Fálkinn - 21.07.1939, Blaðsíða 14
14
F Á L K I N N
r? 5?«* 4* 4* 4* 4? 4* 4* 4* 4? 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4* 4? 4? 4* 4? 4? 4? 4? 4? 4? 5£
FISKHÖLLIN !
í byrjun þessa mánaðar fluttum við fiskverslun
okkar i Tryggvagötu 2 (á horninu við Norður-
stíg, beint á móti Hamri h.f.).
Þetta eru bestu húsakynni, sem fiskur hefir
nokkurntíma verið seldur í, hjer í höfuð-
staðnum.
Eins og áður, munum við jafnan hafa allar þær
tegundir fiskjar á bcðstólum, sem á hverjum
tíma eru fáanlegar, og altaf hraðfrystan fisk;
einnig saltfisk.
Vonum við, að ekki einungis okkar gömlu
skiftavinir, heldur og margir nýir, muni virða
að verðleikum þessar endurbætur á húsakynn-
um og allri meðferð vörunnar.
Virðingarfylst,
JÓN & STEINGRÍMUR
4 Sími 1240 (3 línur).
% Jý ýþ ýþ Jý ý’ý Jý Jý Jý Jý Jý Jý Jf Jp v V V
4
T
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
**
ALLT Á SAMA STAÐ
BlFREIÐnEIBEHDUR
huar SEm er á landinu; látiö
□kkur annast allar uiðgEröir á
bifrEiöum yðar. - Framkvæmum
allskDnar nýsmíði Dg uiðgerðir.
Unnið af fagmönnum með fyrsta
fbkks uErkfærum.
ATHUGIÐ: — Bílaviðgerðir allskonar. —
Bílayfirbyggingar, - Bllamálning -
Bílar klæddir innan. -
eSa Uersliö þar SEm alt fæst á sama stað
H.F. EGILL VILHJÁLMSSON
Sfmar 1717 og 1718
ANN MARTENS.
Framh. af bls. !).
„Þau eiga þig — nú þegar þau loks
hafa fundið þig.“
„Nei, jeg á heima hjerna hjá
þjer,“ sagði hann ákafur.
„Þú verður að fara með þeim,“
hjelt hún áfram og augun leiftruðu.
„Nú er þinn heimur ekki Iengur
hjerna.“
„Jú, jeg vil vera hjá þjer alla æí'i
mína. Þjer á jeg alt að þakka. Þú
íórnaðir þjer fyrir mig. Ann
hlustaðu á mig. Okkur skal líða vel.
Þú verður að vera mín. Við verðum
farsæl. Fortíðin var dauð. Ann
heyrirðu það sem jeg segi?“
„Farðu að sofa,“ stundi hún.
„Góða nótt — heyrirðu það.“
Hún lokaði glugganum og færði
sig inn í herbergið. En fyrir utan
gluggan heyrðist óma: „Ann — Ann!“
En hún svaraði ekki. Hún hnipr-
aði sig úti í dimmasta horninu eins
og særð hind. Hún gat ekkert fundið
eða skynjað — Hún gat ekki einu
sinni beðið gtið.
jyTORGUNINN eftir ætluðu gamli
A maðurinn og Louise að leggja
upp. Louise var föl og tekin og
hvarmarnir þrútnir eftir grát og
andvöku heillar nætur. Gamli mað-
urinn skálmaði fram og aftur fyrir
utan, með værðarvoðina um herð-
arnar.
Knud vildi verða eftir!
Engar umtölur höfðu stoðað og
hvorki faðir hans nje fyrverandi
unnusta vildu þvinga hann, því að
þau skildu, að það var göfug hugs-
un, sem ásetningur hans bygðist á.
Eftir að þau höfðu drukkið morg-
unkaffið hafði Ann farið inn til sín
og ekki sjest síðan. Nú kom vagn-
ræfillinn aftur að lnisinu. Ekillinn
tjet smella í keyrinu og svipaðist
um eftir farþegunum, og er þeir
gengu niður að vagninum kom Knud
út úr húsinu. Hann fór lil föður síns
og þrýsti honum að sjer, en gat ekki
komið upp neinu orði.
Svo rjetti hann Louise hendina.
Hann þorði ekki að líta framan í
hana. Það komu krampadrættir i
andlitið og hann Ieit undan — út
á sjóinn. Faðir hans ræskti sig og
sagði:
„Við skiljum þig, Knud. Bæði
Louise og jeg skiljum þig, drengur
minn. Guð blessi ]iig fyrir þinn
hreina hug. Við höfum fundið þig
lifandi og þú hefir fengið lieilsuna
aftur - það er aðalatriðið og það
gerum við okkur ánægð með ....
og. . . .“ Vindurinn tók siðustu orðin.
Og svo settust þau tvö upp i vagn-
inn og ekillinn smelti með keyrinu.
Hestarnir tóku í og hjólin fóru að
gára sandinn. Knud stóð og horfði
á eftir þeim. Augun gtjáðu. Hann
reyndi árangurslaust að kalta eitt-
hvað á eftir þeim, og er þau sneru
sjer i vagninum og veifuðu til lians.
stóð hann með útrjettar hendurnar,
eins og hann ætlaði að halda þeim
aftur.
Þá stóð Ann við hliðina á honum.
Fögur var hún. Andlit hennar skært
og engan bilbug á henni að sjá. Hún
tók í hendina á honum, horfði inn i
augu hans og sagði með tærri röddu:
„Þú átt að fara með honum föður
þínum og unnustunni!“
Vagninn var kominn talsverðan
spöl, eii faðirinn og unga stúlkan
höfðu sjeð, að eittlivað afdrifaríkt
var að gerast milli þeirra Knuds og
Ann heim á hlaðinu, og einblíndu
þangað.
„Jeg get það ekki,“ sagði hann hik-
andi.
„Þú skalt,“ sagði hún. „Jeg vil það.
— Nei, guð vill það!“
Og svo rjetti hún upp háðar hend-
urnar og kallaði:
„Bíðið þið við! Hann fer með
ykkur!“
AJ) eru meira en þrjátíu ár síðan,
Ann Martens er nú komin yfir
sextugt. Það er ekki nema sjaldan,
að hugur hennar hvarflar aftur í
tímann, til þeirra viðburða, sem hjer
liefir verið sagt frá, og voru henni
svo þung raun.
En þá sjaldan að það kemur, þá
er eins og mjúkir drættir komi í
andlitið, sem anriars er svo hart, og
gráu augun endurspegla rik'an og
frjálsan innri mann.
Því að liún viðurkennir nú í þakk-
læti, að þessi mikla þraut var send
henni til þess að fræða liana um þá
blessun, sem í því er fólgin að
gleyma sjálfum sjer og afneita sjálf-
um sjer.
Síðan 1933 hafa verið framkvæmd-
ar i Suður-Danmörku mjög skemti-
tegar og athyglisverðar rannsóknir,
er snerta ferðalag storksins. Á þessu
timabili hafa verið merktir með bein-
hringjum (i32 storkar. Merkingarnar
hafa teitt i Ijós, að flestir fuglanna
fara suðaustur leiðina yfir Balkan-
skagann, Litlu-Asíu, Sýrland, Palest-
ínu og þaðan til Iígyptalands. Þessi
leið mun vera um 9000 km. og fer
storkurinn hana á 90 dögum. En á
vorin, þegar varptíminn er í aðsigi,
fer hann þessa sömu leið norður til
Danmerkur á 30 dögum.