Fálkinn


Fálkinn - 01.12.1939, Side 5

Fálkinn - 01.12.1939, Side 5
F Á L K I N N 5 Erkko, ntanríkisráðherra. rússneskur draumur, a’ð ná yfirráð- um yfir Iiöfn að úthafi, sem er ís- laust sumar og vetur. Eystrasaltshafn- irnar rússnesku eru oft undir ís svo mánuðum skiftir, líka þær, sem Rúss- ar hafa nú fengið „að láni“ hjá Eist- lendingum, Lettum og Lithauum. Við Hvítahaf eiga Rússar eina fullkomna Iiöfn, í Murmansk, auk margra smærri. En þessar hafnir geta líka frosið. Hinsvegar eru norsku hafn- irnar á norðurhjara Skandinavíu ís- lausar alt árið, en þær eru smáar og öfullkomnar. Nyrsta stórhöfnin á vesturjaðri Noregs er í Narvik — hin mikla málmútflutningshöfn námanna í Lapplandi, sem að mestu leyti eru í höndum Svia. Narvikurhöfn og járnbrautin þangað er að mestu leyti hygð fyrir sænslet fje. Ef engar járnnámur væru til í Lapplandi og hafnirnar við Hvítahaf íslausar árið um kring, þyrftu Svíar og Norðmenn ekkert að óttast. En þarna er mikil heita fyrir gráðugan hjörn: liinar auðugu námur, íslaus stórhöf — og fiskmiðin í Lófót skamt frá. Af þessu stafar ótti Svia og Norð- manna. Þeir hugsa sem svo: Ef Rússar ráðast inn í Finnland á ann- að borð þá er hætta á, að þeir haldi áfram og staðæmist ekki fyr en vest- ur við Atlantshaf. Þessvegna fór geigur um hverja liugsandi manneskju í þessum löndum þegar það spurðist, 7. okt. að Rússar hefðu „skorað á Finnland að semja um ýms viðsjáratriði, sem uppi væri milli liinna tveggja landa“. Aður höfðu Rússar „samið“ við syðri Eystra- saltslöndin þrjú og fengið lijá þeim rjettindi, sem alls ekki samrýmast sjálfstæði fullvalda ríkis. Finnar svör- uðu með því, að senda Paasikivi, sendiherra sinn í Stokkhólini, til Moskva þann 12. okt. Hann fór heini aftur eftir tvo daga til þess að fá svar stjórnar sinnar við „skilaboð- unum“, sem hann hafði meðferðis. Segir enn ekkert af því, hver skila- boðin voru — nema óvissar flugu- fregnir — en 21. október fer Paasik- ivi aftur til Moskva og annar sarnn- ingamaður til, Tanner fjármálaráð- herra og foringi verkamannaflokks- ins finska, sem sagður var fornkunn- ingi Stalins. Eftir fimm daga koma þeir aftur til Helsinki. Hinn 31. okt. áttu þeir að fara á ný til Moskva, en þann dag heldur Molotov utanrikis- ráðstjóH ræðu — án vitundar Finna — og opinberar þar alheimi kröfur þær, sem Rússar gera á hendur Finn- um. Kröfur en ekki samningsatriði — úrslitakröfur en ekki samnings- grundvöllur Rússar þurfa ekki áð semja meira —• Finna er að sam- þykkja eða hafna. Og hverjar eru svo þessar kröfur? Rússar krefjast þess fyrst og fremst, að Finnar láti af liendi til fullrar eignar smáeyjarnar Hogland, Lövskar og Seiskar, innarlega í miðjum Austurbotni, þvi að þar ætli jieir að koma upp varnarvirkjuni fyr- Sveit i Karelska Nesset, sem Kússar vilja makaskipti fyrir land norðan Ladogavatns, tii þess að tryggja Leningrad fyrir árásum af hendi Finna! Uppdráttur af Eystrasaltslöndunum er sýnir iegu Finnlands að Eystra- salti og landamærin að Rússlandi, Kyrjálamegin. ir innsiglinguna til Leningrad. Næst krefjast þeir, að landamærum verði breytl í sinn hag á Karelska Nesset, tanganum milli Ladogavatns og Aust- ursbotns. Landamærin eru nú aðeins 32 km. frá Leningrad og þessvegna geti Finnar skotið á borgina. Landa- mærin verði því að færa „nokkrar tylftir kílómetra til norðvestur í átt- ina lil Viborgar. Molotov tók það skýrt fram, að Viborg ætti ekki að verða rússnesk. Fyrir þetta land býð- ur hann svo helmingi stærra land i Norður-Kyrjálum. Þetta má að vissu leyti kalla landa- mæralagfæringar, og Finnar eru til- leiðanlegir til að semja um það. En svo kemur þriðja og alvarlegasta krafan: Rússar fái umráðarjett yfir „dálitlu landi við innsiglingu Aust- urbotns (Finskaflóa), þ. e. suðvestur- jaðars Finnlands, fyrir vestan Hels- inki, eyjarklasann kringum Hangö. Þar er um beint landafsal að ræða, samskonar og Rússar höfðu áður fengið i Libau, Windau, Ösel, Dagö og Baltischport og staðúrinn í beinu framhaldi norður af nefndum stöð- um. Hefðu Rússar þá samfelda flota- og flugstöðvaröð meðfram öllu aust- anverðu Eystrasalti og gætu stiklað i fallbyssudrægislengdum um Álands- eyjar og vestur i Svílijóð. — Fyrir þetta er Finnum svo heitið stuðningi af Rússa liálfu. Finnar hafa tjáð sig fúsa til að ganga að öllum þeim samningum, sem ekki væru til þjóðernislegrar vansæmdar. En eftir þessa yfirlýs- ingu Molotovs lognuðust samning- arnir út af. Finnar kvöddu vitanlega her sinn til vopna og liafa eytl ó- grynnum fjár til hervarna, síðan hættan færðist yfir. Það er talin lík- legt, að llússar bíði átekta um sinn. Það hefir lieyrst í blöðum þeirra, að hlutleysisvarnir Finna kosluðu þá svo mikið fje, að lijóðin muni innan skamms komast í gjaldþrot og gefast upp og taka „tilboði“ Rússa um að hirða Hangö og gera Finna mált- lausa í Eystrasalti og yfirleitt ó- merka sem ríki. Rússneska útvarpið hefir eigi sparað að ógna Finnum og æsa þjóðina gegn þeim, t. d. með því að segja, að Finnar hafi í hyggju, að leggja undir sig Rússland og færa landamæri sín austur að Úral- fjöllum! En hvernig færi, ef Rússar rjeðust inn í landið? Sá leikur yrði ójafn ekki síður en þýsk-rússneski leikur- Frh. á bls. ik. Paasikivi, sendiherra.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.