Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1939, Side 12

Fálkinn - 14.07.1939, Side 12
12 F Á L K 1 N N STANLEY SYKES: Týndi veðlánarinn.13 „Það táknar að glerin eru xnjög óvenju- Ieg, og liafa verið notuð af afar nærsýnum manni með mikla sjóns.kekkju. Jeg liéfi mælt bæði glerin, og ef jiau bafa verið keypt bjerna, ætti að vera liægt að sjá, hver hefir ke.ypl þau.'„Hann andvarpaði jiegar hann bugsaði lil þess, hve mikil vinna yrði við að leita Jietta uppi. „Jeg býst við, að jeg þurfi ekki að gera vður jiað ónæði, að biðja vður um að leita í bókunum," sagði Ridley. Að minsta kosti ekki fyrst um sinn. En jeg get gcfið yður vísbending. Hafið J)jer nokkurntíma selt gler-. augu manni, sem hjet Levinsky, og el' svo er, liverskonar gleraugn notaði hann ?“ Það Ijetti yfir sjóntækjasalanum. ,Það get jeg sjeð á fáeinum mínútum," svaraði hann og hvarf hak við Ijald. Nú heyrðist skrjáfa i hókarhlöðum, og eftir nokkra stund kom maðurinn fram al’tnr. „Það er enginn í minnm bókum með því nafni, herra minn.“ „Þakka yður nú fvrir fyrirhöfnina. Jeg ætla nú að fara lil bins gleraugnasalans og sjá bvort nokkuð hefst upp úr J)ví. Ef það verður árangurslaust getur svo farið, að jeg verði að biðja vður um, að ganga gegnum hækurnar j'ðar, en jeg læt vðnr J)á vita.“ „Það er gott. Viljið j)jer taka glerbrotin?“ „Já,“ svaraði Ridley knldalega. Nú fór Ridley með uppskriftina til hins gleraugnasalans og Jiar varð árangurinn betri. Eftir fáeinar mínútur fjekk Ridley að vila, að þessi gleraugu væru nákvæmlega eins og J)au, sem Levinsky hefði keyj)t J)ar fyrir átján mánuðum. „Gott,“ sagði Ridley innilega ánægður. „Loksins l’jekk maður dálítið að styðjast við. En livað segið þjer um þetta. Er ])að í yðar verkahring?“ Ridlev tók fram glerhrotin úr meðalahylk- inn. Og nú var það svo, að maðnrinn sem hann var staddur hjá, Dawson, var lvfja- fræðingur jafnframt því, sem hann var gler- augnasali, svo að hann leit kunnuglega á Jæssi brot. ,,.Iá,“ sagði liann, „Jætta er hrot úr hólk af blóðvatnssprautn. Líkri eins og ])essari en dálítið stærri." Hann tók litla hlóðvatns- sprautu upp úr skúffu. Það er hægt að fá þær hjá þeim, sem selja læknaáhöld. Við seljum þær ekki.“ „Er algengt að þær sjeu til á læknaheim- ilum?“ ,,Sei sei já. Allir læknar liafa J)ær. Þeir nota þær fyrir hlóðvatn gegn berkíaveiki." „Hvað er J)arna innan í glerinu?“ „Jeg er ekki viss um það. Það er líkast bráðnu kertavaxi.“ „Sama eins og þetta hjerna?“ spurði Rid- ley og rjetti fram molann, sem hann hafði fundið undir eldhúsborðinu. ...Iá, það sýnist mjer.“ „Hvaða erindi á það í sprautuna? Ekki lækna læknarnir neina sjúkdóma með kerta- vaxi?“ „Ekki svo jeg viti. Það er notað við hruna stundum, en ekki í sprautum. Nei, nú man jeg - þeir nota J)að er J)eir dæla hlóði á milli manna. Þeir hræða lag af vaxi innan í sprautuna, til þess að varna því að blóðið storkni meðan verið er að dæla J)ví.“ Lyfjafræðingurinn naut þess að sýna leik- manninum lærdóm sinn, en sá lærdómur fjell vist meðal J)yrna, J)ví að Ridley var að hugsa um eitthvað annað. Skýringin nægði til J)ess að sýna samhand sprautunnar og vax- molans, en samhand Jæssa við málið sjálfl var óskýrt eftir sem áður og Ridley gafst upp við að finna skýringuna. „Fari J)etta bölvað!" hugsaði liann með sjer um leið og hann fór út úr búðinni. „Hjer kemur ekkert heim við neitt annað. Jafnvel J)ó maður nái í eina eða aðra staðreynd, þá eru altaf einhver hængur á henni.“ Drury kom aftur nálægt klukkan níu um kvöldið og liafði skilið Burley eftir i Birm- ingham, til aðstoðar lögreglunni þar. Hann hlnstað mjög ánægður á frásögn samverka- manns síns. „Okluir miðar i áttina, J)ó að liægt fari. Jeg veit ekkert hvað við getum ráðið af vax- inu og sprautunni — ef maður getur yfir- leit nokkuð ráðið af J>ví en glerangun eru áreiðanlega mikils virði. Það er líliil vali á því nú orðið, að Levinskj' hefir komið i Holm Lea. Og hafi gleraugun hans brotnað þar J)á er ástæða til að athuga, bvað fram hafi farið J)ar á heimilinu. Sáust nokkur merki eftir handalögmál?“ „Alls ekki. Það var alt i stakasla lagi í húsinu. Það eina, sem velt hafði verið um J)ar, var dós með grammófónnálum." „Jeg hefi ekki verið iðjulaus heldur. Kale er karlmaður, Ridley! Að minnsta kosti sagð- ist ekkjan ætla að hitta Kate, en hún hitti karlmann. Og fór með honum á gislibús. Ilvað segirðu um J)að?“ „Jeg skil ekki, að J)að væri gaman að eiga hana fyrir lconu,“ svaraði liinn. „Að mansta kosti hefði farið betur á því, að hún hefði heðið þangað til búið var að moka ofan í gröfina. Hvað gerðir þú fleira?“ „Jeg talaði við gistihúseigandann og hann sagði mjer, að maðurinn hefði verið þar sið- an 28. apríl.“ „28,“ tók Ridley fram í, „J)að er morgun- inn sem Lenvinsky hvarf. Manstu hvað J)ú sagðir um Derrington í gærkvöldi?“ „Jeg sagði svo margt um hann. Hvað áttir |)ú við?“ „Þú komst að þeirri niðurstöðu, að hann væri einhleypur og að liann hefði farið frá Holm Lea morguninn 28. apríl. Það er mjög sennilegt að liann hafi farið þá, og að hann sje maðurinn i Birmingham.“ „Já, J)að er J)að. í þessu máli er hann lík- lega tertium quidö.“ „Er hann hvað?“ „Samverkamaðurinn." „Þú álítur, að frú Laidlaw hafi myrt mann- inn sinn til þess að strjúka á bUrt með Derr- ington?“ „Nei, jeg er ekki að lialda ])ví fram. Guð varðveiti okkur frá fleiri grafgötum í Jiessu máli. Dauði Laidlaw var með feldu, en jeg hýst við að J)etta hafi komið sjer vel fyrir frú Laidlaw." „En livað kemur þetta Levinskymálinu við? Hvernig kemst liann inn í þetla mál?“ „Spurðu mig ekki. Jeg veit það ekki. í hvert skifti, sem maður fer að taka saman röksemdir í J)essu máli, þá stefna þær á hurt frá Levensky eða til haka þangað sem hyrjað var. Það sem okkur vantar eru fleiri stað- reyndir, og næsta staðreyndin, sem við þurf- um að finna er sú, hver þessi maður eiginléga sje. Hann virðist vera vel kunnugur ekkj- unni, svo að J)að er ekki ólíklegt, að J)au sjeu nágrannar. Hvaðan kom Laidlaw hingað? Jeg á við, livar J)au hafi átt lögheimili.“ „Jeg fjekk að vita það í dag, heiman frá lionum. Hann var læknir í Barhaven.“ „Hringdu lil lögreglunnar þar og heiddu bana um, að senda mann til Birmingliam, sem þekki alla í Barhaven. Þetla er smáþorp. Og segðn lögreglunni, að jeg komi með lest- inni kl. 8.50. Það er gert í blindni, en eitt- hvað gæti hafst upp úr J)ví.“ Morguninn eftir hitti Jackson fulltrúi í Yorkshirelögreglunni Drury á ákveðnum tima á Snow Hill stöðinni í Birmirigham. Þeir fóru saman á gistiliúsið og völdu sjer afskektan stað í setustofunni. „Það er mjög sorglegt þetta með Laidlaw lækni,4‘ sagði fulltrúinn. , Mjög sorglegt,“ svaraði Drury fyrir siða- sakir. Hann liafði aldrei sjeð hinn látna og gui’ði enga tilraun til að sýna á sjer lilut- tekningu. „Jeg J)ekti liann vel,“ hjelt Jackson áfram. „Þetta var stór og sterkur maður og jeg varð forviða J)egar jeg heyrði að bann væri dáinn.“ „Þekkið þjer ættingja hans og vini?“ „Hann átti ekki marga vini. Þau voru ó- mannhlendin konan hans og liann. Svo að jeg veit ekki hvort jeg get orðið yður að nokkru liði.“ „Þjer skuluð að minsta kosti ekki lála taka eftir yður, því að annars getið J)jer ekki orð- ið að liði,“ sagði Drury. „Það gerir ekkert til með mig, þvi að hvorugt J)eirra hefir nokk- urntíma sjeð mig. Jeg ætla að atliuga hvort þau eru heima.“ Hann fór að hrjefahólfunum við af- greiðsluborðið og athugaði hólfin. Meðan hann var að J)vi, kom maður til lians og hað hann um eldspýtu. Drury kinkaði kolli, Jægar bann fjekk stokkinn aftur og lijelt áfram að skoða í hillurnar og fór siðan til Jack- sons aftur. „Purley segir, að þau sjeu uppi, svo að við skulum híða lijerna og taka vel eftir. Jeg held við getum ekki fengið betri stað. Purley mun berja öskuna úr pípunni sinni þegar þau komu ofan, og þjer skuluð hafa þetta blað tilbúið og halda þvi fyrir andlit- inu, þegar hann gefur merkið. Og hvað svo sem skeður J)á skuluð þjer vera alveg kyr J)angað til J)au eru komin út, því að annars gctur alt orðið til ónýtis. Frú Laidlaw þekk- ir yður auðvitað í sjón?“ „Jeg býst við því. Jeg hefi að vísu aldrei lalað við hana, en jeg hefi sjeð liana hundr- uðum sinnum, og hún hefir sjeð mig.“ Eftir hjerumhil tíu mínútna hið fór Pur- ley, sem nú var ekki sóðalegur eins og áður, lieldur snyrtilega klæddur, að eiga við píp- una sína. Hann bljes í hana, skóf hana með vasahnífnum og harði henni loks við ösku- bakkann. Um leið og hann gerði þetta kom maður og kona ofan stigann. Maðurinn var á að giska liálf-fertugur. Hárið var farið að þynnast í hvirflinum, en hvergi farið að grána. Hann var mjög rauður á hörund og vottaði fyrir ístru. Frú Laidlaw var svart- klædd og hin prýðilegasta í útliti. Þau gengu

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.