Fálkinn - 11.08.1939, Síða 12
12
F Á L K I N N
STANLEYSYKES:
Týndi veðlánarinn.17
hurðinni sinni, fleygði sjer á stól og sagði
Drury raunasögu sina.
„Hvað eigum við nú lil bragðs að taka?“
sagði hann liugsjúkur. „Ekki dugir okkur að
mæta i rjettinum og spinna þar langan lopa
um dauða menn, sem hafi vaknað til lífsins
og skökk lík í kistum, nema við getum sann-
að það og sannað það til fulls. Ef sjálfur
bróðir lians og skrifarinn lians eru ekki viss-
ir í sinni sök, þá trúir enginn dómstóll stað-
hæfingum okkar. Dómurinn mundi telja ör-
ið tilviljun eina, og málinu mundi verða vís-
að frá. Jeg fyrir mitt leyti fer að halda, að
þelta sjeu gerningar. Jeg verð geggjaður, ef
þessu heldur áfram.“
Ridley hjelt áfram. „Innanríkisráðuneytið
skammar okkur eins og hunda, fyrir að liafa
farið að grafa upp lík að ástæðulausu. Og
livað stoðar það, jafnvel þó einhver einkenni
væru á likinu, sem aðrir mundu kannast við?
Ef andlitsfallið er ekki það rjetta, þá mundi
kviðdómurinn kalla þesskonar einkenni hel-
hera tilviljun, hvað mörg sem einkennin
væru. Og það er leyfilegt og rjett. En ef þetta
er ekki Levinsky — liver er það þá?“
„Það hlýtur að vera Levinsky,“ svaraði
Drury og ljet harmtölur Ridleys ekkert á
sig fá. Og jeg er þjer ekki sammála um
einkennin og tilviljunarfullyrðingarnar. Ertu
stærðfræðingur?“
„Ekki svo að þú mundir taka mark á því.“
„Það er jeg ekki heldur. Jeg veit litið um
hina hærri stærfræði og líkingareikning,
en jeg veit svolítið um hvernig inaður á að
notfæra sjer það.“
„Hvað áttu við?“
„Þú þekkir þessa fræðimenn í hagnýtri
stærðfræði, sem gefa ráð um hvernig mað-
ur eigi að veðja um hesta. Þeir segja þjer,
að þú ihunir vinna tuttugu fyrir einn á ó-
líklegu hestana, er ekki svo?“
„Já, stundum.“
„Þeir taka í sínar vörslur skitna fimm
skildinga hjá þjer og halda þeim i tíu mín-
útur eða svo, en borga þjer svo aftur fimm
pund, er drógin vinnur. En oftast tapar hún,
og þeir nota fimm skildingana þína til þess
að yfirborga hinum, sem veðjuðu á hestinn
sem vann, en það gerir þeim ekkert til og
sannar ekkert. í næsta hlaupi borga þeir þjer
tíu fyrir einn, ef annar hestur vinnur, sern
er öllu líklegri til að vinna en sá fyrnefndi.
En setjum nú svo, að þú leggir á báða þessa
hesta, þannig að þú vinnir því aðeins, að
þeir vinni báðir, hvor í sínu hlaupi. Leggja
þeir þá saman, veðmangararnir og borga
þjer fimtíu fyrir einn eða þrjátíu fyrir einn?
Nei, þeir eru svo liöfðinglegir, að þeir marg-
falda og borga þjer fimtíu pund fyrir fimm
shillingana þína, en ekki sjö pund og sex
shillinga. Hjá okkúr verður það sama upp
á teningnum. Hver likindasönnun, sem við
bætist, legst ekki við það sem fyrir er, heldur
margfaldar það sem fyrir er. Eitt einkenni
getur verið tilviljun, og er það sennilega,
tvö einkenni geta líka verið tilviljun, en eru
það sennilega ekki, en þrjú einkenni eru
vissa. Ef við finnum þrjú eða fjögur ein-
kenni til að styðjast við, eða vísbendingar,
þá er það sönnun, sem allir verða að taka
gilda, þrátt fyrir það að andlitið er lítt
þekkjanlegt. Eru margir tannlæknar hjer i
Southbourne?“
„Tannlæknar?“ át Ridley eftir og furðaði
sig á spurningunni, sem kom eins og skratt-
inn úr sauðaleggnum. „Þeir eru þrír eða f jór-
ir. Hversvegna spyrðu að því?“
„Komstu að því, livað tannlæknir Levinsky
notaði og láttu hann atliuga tennurnar i
likinu. Það ætti að bæta úr skák. Það er að
styttast þangað til að þú átt að svara mann-
inum frá innanríkisráðuneytinu til sakar.“
Það reyndist árangurslaust að hringja heim
tiltýnda veðlánarans eða á skrifstofu hans,
því að á hvorugum staðnum vissi fólk, hvaða
tannlækni liann liafði notað. Isaac Levinsky
banðst til að blaða í læknaseðlum bróður
sins, en Drury, sem mintist þess hvernig
týndi maðurinn hefði verið vanur að fara
með læknareikninga, taldi rjettara, að reyna
að fá upplýsingarnar beina leið.
Fyrsti læknirinn sem lalað var við, hafði
aldrei stundað Levinsky, en annar reyndist
sá rjetti. Drury vildi síður reifa málið i
símanum en bað um samtal, og var sagt að
hann mætti koma þegar i stað. Hann gerði
það og var vísað inn í biðstofu. Af því að
hann var alls ekki haldinn þeim tilfinning-
um, sem menn venjulega hafa í biðstofum
tannlækna, greip hann eitt gamanblaðið á
borðinu og las í því, þangað til dyrnar á
læknastofunni opnuðust og aðstoðarstúlka
fylgdi sjúklingi út.
„Priestley getur talað við yður núna,“
sagði hún. „Gerið þjer svo vel að koma inn.“
Um leið og hann kom inn lagði tannlækn-
irinn frá sjer skrúflykil, sem hann bafði ver-
ið að reyna að opna þjettilofthólk með, og
tók í hendina á honum.
„Góðan daginn,“ sagði hann vingjarnlega.
„Mjer var ekki alveg ljóst á skilaboðunum
frá yður, hvert erindi yðar við mig væri. Von
andi er það ekki persónulegt erindi? Hefir
sonur minn máske slasað einhvern með ó-
gætilegum akstri á nýjan leik?“
„Hafi hann gert það, þá sjer lögreglan
hjerna um það, mr. Priestley,“ brosti Drury.
„Nei, það er viðvíkjandi týnda veðlánaran-
um, sem jeg þurfti að tala við yður. Jeg geri
ráð fyrir, að þjer getið gefið mér sæmilega
lýsing á tönnunum í honum?“
„Já, það get jeg. Vitanlega ekki eftir minni,
en jeg held altaf skrá yfir þá, sem jeg hefi
stundað, og geymi þær til samanburðar. Það
er nauðsynlegt, ef eitthvað kynni að bera á
milli.“ Priestley fór fram í dyrnar. „Viljið
þjer gera svo vel að ná í spjaldið fyrir Levin-
sky?“ sagði hann við hjúkrunarkonuna. En
jeg get ekki sjeð að það stoði að vita um
tennurnar, ef sá sem tennurnar eru í, er
horfinn út í veður og vind.“
„Það kæmi ekki að gagni, ef maðurinn
væri týndur, en ef hann er það ekki, |)á get-
ur það komið að miklu gagni.“
„Hvernig þá það? Jeg er víst skilnings-
sljór, en hafi maðurinn skilað sjer aftur, ])á
sje jeg ekki að það sje þörf á að spyrjast
fyrir um tennurnar í honum hjá mjer, þeg-
ar alt er klappað og klárt.“
„Nei, það er bara að byrja,“ tók Drury
fram í. „Jeg skal segja yður betur frá því
seinna,“ bætti liann við, og í sama hili kom
stúlkan inn með umslag.
Priestly opnaði það og tók út spjald með
áprentaðri tannröð að ofan og neðan. Við
sumar tennurnar voru ýmiskonar merki,
gerð með bleki.
„Svona minnisspjald hefi jeg fyrir alla þá
sem leita mín,“ sagði liann og lagði spjaldið
á borðið. Alt sem jeg geri við tennurnar er
merkt á spjaldið með ýmiskonar merkjum
— strik yfir tönnina þýðir, að hún hafi ver-
ið dregin út, og þar fram eftir götunum.
Mr. Levinsky hafði ágætar tennur, af manni
á hans aldri að vera. Hann hafði aðeins mist
tvær, hvorttveggja jaxla, og hann hafði ekki
góm. Vinstri augntönnin var með gerfikrónu
með gulli í, tvær framtennurnar að neðan til
vinstri voru með postulínsfyllu og annar
jaxlinn framan frá til hægri i efri góm,
var fyltur með koparblendingi. Þessi fram-
jaxl var með gullfyllu. Þjer sjáið, að sþjaldið
segir til um aðgerðina á tönnunum líka.“
„Þetta er ágætt,“ sagði Drury. „Nú þarf
jeg að biðja yður að koma með mjer í lík-
húsið og athuga, hvort þjer þekkið ])ar að-
gerðirnar yðar aftur. Mjer þykir leitl að gera
vður ónæði, en hjer liggur mikið við.“
„Líkhúsið?“ Priestly tók öndina á lofti.
„Ha, er hann dauður?“
Drury skýrði honum nú frá hvernig i
málinu lægi og Priestley var óðar fús til að
koma. Hami stakk spaldinu i vasann, tók
. munnspegil og vasaljós upp úr skúffu fór
í frakkann og ljet á sig hattinn og sagðisl
vera tilbúinn.
„Jeg held að það væri rjettara, að þjer
tækuð með yður gúmmihanska. Þeir eru
engir í líkhúsinu,“ sagði Drury.
Hanskarnir fundust og nú var haldið af
stað. Aðstoðarstúlkan varð eftir til þess að
taka á móti einum eða tveimur sjúklingum,
sem von var á síðar, en Priestly komst und-
an einum, sem var í biðstofunni, með því að
fara út um aðrar dyr út úr lækningastofunni.
Þegar í líkhúsið kom tók læknirinn til ó-
spiltra málanna. Drury hjelt spjaldinu þann-
ig, að hann gæti sjeð á það og nú bar hann
hverja tönn fyrir sig saman við spjaldið.
Þegar hann kom að þeirri þrítugustu, rjetti
hann loks úr sjer og sagði við Drury:
„Hver einasta tönn í þessum skolti svarar
nákvæmlega til spjaldsins. Þetta er áreiðan-
lega munnurinn á Levinsky, en það er ekki
andlitið, eins og mig minnir að það væri.
Jeg get svarið fyrir tennurnar en ekki fvrir
andlitið. Þjer ráðið livað þjer leggið upp úr
því. Jeg get ekki um það sagt.“
„Þakka yður kærlega fyrir. Þetta er ein-
mitt það sem jeg bjóst við — og vonaði —
að heyra. Hve mörg sameinkenni sjáið þjer
á tönnunum og spjaldinu?“
„Þau eru að minsta kosti tólf.“
,Viljið þjer gera svo vel að líla yfir þau
aftur og skrifa þau uppp, áður en þjer farið
hjeðan? Ekkert jafnast á við að hafa hlut-
ina skrifaða — það er svart á hvítu. Við
getum ekki tekið mark á andlitinu. Enginn
kannast við það, en það stafar kanske al'
þvi, hve langt er síðan hann dó.“
„Já, það er orðið langt síðan,“ sagði Priest-
ly hátíðlega og dró af sjer gúmmíhanskana
og fleygði þeim í vaskinn. „Jeg ætla að gefa
stofnuninni þessa, fulltrúi. Jeg hefi ekkert
við þá að gera lengur.“