Fálkinn - 04.08.1939, Síða 5
F Á L K I N N
o
Fyrir nokkrum árum var ekki að jafnaði riðið lentfra, en að Hesta-
vörðu, sem er nokkru neðar en Hestarjettin. En þá var rudciur stígur
yfir hraunrensli, er ófært hafði verið hestum, og við það lengdist reið-
færið um nokkra kílómetra. Hraunstígurinn er brattur og ógreiðfær,
cins og myndin sýnir, og kjósa fleslir að teyma hestana yfir.
við, og fá sjer bita. Við sprettum
aí hestunum, og látum þá inn í
rjett. Þeir eru að minsta kosti komn-
ir á leiðarenda, hvað sem úr verður
um okkur.
Svo hreiðrar maður um sig undir
rjettarveggnum og í hraunbollum og
fer að jeta. Sú athöfn er aldrei eins
bkemtileg og á ferðalagi. Hvað er
„grand dinner“ á Hótel Borg, eða
Waldorf Astoria á móti liarðfiski og
nógu af srnjeri, og appelsínu og ter-
moskaffi undir hestarjettarveggnum,
jafnvel þótt það sje rok.
Eins og hjáróma tónn i úrvals
söngflokki, heyrist glamra í tönnum
einhversstaðar innan um alt smjattið
og ummið í mannsskapnum. Það er
Chamberlain. Aumingja Chamber-
lain. Henni er kalt og hún liefir
enga yfirhöfn — ekki einu sinni
regnhlíf. Þarna stendur hún i þrönga
pilsinu og þunnri treyju, eins og
reyr af vindi skekinn af skjálfta,
angistin rist á hvern andlitsdrátt,
varirnar rauðbláar, og augun eins og
> fiski á þurru landi. Og framan á
henni dinglaði ofurlítill, hvítur ljer-
eftspoki, sem hjekk í bandi um
hálsinn á henni.
Kvenfólkið hafði verið að bjóða
henni bita, en lnin hafði sagt eitt-
hvað á þá teið, að sjer vœri svo
kalt, að hún gæti ekki tuggið. Og
svo hafði hún talað eitthvað um
dauðann, dómsdag og annað lif. Nú
voru góð ráð dýr. Ef ekki hefði
verið í hópnum einn ágætur lista-
maður, ættaður að vestan, þá er jeg
viss um, að Chamberlain hefði sálast
þarna og við orðið að tikfylgd í
bakaleiðinni. Aldrei gleyini jeg vini
mínum, Jóni, því, þegar hann sagði:
„Látið þið mig eiga við hana.
Einu sinni gat jeg kent lömburn
átið.“
Segir nú ekki frekar af því í bili.
En innan skamms var Chamberlain
orðin nýr og hetri maður, komin
i svellþykka kápu af lífgjafa sínum
og brosandi og tyggjandi á víxl. Líf-
gjafinn hafði helt ofan i hana lút-
sterku og sjóðheitu kaffi, eins og
í fje, sem er að krókna, og nú gat
kerla jetið liarðfisk, hvað þá annað.
„Hvað er í pokanum þínum,
lasm?“ hafði hann spurt, en liún
skyldi ekki skensið, því að hún hafði
aldrei lesið Nýjársnóttina. Hann hjelt
að þetta væri nesti, í hvíta pokan-
um, og sagði henni að jeta það, en
þá bað hún guð að hjálpa sjer. Þarna
i pokanum, væri eini vinurinn, sem
hún ætti í veröldinni, síðan hún
misti manninn sinn. Nú, en hvað
var þá i pokanuin?
„Skjaldbaka. Jeg fann hana suður
i Afriku, þegar hún var ungi á fyrsta
ári, og tók hana með mjer til þess
að sannprófa, hvort það er rjett, sem
sagt er, að skjaldbökur geti orðið
300 ára,“ svaraði Chamberlain.
Frjettin barst eins og eldur í sinu
um allan söfnuðinn. Og nú skildu
allir, hvernig stóð á þessu gjörninga-
veðri. Hekla var reið. Var það ekki
ósvífni af skjaldböku, að ætla sjer
að ganga á Heklu, jafnvel þó hún
væri borin í hálspoka. Þesskonar
óþrif vildi Hekla ekki láta á sjer sjá.
Við biðum enn um stund og i
sárabætur skoðuðum við fallegan
smágíg, með stroknu lirauni í kok-
inu, skamt frá rjettinni. Svo var
snúið við. En þegar við komum
niður á Hraunteig aftur, var komið
blæjalogn og steikjandi hiti, svo að
\arla var vært fyrir mývargi. Svona
getur Hekla verið dutlungafull. En
henni var vorkunnarmál, úr því að
skjaldbakan var með.
Mig furðaði á Chamberlain i baka-
leiðinni. Hún var orðin svo for-
frömuð i reiðlistinni, að hún bað
um viljugri hest, og svo reið hún
eins og gikkur - altaf á undan, í
lánskápunni og hnappheldu í hend-
inni, teinrjett, eins og riddaraliði úr
Búastriðinu. Aldrei hefi jeg sjeð
nokkra manneskju taka jafn fljótum
fiamförum í reiðmensku. Mjer var
þetta alveg óskiljanlegt. En á Galta-
læk kom ráðningin. Hún hafði notað
sjer lánskápuna til þess, að smokra
sjer úr þrönga pilsinu, áður en liúu
lagði af stað ofan úr Hestarjett, og
nú gat liún staðið í báðum istöðum.
En hún hafði dálitlar áhyggjur af
því, að skjaldbakan hefði kanske
fengið svima og orðið óglatt af þess-
ari fantareið. Og nú bað hún um
rjóma handa henni, til að hressa
hana.
Á HEKLUTINDI.
Sumar Hekluferðir enda á Galta-
læk. Aðrar við Hestarjett, eins og
sú, sem nú var lýst. En nú er að
segja frá því, þegar Hekla er gest-
risin.
Lengi man jeg Hekluskygnið, sem
við fengum einu sinni, er við fóruin
upp á tind — utan áætlunar — og
vorum að koma austan Fjallabaks-
veg. Veðrið var svo yndislega lokk-
andi. Glaða sólskin og skafheiðríkt,
svo að hvergi sá ský, — nema stór-
an kraga um hálsinn á Heklu og
kollinn upp úr. Við vonuðum, að
þenna kraga mundi skafa af, meðan
við værum á leiðinni.
Sprengibrekka er erfiðasti kafl-
inn i fjallgöngunni, sem annars er
afar auðveld. Auðveldari en t. d.
á Súlur. En Sprengibrekka er lævís,
talsvert brött og með lausum salla-
sandi, svo að skrikar í hverju spori.
Hún er í byrjun göngunnar. og ýmsir
oftaka sig á henni. En ef hún er
skynsamlega gengin, er ekki unt að
gefast upp í Heklugöngu, Fyrir ofan
brekkuna er aðeins góður vatnshalli
alla leið upp að tindinum, og þeir
eru alls ekki brattir. Öll leiðin úr
rjettinni upp á tind, er hæfilega
gengin á tveimur tímum.
í þetta sinn komum við upp i þok-
una ofarlega í Sprengibrekku. Og
svo var gengið i bláhvítri ullartásu
lengi vel, svo að sumir fóru að
mögla, eins og lið Mósesar í eyði-
mörkinni, og þótti þetla tilgangslítil
ferð. En þá var alt í einu komið
glaða sólskin. Við vorum komin upp
úr þokubeltinu, og nú var yfir að
líta samfelda þokuvoð rennsljetta,
en upp úr henni ráku fjallatindar
hvíta kollana: Eyjafjallajökull, Mýr-
dalsjökull, Vatnajökull, Kverkfjöll,
Hofsjökull og Langjökull, auk ýmsra
smærri spámanna. Hið næsta af und-
irlendinu sást ekki, en yfi'r þoku-
brúnina sást ströndin og hafið, alla
leið austan frá Seljalandsmúla vestur
að Selvogsheiði. Og Vestmannaeyjar
voru eins og herfloti á siglingu,
skamt undan landi. Það var dýrð-
leg sjón.
Jafnvel fallegri, en þegar alt land-
ið opnast sjónum. Því að nærlendi
Heklu er hálf ömurlegt. Ufnir hraun-
flákar, eyðilegir sandar og fjalla-
strýtur, sem njóta sín ekki, vegna
þess, að maður lítur niður á þær.
Það er fallegra af Heklu, þegar hún
breiðir yfir hermdarverkin sín.------
— Enginn má búast við að sjá
lífsmark ineð Heklu núna. Gos lienn-
ar eru talin rúm tuttugu, síðan land
bygðist, en þar eru talin með gos,
sem ekki voru i fjallinu sjálfu, held-
ur í nágrenninu. Krakatindur, sem
gaus 1878, er sjálfstætt fjall alllangt
fyrir austan Heklu, og sprungan á
Lambafit, við Llrafnabjörg, sem gaus
1913 er ennþá austar. Sjáll' hefir
Hekla ekki gosið síðan 1845, en þá
gaus hún miklu hrauni, sem rann til
vesturs. Eiginlegur gigur er ekki í
fjallinu, heldur rifa eða sýling gegn-
um tindinn, frá norðaustri til suð-
vesturs, oftast fullur af snjó alt sum-
arið, en ferlegar hamrabrúnir beggja
megin og hraunsljettur, kleprar og
gjall, nýlegt eins og smiðjuafl, sem
maður skoðar í smásjá.-----------
— Þarna í Heklulindi ljet þjóð-
trúin drisdjöfla neðan úr Víti lifa
öldum saman, og Hekla varð heims-
fræg, sem æðsti inngangur að híhýl-
um kölska. Enginn þorði að koma
nærri þeim dyrum og enginn mátti
það. Bjarni Pálsson og Eggert ólafs-
son hnektu þessari trú, er þeir gengu
á Heklu fyrstir manna, árið 1750
— og komu lifandi aftur. Siðan hafa
það einkum verið útlendir ferða-
langar, sem lagt hafa leið sína á
Heklutind.
Það er ekki fyr en á siðustu ár-
um, að heimafólkið er farið að ganga
á Heklu. Fyrrum var það hrætt við
fjöllin, og eftir að það misti trúna,
sem hræddi, var það sinnulaust
um fjöllin. En nú er það l'arið að
elska fjöllin — ekki aðeins i hlárri
fjarlægð, heldur lika i nálægð og
samvist.
Batnandi manni er best að lifa.
Hvernig á þeirri þjóð að líða vel,
sem er hrædd við fjöllin sin?
Andvari.
Jacko sagði „gleður mig“ —
en það var ósatt.
— Gleður mig að kynnasl yður,
sagði páfagaukurinn Jacko við toll-
arann í flughöfninni i Croydon i
vor. En það var auðsjeð, að það
gladdi ekki tollarann að sjá Jacko.
Því að innflutningur á páfagaukum
tii Englands er hannaður.
— Hvernig er heilsan? sagði
Jacko, og lagði undir flatt, en toll -
arinn mildaðist ekki. Jacko hafði
lcomið fljúgandi frá Wien með hús-
bændum sínum, Gyðingum, sem urðu
að flýja land. Hjónin fengu land-
vist, en Jacko ekki. Hann hefir ver-
ið hjá Gyðingum i 18 ár og lært
bæði ensku og þýsku.
— Hvað ætlarðu nú að taka fyrir?
spurði einhver Jacko.
— Það er gott veður í dag, svar-
aði Jacko. En ekkert dugði og Jacko
var endursendur með flugvjelinni.
‘f* Allt með Islenskum skrpum1 »fi
Eiginlegur gígur er ekki í Heklutindi, heldur hefir toppurinn rifnað og
hrikaleg gjá orðið eftir. Hjer sjest nokkuð af henni.