Fálkinn - 25.08.1939, Page 13
F Á L K I N N
13
Setjið þið saman!
1.
o
7.
8.
í).
10.
11.
12.
Otbreiðið Fálkann!
Camilla Horn saumar nærföt.
Hin vinsæla þýska kvikmynda-
kona Camilla Horn hefir grætt drjúg-
an skilding á leiklist sinni. En hún
er hagsýn kona og ætlar nú aö gera
aurana sina ar'öberandi. Þessvegna
liefir hún sett upp náttfatagerð í
Berlin og býr nú til dýrustu náttföt-
1. Var Hallgerður langbrók.
2. Þvengmjó.
3..........ar, tægjui'.
4. Fjall i Skagafirði.
5. Gamalt vopn.
(i. Bykkja.
7. Yfirstjett.
<3. Bær á Ítalíu.
9. Sveit í Húnaþingi.
10. Á á Suðurlandi.
11. Gutl.
12. Reykistjarna.
Samstöfurnar eru alls 20 og á að
búa til úr þeim 12 orð, er svari til
skýringarorðanna. Fremstu stafirnir
taldir ofan frá og niður og öftustu
stafirnir, taldir neðan frá og upp
eiga að mynda:
Nöfn þriggja fornra Ijóðaflokka.
Strikið yfir hverja samstöfu um
leið og þjer notið hana i orð og
skrifið orðið á listann til vinstri.
Nota má ð sem d, i sem í, a sem á,
o sem ó, u sem ú, — og öfugt.
a—a—á—að—al—all — an—at geir
-hár—lap—liv —mjó— nes — o—orn
—prúð—stóll—tind—trefj—trunt —
us— us—ur—vatns—ölf.
Ráðning á 154: Njáls saga Heims-
kringla — Sturlunga.
in, sem hægt er að fá í þriðja rík-
inu. En allir fínir menn vilja vitan-
lega vera í náttfötum frá Camillu.
Og þegar það vitnaðist, að bæði
Hitler og Göring hefðu fengið sjer
náttföt þaðan, varð eftirspurnin svo
'mikil, að nú hefir náttfatagerðin selt
framleiðslu sína langt fram í tímann.
VERÐLAUNASKÁLDSÖGURNAR.
Framh. af bls. 5.
sögu eða smásögusafn, sem út kæmi
á árinu. Þannig myndaðist bók-
menta-akademí, sem eigi hefir stór-
um minna álit en franska akademí-
ið, og síðan 1903 hefir ávall ungur
franskur rithöfundur fengið verð-
iaun úr þessum sjóði á hverju ári.
.4 Norðurlöndum hefir á siðustu
árum verið gert talsvert að því, að
eitt forlag í hverju landi efndi til
samkepni í samlögum við forlag frá
hinum löndunum. Fyrir nokkrum
árum fór slík samkepni fram, með
þrennum verðlaunum í liverju landi
og svo einum aðalverðlaunum, sem
norska skáldið Sigurd Christensen
fjekk, fyrir bókina „To levende og
en död“. Á síðasta ári var sam-
lcepni um lögreglusögu, með 10.000
króna verðlaunum í hverju landi.
Og nú er yfirstandandi norræn sam-
kepni um bestu söguna er lýsi lífi
konunnar, sem verður að vinna fyrir
sjer sjálf. íslendingar hafa ekki tek-
ið þátt í neinni af þessum sam-
kepnum — bókmentaleg einangrun
vor er svo mikil, að landið hefir
ekki einu sinni sjeð sjer fært að
ganga í Bernarsambandið.
EKKERT ER NÝTT
UNDIR SÓLINNI.
Ýmsir halda, að bókmenta- og
listaverðlaun sjeu tiltölulega ný bóla.
En því fer fjarri. Á 18. öld var
meira um bókmentaverðlaun í
Frakklandi, en nú á dögúm, sjer-
staklega þegar leið á öldina. Og i
Englandi var það algengt, að auð-
kýfingar lijeti verðlaunum fyrir bók-
mentir. — Bókmentasamkepni er í
rauninni jafn gömul bókmentum og
má rekja hana aftur í forneskju.
Sofokles og Evripides fengu verð-
laun fyrir ýms af ritum sínum og á
miðöldum heyrist oft getið um bók-
mentasamkepni.
Stundum var of fjár í boði. En
það var að jafnaði heiðurinn, sem
var þyngri á metunum en verðlaun-
in sjálf, því að höfundarheiðurinn
er í sjálfu sjer gulls í gildi. Verðlaun-
in, sem Selma Lagerlöf fjekk hjá
,,Ydun“, voru ekki nema 500 krónur
Skáldsögusamkepnin miðar oftasl
að því, að fá bók, sem allir lesi.
Hún er í flestum tilfellum gróða-
bragð frá forlagsins hálfu, því að
auglýsingargildi samkepninnar er
svo mikið, að það borgar verðlaun-
in og meira en það. Það hafa að
vísu komið fram skáldsögur, sem
hafa orðið almennings eign, án þess
að til verðlaunaauglýsingar hafi ver-
ið gripið. Sjerstaklega hefir komið
mikið fram af vinsælum skáldsög-
um í Noregi á þessari öld — Jonas
Lie, Kjelland, Bojer og Hamsun eru
nöfn, sem allir þekkja. Af dönskum
sögum mun „Pelle Erobreren“ eftir
Anderson Nexö hafa náð mestri út-
breiðslu á þessari öld, en af gömlum
sögum „Piazza del Popolo“ eftir
Bergsöe. Hjer á landi munu engar
skáldsögur hafa náð jafn skjótri út-
breiðslu og sögur Kiljans I.axness
og Guðmundar Hagalín.
Eigi að nefna nokkurn höfund, sem
orðið hafi almennings eign öðrum
fremur, þá er það Charles Dickens.
Bækur hans eru sýnishorn jjess,
hvernig fjöldinn vildi hafa sögurn-
ar — og vill enn. Þær eru jafnt
fyrir unga og gamla, auðskildar og
látlausar, en snerta mannlega strengi
hvort heldur er viðkvæmnina eða
gamanið.
„Hvað er kolasýringur, Sir James ?“ spurði
dómarinn.
„Það er banvæn lofttegund, sem kernur
fram við ófullkominn bruna. Það hefir ekki
verið mikið um dauða af þess völdum, en
er nú stórum að aukast. Menn, sem láta bif-
teiðina sína ganga í loftþjettum bílskúr,
eiga á hættu að deyja af þessu eiturlofli.“
„Þakka yður fyrir upplýsinguna. Haldið
þjer áfram.“
„Að lokum atlmgaði jeg, bvort ekki gæli
verið til að dreifa sóttkveikjum, en fann
engar. 1 stuttu máli: jeg fann ekki eitur af
neinu tæi.“
„Hver baldið þjer þá að dauðaorsökin
geti verið?“ spurði dómarinn og dýfði penn-
anum í blekbyttuna, til þess að vera viðbú
inn að skrifa ráðningu gátunnar.
„Frómt frá sagt jeg liefi enga bug-
mynd um það.“
XI. kapítuli.
JÁTNING DR. LAIDLAW.
Að undangenginni aðvörun Drnry lögreglufull-
Irúa um að eftirfarandi skýrsla verði notuð í
málinu gegn mjer, óska jeg þó að leggja hana
fram, eftir að jeg hefi verið tekinn fastur fyrir
innbrot og fjársvik.
Jeg er útlærður læknisfræðingur og fjekk fyrir
tólf árum leyfi til þess að stunda lœkningar. .1 d
ufstöðnu prófi fjekk jeg stöðu sem heimilislækn-
ir fyrir tilstilli míns gamla húsbónda, sem var
svo vingjarnlgeur að ráðleggja mjer að verða á-
fram á spítalanum og Ijúka æðra læknisprófi,
svo að jeg með tíð og tíma gæti fengið opinbert
læknisstarf. Mig langaði mikið til að verðu skurð-
læknir, eins og svo marga unga lækna, og girnt-
ist að verða sjerfræðingur í þeirri grein. En það
var ýmsum örðugleikum bundið. Foreldrar mínir
voru aldrei rík og þau urðu að ueita sjer um
mrírgt til þess að geta koslað mig til lyflæknis-
námsins. Þegar jeg byrjaði að starfa á spítalan-
um hafði okkur því komið saman um, að undir
eins 'og hægt væri, yrði jeg að vinna fyrir mjer
sjálfur og gæti ekki vænst neinnar hjálpar frá
þeim. Þetta reyndist auðvelt úr því að jeg var orð-
inn húslæknir. Jeg fjekk fæði og húsnæði ókeypis
á spitalanum og ofurlitla þóknun að auki. En svo
kemur byrjunarstarf ungs og óreynds sjerfræð-
ings, og það er erfitt. Því að eftir því sem mað-
ur kemst lengra í náminu missir maður fæðið og
húsnæðið og síðan þóknunina. Venjulega verður
maður að vera mörg ár á spitalanum áður en
maður getur lifað lífvænlega af störfum sínum.
Með öðrum orðum: það þarf fjárhagslega aðstoð
til þess að brúa þetta djúp.
Jeg hefði þó átt að geta fleytt mjer áfram
þangað til jeg yrði sjálfbjarga, lwað sem þessu
öfugmæli liður, að maður hafi minna i tekjum
eftir því sem maður lærir meira (en þetta er
regla á öllum kenslu-sjúkrahúsum). Aðrir lækn-
isfræðingar, jafn fátækir og jeg, hafa gert það
með góðum árangri, með þvi að gæta ítrasta
sparnaðar og afla sjer tekna með því, að leiðbeina
stúdentum undir próf og aðstoða hina eldri lækna
við uppskurði og önnur störf. En einhleypur muð-
ur getur það, sem fjölskyldumaður getur ekki. Jeg
hafði á árunum sem jeg var húslæknir, gifst hjúkr-
unarkonu. Jeg gerði þetta i laumi og i æsku-
bráðræði og hugðist að hætta við námið, sem jeg
hafði einsett mjer að tjúka. Jeg komst ekki hjá
því að fara að stunda aðrar lækningar, sem gerðu
mjer kleyft að lifa, þvi að annars hefðum við,
konan mín og jeg, orðið að lifa eins og ókunn-
ugt fólk, sitt í hvoru lagi, undir sama þakinu. Og
það fanst okkur óþolandi.
Jeg las auglýsingadálkana í lœknablöðunum
og loksins, eftir mörg árangurslaus samtöl við
læknamiðlara, afrjeð jeg að setjast að í Barhaven.
Það eru nú ellefu ár síðan. Þá var nóg að starfa
í bænum og jeg hafði um tvö þúsund putida
lekjur á ári og jeg gekk að því að borga 3000
pund fyrir ,,praxisinn“ (það er venjulegt að
borga hálfs annars árs tekjur fyrir að taka við
„praxis“ annara), og áttatíu pund í leigu á ári
fyrir húsið.
Að tiltölu við stærð er Barhaven full af læknum
og samkepnin hræðileg. Þetta gerir auðvitað hlut-
verk byrjandi læknis erfitt. Hvað mig snertir þá
fjellu tekjurnar ofan í fjórtán hundruð pund eft-
ir að jeg tók við þessum „praxis", því að margl
fólk kaus að reyna einhverja af læknunum, sem
það kannaðist við, þegar gamli læknirinn fór,
fremur en að fara til gerókunnugs manns. Þar
sem jeg átti ekkert til og átti heldur ekki í nein
hjálparhús að venda, hafði jeg samið um, að
greiða kaupverðið með afborgunum, af tekjum
mínum. Þessar afborganir ásamt vöxtum af því,
sem eftir stóð af skuldinni á hverjum tíma, og
svo kostnaður við læknisvitjanirnar — skiflavin-
irnir bjuggu á víð og dreif, svo að ferðalög voru
dýr — sáu fyrir því, að jeg var i sífeldum krögg-
um.
Jeg komst líka að þvi, að konan mín hafði
ekki hugmynd um hvað peningar vom, og var
bæði óhagsýn og sóunarsöm. Jeg er ekki að lasta
hana, en það verður að segja hverja sögu eins
og hún gengur, og mergurinn málsins er sá, að
hún getur ómögulega skilið, að hægt sje að vera
i kreppu, þegar maður hafi svonu stórkostlegar
tekjur, að því er henni finst. Jeg liefi meiri tekj-
ur á viku en hún hafði árskaup meðan hún var
að læra og henni finst það ríkulegt, að hafa
luttugu og átta punda tekjur á viku. Hún getur
ekki og vill ekki skilja, hve mikið af þeirri upp-
hæð fer i ökureikninga, meðöl, skýídur og skatta,
afborganir af skuldum, vátryggingar og önnur
gjöld.
Fjárhagsáhyggjurnar urðu til þess, að jeg fór
uð taka mjer neðan í því, en þetta olli svo aftur
því, að sjúklingunum\fækkaði. Gamalgróinn tækn-
ir getur hegðað sjer eins og hann vill, án þess að
missa tiltrú sjúklinganna, er hafa kynst honum
árum saman, en nýgræðingurinn, sem ekki er
kunnugur fólkinu undir, fær að kenna á jstíku, og
það fjekk jeg.
. . Við þetta bættist svo, að af þvi að jeg var
eignalaus maður, sem lifði frá hendintii til munns-
ins, varð jeg að tryggja konu minni lífeyri, ef jeg
kynni að hrökkva upp af. Jeg fór til Levinsky og
bað um lán, sumpart til þess að kaupa líftrygg-
ingu (jeg keypti skírteini fyrir fjögur þúsund
pundum) og sumpart til þess að borga af láninu,
sem altaf var að höggva skarð í tekjur mínar, á
hverjnm ársfjórðungi. Jeg veil að það var neyð-
arúrræði, en jeg var í verstu kröggutn, á kafi i