Fálkinn


Fálkinn - 21.07.1939, Blaðsíða 2

Fálkinn - 21.07.1939, Blaðsíða 2
F Á L K I N N GAMLA BIO Á næstunni sýnir Ganila Bió Gcf- ion-kvikmyndina Gistihúsið í Para- clís. Aðalhlutverk myndarinnar leika Thor Modéen, Calle Hagman, Misse Ericson og Maritte Marke. Efni myndarinnar gerist í skerja- garðinum fyrir utan Stokkhólm. — Myndin er full af gáska og gríni. Sænskar kvikmyndir hafa náð mjög mikilli hylli hjá íslendingum og er slikt ekki að ófyrirsynju, því að yfir þeim flestum er hressandi ljettleika blær, sem þó er blandinn alvöru í aðra röndina. Út í skerjagarðinum er matsöhi- staður, sem er eign frú Elisa Pett- ersson. Hún á unga og elskulega dóttur, sem er ástfangin í fátækum pilti, er Eirikur heilir. En móðir hennar hefir komið auga á annan mann, sem hún ætlar sjer fyrir tengdason. Það er fínn maður, sem sé de Blanck barón, sem er þar gestur. En dóttirin heldur fast við sinn keip, Eiríkur er henni alt. Loks kemur að jiví, að luin fer að heim- an, vegna móður sinnar og baróns- ins. I þvi sambandi ske ýms bráð- skemlileg atvik, sem vekja hressandi hlátur. Síðan byrjar baráttaii fyrir alvöru og æskan er Ijett í svifurn og skjótráð, enda sigrar hún að lok- um. — Eins og allar sænskar mynd- ir, er vert að sjá „Gistihúsið í Para- dís“. Þar er hraði i atburðunum og þeir fela í sjer svo innilega og ó- svikna kímni, að áhorfendur munu færast úr mollunni og hversdagsleik- anum, yfir á svið grínsins og græsk- unnar. —- En þvi má ekki gleyma, að ölhi gamni fylgir jafnán nokkur alvara og svo er einnig hjer. Morfín en ekki aska. Einn af lögregluþjónununi, sem fylgir járnbrautarlestinni, er gengur á milli Peking og Mukden, rakst eitt sinn á einkennilegan náunga, er sat hreifingarlaus allan tímann, sem l'erðin stóð yfir, eða alls 30 stundir. Maður þessi hafði öskukrukku í kjöítu sjer og á loki krukkunnar stóð með stórum japönskum bók- stöfum: „Askari af jarðneskum leyf- um hr. Fukuda Yoshinisa“. Hann grjet einnig altaf við og við og bar sig mjög aumlega. Þegar til Mukden kom, Ijet lögreglriþjónninn ranrisaka þennan einkennilega farþega. Er krukkan hafði verið opnuð kom í ljós að þar voru ekki hinar jarð- nesku leyfar hr. Yoshinisas, heldur stór skamtur af morfíni, sem á þennan hátt átti að smygla yfir landamærin, og það upplýstist jafn- framt, að þessi grátandi farþegi var shinginn og margreyndur smyglari. VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjórar: Skúli Skúlason. Lúðvík Kristjánsson. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Simi 221 (• Opin virka daga kl. 10-12 og I-(>. Skrifstofa i Oslo: A n t o n Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarvcrð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar úskriftir greiðist fvrirfram. Aughjsingaverð: atira millim. HERBERTS prent. SkraddaraMar Það er talinn heimskuvottur og slæms uppeldis, að kunna fátt, en hverjum manni með- mæli, að vera jafnvígur á alt, eða að alt leiki í höndunum á honum. Með verkaskiftingunni er verið að heimska mannkynið og breyta þvi úr hugsandi itíönnum í vinnudýr. Mennirn- ir eiga að kunna eina vinnu- grein vel en hina eiga þeir ekki að kunna, því að það dreifir huganum frá þessu eina nauð- synlega. Það var einnig svo í gamla daga, að ef menn vildu verða afreksmenn i einni íþrótt, þá iðkuðu þeir hana eingöngu. En nú er sú tiska fyrir löngu dott- in upp fyrir og allir viður- kenna, að íþróttamaðurinn verði að iðka almenna fim- leika jafnframt því, sem hann iðkar sína sjeríþrótt. Og að þessi skoðun liafi líka verið ríkjandi i Grilcklandi til forna, má sjá af þvi, að Grikkir höfðu samval af öllum íþróttum, sent sömu merinirnir áttu að keppa i, til þess að sýna fjölhæfni sina. Svo er og um vinnuna. Verk- smiðjuvinnan er erfið viðfangs, vegna þess, að hún br i eðli sínu einhæf. En hvernig færi t. d. um verkaskiftinguna í framkvæmd í svcitum. Þar er að vísu verkaskifting milli karla og kvenna, sem jió er brugðið út af. En sá maður, sem fátt kann er ekki liðtækur á sveita- heimili. Og það heimili er illa statt, sem jafnan þarf að sækja mann á aðra bæi, til að gera ýmislegt, sem gera þarf. Þess- vegna þótti það góðrir kostur, að vera það, sem kallað var bú- hagur. Geta smíðað og gerl við algengustu hluti úr járni og trje, fljettað reipi og heisli og dytt- að að, járnað hest og því um likt. Þess var ekki að vænta, að þetta yrði eins vel gerl og hjá kunnáttumönnum verkaskift- ingarinnar, en það varð að duga og var látið duga. Og þessi kunnátta veitti aukna lífsgleði og gerði nienn ánægðari en ella. Menn smíðuðu amboð og margt annað, skáru jafnvel i trje og kvenfólkið óf dúka og hannyrð- aði. Það var ekki gagnið eitt, sem fyrir þessu fólki vakti, heldur líka skemtunin. Nú eru innlendu amboðin og handavinnan óðum að hverfa í sveitunum, og útlent dót „úr búð“ kemur í staðinn. Sveitirn- ar setja ofan við þessa breyt- ingu, auk jiess sem luin kostar þjóðina stórfje. Búhegurðin gleymist og fólkið heimskast, því að það hættir smám saman að kunna það, sem foreldrar ]>ess kunnu. — Það stefnir að verkaskiftingunni og lætur ó- dýran vjeliðnað flæma sín eigin vinnubrögð á bak og burt. í NÆSTA BLAÐI FÁLKANS: Grein um einkennilegar arfleiðsluskrár, með mörgum myndum. — Grein um tónsnillinginn Sarasate. — Tvær sögur. — Skrítlur. — Barnadálkur. — Litli og Stóri. — Ur ýmsum heimum, eftir Þórberg Þórðarson, o. m. fl. J § SIEMENS PROTOS Rafmagnsstraujárn með hitastilli. Sterkur straumur fyrir þykt og blautt efni, minni fyrir þunt og viðkvæmt lín. Hitinn helst jafn og því engin bruna- hætta. Miljónerinn (við betlarann): ■— Snautið þjer undir eins i burtu. Betlarinn: — Hvað er þetta, lát- ið þjer ekki svona, maður. Það er nú ekki annar munurinn á mjer og yð ur en sá, að þjer eruð á annari milj- óninni, en jeg á þeirri fyrstu. Frií Arnbjörg Einarsdóttir frá Breiðabólsstað, varð 60 ára 11. þessa mánaðar. Kvikmyndaheimurinn. MARSEILLE I HOLLYWOOD. í kvikmyndinni „Port of seven seas“ hefir orðið að byggja 30 leik- svið, til þess að fullnægja k'röfum leikstjórans. Myndin gerist í Mar- seille og efnið er ástarsaga. — Urðu myndastjórarnir að láta byggja heil hverfi í Hollywood með' Mar- seille sem fyrirmynd. Áður höfðu ljósmyndarar verið sendir til Mar- seille, til að taka myndir af þess- um stöðum og gera teikningar til að hafa til fyrirmyndar. M. a. varð að gera höfn með fjölda skipa, og til þess að gera all sem eðlilegast voru keypt kynstur af nýjrim fiski til að sýna á myndinni. Wallace Beery, sem sjest hjer á myndinni, lcikur aðalhlutverkið. ÞAÐ ER EINS MEÐ HRAÐFERÐIR B. S. A. og MORGUNBLAÐIÐ. ALLA DAGfl NEMA MÁNUDAGA. Afgreiðsla í Reykjavík á BIFREIÐASTÖÐ ÍSLANDS. — Sími 1540. BIFREIÐASTÖÐ AKUREYRAR.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.