg búnir að vera. ■— Dýraverndarann hefir fjelagið gefið Framli. á bls. íri. Þessi mynd er tveggja úra gömul. IIún er tekin ofan um lestarop á skipi að afstöðnu óveðri. Ilún sýnir betnr en orð fá lýst, hve hrgliilega ævi útflutningshestarnir isl. geta átt á leiðinni gfir hafið — hún hlýtur að verka sem heit bæn til allra, um að slíkur atburður, sem mgndin Igsir, þurfi aldrei að endurtaka sig. Ferðafólkiö. Ljósm. V. Sigurgeirsson. Skemtiför Búnaðarsambands Dala og Snæfellsness. I tilefni al' 25 ára afmæli sínu efndi búnaðarsamband Dala og Snæ- fellsness til skemtiferðalags um Borgarfjörð og Suðurlandsundirlendi dagana 1(3. til 21. júní s.l. Voru um 80 þátttakendur í förinni af sam- bandssvæðinu, sem er Snæfellsness- Hnappadals- og Dalasýslur. Eagt var af stað árla morguns föstudaginn 10. júní og mættust allir þátttakendur í Borgarnesi um hádegi þann dag. Kaupfjelag Borgfirðinga veitti þar skyr og rjóma af mikilli rausn. Síð- an var haldið til Hvanneyrar og um kvöldið til Reykholts og gist þav. Laugardaginn 17. júní var keyrt fyr- ir Hvalfjörð. Á Reynivallahálsi var mættur hópur bænda af Kjalarnesi og nágrenni Reykjavíkur. Hafði Ól- al'ur i Brautarholti þar orð fyrir mönnum og bauð ferðafólkið vel- konrið í landnámssveitir Ingólfs og Helga bjólu. Var því næst keyrt að Brúarlandi og veitti þar búnaðar- samband Iijalarnesþings ferðafólkinu af hálfu meiri rausn, en Helgi bjóla veitti föruneyti Auðar djúpúðgu. Þennan dag voru Korpúlfsstaðir og Reykir í Mosfellssveit skoðaðir. Síð- an var haldið til Þingvalla og gist þar um nóttina, eftir að ferðafólkið hafði hlustað á fyrirlestur um Þing- velli, sem Sig. Nordal próf. flutti, og neytl hátíðarmatar að Valhöll, að ógleymdi göngu um liinn fræga sögustað i friðsamri kyrð hinnar björtu vornætur. — Sunnudaginn 18. júní var keyrt um Grafning til Sogs- fossa. Veitti þar bæjarstjórn Reykja- vikur smurt brauð og öí. Því næst var lialdið til Geysis og gaus hann litlu gosi. En Biskupstungna- menn veittu kaffi og kökur af þeim mun meiri rausn og bætti það, ásamt ágætum söng þeirra Biskupstungna- manna, upp það, sein vantaði á.fult örlæti af háll'u Geysis. Um kvöld- ið var haldið til Laugarvatns. Snædd- ur þar kvöldverður og gist um nótt- ina. Næsta dag, 19. júni, var farið austur í Fljótshlíð. í Múlakoti var snæddur miðdegisverður og siðan lialdið til baka aftur með viðkomu í Þjórsártúni og við Ölvesárbrú, þar sem Mjólkurbú Flóamanna var skoð- að. Gist um nóttina i Þrastarlundi. Þriðjudaginn 20. júní var Flóaá- veitan skoðuð. Þegið kal'fi og kökur að Þingborg, sem kvenfjelag og bún- aðarfjelag Hraungerðishrepps veittu. Frá Þingborg var keyrt um Gaul- verjarbæ niður að Stokkseyri og fram hjá „Síberíu", og rendu menn augum yfir liið fyrirhugaða framtíð- arland með likum huga og Móse forðum, þegar hann leit yfir hið fyrirheitna land ísraelsmanna at fjallinu Nebó. — Uin klukkan 3 var komið í Hveragerði og snæddur þar miðdegisverður. Var þar saman kom- inn mikill mannfjöldi, sem og alstað- ar annarsstaðar. Meðal annara var þar kominn síra Ólafur í Arnarbæli ineð hinn prýðilegasta söngflokk, sem söng svo vel, að unun var á að hlusta. Mun hinn prýðilegi söngur hafa gert sitt til þess að gjöra þennan síðasta dag austan fjalls ferðafólkinu ógleymanlegan. Eí'tir litla dvöl í Hveragerði var keyrt af stað upp á Kambabrún, en þar skyldi ferðafólkið að vestan skilja við hið gestrisna og ástúðlega bænda- fólk, sein hinar blómlegu bygðir austan fjalls ala og þroska til mikils manndóms við brjóst sin. Á Kamba- brún voru margar ræður fluttar, og báru þær allar vott um það, hversu slík ferðalög, sem þessi, eru þýðing- armikil til kynningar fyrir fólkið, sem býr í dreifðum bygðum landsins. Mun flestum, sem þarna voru staddir, hafa hlýnað um hjartarætur þessa kveðjustund á Kambabrún. Af Kambabrún var keyrt til Beykja víkur og gist þar um nóttina. Sýndi Helgi Bergs ferðafólkinu hin miklu salarkynni, slátur- og frystihús og niðursuðu, Sláturfjelags Suðúrlands, en hann er s'em kunnugt er hinn mikli leiðtogi bændanna i þessari grein framleiðslu þeirra. Miðvikudaginn 21. júní var lagt af stað úr Reykjavík kl. 1 e. h. og ferða- fólkið keyrt til heimila sinna, svo að segja í einum áfanga. Nokkrir urðu þó eftir i Reykjavík, en þeir fylgdust þó ineð liópnum upp á Kjalarnes, þar sem fararstjórinn, Steingrímur búnaðarmálastjóri, var kvaddur og þakkað fyrir ágæta stjórn ferðalagsins. Skildi síðan fólkið, sem i sex daga hafði lifað saman unaðsemdir ferðalagsins, auðugt af ógleymanleg- um minningum frá hinni ágætustu för, sá nú ferðafólkið í anda heimili sín nálgast og hin þýðingarmiklu verkefni þar biða úrlausnar. Og þó alt ferðalagið hefði verið með miklum ágætum, mun þó öllum hafa þótt í leiðarlok, að best væri þó heima. J. Þ. ttbreiðið Fálkann.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.