Fálkinn


Fálkinn - 04.08.1939, Síða 9

Fálkinn - 04.08.1939, Síða 9
F Á L K I N N 9 högg, urgandi hljóð — svo var það búið. Maðurinn þreifaði sig fram að glugganum. Eldingarnar komu aftur. Óskiljanleg eyðimörk af regni og vatni, hvar sem litið var. Þarna hafði verið hlaða, en nú stóð aðeins timb- urhrúga upp úr vatninu, eins og pýramídi. En kynstrin öll af rekaldi leið áfram og rakst á húsið. Hann sá kú, sem stóð í vatni upp í kvið; annað hornið var brotið, en lafði enn við krúnuna. Beljan óð elginn baulandi. Maðurinn fór úr glugganum. Hon- um fanst gólfið vera lifandi. Það \ar gólfdúkurinn, sem lyftist undan þrýstingi vatnsins, er streymdi upp rriilli gólfborðanna. Hann fór aflur inn í dagstofuna. Konan starði eins og dáleidd á vatnið — skjálfandi, eins og kvika- silfur — og nú var elgurinn kominn yfir alt gólfið. ;,Hlaðan er farin,“ sagði maðurinn. „Og kýrin.“ Útvarpið orgaði eins og áður. Börnin tvö höfðu verið óró- leg, en nú sátu þau eins og brúðui’, er gesturinn var kominn inn. „Ættum við ekki heldur .... að reyna .... að komast burt‘?“ hvísi- aði konan hásum rómi. „Við verðum að gera eitthvað til að bjarga börn- unum.“ „Vatnið er hvergi minna en meter á dýpt hjer í kring,“ sagði maður- inn. „Það streymir yfir næstu brúna, og jeg held við sjeum tryggari hjerna — i bráðina.“ Hann leit á vatnið, sem rann yfir ristarnar 'i honum. „Það vex nokkuð enn, áðiir er, það fer að sjatna. Það væri máske rjettara að fara með bÖrnin upp á loft, Og svo verðum við að finna eitthvað til að gera okkur reipi úr. Og svo öxi. Bíðið jjjer við — eigið þjer ávaxtasultu?“ Konan varð forviða. „Ávaxta- suitu?“ „Já, eða niðursoðna ávexti. í gler- krukkum. Það eru krukkurnar, sem jeg þarf að nota.“ „Til hvers?“ „Jeg ætla að búa til björgunarbelti handa börnunum. „Fjórar til fimm krukkur geta vel haldið barni uppi.“ Konan fór fram í eldhús. Annað barnanna lók fingurna úr munnin- um og brosti til mannsins. Hann brosti aftur, en þurkaði sjer á enn- inu. Honum fanst konan vera svo lengi frammi, þó hann heyrði glamra í glerjunum. Hann fór fram sjálfur. Vatnið liafði hækkað. Konan stóð grátandi við að tæma úr krukkunum i skál og þvoði þær og þurkaði. Maðurinn tók fram í; „Það er þarflaust að þvo þær,“ sagði hann. Konan svaraði óðamála og ótta- slegin: „Jeg vil gera alt, ef það gæti orðið lil þess, að bjarga börnunum .... jeg skyldi borga hvað sem vera skyldi. . . .“ „Hm! Og hvað mikið haldið þjer, að þjer vilduð borga til þess að fá að vita, hvað gerst hefir í Harcum. Hugsið yður, ef nágrannarnir hafa ekki munað....“ Nú rakst eitthvað þungt á húsið. Hann þagnaði. „Við verðum að flýta okkur,“ sagði hann. „Hvernig kemst maður upp á loft? Eigið þjer öxi? Bara að við hefðum kaðal. .. .“ Nýtt hljóð. Vatnsleki. Fossandi vatn. Konan starði beint fram. „Það flæðir inn um gluggann,“ sagði maðurinn. “Náið þjer í börnin. Jeg finn það, sem við þurfum með.“ Hann ýtti henni inn úr eldhúsinu, og fór að skrúfa lokin á glerkrúsirnar liægt og gætilega. Hann tók margar. Ennþá heyrðist í útvarpinu í stof- unni. Nú tók vatnið honum í hnje. llúsið riðaði. Maðurinn náði sjer í lampa og kveikti. Hann fann stigann upp á loftið, fór upp og setti frá sjer lamp- ann. Svo fór hann ofan aftur, og til konunnar, sem skalf af gráti. Hún \ar að taka ýmislegt dót úr komm- oðuskúffunum sínum. „Komið þið upp á loft!“ sagði hann skipandi. „Það kemur önnur flóðalda til! Hver veit, nema húsið fari á flot. Flýtið þjer yður nú. Jeg skal sjá um börnin." Hann greip nokkur brekán af rúmunum, þeytti þeim upp um stiga- gatið, og tók síðan það barnið, sem nær honum var. Hann brosti til þess. „Nú ætlum við að leika Örkina hans Nóa,“ sagði hann. Konan var komin upp, og hann rjetti henni barnið. Og svo hitt. — Hann tók lampann. Vatnið var upp á mitt læri. Það var farið að draga úr útvarpinu, vatnið hafði náð raf- hlöðunum, og loks þagnaði tækið alveg. Maðurinn laut fram í næsta glugga. Valnið náði alveg upp að gluggakistunni, og rann ekki jafnt, heldur kom í gusum. Nú sá hann öldufallið á rúðunum. Og nú, eftir að úlvarpið var þagnað, heyrði hann aftur fjarlægt, organdi hljóð, sem færðist nær. Það var sterkara en í fyrri kviðunni. Þessi mundi verða harðari. Hann slökti á lampanum og skreiddisl upp á loftið. Hann reif ræmu af lakinu og batl um hálsinn á sultukrukkunni. Börnin horfðu hugfangin á jietta. -— Hann brosti er hann heyrði hvæsandi flóð- ölduna færast nær. „Þetta er sjómannshnútur,“ sagði hann. „Sjáið þið? Hann verður fast- ari og fastari, liví meir, sem maður dregur í. Nú kemur næsta krukkan hjerna .... og sú næsta hjerna. Svo kemur autt bil og svo .... Nú var hljóðið komið mjög nærri, en ])að var eins og maðurinn heyrði það ekki: „Svo koma þrjár hjerna — í röð. Og svo er þetta orðið björgunar- belti. Komdu nú lijerna! Þú skalt reyna það að gamni.“ Öskrið úti fyrir náði skyndilega hámarki. Svo reið aldan yfir - eins og fallhamar. Húsið riðaði, vatnið gusaðist inn á milli þakhellanna. Það brakaði og brast í húsinu. - Eftir nokkrar riður lyftist það, og var komið á flot. Hægt og liægt hallaðist ]iað á aðra hliðina. Lampinn brun- aði af stað, en maðurinn greip hann. Og húsið hjelt áfram að hallast, meir og meir. „Haldið þjer á Iampanum!“ sagði maðurinn. „Jeg verð að höggva gat á þakið, svo að við komustum út.“ Hann lijó og hjó, en gekk illa, því að rúmið var lítið og hann stóð ílla að. Meðan liann var að höggva, sagði hann í örvæntingu: „Þjer munuð ekki vita, hvort Harc- um stendur liærra, en þessi staður? Þjer skiljið — við erum nýkomin í sveitina og nágrannarnir kynnu að hafa gleyml, að við áttum heima þarna .... En ef húsið stæði nokkr- um metrum hærra en þetta hús, þá Húsið flaut — eikennilega riðandi, eins og drukkinn maður — en það var úr timbri og átti því að geta flotið. Vatnið i stofunni var eins- iconar kjalfesta. Þrisvar sinnum rakst eitthvað hart á það, og einu sinni tók það niðri, og þá brakaði í öllu. Eitthvað brotnaði undir því. Nú lagðist það enn mcir á hliðina. Mað- urinn lijó, eins og hann aetli lífið að leysa. Skömmu siðar hjálpaði hann kon- unni út um opið. „Jeg skal rjetta yður börnin,“ sagði hann örvinglaður. „Ef járn- brautarbrúin stendur upp úr enn, er ekki öll von úti.“ Regnið var eins og þjettur veggur kringum þau, og bak við þann vegg grilti í eldingarnar. Gegnum þrumugnýinn heyrðist óljósl annað ískrandi hljóð. „Hva-livað er þetta?“ „Það er flaumurinn, sem mæðir á einhverju,“ sagði hann lágt. „Ef Harcum er ekki komið undir vatn ennþá.....“ Svo brast honum rödd- in: „Þau eru nýbyggjar í sveitinni. — Hugsum okkur, ef grannarnir gleymdu þeim!“ Konan heyrði ekki, hvað hann var að segja. „Haldið þjer, að við getum bjarg- að börnunum?“ „Nú ætla jeg að búa til dregil úr þessum brekánum,“ sagði maðurinn, og tók sig á. Jeg bind öxina í annan endann. Og þegar við komum að járnbrautarbrúnni, þá getur farið svo, að húsið festist um stund milli brúarstöplanna. Og þá tekst þetta. — Hver veit nema einhverjir sjeu komnir á brúna. Jeg vona það. Ef mjer tekst svo að kasta öxinni upp á brúarriðið. . . . “ Eldingarnar leiftruðu. Regninu jós niður. Öskurhljóðið færðist nær og nær. Alt í einu sagði maðurinn: „Mjer heyrist eitthvað vera skorðað undir brúnni.“ Hann rjetti úr sjer og hjelt jafnvæginu uppi á þakinu, sem valt og iðaði í sogunum. Það var eins og urrandi sargið kæmi á móti þeim. Það gelti að þeim. Konan horfði á manninn, er hann stóð þarna i leiftr- um eldinganna, sá að hann vafði dregilinn upp í hönk, og hafði öxina filbúna. Hann var magur og tekinn. Hárið var í klessu, og lá niður á ennið og kinnarnar, fötin voru renn- vot. Stundum riðaði hann, og lá við falli, vegna þess, að hann gat ekki vitað hreyfingarnar á húsinu. Og i hvert skifii, sem elding leiftraði, rýndi hann út i myrkrið, til þess að átta sig. Hann var alls ekki eins og hetja ásýndum, en hann barðist i örvæntingu. Nú kom ferleg elding, svo að hann sá alla járnbrautarbrúna gegnum regnþokuna. Brautarteinarnir voru enn 4—5 metra yfir vatnsborðinu — ægileg hæð í augum þeirra, sem voru á húsþakinu. Húsið snerist og vaggaði í iðukastinu áleiðis niður að brúnni. „Hrópið þjer! Hrópið þjer!“ sagði maðurinn. „Röddin yðar heyrist bet- ur en mín. Hver veit, nema það sje fólk á brúnni.“ Hvítblátt leiftur skar skýin. Á broti úr sekúndu sá kónan fólk á hlaupum uppi á brúnni. Þau voru þrjátíu metrum ofar. Þau hrópuðu, en hrópin köfnuðu í þrumubrestun- um og niðinum í ánni. Það sáust ekki handaskil, er húsið rakst á eitt- hvað. Það veltist, og arinar gaflinu stakst ofan i ána. Konan rann liljóð- andi ofan í ána, og maðurinn misti fótfestuna. — En í næsta eldingar- bjarmanum sást, að hann var enn á þakinu. Hann hlustaði hvorki á hróp konunnar eða grát barnanna. Hann reiddi öxina, kastaði lienni .... hvíta dreglahönkin rakti úr sjer. Hann hrópaði hástöfuin um leið og hann kastaði. Myrkrið laukst aftur yfir þau. Úr öllum áttum heyrðust hræðileg hljóð. Timbur, sem rakst á og brotnaði. Einu sinni hálfkæft barnsóp. Konan barðist fyrir lífinu, hljóðaði og greip i hvað sem fyrir varð. Maðurinn náði í handlegginn á henni og dró hana upp. Hún sá Ijósker á hreyfingu i myrkrinu. Við og við hrópaði hún. Hún fann hendur, sem tóku um hana .... henni var lyft og svo var hún látin detta aftur. - Hún heyrði karlmannsraddir. Aðrar radd- ir hrópuðu fyrirskipanir einhvers- staðar fyrir handan brúna. Korian kveinaði og reyndi að koinast á lætur. Einhver diminur skuggi lagði barn í fangið á henni. Hún var uppi á brúnni! Fleiri köll. Menn á harðahlaupum, sem bentu og bönduðu. „Það voru börn!“ hrópaði konan í örvæntingu. „Þau voru tvö ...;“ Þá sagði rödd rjett hjá:: „Hjerna er hitt barnið. Maðurinn yðar náði í það. Dregillinn slitnaði, en mað- urinn náði i hitt barnið fyrir neðan brúna. Við vorum að draga það upp. Gerið þjer svo vel . . . .“ Konan grjet, og fór að stumra yfir barninu, sem hljóðaði ákaft. Bjarm- ann af Ijóskeri lagði á þau. Alt í cinu kom hún auga á manninn, skamt undan. Hann stundi. Einhver sagði við hann: „Heyrðu, þú ert víst brotinn. Mjer sýnist handleggurinn á þjer grun- samlega boginn.“ Maðurinn tók liægri hendi um vinstri úlflið, og stakk hendinni of- an i jakkavasann. Hann sagði í ör- væntingu: „Heyrið þið — veit nokkur ykk- ar, hvort allir hafa bjargast í Harc- um? Skyldu þeir hafa munað eftir öllum? Skiljið þið, jeg er hræddur um, að nágrannarnir hafi ekki mun- að eftir ....“ Ekkert svar. En maðurinn endur- tók spurninguna, enn æstari: „Jeg verð að komast fyrir, hvernig farið hefir i Harcum. Haldið þið, að þeir hafi munað eftir öllum.. . . ?“ Menn muldruðu eitthvað, en ekki heyrðusl orðaskil. Hann sneri sjer við, og tók undir sig stökk. Maður konunnar fann hana um morguninn. Augu hans voru tekin og full angistar. Stundum hafði hann haldið, að konan hans og börnin hefðu druknað. Hann greip börnin, án lies að mæla orð, lyfti þeim og þrýsti þeim að sjer. „Hver einasta á hafði vaxið um marga metra,“ sagði hann, „og brýrnar brotnuðu hver eftir aðra. .leg reyndi að komast lieim lil þin og barnanna, en það var alveg óger- legt. Mjer fanst jeg ætla að missa vitið, þegar jeg sá, að allar bjargir voru bannaðar.“ Þá sagði konan hægl: „Það gerði ekkert til, Jack. Börn- unum var bjargað....“ „Svo gerðu þeir mig út til þess, að bjarga öðru fólki,“ hjelt maður- inn áfram skjálfraddaður. Hann virtist vera að hníga i ómegin. — „Hugsaðu þjer, að eiga að fara að bjarga öðrum, þegar jeg hjelt að þú værir dáin! Drottinn minn! Það var sjerstaklega kona — í Harcum. Nágrannarnir höfðu gleymt henni. Jeg náði í nana og þrjú börn, og gamlan mann. Jeg kom þeim upp á þurt. Og svo sagði jeg þeim frá þjer og börnunum, meðan jeg barð- ist við að koma þeim úr flóðinu. En heldurðu að þau hafi hlustað á það, sem jeg sagði? Ekki eitt einasta orð. Konan hugsaði ekki um annað en börnin sín. En jeg lield næstum, að það hafi verið gott, að jeg hafði þetta fyrir stafni.... annars hefði jeg mist vitið, það segi jeg þjer satt. Jeg hjelt statt og stöðugt, að þið væruð druknuð, öll þrjú.“ Orðin urðu óskiljanlegri, en hann þrýsti börnunum að sjer. Tveir stúdentar urðu samferða i bíl bónda nokkrum austan úr Flóa. l>eir hugsuðu sjer að spila svolítið með karlinn. Annar stúdentinn segir því við karlinn: „Hefirðu heyrt það, að fjandinn kvað nýlega vera dauð- ur?“ — Já, einmitt það, umlaði i karlinum. Siðan fór hann í lnidduna sína, tók úr henni tvo tultugu og fimm eyringa og rjetti sinn hvorum stúdentinum um leið og hann sagði: „Hjerna, piltar mínir, það er nú venja í minni sveit að gleðja mun- aðarleysingja“.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.