Fálkinn


Fálkinn - 01.12.1939, Síða 3

Fálkinn - 01.12.1939, Síða 3
F Á L K 1 N N 3 1 Nokkrir fjelagar st. Vikings á fundi 20. nóv. s.l. í forsæti Jóh. Ögm. Oddsson núverandi æ. t. stúkunnar. STÚKAN VÍKINGUR NR. 104 35 ÁRA VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjóri: Svavar Hjaltested Aðalskrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Skrifstofa í Oslo: Anton Schjötsgade 14. Blaðið kemur út hvern föstudag. Áskriftarverð er kr. 1.50 á mán., kr. 4.50 á ársfj. og 18 kr. árg. Erlendis 24 kr. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverð: 20 aura millim. HERBERTS prent. Skraddaraþankar. 1 dag minnast íslendingar fengins sjálfstæðis. Og á fimtudaginn kemur eru sextíu ár liðin síðan þann leið, sem við eigum sjálfstæði okkar mest að þakka. Hann, sem eigi aðeins lyfti merki íslands heldur lijelt því á lofti í yfir fjörutíu ár. Jón Sigurðsson sá fæst af hugsjón- um sínum rætast. En hann trúði að þær rættust og sú trú varð stað- reynd. hað koma ekki miklar fram- farir til tíundar um æfi Jóns Sigurðs- sonar, hans dagsverk varð að undir- búa jarðveginn undir sáninguna. Hann varð að glima við drauga alla sína æfi, bæði íslenska drauga og danska drauga, starf hans varð trúboðsstarf og hann hafði djörfung til að prjed- ika, að Islendingar ætti að trúa á ísland. En það er erfitt að boða þeim trú, sem halla sjer út af og umla: „Æ, lofðu mjer að sofa.“ Margir hefðu lagt árar í bát. Þeir hefðu sagt það, sem liaft er eftir is- lenskum mentamanni, sem nú er lát- inn fyrir nokkrum árum: „Mikil bölvuð vitleysa er það, að vera að offra sjer fyrir þetta land“. Og hann sagði það ekki að ástæðulausu, mað- urinn, því að hann vildi vel, en var oftast illa ])akkað. Jón Sigurðsson átti vini og aðdá- endur meðan liann lifði. Nokkra and- stæðinga átti hann einnig. En flesta sinnuleysingja. Menn, sem hvorki tjáðust með eða móti. En slíkir menn eru altaf á móti i raun og veru. Sá sem ekki sinnir boðskap nýs tíma er á móti honum, þó að liann herjist ekki á móti lionum. Steinninn í göt- unni spyrnir ekki frá sjer, en það er farartálmi að honum samt. Nú vill enginn verða dragbitur á skoðunum Jóns Sigurðssonar. Nú til- eínka flestir flokkar íslenskra stjórn- mála sjer hann og allir dá hann. Það er gott. En liitt væri þó enn betra, ef sú kynslóð, sem nú stendur upp á sitt bcsta og er þaðan af yngri, þekti manninn betur en hún gerir. Þekti verk hans, baráttu hans — ekki að- eins í stjórnmálum heldur og á nær- felt öllum sviðum íslenskrar menn- ingar í orði og verki. Það er blettur á þjóðinni, live lítið liún hefir gert til þess að fræða æskuna um Jón Sigurðsson og verk hans. Æskan veil ekkert um hann, annað en að’ hann var mikilmenni. Ekki hversvegna. Og þó eru aðeins 60 ár síðan hann dó. Barátta íslensku þjóðarinnar gegn áfengisnautninni er í raun og veru jafngömul þjóðinni sjálfri. Alt frá fyrstu tíð munu hafa verið til menn, sem hafa sjeð og skilið hvert böl áfengisneysla, í hvaða mynd sem hún birtist, er einstaklingum og þjóðar- heild. En ein hin fyrsta tilraun, sem sög- ur greina, er gerð var hjer á landi til þess að stemma stigu fyrir áfeng- isnautn landsmanna, mun vera sú, er Jón Arnason, biskup í Skálholti, gerði árið 1733, með bænaskjali því, er hann gekst fyrir að sent yrði konungi, og undirritað var af hon- um og öðrum merkustu embættis- mönnum þjóðarinnar, um þær nnind- ir. Skjal þetta fól í sjer ósk um algert aðflutningsbann áfengis is- lensku jyjóðinni iil handa. Jón Árnason, Skálholtsbiskup, mun vera einn hinn fyrsti bannmaður á landi voru, svo vitað sje. Danastjórn skóp og skar þá um öll mál lands og lýðs, og dönsku einokunarkaupmenn- irnir rjeðu lögum og lofum um alla íslandsverslun. Bænaskrá þessari var undir stól stungið, óskir hinna mæt- ustu manna, í þessu máli að vettugi virtar. Árið 1843 hefst svo raunverulega liinn fyrsti þáttur bindindissögu Jón Guðnason, núverandi U. st. vorrar, með hinni almennu þjóðlegu endurreisi\arbar^ttu Fjölnismanná. En þeir hófu eins og kunnugt er, samfara endurreisnarbaróttu sinni, bindindisstarfsemi og unnu ötullega að þvi að opna augu þjóðarinnar fyrir hættum þeim og skaðsemi, sem af áfengisnautn leiðir. En bindindisstarf. semi l>essi smáleið útaf. Jóh. Ögm. Oddsson, núverandi æ.t. Þrem árum síðan hófst hið svo- nefnda skólabindindi, en það datt úr sögunni með „pereatinu“ fræga árið 1850. Árið 1872 vaknaði bindindishreyf- ingin að nýju., En sú bindindisaidn sem þá reis, var af pólitískum toga spunnin. Um þær mundir var út- gefin tilskipun um toll á áfengi, en tollur sá skyldi renna í rikissjóð Dana, sem höfðu allar fjárreiður landsins í sínum höndum, Þessu undu landsmenn illa og svöruðu með því að hætta að neyta áfengis, svo danskurinn skyldi ekki græða á því. En brátt lognaðist þetta hindindi út af, meðal annars af því, að Alþingi fjekk litlu síðar fjárforræði og tollar gengu í landssjóð. Hváðust menn þá drekka af föðurlandsást!!! En nokkrum árum síðar, eða 1877, vaknar bindindisáhugi enn að nýju, með því að merkispresturinn Magn- ús Jónsson í Laufási, faðir Jóns heit- ins Magnússonar, forsætisráðherra, kemur fram sem forvígismaður og fulltrúi málsins, og ritar meðal ann- ars um það mjög merka bók „Bind- indisfræði handa íslendingum". Hann stofnaði og mörg bindindisfjelög og vann ötullega að útbreiðslu málsins. Sjera Magnús Jónsson er einn hinna allra merkustu manna, sem fram hafa komið á sviði íslenskra bindindis- mála, bæði fyr og síðar. En þrátt fyrir allmikla bindindis- starfsemi með þjóðinni, og hjer hef- ir verið drepið á, i stórum dráttum, er það samt fyrst eftir að Alþjóða- regla Góðtemplara (I. O. G. T.) kem- ur til sögunnar, árið 1884, að nokkur skriður kemst fyrir alvöru á bind- indisstarfsemi þjóðarinnar, vegna þess að með Regiunni er ioksins kominn öruggur og skipulagslega sterkur fje- lagsskapur, sem er fær um að safna fólki saman, utan um málið, fylkja liði, leggja til orustu og vinna sigra. Að Reglan ekki fór sömu leiðina, þ. e. lognaðist út af eins og önnur bindindisfjelög á undan henni, eftir stutta tíma, á rætur sinar fyrst og Frh. á bls. V). Þorsteinn Egilsson. fyrst æ. t.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.