Fálkinn - 10.11.1939, Blaðsíða 9
F Á L K I N N
9
Hersýning í París ú síðasta þjóðliátiðardegi Frakka í sumar. Þar mœttu
enskar herdeildir og háttsettir hershöfðingjar i tilefni af því að 150 ár
voru liðin frá frönsku byltingunni og til að votta Frökkum vináttu.
Ekkert svar.
minstu, að jeg næði í hann. Hann
skaut á mig en hitti ekki — skaut
tvisvar. En jeg gat ekki elt hann í
þessari þoku, fansl yður það?
Svo mintist hann starfskyldna
sinna.
— Hefir nokkuð horfið hjer?
Dennis vætti þurrar varirnar.
— Það var umslag i skápnum með
tuttugu og þremur þúsund pundum,
eða rjettara sagt hundrað og tíu þús-
und dollurum. Það var andvirði liúss,
sem Stevens á. Jeg tók það úr bank-
anmn fyrir nokkrum dögum. Mr.
Stevens átti að koma hingað í kvöld,
en skipinu hefir seinkað vegna þok-
unnar i Ermasundi.
Lögregluþjónninn horfði á liann
og hristi höfuðið. Nú rankaði hann
við sjer. Þetta var svo stór þjófn-
aður, að málið mundi verða afhent
hinum æðri starfsmönnum i Scot-
iand Yard. Það ruglaði liann, að
upphæðin var í dollurum — hann
var óvanur að skrifa skýrslur um
erlendar gjaldeyri.
— Seðlar — ameríkanskir seðlar?
Þjer munuð hafa skrifað lijá yður
númerin ?
Dennis hristi höfuðið.
— Má jeg fá að sima hjeðan?
Skýrsla hans til stöðvarinnar var
fremur ósamanhangandi. Svalir, kað-
all, maður, eitt skot, tvö skot, —
hann tilgreindi það með áherslu. Eftir
nokkra umhugsun nefndi hann líka
þjófnaðinn. Rödd i símanum spurði
um eitthvað, og liann endurtók frá-
sögnina: maður, kaðall, svalir, skot
í þokunni ....
— Ómögulegt að elta mann í þess-
ari þoku, sir. Jeg sá ekki þverhönd
framundan mjer i Baker Street....
muðrinn skaut tvisvar.
Hann andvarpaði, lagði heyrnar-
tólið frá sjer og sneri sjer að Dennis.
— Það var Boscombe. Hann hefir
verið á stöðinni i alla nótt á á gægj-
um eftir bófunum, sem rændu Arl-
ington — gimsteinasalann. Það var
mjög heppilegt — jeg meina Bos-
combe.
Boscombe, liár og grannur og lor-
trygginn að eðlisfari, kom eftir tíu
minútur ásamt tveimur rannsókn-
arþjónum. Hann yfirheyrði lögreglu-
þjóninn og sendi hann síðan á stöð-
ina, til að gefa skýrslu.
— Þjer þektuð ekki manninn, nei.
Með grímu, kanske — lögregluþjónn-
inn hjelt það. Hver vissi um, að þjer
geymduð peningana á skrifstofunni?
— Skrifstofuþjónninn minn.
Boscombe skrifaði nafn hans og
heimilisfang.
— Nokkrir aðrir?
Dennis hristi höfuðið.
— Enginn af fjölskyldu yðar?
— Jeg hefi ekki neina fjöiskyldu.
— Vini? Eruð þjer kvæntur, mr.
Horll? Nei? Trúlofaður? Auðvitað!
Dennis lá við að svara ónotum. —
Jeg er trúlofaður, já.
Boscombe horfði á hann og klór-
aði sjer í hnakkagrófina.
— Og ungfrúin — vissi hún, að þjer
geymduð peningana lijerna?
— Nei. Röddin var önug.
Boscombe hinn tortryggni leit á
liann, lokaði minnisbókinni og stakk
lienni í vasann. Svo gekk hann að
peningaskápnum og hjelt áfram að
spyrja.
— Maðurinn var með vetlinga,
sögðuð þjer? Bómullarvetlinga?
— Nei, þeir voru líkastir gráum
hjartarskinnshönskum, en það getur
verið, að þeir hafi verið úr bómull.
Boscombe tók lyklana úr skápn-
úm, lagði þá á pappirsblað og bjó
vandlega um þá.
— Jeg sendi menn hingað til þess
að rannsaka skápinn og taka myndir.
Var okkuð annað verðmæti í skápn-
um? Peningar?
Dennis kinkaði kolli.
Boscombe tók aftur upp iykla-
bögguiinn og skoðaði skáphurðina og
lagði svo lyklana í umbúðirnar aftur.
— Þetta var ólieppilegt fyrir yður,
mr. Horll. Ekki vátrygt, nei. Fjelög-
in vátryggja aldrei peninga fyrir
þjófnaði. Hversvegna voruð þjer
svona seint á skrifstofunni?
— Jeg hafði svo margt að gcra
— var að búa mig undir jólin, því
að þá ætlaði jeg að taka mjer fri.
Lögreglufulltrúinn leit á skrifborð-
ið. Þar voru hvorki skjöl nje hækur.
— Þjer voruð hættur að vinna,
þegar hann kom? Skammbyssan var
auðvitað í skúffunni. Bjuggust þjer
við innbrotsþjófum?-
— Jeg bjóst við þjófum eftir að
þjör höfðúð aðvarað mig„ sagði
Dennis. Hann brýndi röddina.
— Auðvitað, tautaði Boscombe. —
Jeg var búinn að gleynia, að jeg
símaði til yðar — já, þetta er Dark-
eys-aðferð — auðþekt.
Hann gekk að arninum, eldurinn
var að kalla útbrunninn. Ofurlítið af
pappírsösku.
— Þjer liafið brent einhverju ný-
lega? Hvað var það? Líkast sendi-
brjefi?
Það var ennþá brjefslögun á ösk-
unni. Margar svartar arkir, svo að
brjefið hlaut að hafa verið langt.
Dennis stilti sig, að láta ekki sjá
á sjer geðshræringu.
— Það var ekkert merkilegt! Boðs-
brjef, ef jeg man rjett.
Boscombe starði á öskuna. Brjefið
hafði verið látið á eldinn með töng-
inni. Það var eitthvað grunsamlegt
við þessar litlu leyfar — líkast því
að kveikt hefði verið upp til þess að
brenna brjefunum.
Boscombe leit aftur á borðið, svo
í brjefakörfuna, rak augun í eitt-
hvað þar, tók upp samankreysta
brjefkúlu. Hann braut liana sundur
og las:
— Kæra, jeg veit ekki ....
Hann fann aðra örk, þriðju og
fjórðu — allar af sömu tegund og
ekkert ávarp.
— Þú hlýtur að skilja ....
Lögreglumaðurinn hvesti augun á
Dennis.
— Þjer liafið verið að reyna að
skrifa bréf, mr. Horll?
Dennis kinkaði koRi.
— Nákomnum vini?
Boscombe stakk brjefunum í vas-
ann. — Jeg kem aftur og tala við
yður á morgun.
Enn grúfði þokan yfir borginni,
cn í úthverfunum var liún tæplega
eins svört. En fljótasta bifreið, sem
valin hafði verið eða stolið í því
augnamiði, gat ekki sigrast á þeim
tálmunum, sem náttúran sjálf lagði
í götu hinna frábæru innbrotsþjófa.
Darkey Cane og fjelagar lians tveir
komust ekki nema lafhægt áfram.
—• Úr því að þetta tefur okkur, þá
tefur það lögregluna líka, tautaði
annar fjelaginn.
Darkey sat við hliðina á honum
með uppbrettann jakkakragann. —
Hann ræskti sig.
— Þokan hefir aldrei eyðilagt
símasambandið. En nú er henni að
ljetta. Sláðu í, Augustus!
Og þokunni var að ljetta, maður
sá nú tvo Ijóskcrastólpa framundan
sjer. Bifreiðin herti á sjer. Þeir fóru
á fleygiferð um Deptford og upp
Blackheat Hill. Gatan var nærri þvi
mannlaus. Alt í einu glampaði a
rautt ljós fyrir framan þá.
— Þetta er bölvuðum símanum að
kenna, sagði Darkey og bætti við í
gamni. — Svei, þetta er bara al-
gengur lögregluþjónn.
Bíllinn þaut framlijá stöðvunar-
merkinu með níutiu kílómetra hraða.
— Jeg held, .... byrjaði Darkey.
En honum gafst ekki tækifæri til
að ljúka við setninguna. Þeir voru
komnir liundrað metra framhjá rauða
ljósinu, þegar þeir heyrðu fjóra
hvelli, svo þjett að þeir runnu hjer-
umbil saman í eitt. Flugsveitin, sem
var að eltast við þá, hafði lagt striga-
belti þvert yfir götuna og stráð nögl-
um á það. Bifreiðin kastaðist til
bægri og vinstri, rakst á götuljós-
ker og steyptist lcollskit. Þegar Dark-
ey komst á fætur, var hann um-
kringdur af lögregluþjónum. Rödd,
sem honum var illa við, bauð hann
velkominn. — Hann kannaðist við
þenna lögreglufulltrúa.
— Jeg þurfti einmitt að tala við
yður, Darkey, —. út af fyrirtæki i
Baker Street. Skoðið hann, piltar!
Nú var þuklað á honum öllum,
en þar var engin skammbyssa, því
að liann hafði fleygt henni yfir riðið
á Westminster-brúnni.
— Þetta mun eiga að vera fang-
elsun, sagði Darkey.
Hann reyndi með varúð að ná til
innri vasans, en áður en hann náði
í umslagið, hafði fulltrúinn gripið
það.
Það var á lögreglustöðinni í Green-
wich, sem innihaldið i umslaginu,
sem áritað var „bú Stevens“, var
rannsakað. Og út úr því komu —
fimtíu auð pappirsblöð.
— Já, jeg er... .
— Já, þjer eruð handtekinn, sagði
fulltrúinn og rannsakaði umslagið
betur.
Darkey urraði.
— Jeg ætti skilið að vera hengd-
ur, að jeg skuli gera viðskifti við
svindlara, eins og Horil. Faðirinn
var landeyða og sonur hans er vist
tnnþá verri. Það er viðbjóðslegt,
livað þessum málaflutningsmönnum
ieyfist að stela.
— Jeg býst við, að mr. Boscömbe
hafi gaman aí að heyra þetta, sagði
fulltrúinn.
Klukkan var orðin hálfþrjú og
Dennis sat enn við skrifborðið. Tók
upp skammbyssuna, starði á hana
og lagði hana aftur i skúffuna. Nú
hófst gamla baráttan á ný. Grun-
urinn á Horll & Son mundi stíga eins
og brattur múr kringum hann. Hann
gat lieyrt fólk segja: „Sonurinn lik-
ist föðurnum". Málaflutningsmanna-
fjelagið mundi efna lil rannsóknar og
gera hann rækan úr fjelaginu.
Hann opnaði aðra skúffu í skrif-
borðinu, tók fram umslag og leit á
demantshringinn. Brjefið grimma frá
Noru, hafði hann brent. Hann starði
á demantshringinn.
Hann heyrði að barið var á dyrn-
ar niðri — klukkan var kortjer yfir
þrjú. Það var lögreglan — Boscombe
mundi vera kominn aftur.
Hann gekk hægt ofan stigann,
staðnæmdist til að kveikja í gang-
inum og opnaði hurðina. Þarna stóð
mjó og lítil vera í þokunni — Nora!
í svipinn þorði hann varla að trúa
eigin augum.
— Má jeg koma inn. Hún hvíslaði.
Hann opnaði dyrnar og Nora
skaust framhjá honum og liljóp upp
stigann. Hún var föl og augun þreytu-
leg. —
— Mjer líður illa, Dennis. Geturðu
fyrirgefið mjer?
— Hvað kemur til að þú ert á ferli
um miðja nótt? Hefirður heyrt....?
Hún kinkaði kolli. — Rex sagði
mjer það. Hann kom heim fyrir
tveim tímum, og var skelfing fullur,
og svo frekur, að jeg gat ekki vor-
kent lionum. Hann sagði, að maður-
inn, sem hann átti að borga, hafi
ckki verið viðstaddur, og svo spilaði
hann og vann mörg þúsund pund.
Dennis, þú mátt til að fyrirgefa hon-
um. —
Hún stakk hendinni í kápuvasann
og dró upp bunka af dollaraseðlum.
— Hann hefir ekki hreyft við
þeim. Hann tók peningana i skápn-
um meðan þú varst úti í dag og setti
pnppír í umslagið. Hann vissi, hvar
varalyklarnir voru geymdir. Það var
liræðilega ljótt. Og alt það sem hefir
skeð í nótt. Lewis frændi er dáinn.
Dennis greip seðlana, eins og i
draumi.
— Þeir eru þarna allir, Dennis.
Jeg taldi þá. Hundrað og tíu þúsund.
Þú verður að fyrirgefa Rex. Hann
er svo breyskur.
— Við erum öll breysk, sagði
Dennis og mintist brjefsins, sem
hann hafði verið svo lehgi að skrifa.
Hann lolcaði skúffunni með skannn-
byssunni, sem honum liafði fundist
vera eina færa leiðin, rjett áðan.
Og meðan hann hjelt titrandi stúlk-
unni í faðmi sjer, gat hann ekki að
því gert að brosa. Hann liugsaði til
Darkey, þegar hann opnaði umslagið,