Fálkinn


Fálkinn - 14.07.1939, Side 14

Fálkinn - 14.07.1939, Side 14
14 F Á L K I N N Oscar Clausen: Frá liðnum dögum. XVI. Hrakningar hvalveiðimanna norður í Ishafi. Á öldum áður voru margir ríkir útgerðarmenn í hertogadæmunum dönsku, Sljesvík og Holsetalandi. Þeir sendu skip sín til veiða í norðurhöf, og þá einkum í íshaf- ið norður af íslandi og vestur af ströndum Grænlands, þar sem hafís- inn tók við. Oft lentu þessi skip í miklu volki og urðu skaðar á þeim tiðir og manntjón, en hjer skal sagt frá þeim hrakningum, sem ski])s- höfnin á einu slíku skipi varð að þola. — Það var 18. mars 1821, að skonn- orta 95 lestir að stærð, en það er 190 smálestir, lagði á stað frá Gliick- stad í Holsetalandi og hjelt norður í ishal' til hvalveiða. Skipið hjet „Frú Margrjet“ og á þvi var 45 manna skipshöfn. Þegar 15 dagar voru liðnir frá því að skipið hal'ði yfirgefið heimkynni sitt og siglt fram úr mynni Elfunnar, var það komið á (>8. gráðu norðlægrar breiddar og þá urðu skipverjar fyrst varir við hafishroða. Viku siðar var skútan innilukt af ís á alla vegu og svo var ísinn nærgöngull og þjettur, að hún laskaðist stórkostlega, svo að leki kom að henni. Fyrst brotnaði stýrið og lyptist upp af lykkjunum og svo brutu ísjakarnir göt á byrðinginn á mörgum stöðum. Skipverjar gripu nú til allra ráða, lil ])ess að gjöra ilrustu tilraun til ;ið þjetta skipið, svo að hægt væri að hjarga sjer á því til næsta lands, en það var lil íslands. Þetta gekk þeim illa, enda af litlu að taka, sem hægt væri að hafa til þess að troða í götin. Þeir reyndu að fylla þau með grautarpokum, sokkum og fatarusli, ert loks tóku þeir til seglanna og skáru af þeim bætur, sem þeir svo negldu fyrir götin. — Þetta dugði samt ekki, því að skipið var alt orðið liðað og hafði gliðnað i sund- ur þegar ísinn þrengdi að því, og var því ómögulegt að þjetta það. Þó að dælunni væri aldrei slept, dag eða nótt, jókst altaf sjórinn í skip- inu og þegar það var orðið liálft af sjó, tóku skipverjar það ráð, að höggva úr því möstrin til þess að ljetta á því, en alt var þetta til einskis, — altaf varð skipið þyngra og sjósignara. —- Þeim þótti því vissara að gjöra ráð fyrir öllu og settu því alla skipsbát- ana út á ísinn, til þess að þeir væru til taks ef skipið sykki, og svo báru þeir í þá matvæli og rúinföt sín og fatnað þann, sem þeir gátu náð í og hjuggu svo um sig á ísnum. Þarna hjeldu þeir sig, sex dagana næstu, á ísnum við skipið, en að morgni dags 14. apríl, sáu þeir að ísinn fór að lóna sundur og rjeðu þeir þá af, að reyna að komast til íslands á bát- unum. Skip þetta hafði verið vel útbúið að bátum, því að þeir voru sex. Var nú lagt á stað, en í einum bátanna var bæði kompás og oktant og hjelt hann á undan og rjeði ferð- irni. — Út úr ísnum var 50 rasta vegalengd og var sú ferð erfið, en geklt þó klakklaust. Þegar þeir voru svo komnir í auðan sjó, var stefn- an tekin og róið í áttina til íslands. Eftir 5 daga látlausan róður sáu þeir svo íslandsfjöll risa úr hafi og glaðnaði þá heldur en ekki yfir körlunum og undir kvöld daginn eftir tókst þeim að lenda við Þang- skála á Skaga, en þá voru þeir yfir- komnir af vosbúð og þreytu. Það var talsvert i sjóinn þegar þeir lentu og urðu þeir því votir, en þegar heim að kotinu kom urðu þar ekkert notalegar móttökur. í Þangskála var ekki annað heimilisfólk, en karl og kerling, og höfðu þau orðið hrædd, þegar þau sáu alla þessa báta koma ar hafi og þessa mannahersingu ganga til bæjar, og því lokuðu þau að sjer bænum og báru grjót fyrir bæjarhurðina. Þjóðverjarnir tóku því það ráð, að brjóta upp útiskemmu, c-r þar var á blaðinu og hýrðust svo þar um nóttina, en svo illa vildi tii að talsvert frost varð þessa nótt og kól þá marga mennina, þó að það væri lítilsháltar á þeim flestum, nema einum, hann kól svo, að liann misti síðar 2 tærnar. — Einn þeirra var 11 ára drengur, sonur skip- stjórans, og þótti undur að ekkert skyldi verða að honum, en hann var engu ófrískari en þeir fullorðnu. Daginn eftir þustu menn að frá næstu bæjum við Þangskála, og þegar Skagamenn sáu, að hjer var ekki um annað en friðsamlega skipsbrotsmenn að ræða, tóku þeir þeim opnum örm- um og hhiðu að þeim eftir bestu getu, en bágast var að enginn skyldi skylja þá og var bætt úr því, með því að senda til Skagastrandar og sækja þangað mann, sem kunni dönsku. Svo urðu þeir kyrrir á Þangskála og hæjunum norður á Skaga í 4 daga, til þess að jafna sig eftir volkið, og síðan voru þeir flutt- ir þaðan í kaupstaðinn á Skaga- strönd. — Þar voru þessir skip- brotsmenn í hálfsmánaðartíma og lánaði Scliram kaupmaður þeim hús til þess að hafast við i, en sjálfir munu þeir liafa matreitt fyrir sig. Margir urðu til að sýna þessuni uauðstöddu mönnum mikla góðvild og höfðingskap. Tveir prestar í Skagafirði, þeir Pjetur prófastur á Víðivöllum og síra Jón Konráðsson á Mælifelli, gengust fyrir samskotum lil þeirra og brugðust Skagfirðingar vel við 'og gáfu rausnarlega. — Þeir sendu Þjóðverjunum 4 naut og 10 sauði að gjöf, svo að þeir gælu haft l>að sjer til matar og var þessi „æru samlega gestrisni við nauðstadda skipbrotsmenn eitt loflegt dæmi“, eins og um þetta er sagt i gömlu plaggi. — Jakob Havstein kaupniað- ur í Hofsós sendi þeim og gaf mikla peninga til ferðarinnar. Stefán amtmaður á Möðruvöllum sá svo um flutning þeirra suður til Reykjavíkur og voru allir þessir skip- brotsmenn, 44 að tölu, fluttir á hesl- um yfir þvert ísland, en einn þeirra, sá sem misti tærnar, varð eftir þang- að til liann var gróinn sóra sinna. — í Reykjavík urðu þeir svo að bíða þangað til 11. júní, en þá fengu þeir far með seglskipi heim til sín. -— Þarna norður á Skaganum var vet- urinn 1820—21 oft kallaður „Möngu- vetur“ til minningar um þennan at- burð. — Sumarið eftir fanst skipið „Frú Marg'rjet“ á reki i mynni Seyð- isfjarðar og var róið þar á land, og síðan rifið og selt eins og annað vogrek1). ') Lbs 1000 8to, Árb. Espólins og Annáll 19. aldar P. G. Gerðarlegt brúðkaup. Marius Fiil, gestgjafi í Hvidsten við Randers, hjelt nýlega brúðkau]) dóttur sinnar í gömlum stíl, eins og bændabrúðkaup voru fyrr á tímum. Var öllu fólki í sókninni boðið, alls 300 manns. Sjö stúlkur og tólf karlmenn önnuðusl fram- reiðsluna og í veisluna fór heil belja, þrjú svín, 1200 smálúðuflök og 500 metrar af medistapylsu. Sjö tegundir af ábæti fylgdu, sem gest- irnir gólu valið um. í hljómsveit- inni, sem skemti og ljek undir dans- inum, var enginn maður yngri en sjötugur. GRÁKLÆDDA KONAN. Framh. af bls. 9. að verða þreyttur og jeg braut heil- ann um, hvað jeg ætti að segja. Alt i einu spruttum við báðir upp úr stólunum. Óp konuraddar heyrðist i næturkyrðinni og án þess að hugsa um hættuna, sem ef til vill beið James Taylor einmitt nú, þutum við báðir lram i dimman ganginn. Hvað- an kom ópið? Ósjálfrátt hljóp jeg að herbergi James. Hurðin var í hálfa gátt. Jeg ýtti henni upp og kveikti, en spyrnti svo við hurðinni svo að James skyldi ekki komast inn. Á miðju gólfinu lá ungfrú Nora á bakinu og með báða handleggi útrjetta og hvítt andlitið hálf-hulið af flagsandi hárinu. Jeg var fljótur að sjá mjóa rauða rák, sem smálengdist á náttklæðum henn- ar, rjett fyrir neðan hjartað. En það var of seint að ætla að leyna James nokkru. Hann ýtli mjer til hliðar og lagðist á hnjen hjá Noru. Jeg gekk fram, til að hindra að hann snerti hana, en fanst í sama bili eins og einhver væri að reyna að skjót- ast út á bak við mig. Jeg leit við og sá mjer lil mikillar skelfingar frii Bennet, i rifnum náttfötum, bak við hurðina. Það var ekki um að villast, að það \ar liún, sem hafði drepið Noru. Hún var með langan rýting i hend- inni. Þegar Zantlt kom stynjandi í þessum svifum með tvo þjóna, gerði jeg honum skiljanlegt með bendingu, að hann skyldi taka frú Bennet og fara með hana burt eins hljóðlega og hann gæti, án þess að James yrði var við. Við yfirheyrsluna, sem við lijeld- um yfir frú Bennet um nóttina, sór hún og sárt við lagði, að hún hefði ekki ætlað að myrða Noru. Hún hefði laumast inn í herbergi James og ætlað að grátbæna hann um að yfirgefa Noru, vegna þess að hún elskaði hann svo heitt, að hún gæti ekki lifað ón hans. Hún liafði haft með sjer rýtinginn ekki til að ógna honum heldur til þess að lát- ast ætla að fyrirfara sjer, ef hann bænheyrði hana ekki. Þegar hún hafði verið um stund í herbergi James, án þess að finna hann, liafði Nora komið inn. Og þá hefði hún umhverfst svo, að hún vissi ekki hvað hún gerði. SEINNA um nóttina komst jeg að raun um, að Nora mundi lifa þetta af. James varð svo giaður yfir þessu, að hann mildaðist og bað mig um að koma frú Bennet á burt, án þess að láta mál hennar fara lengra. „Þakka yður fyrir, sir!“ Það var Zandl gamli, sem kom til mín undir morgun og tók fast i hendina á mjer. „Þarna sjáið þ'jer, að gráklædda kon- an var ekki eintómur hugarburður minn. En guði sje lof að okkur tóksl að sjá við því. En án yðar hjálpar og ef þjer hefðuð ekki sjeð hana, mundi húsbóndi minn hafa dóið hræðilegum dauðdaga." Bók um loftvarnir. Englendingar hafa um langt skeið beðið þess óþreyjufullir, að út yrði gefin kenslubók um loftvarnir, sem yrði dreift meðal allra íbúa þjóðar- innar. Nú nýlega hefir verið lokið við útgáfu slíkrar bókar og eitt ein- tak verið sent á livert heimili. Upp- Iag bókarinnar er 15 milljónir og unnu 20 prentsmiðjur að þvi að koma henni út. í upplag bókarinnar fóru alls 1625 smálestir af pappír. DÝR A VERNDUN ARF JEL AGIÐ. Framh. af bls. 3. út síðan 1915 og liel'ir því verið mikil stoð að hal'a slíkt málgagn. — Hin daglegu störf eru auk þess marg- vísleg og athyglisverð, þótt ekki sjeu þau rakin hjer. Fjelagið hefir jafnan verið á verðí, þegar á hærri stöðum hefir örlað fyrir broddum villumenskunnar und- an gæru manniiðarinnar. Og oftast hefir því tekist að sneiða svo af broddunum, að dauðastríð málleys- injanna hefir orðið skjóthóðarar, en ella, og aðbúð þeirra í baráttu lífsins færst nær því stigi, sem er samboð- ið verum með tilfinningu og sál. Skömmu fyrir aldamótin rilaði einn af nafnkendustu sonum Islands grein, þar sem hann segir svo, með- al annars: „Göfugra dýr en góðan íslenskan hest getur náttúran ekki leitt fram, og flónsluilegri aðferð en hin íslenska hestarækt þekkist ekki i búnaði neins Iands.“ Hann leit óhýru auga til hestaút- flutningsins, maðurinn sá. Þannig hefir mörgum verið farið. Ekki vegna þess, að ísl. hesturinn hafi ekki mótl vinna starf þarfasta þjónsins í öðr- um löndum, heldur vegna þeirra ómannúðlegu meðferðar, sem hann hefir hlotið á ferð sinni úr fjalladal náttlausrar voraldar til fjarlægu strandarinnar. Fyrir atbeina Dýra- verndunarfjelagsins hefir mörgu ver- ið kipt á betri veg í þesum efnum, en þó vantar talsvert á að útflutn- ingshestarnir hljóti viðúnandi með- ferð. — Myndin af hestunum, sem hér er birt, talar því máli, er ætla má að allir skilji. Hún er aðeins tveggja ára gömul. Svona er ástandið ennþá, þrátt fyrir aldarfjórðungs ótrauða baráttu. Þessi svipmynd á aðbúnaði og meðferð útflutnings- hestanna, er hrópandi bæn um að slíkir atburðir þurfi ekki að endur- taka sig. Ennþá er ymprað á því að útrýma dýrum með eitri. Raunasaga ísl. ref- anna loðir ekki betur í minni en þetta. Það virðist gæta meira en lilils hispursleysis hjá mönnum í siðméntuðu þjóðfjelagi að voga sjer að ympra á slíku. En óskammfeiln- in liefir aldrei hirt um það, hvorl varnarlausum málleysingjum liði bei- ur eða ver. Sumstaðar hefir verið komið fyr- ir rimlabrúm á vegina, og eiga þær að koma i stað hliða. Allur búpen- ingur, sem vogar sjer út á slíkar brýr festist þar og limlestist. Þannig er dýrunum boðin hættan á þjóðveg- um landsins nú, en Tryggvi Gunn- arsson bað um drykk fyrir þarfasta þjóninn. Þannig liggur mælikvarði vanmetn- aðar og skilningsleysis á herðum þjóðarinnar enn í dag, þegar um er að ræða mannúðarkendir í garð málleysingjanna. Dýraverndunarfjelagið mun halda áfram baráttu sinni fyrir góðri með- ferð ó dýrum. Fyrir atbeina góðra manna hefir það yfir að ráða tals- verðu starfsfje, því að auk Tryggva- sjóðs á það minningarsjóð Jóns Ól- afssonar, bankastjóra, er Ólafur Ól- afsson, kolakaupmaður, stofnaði og minningarsjóð Guðlaugs Tómasson- ar. Það munu óskir allra fjelaginu tii lianda, að það megi verða þess megnugt, að vekja hvarvetna þá mannúð í garð dýranna, er nái lengra en matarvonin._______________ Konum fækkar í pólska þinginu. Um nokkurt skeið hefir konum í pólska þinginu fækkað jafnt og þjett. Þegar fyrst var kosið til þings, eftir að Pólland var endurreist, náðu 15 konur kosningu. En við næstu kosn ingar fækkaði þeim niður í 12 og þar næstu niður í 11. Þegar kosið var 1935 náðu aðeins 2 kosningu og við síðasta kjör fækkaði enn svo, að nú er ekki nema ein kona í pólska þinginu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.