Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1939, Blaðsíða 4

Fálkinn - 10.11.1939, Blaðsíða 4
4 F Á L K I N N LEYNIFJELAGIÐ KU-KLUX-KLAN ÞÚSUNDIR ameríkanskra borgara hafa á síðari árum fengið svo- látandi brjef: „Þjer eruð óverðugur samborgari. Þjer brjótið lögin og al- nienn siffgœðisboðorð og eritð þjóð- fjelaginu til smánar. Daglega fara margar lestir úr borginni gðar. — Takið ráð gðar í tima og gfirgefið borgina, en látið það ekki dragasl of lenqi. í heilagri alvöru. . ' K.K.IÍ. Svo mikil er hræðslan við þessi kynlegu K, að niargir hafa ekki þor- að annað, en gegna áskoruninni. Ku-Klux-Klan varð mara á öllum Bandaríkjunum. Enda var jarðveg- urinn ágætur þar, fyrir þetta sam- bland af glæfrum, göfugmensku og leynibruggi. Enginn maður hefir getað gefið skýringu á því að fultu, hver undir- staða þessa dulfjelagsskapar sje, en hitt vita allir, að fjelagið hefir fjölda óþokkabragða á samviskunni og sum þó kátbrosleg. Stundum finst manni liklegast, að annaðhvort sjeu það erkibófar eða vitlausir menn. sem stjórna fjelagsskapnum, en það mun sanni næst, að stjórnendurnir sjeu menn, sem hafa afbragðs gotl lag á því, að bafa peninga út úr auðtrúa fólki. Ku-Klux-Klan var fyrst og fremst talinn fjelagsskapur hreinna 100 pró- sent — Ameríkumanna. Hann átti að tákna hina futlkomnu þjóðerniskend, og meðal hinna mörgu andstæðinga sem risu upp gegn Ku-Klux-Klan — eða fjelagið rjettara sagt sagði stríð á liendur — voru fyrst og fremst kaþólskir menn, Gyðingar og Svert- ingjar. Fyrir 10 dollara órsgjatd gat hver hreinn Ameríkumaður orðið með- liniur Ku-Klux-Klan, ef hann var fæddur af ameríkönskum foreldrum, sem voru mótmælendatrúar. En áð- ur varð hann að skrifa undir svo- felda „trúarjátningu:“ „Jeg trúi á Guð og grundvallar- lioðorð kristinnar trúar. Jeg trúi á eilífan fjandskap Satans og kirkjunnar. Jeg trúi að næst kærleikanum til Guðs komi kærleikurinn til ættjarðar minnar, Ameríku. Jeg trúi á hinn frjólsa, opinbera skóta. Jeg trúi á lög og reglu. Jeg trúi á skilyrðistausa yfirburði hvítra manna. Jeg trúi á nauðsyn þess, að inn- flutningur fólks sje takmarkaður. er enn í fullu fjöri, og er með verstu plágum Bandaríkjanna. — Menn, sem svífast einskis. Jeg trúi á málfrelsi og ritfrelsi. Jeg trúi á nánara samband auð- valds og starfs. Jeg trúi, að sjálfsagt sje að tak- marka verkföll. Jeg trúi, að rjettindi mín scm ameríkansks samborgara eigi að vera jiyngri á mentunum, en rjettindi inn- flytjendanna." Hver sá, sem skrifaði undir þetta og borgaði tiu dollara var velkom- ir.n í leynifjelagið. Þó var hann skyldur til, að álíta fjelagið eins- konar hernaðarbandalag, og þrjá meðlimi þurfti hann að hafa sem meðmælendur, svo að dálítið eftirlil var með inntökunni. En hvar hófst þessi merkilega hreyfing? Hún var alls ekki ný, þeg- ar hún skaut upp kotiinum á heims- styrjaldarárunum. Fyrir fimtíu ár- um áður hafði fjelag með sama nafni leikið þjóðina liart, en þó var tals- verður munur á fjelagsskapnum 1880 og þeim, sem liófst á heimsstyrjald- arárunum. Ungu mennirnir, sem stofnuðu fje- lagsskapinn 1880 höfðu ætlað sjer að stofna einskonar vina-samábyrgð, á þeim grundvelli að „sameinaðir slöndum vjer“. Þegar þesskonar fje- lög eru stofnuð spillir það ekki, að hafa alt fyrirkomulag sem dularfytst og teynilegast, því að það vekur forvitni og athygli, og þessvegna var fjetaginu valið hið ákjósanlega nafn. Það hefir ekki enn tekist að skýra nafnið. Sumir hatda, að Klux sje leilt af orðinu lux, sem þýðir ljós, en k-inu skeytt framan við, til þess að fela meininguna. En það skiftir minstu máli hvað nafnið þýðir. Hitt er aðalatriðið, að það var góð hug- sjón, sem vakti fyrir hinum upp- runaleguu stofnendum. En þeir urðu tiráðlega að lóta i litla pokann fyrir uppvöðstusömum ribböktum, sem sóu sjer leik á borði, að nota fjelagsskap- inn sjer til persónulegra hagsmuna. — Á stuttum tima safnaðist fjöldi manna frá suðurfylkjunum í fjelagið, synir stóreignamanna, atvinnulausir hermenn og æfintýramenn og hinir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.