Fálkinn - 21.07.1939, Blaðsíða 7
FÁLKINN
7
Myndin til hægri er frá Tientsien,
næststærstu borg Kínverja, þar sem
jieir sögulegu atburðir gerðust fyrir
nokkru, að Japanar lýstu banni á
hverfi Englendinga í borginni og
fjekk enginn maður að fara út og
inn nema eftir nákvæma skoðun
japanskra hermanna. Þótti Englend-
ingum súrt í brotið, að verða að af-
klæða sig frammi fyrir gulum her-
mtínnum.
Myndin að ofan er af Sir Perny
Noble, sem er yfirmaður þess enska
flota, sem nií er í höfnum við Kína
og Japan. Er hann ekki öfunds-
verður af stöðu sinni um þessar
mundir.
Myndin til hægri er af yngsta kon-
ungi heimsins, Feisal II. írakskon-
ungi, sem tók ríki er faðir hans dó.
Maðurinn við hliðina á honum er
frændi hans, Amir Abdul Ilah, sem
er ríkisstjóri í Irak.
Alþjóðaverslunarþing var nýlega
haldið í Kaupmannahöfn, að við-
stöddum um 1500 fulltrúum ýmsra
þjóða, þar á meðat tveimur frá ís-
landi. Var þing þetta haldið í Krist-
jánsborgarhöll, og voru konungur,
krón prinsh jónin, forsætisráðherra
Dana, fræðslumálaráðherra og full-
trúar erlendra ríkja viðstödd at-
höfnina og ennfremur borgarstjórn
Kaupmannahafnar. Myndin til hægri
er af setningarfiindinum og er hinn
fráfarandi forseti sambandsins,
Thomas Watson, i ræðustólnum.
Ilann gaf sambandinu 100.000 króna
gjöf nm leið og hann sagði af sjer.
Nýr forseti sambandsins var kosinn
sænski kaupsýslumaðurinn Edström.