Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1939, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.07.1939, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Fótnrinn á Önnu Pavlovu — fegnrö og þróttur sameinað. ldukkan 9 og æfði sig ein tii klukk- an 12,30, en þá kom hópurinn á æf- ingar. Á æfingunum var hún mjög ströng og eftirgangssöm, ekki sísi við hljómsveitina, þegar henni fanst hún ekki fylgjast nógu vel með. Ivom þá fyrir að hún þreif tákt- slokkinn af sveitarstjóranum og stjórnaði hljómsveitinni sjálf. En yrði henni á að segja eitthváð móðgandi við nokkurn mann, þá iðraðist hún eftir það, og rjetti jafn- an hendina fram lil sátta. Hún eign- aðist því aldrei óvini. — Klukkan tvö borðaði hún liádegisverð og gekk svo lengi úti sjer til hressingar. En klukkan fjögur var lnin jafnan kom- in á leikliúsið, ef hún átti að hafa sýningu að kvöldi, og prófaði bún- inga og gerfi eða æfði sig. í hverju hljei á sýningunum tók luin af sjer skóna til að hvíla fæt- urna, og drakk bolla af veiku te. Aldrei tók hún á móti heimsóknum milli þátta i leikhúsinu þeir sem vildu hafa tal af henni, urðu að bíða jsangað til leiksýningunni var lokið. En að jafnaði flýtti hún sjer eins og hún gat heim til sin, að af- loknum sýningum. Pavlova kvaldist altaf af heim- |)rá á ferðalögum sínum, og hið sí- felda flakk stað úr stað átti í raun- inni afar illa við hana. Þar sem hún átti að liafa viku viðstöðu eða meira, reyndi liún eftir megni að gera herbergi sín vistleg og með heimil- isbrag. Og er hún kom aftur til Evrópu, eftir að hafa dvalið í Amer- íku ()11 stríðsárin, keypti hún sjer einkabústað, Ivy House, þar sem einna hæst bar á í London og loftið var tærast og úlsýnið best. Þar nutu allir gestrisni, ekki sist rúss- neskir flóttamenn — jafnvel þó að húsmóðirin væri ekki lieima. Það var aðeins ein manntegund, sem Pavlova sýndi litla gestrisni og það voru bláðamennirnir. í skiftum sínum við l>á var hún einna líkust Gretu Garbo. Blaðamennirnir voru alstaðar á hnotskóm, þar sem Anna Paviova kom. Á árunum eftir heimsstyrjöld- jna ferðaðist hún um lönd, sem hún hafði aldrei komið i áður, og áður en lauk hafði hún komið i flest þjóðlönd heimsins, sem nokkur menningarbragur er á. Jafnvel aust- ur í Asiu, um Kína og Japan, Java, og Ástralíu og Nýja Sjáland. Árið 1922 fór liún hringferð kring um jörðina og 1925 gerði hún sjer- staka ferð til Ástraliu. Fólkið úr hópnum á margar skrítnar endur- minningar úr þessum ferðum: Þeg- ar hópurinn hjelt jólin á þilfari, um tunglbjarta nótt suður í höfum. Þegar karlmennirnir ur.ðu að skjóta sporðfiska með skammbyssum suð- ur i Uruguay, til þess að fá nætur frið. Þegar blöðin í Guayaquil kröfð- usl l)ess, að hópnum yrði visað úr landi, vegna þess að stúlkurnar voru í svo stuttum pilsum og karl- Anna Pavlova i svanabúningnum. mennirnir berhöfðaðir. Þegar ljósið sloknaði i leikhúsinu í Kaliforníu og gestirnir lýstu sviðið upp með ljóskerunum af bílunum sínum. — Þegar aðeins seldist einni miði að sýningu á Guba. Þegar dirgjan í Chicago bauð Pavlovu livað sem vera skyldi fyrir klukkustundar til- sögn í dansi, svo að hún gæti setl á hurðarskiltið sitt: lærimey Önnu Pavlovu. Og þegar hópurinn kom of seint á brautarstöðina í Vancou- ver og lestin, sem hann hafði átt að fara með, ók ofan fyrir björg. Siðustu árin, sem Pavlova lifði, var aðsóknin að sýningum hennar elcki eins mikil og verið hafði áðpr. Hún þótti stundum vera of „gamal- dags“ og altaf koma nýir keppi- nautar til sögunnar. Ein af aðal- persónunum í „Grand Hotel“ eftir Vicky Baum, er roskin danskona, Grusinskaja, sem Greta Garbo ljek i kvikmyndinni af sögunni. Það er talið að Anna Pavlova sje fyrir- myndin að þessari persónu. Enginn veit, hvað Pavlova hefir hugsað sjér um líf afdankaðrar danskonu. Hún dansaði fram í dauð- ann — örlögin voru svo miskunn- söm við hana, að þau tóku lif henn- ar, án þess að taka frá henni dans- inn áður. — „Takið svanabúninginu ininn fram“, voru síðustu orðin, sem hún sagði. Hún vildi hafa þennan búning, sem hún liafði unn- ið svo marga sigra í, fyrir augum sjer, er þau hættu að sjá. Á KÓRALLAVEIÐUM. Eina haf Evrópu, þar sem kórall- ar hafa fundist til þessa, er Adría- hafið. Adríahafskórallarnir eru mjög eftirsóttir, þar sem þeir eru óvenju- lega stórir og hafa sjerkennilegan dökkrauðan og týsandi lit. Kóralveiðimennirnir fara á veiðar í apríl og mai, og eru þeir þá að heiman í heilan ársfjórðung í einu. Það er þýðingarlaust að leita að kóröllum nema í góðu veðri, og jafn- vel þá eru veiðimennirnir hepninni háðir, að meira eða minna leýti. Þessvegna geta þeir ekki veitt sjer minstu hvíld á góðviðrisdögunum. Oft eru þeir vikum saman að leita á þektum kóralsvæðum, án þess að ná í verulega veiði. En sje hepnin með þeim, þá kunna þeir að rekast á svæði, þar sem er mikið af kór- öllum. Besti fundurinn, sem átt hefir sjer slað, fanst i flóanum við Korkúlaey á síðastliðnu sumri. Öðru megin við eyna liggur flói, 100 metra djúpur, sem kóralkafararnir hafa ekki treyst sjer til að leyta í vegna strauma. En i ágústmánuði hætti einn mað- ur á að leita þar. Hann kafaði niður í hálf-gruggugan sjóinn, og sá þá, sjer til mikillar undrunar, æfintýra- lega birtu, sem hann slefndi á. Hann komst að smáhelli, þar sem greru margir gildir kóralstofnar. Það voru þeir, sem voru orsök þessarar ein- kennilegu ljósfyrirbrigða. Kafarinn kom með eina greinina á fætur ann- ari upp á yfirborðið. Þegar hann var búinn að tína alt, sem þarna var að fá, fann hann annan smáhelli, þar sem voru ennþá stærri og fallegri kórallar, og nú hóf hann verk sitt þar. Þegar hann daginn eftir ætlaði á sömu stöðvar, vissi hann ekki fyr til en heljarmiklir armar með stór- um sogskálum þril'u utan um hann. Fjelagar hans, sem voru þarna í bát, grunaði strax að ekki væri all með feldu og komu honum til lijálp- ar. — Nú hófst bardági upp á lif og dauða. Eftir nokkra stund var maðurinn dreginn upp í bátinn, en þá meðvitundarlaus. Utan á kafara- búningnum gaf að líta heljarmikla arma af kolkrabba. Veiðimaðurinn gafst alveg upp við að leita þarna frekar. Annars eru kórallaveiðarnar ekki sjerstaklega hættulegar í Adríahufinu hvað snertir kolkrabba og hákarl. því að vel má verja sig árásum þeirra með góðum hníf. Háll'u hættulegri fyrir kafarana eru hinir hvössu kórallar, sem geta sett göt á loftslönguna eða nauðtaugina, svo að sambandið við bátinn getur rofnað, og ef það kemur fyrir, þá er kafar- inn dauðadæmdur; því að áður en þeir, sem í bátnum eru, ímynda sjer að nokkur hætta sje á ferðum, er kafarinn venjulega dauður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.