Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1939, Page 6

Fálkinn - 25.08.1939, Page 6
G F Á L K I N N J. W. ELTON: Lepdarmál JEG VEIT EKKI hvernig jeg lenti í þessu. Sæmilega t'ivitiaus læknir nnmdi hafa haldið fast við starf sitt í Englandi, í stað þess að leita til annara landa, þar sem þol og lík- amskraftar vega meira en vísinda- hróður og læknisþekking. En jeg hefi vist ekki verið sæmi- lega óvitlaus, og áður en jeg vissi af, var jeg kominn til Ameríku: til harð- balalandsins, þar sem eyðimörkin tekur við af preríunni, |>ar sem gróð- urinn er ekki annar en sólsviðið gras, og maður andar að sjer mold- ryki og lifir svo éinmana, að upp- rjettur fingur eða brennivínsglas næg ir til þess að fá kæfðar ástriður til að gjósa. Þetta kvöld sal jeg ineð Cassiin litla ljósmyndara, sem skifti sjer að jöfnum hluta milli preríulífsins og barnalegs áhuga síns fyrir ljósmynd- un. Það voru í rauninni ljósmynd- irnar, sem höfðu gert okkur kunn- uga. Þarna um slóðir viðurkenna menn aðeins vísindin, þegar þeim tekst að ná skammbyssukúlu úr lúku á manni, eða læknað fár í hestum; Ijósmyndalistin er í litlum metum höfð. Að Jóel undanteknum var jeg eini maðurinn, sem bar nokkra virð- ingu fyrir Ijósmyndavjelinni hans Cassim. Við sátum í kofanum hans Cassim og ornuðum okkur á höndunum við eldinn,meðan við biðum eftir að leið hitnaði. Þá var hurðinni hrund- ið upp og inn kom Dawson með trjefótinn. Það var Jitið upp til Dawson með trjefótinn í Conway Camp. Á hest- baki var hann eins og vitlaus maður þrátt fyrir trjefótinn, og hann var fljótari að bregða upp skammbyss- unni, en nokkur bæjarstarfsmaður er að hirða kaupið sitt. *„Halló“, sagði Cassim. „Komdu inn“. Þegar Dawson kom inn í bjarm- ann frá olíulampanuin var strítt á hverjum vöðva í andlitinu á honum. Moldardustið feykist inn um dyrnur Á eftir honum kom sýslumaðurinn og menn hans, í grófgerðum skyrc- um, en svitalöðrið af hestunum var í rákum á buxum þeirra eftir ferð- ina. — „Já, þú skalt vera viss um, að jeg kem inn, Cassim. Nú komum við allir. Það eru tvennskonar hrak- menni, sem mjer og strákunum læt- ur að eiga við sjálfir: vatnsþjófar og gauðslitnir vinir, sem skjóta fóik aftan frá.“ Tuttugu stórir karlmenn í einum kofa, reiðileg andlit og kreptir hnef- ar — það var nóg til þess að lyfta okkur Cassim. „Heyrðu, Cassim,“ sagði Miers sýslumaður. „Er þetta ljósmyndavjel- in þín?“ Hann tók við feiknastór- um, svörtum kassa úr höndunum á Joe Long, og setti hann á borðið. „Þú átt kollgátuna,“ sagði Cassim og kinkaði kolli. „Þetta er vjelin mín. Hvað á þetta að þýða?“ „Það er fljótsagt,“ tautaði Dawson og kom innar á gólfið, en trjefótur- inn lamdist í gólfborðin eins og sleggja. „Þú skautst bróður minn — skautst Iiann í bakið. Hann Jóel bróður minn. Við fundum hann áð- an hjá kofanum sínum, á grúfu í flaginu .... Þú hlýtur að hafa verið að flýta þjer, Cassim. Við fundum ljósmyndavjelina inni í kofanum hans.“ Cassim leit á mig. Og jeg starði á Cassim. „Joe Long,“ sagði sýslumaðurinn, og benti aftur fyrir sig, „segir að þú hafir ætlað að fara uppeftir til ljósmpdarinnar. Jóels í dag, lii þess að taka mynd af nýja hestinum lians, sem hann vænti sjer svo mikils af.“ Cassim strauk hendinni um nefið. Jóel dauður.... Hann deplaði aug- unum, meðan liann var að reyna að trúa þessu, reyna að skilja meining- una í ákærunni, sem beint var að honum. „Jeg liafði ætlað mjer það,“ sagði hann, „en hesturinn minn lielt- ist, svo að jeg gat ekki' farið. Jeg hefi ekki sjeð hann í dag. Og hvað ljósmyndavjelina snertir, þá fór jeg með hana til hans i gærkvöldi. Jeg var að fara með matvæli til Jóels og hjelt á myndavjelinni um leið. svo að jeg gæti farið lausbeislaður, j)egar jeg yrði tilbúinn í dag. En hesturinn varð haltur — og jeg hefi verið hjer í allan dag. Heima við kofann minn.“ Hann gat ekki sannað það. Hann vissi, að hann gat ekki sannað j)að. Enginn hafði sjeð hann heima um daginn, og enginn hafði sjeð hann fara með myndavjelina heim til Jó- els daginn áður. Hann vætti varirnar. Þögnin og al- vörusvipurinn á gestunum sýndu best á hverju hann átti von. Jeg hafði þegar sjeð mann barinn í hel einu sinni. Jóel og hesturinn hans . . . . En Cassim hafði jafnan liaft and- stygð á þrætum, skammbyssuhvell- um og áflogum. Jeg spurði hvaða á- stæðu Cassim mundi liafa getað haft til að drepa Jóel Dawson. Sýslumaðurinn svaraði: „Það er best að þú blandir þjer ekki i þetta mál, læknir. Þú þekkir ekki sam- liengið í málinu. Jóel átti gildan sjóð af dollurum á rúmbotninum sínum. Við fundum blikkdósirnar og við fundum holurnar, sem liann hafði grafið. Cassim getur hafa vit- að um það. Botnfjalirnar í rúmi Jó- els höfðu verið rifnar upp, læknir. Og l)að var ekki einn dollar eftir skilinn." „Rannsakið ])ið þá kofann minn. Rifðu upp gólfið ef þú vilt . . . .“ „Heyrðu, Cassim. Þú ert kanske nógu heimskur til að taka ljósmynd- ir, en j)ú værir yfirheimskur, ef þú feldir peningana þar sem við gæt- um fundið þá.“ Cassiin svaraði ekki. Og |)ögn hans var þannig, að lnin gerði mig for- vitinn. Jeg leit við. Ilann starði á myndavjelina á borðinu. Hann laut fram. Svo greip hann vjelina og sneri henni milli handanna. „Joe Long sá i gærkvöldi, að jeg setti nýja filmu í vjelina — var það ekki, Joe?“ „Hvað kemur J)að málinu við?“ „Það var orðið dimt þá, svo jeg gat ekki hafa tekið neina mynd eftir l)að í gærkvöldi. Er það?“ Joe Long hristi höfuðið. „Þessvegna hlýtur mynd, sem nú er á filmunni, að vera tekin i dag. ef nokkur er. Þegar jeg sá mynda- vjelina síðast, stóð filmræman á núiner eilt, tilbúin til að taka mynd- ina af hestinum hans Jóels. Takkinn sneri upp. Nú snýr hann niður, svo að einhver hefir tekið mynd. Ein- hver sem liefir komið heim til Jó- els —- maðurinn, sem drap hann.“ Orð Cassims verkuðu eins og þruma. Mennirnir urðu rólegri. Hver veit nema Jóel hefði fengið ein- livern annan til að taka myndina, úr því að Cassim ekki kom. Jóel hafði langað að eignast mynd af sjer og hestinum fyrir framan girð- inguna .... og svoleiðis mynd liefði liann aldrei getað lekið sjálfur. — Hafði morðinginn tekið hana? Jóel var skotinn í bakið. Var ósennilegt að morðinginn hefði tekið myndina fyrir Jóel lil þess að fá tækifæri til að drepa hann? „Þetta gerir ekki annað en eyða tímanum!" öskraði Dawson. „Jafn- vel þó mynd væri í vjelinni, hvað gæti hún þá sýnt okkur? Morðingj- ann? Mundi hann taka mynd, sem sýndi upplitið á honum sjálfum? Nei, myndin mundi ekki sýna okk- ur aniiað en Jóel og hestinn hans. Cassim fór heim til hans. Og Cassim tók myndipa. Cassim skaut hann. Við skulum gera einhvern enda á þessu, sýslumaður.“ Jeg tók Ijósmyndavjelina. Fram- köllunarskálarnar voru, sem betur fór, við hendina, og jeg liætti á að gera blönduna sterkari, svo að fram- köllunin gengi fljótar. „Það er best að þjer hinkrið of- urlitið við, sýslumaður." Tillögur Iæknisins höfðu altaf dá- litið meira að segja, en kúrekanna, og nú þögðu allir eins og steinar. Jeg setti rauðu hettuna yfir lampa Cassims. Oþnaði vjelina og tók ræm- una út. En jeg var ekki vongóður. Mennirnir mundu aldrei fást til að bíða. Og hvað mundu þeir fá að sjá, þó þeir biðu? Ljósmynd af Jóel og hestinum hans. Ljósmynd, sem Cassim hefði getað tekið. Og það reyndist Hka svo. Minsta kosti virtist það svo. Myndin kom smám saman fram á ræmunni: Jóel og hesturinn lians fyrir framan girð- inguna. — Jeg var að missa alla von. En alt i einu varð jeg svo forviða, að jeg gat varla dregið and- ann. Og blóðið suðaði fyrir eyrua- um á mjer. Þetta var eins og að sjá afturgöngu. Jeg festi myndina. Þvoði hana. Tók prent af henni og festi það. Og rjettj svo Cassim: „Maðurinn, sem nolaði ljósmyndavjelina þína. Mað- urinn, sem drap Jóel Dawson." Jeg sá blóðið streyma fram í and- litið á Cassim. „Hvað sýnir myndin?“ tautaði sýslumaðurinn. „Látið okluir sjá“. Hann þreif myndina óþolinmóður af Cassim. „Þú hefir eytt tímanum fyrir okkur, læknir. Hjer er ekkert að sjá.“ „Þii ættir að taka þumalfingurinn af myndinni að neðan, sýslumaður,'1 sagði Cassim. „Þú sjerð ekki alt.“ Hann brosti og mennirnir þyrpt- ust kringum hann. Svo kom liarð- neskjusvipur á andlitið og augun brunnu af reiði. „Það eru vist ekki margir, sem fyrst skjóta mann aftan frá, og reyna svo að láta saklausa menn týna lífi fyrir það. En þarna sjáið þið hann. Það er orðið áliðið dags. Skuggarnir eru svo langir. . . .“ Tveir skothvellir heyrðust i kof- anum, en menn sýslumannsins voru viðbragsfljótari, en Dawson var holt. „Dawson!“ tautaði Cassim og tók á rauðri skrámu á eyranu á sjer. „Góðir ljósmyndarar geta fundið upp á ýmsu, en þeir taka þó aldrei myndir af sínum eigin skugga aftan frá. Sjerstaklega ef þeir eru með Doktor Salazar. Portúgalar þóttu hjer fyrrum eng- ir friðsemdarmenn. En nú á síðari árum hefir brugðið svo einkenni lega við, að þar ríkir Fróðafriður, og landið blómgast. Og það hefir engin áhrif haft, þó að borgarastyrj- öld hafi geysað árum saman svo að segja við bæjardyrnar hjá Portú- gölum. Þetta er þakkað hinum duglega forsætisráðlierra landsins, sem ræð- ur einn öllu og þykir hafa sýnt for- sjálni og visku, doktor Salazar, hin- um sprenglærða manni, sem þrátt fyrir öll vísindi er veruleikans mað- ur. Hann liefir haldið Portúgölum i jafnvægi síðan 1926. Oliveira Salazar er nú fimtugur að aldri. Hann er bóndasonur frá Santa Comba Dao, skamt frá Co imbra, en var snemma settur til menta og lagði stund á lögfræði og heimspeki. Fjármál og stjórnfræði voru uppáhald lians, enda varð hann ])rófessor í hagfræði 26 ára gamall. En 1926 gerðist hann ráðherra, og síðan 1928 hefir hann jafnan verið fjármálaráðherra, en utanríkisráð herra og forsætisráðherra jafnframt, síðan 1936. Hann tók við fjárhag ríkisins í rústum, en hefir nú rjett hann við, á sama tíma og flest önn- ur ríki hafa safnað skuldum. Og þó hefir hann endurbætt her og flota, lagt þúsundir kílómetra ai' vegum og bygt spítala og skóla, komið á víðtækum tryggingum og því um líkt. Sjálfur lifir liann sjer óbrotnu lífi og hefir sig lítið í frannni opinber- lega. En hann hefir sett sjer það markmið, að endurreisa þjóðina og gera hana að nýjum og belri mönn- um, hrinda á burt gömlu sleifar- lagi og taka upp nýja hætti. Portú- galar voru i mörgu orðnir langt á eftir timanum og mátti segja, að út- lendingar ætlu eða rjeðu yfir öllu því vcrðmætasta í landinu. Þessu hefir dr. Salazar reynt að breyta, en þó er enganveginn hugsanlegt, að það geti tekist á skömfnum tíma, að ná á innlendar hendur ýmsum þeim fyrirtækjum, sem rekin eru fyrir útlent fje. Og þau eru mörg í Portúgal. Enskir auðkýfingar og aðalsmenn eiga t. d. flestar bestu vínekrurnar í Portúgal og þá um leið hið ágæta portúgalska vín, seni rómað er um allan heim. Landið er fjárhagslega háð Englendingum og Salazar er hollvinur Englendinga og í bandalagi við þá. Hann telur Portú- gal fyrir bestu, að liafa samstarf við Spánverja og halda við tengslum við hina fjölmennu kynslóð sem flutst hefir til Brasiliu. Ugla með trjefót. Brautarstöðvarstjóri í Aosta i ítalíu á uglu, sem er með trjefót. Hann fann fótbrotinn uglu-unga fyrir nokkrum árum og hafði hann lieim með sjer og reyndi að binda um brotið, en uglan misti fótinn og smíðaði maðurinn þá trjefót á hana. Og nú hoppar hún um á trjefætin- um eins og ekkert sje, og er fær i allan sjó. 50 miljónir húsviltar í Kína. í ræðu, sem fulltrúi Kinverja hjelt á verkamálaþinginu í Genf í sumar, sagði hann, að um fimtiu miljónir manna, hefðu orðið að flýja land í Iíína þau tvö ár, sem ófriðurinn við Japana hefir staðið. En þó liafa Kín- verjar elcki lagt árar í bát, og ýmsar framfarir hafa orðið í landinu þessi missiri. Þrjú hundruð slórar verk- smiðjur hafa verið reistar, þrjú þús- und samvinnufjelög stofnuð og 27 þús. km. lagðir af nýjum vegum. trjefót, sem verður til stórra lýta í forgrunninum á myndinni.“

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.