Fálkinn - 11.08.1939, Qupperneq 14
14
FÁLKINN
Guðmundur Bergþórsson skáld.
HNÖTTURINN.
Framh. af bls. 5.
innar. Angan fvlti loftið og nú
fóru að heyrast ómar af sóng,
sem smám saman varð sterkari
og margraddaðri. IJað líktist þó
engum söng, sem jeg áður hefi
heyrt; fór jeg þá að halda, að jeg
væri kominn í annan heini, og
hjer væri um englasöng að ræða.
Samferðafólkið stóð á öndinni,
og enginn hreyfði legg nje lið.
En jeg stóðst ekki þessa graf-
kyrð og óvissu; mjer varð því á,
að gefa olnbogaskot, þeim, seni
næst mjer stóð. Þetta var þá ung'
og ásjáleg stúlka, er leit snöggv-
ast brosandi við mjer, eins og
liún vildi segja: „alt í lagi“. En
að hún tók þessu svo vinsam-
lega, fanst mjer ný sönnun þess,
að jeg væri kominn í nýjan og
hetri heim. - Eða var hjer brugð-
ið upp mynd af hinu komandi
jarðríki, þar sem sainúð, friður
og rjettlæti ræður orðum og at-
höfnum; þar sem frjálsræði og
sjálfbjargarhvöt knýr til fram-
sóknar og farsældar og þar sem
menn ganga glaðir og reifir til
næturhvildar án þess að metast
um launin? Jeg varð því fyrir
mestu vonbrigðum, jiegar jeg á
næsta augnabliki var kominn að
útgöngudyrunum og út í glaum
og skarkala veruleikans.
Þessi hringferð innan í hnett-
inum var á enda, og jiað sem
íyrir augun bar, liðið lijá eins
og draumsýn draumsýn, sem
aldrei gleymist. G. G.
Um víða verold.
PÓLVERJINN.SEM ÁTTI FJÖRUTÍU
MILJÓNIR, EN SITUR NÚ f HOLL-
ENSKU FANGELSI OG FLJETTAR
KÖRFUR.
Pólverjinn Sifried Wreszynski,
sem var þektur miljónamæringur í
London, hefir nú fyrir nokkru siðan
verið dæmdur i Amsterdam í 4 ára
fangelsisvist fyrir fjársvik. Wreszyn-
ski var dæmdur fyrir að hafa svikið
fje út úr tveimur mönnum, 10.000
kr. út úr öðrum, en 14.000 út úr
hinum; — Nú nýlega hefir Wresz-
ynski sjálfur skrifað Vilhelmínii
Hollandsdrottningu úr fangelsisklefa
sínum og áfrýjað máli sínu til
hennar.
Wreszynski var áður kunnur um
allan heim sem burgeis og fjárafla-
maður. En nú hefir hann af forseta
dómsins verið settur á borð með at-
þjóðlegum glæpamönnum. Einu
sinni átti hann fínast húsið í Park
Lane í London, en nú situr hann í
smáklefa, klæddur bláröndóttum
fötum og fljettar körfur.
Það er tiltölulega stutt síðan mál
það, sem höfðað hefir verið gegn
Wreszynski, var tekið fyrir. Sækj-
andi málsins krafðisl, að hann yrði
minst dæmdur í 4 ára fangelsisvist.
Meðal vitnanna, sem fram voru leidd
í málinu, var hin fagra þýska leik-
kona Eva Busch og M. von Nierop,
hankastjóri i Amsterdam.
Við yfirheyrslurnar kom i ljós,
að nokkrar ungar austurískar stúlkur
höfðu afhent honum peninga, gegn
því að hann útvegaði þeim landvist
i Ameríku. Hann hirti jteningana,
en stúlkurnar lcomust aldrei til Am-
eriku. Þá kom einnig í ljós, að
hollenskur verslunarmaður hafði lát-
ið hann hafa mikið fje, í þeirri trú,
að hann hefði ómetanleg sambönd
í heiini verslunarviðskiftanna.
Æfi þessa leyndardómsfulla fjár-
málamanns er mjög æfintýrakend.
— Wreszynski er fæddur í Gniesno
í Póllandi árið 1893. Á árunum 1914
—18 barðist hann sem óbreyttur
hermaður í liði Þjóðverja á austur-
vígstöðvunum. Gat hann sjer þar
góðan orðstír og var að lokum
gerður að liðsforingja. í fangelsinu
hefir hann mjög hampað því, að
liann hafi fengið járnkrossinn og
ýms önnur þýsk heiðursmerki, en
lögreglan hefir þó ekki ennþá get-
að fengið það staðfest, hvort hann
segir það satt eða ekki.
Það næsta sem vitað er um Wresz-
ynski er, að hann rak mjólkurversl-
un í Danzig. Árið 1921 var hann
tekinn fastur og dæmdur fyrir smygl.
Sjállur segir Wreszynski, að hann
hafi ekki verið við það riðinn og
handtaka hans hafi eingöngu staf-
að af misskilningi.
Á áruniim 1929—32 dvaldi hann
í Þýskalandi og komst þá í sam-
band við ýmsa merka atkvæðamenn
og það er vitað, að á þessu tímabili
heimsóttu hann á Hotel Kaiserhof
ýmsir nafnkendir enskir fjármála-
menn.
Wreszynski hefir kvænst jirívegis,
og skilið við allar konurnar. Fyrsta
konan hans, sem hann skyldi við
1923, býr nú i Zúrick með tveimur
sonum þeirra. Wreszynski hefir gert
vel við þessa sonu sina, því að fram
að þeim tíma að hann var handtek-
inn, sendi hann þeim altaf 3.200
krónur á mánuði og greiddi auk þess
allan kostnað við skólagöngu þeirra.
Báðir drengirnir hafa skrifað hon-
um ástúðleg brjef, eftir að hann
var settur í varðhald.
Önnur kona hans var þýsk og
hjet Vera Neumann. Þau skildu 1927
og býr hún nú í Haag.
Árið 1934 kvæntist Wreszynski í
þriðja sinn og i þetta skifti enskri
slúlku, miss Elisabeth Sophia Norris.
Brúðkaupsveislan var sú dýrasta,
sem þá hafði verið haldin í Lond-
on um 5 ára skeið. Miss Norris bar í
í veislunni demanta og aðra skraut-
gripi, sem virtir voru á tvær milj-
ónir króna. Þetta hjónaband bless-
aðist ekki heldur, svo þau skildu
árið 1937. — Þegar Wreszynski
kvæntist í þriðja sinn, var hann ekki
lengur ómerkilegur mjólkurkaup-
maður, heldur heimsþektur peninga-
maður. — Hann hafði þá meðal ann-
ars ráðagerðir á prjónunum, sem
sagt er að hann hafi notað með góð-
um árangri, til þess að hræða með
ýmsa bankastjóra viðsvegar um heim.
í byrjun ársins 1930, var jiýsk-
um kaupmönnum, sem versluðu við
útlönd, bannað að greiða vörur sín-
ar, vegna þess að þá var komið i
veg fyrir útflutning á gjaldeyri. Við
þetta mýriduðust miklar frosnar inn-
eignir i Þýskalandi, sem eigendur
þeirra bjuggust við að seint mundu
nást út. — En Wreszynski var ekki
alveg loppinn, hann taldi sig hafa
fundið ráð til þess að leysa þessa
erfiðleika, en hvert það ráð var,
varð aldrei opinskátt. En um þessar
mundir komst Wreszynski yfir ó-
hemju fje og hollenska lögreglan
liefir komist að því, að hann hafi
um tíma liaft 40 miljón króna við-
skiftareikning við banka í London.
Árið 1935 var Wreszynski gerður
útlægur frá Frakklandi fyrir fjár-
glæfra. Lögreglan í Hollandi hefir
einnig fengið staðfest, að hann hafi
verið undir lögreglueftirliti i Lond-
on, Berlín og Stokkhólmi vegna fjár-
málaviðskifta, og svissneska lögregl-
an var einu sinni að elta ólar við
liann út af gimsteinakaupum.
Síðastliðið ár fjekk Wreszynski
bendingu um það frá Scotland Yard,
að liann yrði að hverfa frá Englandi
og að liann mætti ekki koma þang-
að aftur. — Sjú neðst á næsta dálki.
Ævi þessa sjerkennilega manns
mun fæstum fslendingum kunn til
hlítar og þó er hún merkileg fyrir
margra hluta sakir. Það má því ætla,
að ýmsa fýsi að kunna nokkur skil
á Guðmundi Bergþórssyni, kryppl-
ingnum og skáldinu, er var nafn-
l'iægt um alt ísland síðasta fjórðung
17. aldarinnar.
Um miðja 17. öld bjó á Stöpum
á Vatnsnesi í Húnaþingi og síðar á
Kárastöðum, maður sá, er Bergþór
hjet. Kvæntur var hann konu þeirri,
er Þorbjörg nefndist. Þeim hjónum
var fjögra barna auðið og var sveinn
það yngsta, er nefndist Guðmundur.
Hann var fæddur árið 1(557 og þólti
státinn og gjörfulegur til fjögra ára
aldurs, en þá tók hann veiki þá,
sem hanri varð að berjast við alla
ævi. Veiki hans var með þeim hætti,
að hann var máttlaus á fótum og
hægri hendi og krepptur mjög um
mittið.
A þeim tíma, sem Guðmundur
lifði, var hverskyns hjátrú og galdr-
ar mjög á lofti hjer á landi og svo
að segja í hverri sveit voru menn,
er meira og minna „kunnu fyrir
sjer“, sem svo var kallað. Orsakir
liess, að Guðmundur tók krankleika
þann, sem fyrr er lýst, eru sagðar
vera þær, að móðir hans og önnur
kona liafi skifst á illyrðum yfir
vöggu hans og hvo'rug dregið af sjer,
enda báðar miklir skapvargar. En
sú var trú fólks í þann tíma, að
ekki mætti deila með frenjuhætti i
nánd við ungbörn, því að allar ó-
bænir, sem fram væru mæltar, hrinu
á börnunum. — Svo virðist sem
Guðmundur hafi trúað frásögn þess-
ari um móður sína, ef marka má
skoðun þá, sem víða stingur upp
kolli í skáldskap hans, t. d. eins og
í vísu liessari:
Enn eg trúi grundir gulls,
gustkaldar í orðum,
að mjer búi enn til fulls,
ekki siður en forðum.
Eitthvað mun hafa verið reynt til
þess að lækna Guðmund og dugðu
ráð ömmu hans best í þeim efnum.
Lagði hún til að hann yrði fluttur í
þrjár laugar og baðaður þrisvar upp
úr hverri. Hresstist hann talsvert
við þessa aðgerð og jókst máttleysi
hans ekkert eftir það.
Foreldrar Guðmundar flosnúðu
upp af jörð þeirri, sem þau bjuggu
á á Vatnsnesi og vistuðu jiau sig þá
að Staðarbakka til síra Þorláks Arn-
grímssonar og Bjargar konu hans.
Guðmundur var kominn af bernsku-
skeiði, er hann fluttist þangað og
var þá ekki máttmeiri en það, að
liann gat ineð naumindum skriðið
áfram. Meðan hann dvaldi á Staðar-
bakka var verið að kenna syni
prestshjónanna að skrifa og lesa.
Guðmund fýsti einnig að nema og
reyndi því að hagnýta sjer kensluna
með því að hlýða á. En er prest-
madaman var ]iess áskynja, að hann
lærði meira en sonur hennar, kom
hún í veg fyrir að Guðmundur væri
hafður í námunda við ]>ann stað, þar
sem kenslan fór fram.
Þegar síra Þorlákur andaðist,
fluttist Guðmundur ineð foreldrum
sínum suður á Arnarstapa á Snæ-
fellsnesi. Bjuggu þau þar í svo-
nefndri Bergþórsbúð og vita menn
en þá glöggt hvar hún hefir staðið,
því að þar hefir verið bær til
skamms tíma.
Hvað verður um Wreszynski, þeg-
ar hann eftir fjögur ár losnar úr
fangelsinu, er spurning, sem víða er
haldið á lofti. Síðasta vegabrjefið
hans var stílað á Danzig, en nú er
sá tími útrunninn, sem því var ætl-
að að ná yfir.
Guðmundur verður kennari og at-
vinnuskáld.
Það mun hafa verið vorið 1074 að
Guðmundur fluttist að Stapa. Næstu
tvo veturna dvaldi liann hjá Jakob
Btnediktssyni, er þá var sýslumaður
Snæfellinga og búsettur á Stapa.
Meðan liann var í þeirri vist orktí
hann þrennar rímur, og má telja
]>að byrjun þess, að hann gerðist
atvinnuskáld. Leituðu fjölmargir til
hans og báðu hann að yrkja fyrir
sig jafnt andleg og veraldleg ljóð,
en þó var sá hópur stærstur, er
vildi l'á hann til að yrkja erfiljóð.
Lágu stundum fyrir hjá lionum
margar pantanir, og varð hann þá
að sitja við að yrkja dag og nótt.
Var þetta slik tekjulind fyrir hann,
ásamt kenslunni, að hann gat vel
bjargast á fram. Hann skrifaði alt
með vinstri hendi, og er sagt, að
hann liafi haft setta og skýra rit-
liönd, en stafiruir hafi jafnan hall-
ast nokkuð til vinstri handar. Guð-
mundur mun algerlega hafa lært að
skrifa af sjálfsdáðum og minsta kosti
gefur hann það fyllilega í skyn í
einum mansöngnum sinum, en ]iar
er þessi vísa:
Fáviskan mjer fífldist að,
að fara með blek og penna,
því aldrei var mjer bókarblað
boðið til að renna.
Um þessar mundir var fæst al-
þýðumanna hjer á landi læst eða
skrifandi, en þar sem Guðmundur
kunni hvorttveggja, var hann feng-
inn til þess að kenna börnum lestur
og skrift og einnig uppfræddi hann
unglinga undir fermingu. Orkti hann
stundum kvæði um efni það, sem
hann var að fræða börnin um. Þann-
ig er sagt að til hafi orðið kvæðið
Postularaun, en það er 94 erindi, og
er efni þess tekið úr Nýja testa-
mentinu. Var orð á því haft, hve
laginn og duglegur kennari Guð-
mundur hafði verið. Þótti flestuni
hann reynast miklu betur í þeim
efnum, en við hefði mátt búast af
manni, er engrar uppfræðslu liafði
notið og ætið var miður sín, hvað
heilsufar snerti.
Af þeim mörgu mönnum, sem
fengist hafa við uppfræðslu lijer á
landi, mun enginn hafa verið eins
á sig kominn og Guðmundur. Vildi
harin eitthvað hreyfa sig varð hann
að skríða á hnjánum, bylta sjer á
aðra hliðina og draga sig áfram með
vinstri hendinni. Æfðist hann mjög
i ,að hreyfa sig á þennan hátt og
varð ótrúlega fljótur. Færi hann til
kirkju, ljet hann ætið bera sig eða
reiða og klæddist liann þá ætíð
skinnbuxum. — Auk þeirra starfa,
sem áður er getið, fekst Guðmundur
nokkuð við smíðar og ullarvinnu og
ljet honum best að spinna.
Guðmundur orti alla tíð mjög mik-
ið og væri það efni í heila grein að
minnast ýtarlega á skáldskap hans.
Hjer verður aðeins drepið á kvæðið
Vinaþökk, er hann orti þegar hann
var 24 ára. Kvæði þetta flaug um
land alt og til skamms tíma hefir
margt gamalt fólk sótst eftir að ná
í þetta kvæði til uppskriftar. Það
sem ollið hefir því, að kvæðið hefir
orðið mjög hugþekt, er sú kynning,
sem fæst við lestur ]iess, af lifi Guð-
mundar Bergþórssonar. Mun fæstum
mönnum svo farið, er kvæðið lesa,
að ekki kenni samhygðar í garð
skáldsins og lama mannsins á Arn-
arstapa.
Sagt er að náin kynni hafi verið
með þeim Silunga-Birni — kunn-
um galdramanni undan Jökli — og
Guðmundi og arfleiddi Björn Iiann
að öllum skræðum sínum, og er talið
að Guðmundur hafi margt af þeim
numið. Meira.