Fálkinn - 04.08.1939, Síða 4
I
I
4 ‘
F Á L K I N N
Hestarjettin. Hún stendur í fast aö 900 metra hæð i/fir sjávarmál, svu
aö sjálf gangan á Heklu er ekki nema um 600 metrar á hæðina.
Á GALTALÆK.
Ef það er hægl að tala um i'rið
i ríki náttúrunnar, þá er hann hjerna.
Klukkan er að ganga fjögur, og
hundarnir ekki einu sinni vaknaðir.
En einhver er vaknaður inni við,
]>ví að það er farið að rjúka. Við-
arreykinn úr strompinum á Galta-
læk leggur þráðbeint upp, því að
Kári heldur niðri í sjer andanum.
Grasið er löðrandi í dögg, þetta
fallega lún og þessar fallegu flatir,
sem teygjast niður með Rangá, eins
og vin í eyðimörkinni. Því að eyði-
mörk tekur við, undir eins fyrir
norðan túngarðinn — örfoka hraun
norður að Þjórsá. Framhald auðn-
arinnar í Þjórsárdal. Það er eins
og að koma í sælustað, að koma
að Galtalæk, ganga um túnin þar og
stikia út í skógarhólmann í tún-
jaðrinum, sem straumharður lækur
friðaði, löngu áður en nokkur skóg-
fræðingur var lil á íslandi.
Þarna roðar af sólu, langt inni á
Öræfum. í norðri. En í austri er
Hekla, með barðastóran hatt úr
þokuflóka. Hann er að lýsast að
norðan, þvi að sólin nær lil hans,
en að sunnan er hann sótgrár. Og
undir hattbarðinu sjer í Sprengi-
brekku, kolblárri en nokkurn sjó og
grábláa hraunflæðuna frá 1845. Sólin
hækkar og landið hefir litaskifti á
hverri mínútu. Enginn trúir þeim
litum, sem sjást í sólarupprás yfir
daggvotri jörð og tæru lofti, nema
sá, sem sjeð hefir. — —
— Við komum hingað i gærkvöldi.
Tveir troðfullir bílar af fólki, í hálf-
gerðu garraveðri, svo að tvisýna var
um útlitið. Auðvitað erum við á
leið til Heklu, það er ekki nema
vitlaus maður, sem spyr að þvi. En
Hekla er vandsetin. Það mun láta
nærri, að hún sýni ekki heiðan koll
nema svo sem tuttugu daga á sumr-
inu. Stundum tekur hún ekki ofan,
þó það sje brakandi norðanþerrir.
Þessvegna er Hekluför altaf happ-
drætti, og maður er ekkert vissari
um vinning, þó maður fari úr Rvík
í veðri, sem kallað er einsýnt. Mað-
ur verður að láta skeika að sköpuðu,
og fara austur að Galtalæk. Og fara
svo eldsnemma á fætur og vera kom-
inn upp í Hestarjett ekki seinna
en um miðjan morgun, en helst fyr.
Þvi að oft er Hekla berliöfðuð á
morgnana, þó að kollurinn sje kom-
inn á kaf í bólstrum um hádegið.
Þessvegna skyldi enginn óvitlaus
/ Löngufönn er aö jafnaöi snjór fram á sumar, þó aö snjólaust sje oröiö
miklu ofar í Heklu. Hjer er útsýni af fönninni til vesturs. Tit vinstri,
hraun, sem rann 181/5.
skógartoi'fur í Rangárvallasýslu, og
er unaðslegt að ríða upp með ánni
gegnum skóginn, sem að vísu er ekki
hár, en ógreiðfær viða. Hraunteig-
ur er löng og mjó spilda með Eystri-
Rangá, og liggur helluhraun og ör-
foka land að skóginum að austan,
en fagrar skógartorfurnar ganga
samfeldar niður að ánni. Hólmi er
litill í ánni, skógi vaxinn, en áin
fellur í smáfossum báðumegin. —
Hann er óskírður, en er fallegur
samt. Og sterkari skógarilmur er
varla til á þessu landi, en í Hraun-
leigi.
Eftir skamma stund er farið fram
hjó Næfurholti, sem stendur rjett
við götuna, vestan við smálæk. —
Steinsnar austar eru nýlegar bæj-
arrústir — þar stóð Næfurholt fram
að jarðskjálftunum 1912, en þá
sprakk jörðin undir bænum og hann
hrundi, en gífuriegt Grettistak þeylt-
ist ofan úr fjalli og staðnæmdist
við bæjarvegginn. Varð jarðskjálfti
þessi konu og barni að bana, ef jeg
man rjett. En ekki þótti þorandi
að hafa bæinn þarna áfram, vegna
grjóthruns úr Bjólfelli og var hann
þá fluttur vestur yfir lækinn. Eldri
bærinn hafði ekki verið í bygð,
]jarna yfir með hesta, og ríða svo
upp alla Löngufönn, sem er í laut
sunnan við hraunjaðarinn frá 1845,
uns komið er upp i
HESTARJETT.
Ef það er hægt að tala um ó-
frið í 'ríki náttúrunnar, þá er hann
hjerna. Fyrir þremur klukkutímum
fórum við frá Galtalæk í sól og
blíðu. En hjerna við hestarjett, í
rúmlega 800 metra hæð, er varla
stætt fyrir roki og hundakulda.
Ofan af Sprengibrekkunni, hjerna
rjfett fyrir ofan, lafa ljót og dimm
ský, og öðru hvoru slítur úr þeim
krapa, sem stormurinn hrækir heint
l'raman í þann, sem dirfist að líta
upp i veðrið. Sólarhitinn slendur
:i núlli og sumstaðar glamrar í tönn-
um af skjálfta og vonbrigðum. Það
verður ekkert úr Heklugöngu í dag!
Hundrað metrum ofar byrgir fyrir
alla sýn, ekkert nema blindsvört
þoka. Og í hópnum eru fáir með
því marki brendir, að vilja til vinna,
að ganga blindandi upp á Heklutind
og koma holdvotur til baka —•' að-
eins til þess að geta sagst hafa ver-
ið þar.
Jæja, best að hinkra samt dálítið
í HRAUNTEIGI.
Það gengur furðu fljótt að leggja
á hestana og komast á stað, þótt
ekki sje þetta alt þjálfað riddaralið,
sem þarna er samankomið i þessum
24 manna hóp. Bágust var reisnin
á frú einni allfornri úr Bretaveldi,
sem hafði grátbænt okkur um að
fá að slást í förina, og viðhafði svo
lijartnæm orð, að við viknuðum og
ljetum undan. Ekkert man jeg nú
hvað hún hjet, því að það er langt
síðan þetta var, svo að það er best
að jeg kalli hana Chamberlain, þvi
að það nafn kannast allir við, —
þangað til það gleymist. Annars
var hún læknisekkja, og hafði víða
farið, og kvaðst vera mesti reið-
gikkur á úlföldum, múlösnum og
nema 60-—70 ár. Næfurholt stóð áður
talsvert hátt uppi í hlíðinni, og með
þvi að leggja ofurlítinn krók á sig
til norðurs af Heklugötunni, má sja
grænan vallendisblett í hrauninu.
Það er túnið í gamla Næfurholti —
umflotið af hrauninu, sein rann 1845.
Og engum er láandi l)ótt hann flýði
þaðan.
Eftir að sveigt hefir verið yfir
ranann norður af Bjólfelli gegnum
litið skarð, taka við um stund gras-
og lyngbrekkur meðfram tærum
lækjarbunum, áður en komið er i
hraunið. Það er greiðfært og götur
sjást þar ekki nema stundum, því
að vindurinn jafnar vel yfir hóf-
sporin. Þegar þessu lága hrauni
sleppir, tekur við brött brekka, sem
fiestir ganga nema hestaníðingar og
fótfúnir menn, og fer nú útsýnið að
vikka, bæði upp á við og niður á
við. Þarna á öldunum sjest til fjölda
gíga, og eru flestir rauðir í kollinn
og reglulega bygðir og hringmynd-
aðir. Þarna efst á öldunum stendur
liestavarða, og lengra var ekki riðið
hjer fyrrum, þangað til ruddur var
sfígur yfir apalhraunrensli, sem ó-
fært var hestum. Nú má klöngrast
maður sofa út á Galtalæk — fyr
en þá í bakaleiðinni. —
Nú kemur Finnbogi bóndi úl glað-
vakandi, þótt hann færi steint úr
teignum í gærkvöldi. - Hvernig
iist þjer á hann. Ætti maður að láta
sækja hestana?
— Hvernig list þjer á hann? Þú
þekkir Heklu betur en jeg. Það er
altaf mikið samviskuspursmál þetta,
hvort eigi að sækja hestana. En það
verður úr, að þeir eru sóttir.
Söfnuðurinn er nú vakinn og fer
að tygja sig. En Finnbogi sýnir mjer
í hlöðuna á meðan. Þar eru fyrn-
íngar, eins og í fyrra og hittifyrra.
Og hvergi hefi jeg sjeð fallegar leysl
stál, en í hlöðunum á Galtalæk. Það
er á við hálfa Hekluferð, að sjá það,
þvi að það liggur við, að það sje
listaverk. En á Galtalæk er hvað
eftir öðru. Það er einsdæmi, að sjá
svo fallega umgengni kringum bæ-
inn, sem þar er. Þar er hlaðið og
allar stjettar altaf nýsópaðar. Þau
hljóta að vera alveg sjerstakar mann-
eskjur, hjónin á Galtalæk.
jafnvel strútum, en aldrei hafði hún
lcomist í kynni við íslenskan hest
i'yr. Vildi hallast á klárnum hjá
henni, en ekkert þýddi að taka í,
því að áhallinn var sitt á hvað. Hún
var eins og smjerbiti ofan á lieitri
kartöflu. Útbúnað hafði hún slæman
og pilsið svo þröngt, að hún varð
að kýta hnjánum upp að hnakk-
boga, og við það færðist þyngdar-
punkturinn upp á við, og gerði alt
örðugara.
Rangó er farin á vaði, skamt fyrir
neðan Galtalæk og tekur Hraun-
teigssporður við fyrir austan ána.
Þar og í Þórsmörk eru fallegastar
TIL HEKLU
með skjaldböku og fleiru.