Fálkinn


Fálkinn - 25.08.1939, Síða 11

Fálkinn - 25.08.1939, Síða 11
F Á L K I N N 11 Stóri: Ætli þetta hjerna sje ekki hænsna- hús, svo við getum náð okkur í páskaegg. Litli: Það er ekki óhugsandi og minsta kosti líkist þetta liljóð, sem jeg heyri, eitt- hvað liænsnagargi og þessvegna ætti að vera hjer eitthvað af eggjum. En ætli þau hafi ekki verið lituð núna fyrir páskana? auðsjeð, að það verða ekki gleðilegir páskar hjá okkur i þetta sinn. Bara jeg hefði getað sagt fyrir um forlög mín, eins og hann Doll- fuss, þá mundi jeg ekki hafa lent í þessu. Litli: Vertu nú ekki að hugsa um það, en flýttu þjer bara. Stóri: Svona, nú er hann kominn undir loku og lás hjá kynsystkinum sínum, þeim hlýtur að koma vel saman. Nú skulum við koma og njóta páskaánægjunnar. Litli: Já, við skulum hlaupa. Litli: Heyrðu, Stóri, hvernig er það, þeg- ar þau eiga að vera linsoðin, á þá að sjóða þau i þrjár sekúndur, mínútur eða þr'á tíma? Stóri: Það veit jeg ekki, þú getur þreifað þig áfram með það. Stóri: Svinin ykkar, getið þið ekki skilið, að þið eigið að þegja, jeg ætla ekki að gera ykkur nokkurn hlut ilt. Jeg ætla bara að fá hjá ykkur nokkur egg, því að egg eru jafn nauðsynleg til páskanna, eins og salt i egg. Bara að þið gargið ekki á húshónda ykkar. Hænsnaeigandinn: Hef jeg ekki sagt ykk- ur, að þið megið ekki opna dyrnar, eða eru það kanske einhverjir aðrir, sem hafa gert það, máske þjófar. Jeg verð að koma inn og láta þá kenna á því, þjófaræflana. Litli: Þú verður nú að gæta að því að fara nógu varlega með eggin, svo að þau brotni ekki. Stóri: Hugsaðu bara um að taka nógu stór skref, þá skal jeg gæta eggjanna. Litli: Hjerna hefirðu þau vel fram reidd. Páskaegg eiga nú reyndar altaf að vera lituð, en jeg gat ekki verið að fúska við það, því að það gat vel farið svo að jeg bryti þau. Stóri Ekkert blaður, komdu bara með eggin. Litli: Oli, hver fjandinn, þarna kemur þá maður og hann sýnist ekki koma i góðum tilgangi. Æ, hvað hann lítur reiðilega út. Eflaust hefir einliversstaðar verið hani, sem hefir blaðrað frá. Flýttu þjer að taka hand- arfylli af eggjum og komdu svo. Litli: Hvað fjekstu mörg egg og hvernig fórstu að ná þeim, kreistirðu púddurnar? Stóri: Þegiðu svo litla stund, svo að jeg geti fengið næði til að notfæra mjer þetta sálfræðilega augnablik. Stóri: Nú skaltu fara fram og sjóða egg- in. Jeg vil fá eilt linsoðið, tvö harðsoðin og svo geymum við nokkur og fáum okkur eggjasnafsa seinna. Litli: Það skal gert sem herrann óskar. Litli: Þau eru nú svo hörð þessi, að mað- ur getur leikið sjer að þeim eins og páska- eggjum. En hvernig fara hæsnin að finna á sjer, að það eru páskar. Stóri: Mikill bölvaður bjáni get jeg verið, það eru þá glereggin, sem jeg hefi tekið.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.