Fálkinn


Fálkinn - 10.11.1939, Blaðsíða 8

Fálkinn - 10.11.1939, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N TDEX MADLON var einn þeirra 1 uníj'u og aðlaðandi manna, seiv verður betur til vina en fjár. Og yfirleitt voru vinir hans líka ungir og aðlaðandi; hann feldi sig lítt við skarpleit andlit og háa flibba — niennina, sem geta hjálpað öðrum til að fá vinnu og afla fjár. En í síðarnefndu erindi kom llex labbandi inn á skrifstofu Dennis Horils rjett fyrir klukkan eitt. Denn- is vissi, að ungi maðurinn varð að verða sjer út um nokkur pund í flýti, eða varð að ráðslaga við einhvern klæðskera, sem ekki vildi biða leng- ur en tvö ár, eftir því, að reikningur- inn yrði borgaður. Dennis Horil tjet hann altaf fá peninga með glöðu geði, þegar ekki var um nema nokkur pund að ræða, cg einu sinni liafði hann gert upp við skraddara, sem hótaði mála- flutningsmanni. Honum þótti vænt um Rex Madlon. Og svo var annað: honum þótti ennþá vænna um syst- ur hans. Noru þótti vænt um bróður sinn, en stundum gengu tiltektir hans fram af henni. Þau sex hundruð pund, sem móðir hennar hafði eftirlátið henni í árs- tekjur og þau átta hundruð pund, sem Rex fjekk, hefðu átt að nægja til þess, að þau gætu bæði lifað áhyggju- lausu lífi. En þessi átta hundruð pund, sem Rex fjekk, virtust aldrei koma í Ieitirnar. Hann fjekk pening- ana tvisvar á ári, en þeim hafði jafn- an verið ráðstafað fyrirfram. Hann liafði óljósa hugmynd um, að það væri liægt að gifta sig til fjár, en það fór nú svo, að hann lofaði að gift- ast vafasömum kvennmanni, sem hann hitti i náttklúbb. Dennis bjarg- aði honum úr þeirri klípunni. — Jeg veit ekki hvað jeg á að taka til bragðs! Nora var fölari en hún átti að sjer. — Rex er allra hesta skinn, en hann er svo óforsjáll. Jeg held að það mundi kosta líf mitt, ef hann yrði fyrir einhverju alvarlegu. Getur þú ekki bjargað honum, Denn- is. Hann fæst til að hlusta á það, sem þú segir. Hún var töfrandi — rauðu varirn- ar titruðu altaf þegar henni var ó- rótt, þarna sem hún sat i litlu stof- unni þeirra systkinanna í Queensgate. — Góði, þú verður að gera eitt- hvað — Rex liefir flækst inn í eitt- hvað — komist i skuld, sem hann verður að borga — og maðurinn sem í hlut á, hótar að fara til Lewis frænda. Lewis frændi var mjög gamall og mjög ríkur — og sat í sóknarnefnd- inni. Hann trúði á livern bókstaf i biblíunni og notaði aðeins gas til Ijósa heima hjá sjer. Hann trúði þvi, að djöfullinn hefði fundið upp dans- inn, einhverntíma þegar hann tók sjer hvíld frá spilunum. — Einhverntíma verður Rex forrík- ur, en jeg er lirædd um að frændi komist að.... þú veist þetta, með stelpuflagðið og spilaskuldina. Dennis starði alvarlegur á glæð- urnar á arninum. Sannast að segja voru tiltektir Rex alvarlegri en svo, að lilæjandi væri að þeim. Rex skuldaði Dennis hjer- umbil fjögur hundruð pund, og var ekki ríkur maður. En það vissi Nora ekkert um. — Góða, jeg veit ekki hvað jeg á að leggja til þessara mála. Rex er svoddan eyðslukló, — — Hann sá, að hún rjetti úr sjer. Þó að hún væri í flestu mesta greindar- stúlka, þá þoldi hún aldrei að nokk- uð væri fundið að Rex. — Já, hann er ekki sparsamur, meina jeg. Dennis reyndi að milda dóminn. — Rex er engin eyðslukló! Rödd- in var kuldaleg. — Hann er dálítið hugsunarlaus, og treystir um of á Lewis frænda og peningana hans. Edgar Wallace: Ljúfmennið hann Rex Það er ljótt af þjer að tala svona, Dennis. Sem betur fór — eða ver fór — slitnaði nú upp úr samtalinu, þvi að Rex kom inn. Hann var í snyrtimann- legum kvöldfötum, hár og prúður maður, með heillandi bros. Nora leit á klukkuna — liún var kortjer yfir ellefu. — Ætlar þú út núna, Rex? Hitlaðir þú ekki að fara svo snemma að hátta i kvöld? Rex hló. — Jeg ætla út, og jeg ætla að skemta mjer reglulega vel. Dans lijá lord Levon. Annars er jeg neyddur til að fara — jeg hefi lofað því. — Og hvert ætlarðu svo á eftir? spurði hún. — Enga forvitni! Hann deplaði augunum til Dennis og svo hvarf hann. Dennis gekk út að glugganum, dró tjaldið til hliðar og horfði niður á götuna. Tvímenningsbifreið Rex rann á spretti niður auða göluna. — — Þú getur gert eitthvað, Dennis? Taugarnar voru strengdar og röddin skalf af óþolinmæði. — Jeg hefi alt- af haldið, að málaflutningsmenn gætu útvegað peninga. — Þessi málaflutningsmaður getur það ekki, sagði hann og brosti. — Hvað þarf hann mikið? — Fjögur eða finmi þúsund pund, sagði hún. — Góða mín, það get jeg ómögu- lega útvegað nema með góðri trygg- ingu. — Til dæmis arfleiðsluskrá Lewis frænda? sagði hún. Hann hristi höfuðið. — Frændi þinn getur breytt arf- leiðsluskránni sinni hvenær sem vera skal. Fjögur til finnn þúsund? Hann blístraði. — Nei, það er ómögulegt. Hann sá að hún kipraði saman varirnar. — Gott og vel, sagði hún. — Jeg hjelt að þú gætir hjálpað. En þú mátt vita, að Rex tekur sjer þetta nærri. Hann reyndi að komast eftir hvern- ig þessi skuld liefði myndast. Hún svaraði óljóst, og hann þóttist verða þess áskynja, að hún vissi lítið um það. En eftir því sem hann komst næst, þá mundi Rex spila bakkarat hjá „vini“ sínum. Það virtist svo, sem henni væri ó- ljúft að segja honum nánar frá þessu, ef hún þá á annað borð vissi nokk- uð um það. Hún var fálát og Dennis leið illa, þegar hann fór heim til sín, í Regents Park. Lífið liafði alls ekki verið leikur ur fyrir Dennis Horil; hann hafði tekið við skrifstofunni eftir föður sinn, og það fallið í hans hlut, að greiða úr flækjunum, sem ljettúðugur faðir hans hafði arfleitt hann að. í þrjú erfið ár vann hann að þvi, að rjetta við ækið, sem faðir lians hafði skilið við á livolfi. Hann varð að berjast við múr af grunsemdum þeim og vantrausti, sem Ioddi við nafnið Horil: þyngsti arfurinn, sem faðir hans hafði látið honum eftir, var firmanafn, sem minstu munaði að væri flekkað. En nú voru þessi bar- áttu ár á enda, og Dennis hafði skap- að sjer traustan grundvöll til þess að byggja framtíð sina á. Morguninn eftir sat hann við vinnu sina á skrifstofunni þegar Rex kom inn eins og fjaðrafok. — Þú reifst við Noru í gærkvöldi — um mig, var ekki svo? Hann skelli- hló. — Mikill þöngulhaus geturðu verið! En í alvöru talað — hvernig á maður að ná í þessa peninga, Dennis? Dennis liristi höfuðið. — Það get jeg ekki sagt þjer. Rex ghipnaði, en von bráðar brosti hann aftur. — Þetta fer að verða skrambans amalegt, sagði hann. — Ef bara Lewis frændi, sem er alvar- lega veikur núna, vildi gera mjer það til geðs að kveðja þennan heim, þá.... en jeg er skrambi hræddur um að hann geri það ekki. — Ertu svona illa staddur? Rex ranglaði út að glugganum og horfði út. — Leiðinlegt stræti þetta Baker Street, sagði hann. Og svo kom al- veg eins og honum stæði á sama: — Já, þessi náungi, sem hefir skulda- brjefið mitt, er lubbamenni. Jeg sagði Líkstein það, og hann varð fokvond- ur. — Hver er Líkstein? spurði Dennis. — Það er liann, sem heldur spila- krána. Jeg sje hann stöku sinnuin, ■— hann er kunningi minn. Rex vildi ekki fara lengra út í þá sálma. — Kemurðu með mjer í hádegisverð? Dennis hristi höfuðið. — Nei, jeg get það víst ekki. Jeg hefi fengið áriðandi mál. Og svo skýrði hann honum frá, livað það væri. Síðdegis varð hann að fara inn í borgina til þess að tala við annan málaflutningsmann. Þegar hann kom aflur, var honum sagt, að Rex hefði komið, beðið í hálftíma og farið svo aftur. Um kvöldið talaði hann við Noru og liún var enn kröfuliarðari. En þó bjóst hann ekki við því skrefinu, sem hún tók næst: Daginn eftir fjekk liann stutt brjef og demanthring frá lienni. Dennis Horil fanst ský draga fyrir sólu. Hann sat við skrifborðið með hend- urnar fyrir andlitinu þegar síminn liringdi. — Er það mr. Dennis Horil?.... Þetta er Scotland Yard. Boscombe fulltrúi.... Við höfum frjett, að þjer geymið allstóra peningafúlgu í skápn- um yðar.... það stendur á sama hvernig við höfuin komist á snoðir um það. Jeg ætlaði bara að aðvara yður: það er kominn náungi lijerna í borgina, sem leggur sjerstaklega stund á innbrot í málaflutnings- mannaskrifstofur. Hann heitir Dark- ey Cane. í gær var brotist inn í Lincolns Inn. Dennis hlustaði á og brosti, og þakkaði fyrir upplýsingarnar. Hann lagði frá sjer símann og rammlæsti skápnum. ------- Tíu tímum siðar. Dennis Horil stóð við skrifborðið, opnaði skúffu og tók upp hlaðna skammbyssu. — Burt með þessa! Fljótur nú! Hann snaraðist til, með skamm- byssuna i liendinni. Síðu tjöldunum fyrir glugganum, sem sneri út að Baker Street, liafði verið svift til hliðar. Þar stóð maður á bak við, með frakkakragann brett- an upp undir eyru, en fyrir andlitið var bundinn silki-kvensokkur, sem tvö göt höfðu verið klipt á, fyrir augun. — Burt með skammbyssuna — fljótt! Dennis sleppti ósjálfrátt skannn- byssunni á gólfið. Standið þjer fyrir framan arininn og rjettið upp hendurnar. Ekkert tvínón, því að þá drep jeg yður! Grímumaðurinn gekk fram á gólf- ið og tjöldin fjellu að glugganum. — Lyklana að skápnum — kastið þjer þeim á borðið! Dennis fór í vasa sinn og fleygði lyklunum á borðið. Óboðni gesturinn gekk aftur á bak að peningaskápnum og bafði ekki augun af Dennis með- an hann var að opna skápinn. — Standið þjer nú upp við glugg- ann, svo jeg geti sjeð yður, svona, þakka yður fyrir. Afsakið ])jer ó- næðið. Röddin var neyðarleg; þetta var útfarinn dóni og gamansamur. Hann atbugaði skápinn og tók út þykt umslag, sem á var skrifað: „Bú Stevens‘“. Á umslagið var prentað: „Northern & Southern Bank“. — Af þessu getið þjer lært, að þjer eigið aldrei að hafa mikla pen- inga liggjandi hjá yður. Þjer fenguð þcssa peninga fyrir þremur dögum, til þess að borga John Stevens þegar hann kemur frá Ameríku. Jeg hefði komið of seint, ef skipinu hefði ekki seinkað í þokunni. Jeg var svei mjer heppinn, jeg vissi ekkert um þetta fyr en í gær. Þjer eigið málugan kunningja lierra minn. En það eldist vonandi af honum. Dennis svaraði ekki. Hann stóð mál- laus af undrun og sá umslagið hverfa ofan í vasa ræningjans. — Jeg ætla að standa þarna bak við ghiggatjöldin í tvær mínútur. Ef þjer hreyfið yður, þá skýt jeg yður fyrirvaralaust. — Farið þjer til fjandans! Rödd Dennis var merkilega róleg. Innbrotsþjófurinn liorfði á grant og fíngert andlit hans og brosti i kamp- inn. — Þjer hafið ekki vald yfir liör- undlitnum á yður, sagði hann. — Góða nótt! Hann hvarf í einni svipan bak við gluggatjaldið. Dennis hreyfði sig ekki enda þótt hann þættist vita, að ræn- inginn niundi ekki staldra augnablik á svölunum. Hann lieyrði skot og annað til neðan af götunni og blístur í lögreglublistru. Nú þeyttist hann út að glugganum og horfði niður í ])ok- una. Einliver kallaði til hans. Það var rjett svo að hann gat grilt í lög- regluhjáhn. — Það klifraði maður þarna ofan af svölunum Hefir nokkuð horfið? — Jeg kem ofan. Hann hljóp ofan dimma stigana. Baker Street 804 hafði einu sinni ver- ið íbúðarhús, en viðskiftaliverfið hafði vaxið norður á bóginn og nú voru tvær skrifstofur í húsinu. Denn- is Horil leigði á annari liæð; honum dugðu tvær stofur fyrir hin sainan- gegnu viðskifti, sem hann hafði erft eftir föður sinn. — Þjer vinnið lengi frameftir á kvöldin, mr. Horil. Lögregluþjónn- inn þekti hann auðsjáanlega, þo Dennis mintist ekki að hafa sjeð liann áður. — Já, jeg er að koma ýmsu frá fyrir jólin. Dennis talaði hægt og sviplaust: hann var ruglaður. Hann skýrði frá því, sem gerst hafði og lögreglu- ])jónninn lilustaði á. — Nú, svona fór hann að því? Hann leit á skammbyssuna á borð- inu. — Hann skákaði yður með skannnbyssunni? — Þetta er skanunbyssan mín, sagði Dennis. — Jeg var of seinn i snúningunum. — Jeg sá, að hann las sig niður af svölunum á kaðli og það munaði

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.