Fálkinn - 25.08.1939, Síða 2
2
F Á L K I N N
GAMLA BIO
Mjög bráðlega sýnir Gamla Bío
hina stórfenglegu mynd Kreutzer-
sonatan, sem gerð er eftir hinni
frægu sögu Leo Tolstois. Aðalhlut-
verkin leika Lil Dagover, Peter Pet-
ersen og 'Albrecht Schoenhals.
Fjölmargir íslendingar munu hafa
lesið Kreutzersónötuna, enda hefir
hún verið þýdd á íslensku fyrir
nokkrum árum. — Leo Tolstoi var,
sem kunnugt er, eitt af fremstu
skáldum Rússa og er af mörgum tal-
inn einskonar faðir þeirra rússnesku
skálda, er á eftir honum komu.
Kreutzersónatan verður öllum
minnisstæð, er lesa hana. Atburðirn-
ir eru eðlilegir en hugstæðir. Listin
og ástin togast þar á, en afbrýðis-
semin kemur af stað öldurótinu, sem
ýtir undir að mannlegar ástríður
magnast og ná hámarki sinu með
sálarlegum veikleika.
Ef þú sætir í járnbrautarvagnin-
um með honum Andrej og hlýddir
á söguna sem hann segir, myndi þjev
áreiðanlega ekki leiðast. Það er sag-
an af honum sjálfum, hvernig örlög-
in leika hann. Það er einnig sagan
af konunni hans ungu og fallegu,
og vini hans Gregor, heimsfræg-
um fiðlusnilling. Andrej segir sög-
una sína blátt áfram og virðist ekki
draga neitt undan. Hann efast ekk-
erl um sekt sína, en honum virðist
einnig að einhver dulin öfl hafi ráð-
ið gjörðum hans — einhver öfl, sem
hann ekki rjeði við. Vinur hans og
konan hans koma jjcssum öflum á
hreyfingu. Listin — hljóðfæralistin
fer eins og vindsveipur um sálu
þeirra, vekur upp gamlar þrár, sem
aldrei hafa dáið eins og ætlað var,
heldur aðeins blundað. Börn listar-
innar skjálfa oft sem strá í vindi,
er heimur tilfinninganna færir þeim
nýjar sýnir. Þá er það sem alda til-
finninganna flæðir um sálina, '*g
rjfur með sjer frá grunni, það sem
ætla mátti að ævinlega mundi
standa. En svona er lífið — likinga-
dæmi, sem aldrei verður leyst. Eitt
i dag og annað á morgunn.
Hjer verður ekki gerð tilraun til
að endursegja söguna hans Andrej,
j)ví að það mundi aðeins skemma
hana. Hann segir hana best sjálfur,
og best skilur maður hann í sögu-
lokin, þegar hann segir': „Jeg get
ahlrei fyrirgefið sjálfum mjer og því
síður orðið sem frjáls maður. Hvað
jeg ætla fyrir mjer veit jeg ekki. En
eitthvað verð jeg að gera, svo að
hún fyrirgefi mjer.'11 — Þessi orð
loða lengi i minni, þegar maður
|)ekkir ])á forsögu, sem hjer hefir
átt sjer stað.
Kreutzersónatan er án efa einhver
sú minnisstæðasta mynd, sem maður
sjer og þessvegna ætti fólk ekki að
láta slíka mynd fara fram hjá sjer.
VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM.
Ritstjórar:
Skúli Skúlason.
Lúðvík Kristjánsson.
Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested
Aöatskrifstofa:
Bankastr. 3, Reykjavik. Simi 2210
Opin virka daga kl. 10-12 og 1-0.
Skrifstofa í Oslo:
Anton Schjötsgade 14.
Blaðið kemur út hvern föstudag.
Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán.,
kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg.
Erlendis 24 kr.
Allar áskriftir greiðist fyrirfram.
Auglýsingaverð: 20 aura millim.
HERBERTSprent.
Skraddaraþankar
Vex hugur þá vel gengur.
Það er vert að veita því eftir-
tekt hve þjóðinni hefir vaxið
hugur á síðasta mannsaldri.
Hún ræðst í hvert fyrirtækið
af öðru, sem áður þótti óhugs-
andi og framkvæmir mann-
virki, sem áður vorn talin ó-
vinnandi.
Tökum nokkur dæmi. Fyrir
mannsaldri var það talið ó-
vinnandi verk að brúa ýmsar
jökulár, sem nú hafa verið
undir brúm mörg ár. Jökulsá,
Þverá, Markarfljót, Hjeraðsvötn
alt voru þetta talin óbrú-
andi vatnsföll áður. Það var tal-
ið óvinnandi verk að koma
simasambandi yfir sandana
sunnan Vatnajökuls, vegna þess
að sírninn lijeldist ekki. Síðar
var símalínan sett, þó menn
vissu, að hún mundi kubbast
i sundur í árflóðum — sem og
varð.
Áður þótti það óhugsandi
verk, að stemma sligu fyrir
sandfokinu. Það var reynt að
tefja fyrir því og ýmsir bænd-
ur óku foksandi af túnum sín-
um alt vorið, en sættu sig við
þá tilhugsun, að jörðin yrði
örfoka fyr eða síðar. Nú hefta
menn ekki aðeins sandfok þar
sein það er í byrjun heldur
græða upp örfoka land og hafa
gert stórjarðir úr sandfokskot-
unum. Árum og öldum saman
hafa jökulárnar rifið og tælt i
suridur blómlegt graslendi og
breikkað sína eigin auraslóð.
Nú hlaða menn fyrir þessar ár
og stöðva þær, þvert ofan i
mótmæli „gamalla og reyndra
manna“, sem segja að þetta sje
ómögulegt.
Þeir gömlu og reyndu eru að
vísu oft góðir, en þeir eru ekki
óskeikulir. Það var gömul
reynsla, að menn ættu að láta
sjer vaxa alt í augum og sætta
sig við það eins og hver önn-
ur örlög, að skemdaröflin ljeki
lausum hala. Það mátti helst
ekki reyna neitt nýtt, því að
gömul reynsla var ekki fyrir
því. Aldrei mjakast út úr bein-
troðinni götu.
Og skaðlegast í allri þessari
gömlu reynslu var, að maður
ætti ekki að trúa á landið. Til
þess að afsaka eigin ódugnað
og slen, syfjuhátt og amlóða-
skap, var því jafnan haldið á
lofti, að landið væri slæmt
land, hrjóstrugt og hættulegt.
Allar ófarir voru landinu að
kenna. Jarðveginum, sjónum og
veðráttunni.
Margt hefir áunnist síðustu
áratugum, en þó er mest um það
vert, að nú líðst amlóðanum
ekki að kenna landinu uin. Það
vita bæði guð og menn, að sá
sem það gerir fer með lygi,
og er sekur um skakkaföllin
sjálfur.
I NÆSTA BLAÐI FÁLKANS:
Grein um Barnafcss, eftir Þorstein Jósefsson. — Tvær
sögur. — Frjettamyndir. — Barnadálkur. — Skrítlur. —
Kvennasíða. — Krossgáta. — Grein um Winston Chur-
chill. — Grein um Zog Albanakonung o. m. fl.
NYJA BIO
Nýja Bíó sýnir á næstunni kvik-
inyndina Victoria mikla Englands-
drottning. Aðalhlutverkin leika Anna
Neagle og Anton Walbrook.
Ein af þeim konum, sem hæst
bera í veraldarsögunni er Victoria
Englandsdrottning. Hún hefir fyrir
margra liluta sakir verið kona mjög
sjerstæð og eflaust hefði sópað að
henni, hvar sem hún hefði verið og
hvaða störfum sem hún hefði gegnt.
En nú lá það fyrir henni að vera
krýnd lil drotningar 18 ára gömul.
krýnd til þess að stjórna Bretaveldi.
Victoria tók þegar i byrjun starf sitt
mjög alvarlega, og sýndi skjótt að
luin gat verið einbeitt og umsvifa-
mikil, ef þess þurfti með. — Ætla
má að margir hafi viljað vinna ástiv
hinnar ungu og voldugu drotningar.
Og Englendingar vildu vitanlega sjá
fyrir því, að drotningin þeirra pipr-
aði ekki. •— Prins Albert, sá þýski,
var álitinn samboðinn drotningu og
þess vegna var leitað til hans. Drotn-
ingunni þótti sjer misboðið að fá
ekki að ráða þvi ein, hver yrði
maki hennar. Hún ásetti sjer því að
taka á móti Albert með snúðugheit-
um og kulda. Og hann, sem frjeil
hafði, að mikilmenska og yfirhorðs-
háttur einkendu drotninguna, hafði
ásett sjer að vera stuttur í spuna við
hana og láta ekki á þvi bera á neinn
háft, að það væri hans þægðin að
vera kominn þangað. — Þannig var
jarðvegurinn fyrir hjónabandi vold-
ugustu konunnar í Evrópu. En for-
lögin ófu hjer sem oftar, undursam-
legan vef, sem minsta kosti ViCtoria
og Álbert, áttuðu sig ekki á þektu
livorki fyrirvaf nje uppistöðu.
Hjónaband þeirra var langvint og
merkilegt og í sögu Englands heíii'
það fengið á sig Ijóma æfintýranna,
eins og reyndar svo margt, er snert-
ir Victoriu drotningu. Þau bjuggu
saman i 21 ár. Stundum urðu átök
á milli þeirra, því að hin lundríka
kona vildi l'á flestu ráðið. En Al-
bert reyndist hinn stjórnspaki mað-
ur, sem Victoria virti æ meir sem
hún kyntist honúm. Og að lionum
iátniim hjelt hún áfram að stjórna
Englandi í hans anda. •— Reyndar
dró hún sig nokkuð í hlje frá stjórn-
arstörfum, þegar Albert fjell frá, því
að þá hrökk sá strengurinn, sem
luin hafði þekt traustastan. — E:i
i hvert sinn sem landið krafðist
sterkfar stjórnar þá kom hún til
skjalanna. Undir hennar hyggnu og
duglegu stjórn óx England í það, að
verða heimsveldi.
Þessi kvikmynd er stórfengleg lýs-
ing á hinni löngu og viðburðaríku
sljórnarævi Victoriu drotningar og
jafnframt lýsir hún einhverri aðdá-
unarverðustu ástarsögu veraldarinn-
Vel i svarað.
Rimskij, marskálkur Pólverja og
hæstráðandi hersins, hafði fyrir
nokkru verið í veislu, ásamt þýska
hermálafulltrúanum við sendisveit-
ina í Varsjá. Voru þeir að tala sam-
an um hermál, og sagðist fulltrú-
inn ekki skilja í þvi, að Pólverjar
legðu svo mikla áherslu á að koma
sjer upp bifreiðum til hernaðar-
þarfa, úr því að vegirnir í Póllandi
væru svo slæmir. Marskálkurinn
svaraði: „Jú, það er satt. En þið
liafið svo ágæta bifreiðavegi í Þýska-
landi“!
Kaffimynd Picasso.
Mynd eftir hinn heimsfræga Pic-
asso var nýlega á sýningu í London.
Er hún þannig tilkomin, að einu
sinni sat Picasso á kaffihúsi með
franska skáldinu Paul Sluard og
konu hans. Varð hann svo gagn-
tekinn af fegurð frúarinnar, að hon-
um fanst hann mega til að gera mynd
af henni. En af því að hann liafði
enga lili með sjer, teiknaði hann
myndina með kaffi úr bollanum
sínum og varastifti frúarinnar. Nú
kostar þessi mynd 20.000 krónur.
Hreiður í flugvjelinni.
Rauðbrystingur einn verpti i vor
í væng á flugvjel, sem stóð á flug-
vellinum í Denham í Englandi. Hafði
fuglinn fundið hentuga holu í vængn-
um og gerði sjer þar hreiður og
verpti sex eggjum. Vildi hann ekki
yfirgefa hreiðrið, og þegar nota
skyldi vjelina í ferð til Reading,
varð hann með sem farþegi. Það
er ekki nema 100 kílómetra leið. í
Reading flaug rauðbrystingurinn út
og skoðaði bæinn, en varð svo sam-
ferða heim aftur. Hefir hann nú
ungað út eggjum og má gera ráð
fyrir, að afkvæmin verði ekki loft-
hrædd.
Alll ineð Islenskuin skrpum1
Guðinundur Guðmundsson, irje-
smiður, Bjargárstíg tk, uerður
80 úra 25. þ. m. (í dag).
Karlmenn svi.tna meira en konur.
Molineri heilir læknir einn við
hverabaðstað í Lychon í Pyrenea-
fjöllum. Hefir hann komist að þeirri
niðurstöðu, að karlmenn svitni miklu
meira en konur, og hefir meira að
segja mælt mismuninn. í Lynchon
er baðstofa neðanjarðar þar sem 30
-40 stiga heitar brennisteinsgufur
með radíum koma upp úr jörðinni
og í þessum helli hefir Molineri gerl
rannsóknir sinar. Karlmennirnir eru
allir í einu svitalöðri þremur mín-
útum eftir að jieir koma í baðið, en
kvenfólkið fer ekki að svitna fyr
en eftir sjö mínútur. En þó að kven-
fólkið svitni minna og standist bet-
ur hitann þá ljettist það eigi að
síður eins mikið og karlmennirnir.
Eftir stundarfjórðungs veru í þessii
þrifabaði hefir manneskjan ljest um
I til 2 pund.