Fálkinn - 01.12.1939, Qupperneq 12
12
F Á L K I N N
SUNDRUÐ HJORTU
Skáldsaga eftir Blank Eismann
|Q^BF='"----=1t===^ 5. . ,^l__|t=^=====iBEEEg©|
vel áðui' en við höldum áfram.
Hann talaði í svo djörfum skiþunarróm,
að náungarnir hörfuðu undan, án þess að
malda í móinn.
Natasja varp öndinni er þau voru komin
inn í herbergið, sem veitingakonan liafði
búið banda þeim á efra loftinu. Boris setti
hana varlega á stól og sagði við konuria, sem
liafði fylgst með þeim upp:
— Þjer ætlið svo að sjá um, að jeg fái
nýja hesta, sem allra fyrst.
— Já, sjálfsagt, maður minn.
Jeg má engan tíma missa, og jeg' skal
horga yður ríflega aukaþóknun, ef þjer
verðið fljót að úlvega hestana.
— Jeg skal sjá um það alt, þjer megið
reiða yður á það. Hvílið þið ykkur bara á
meðan. Á jeg ekki að koma með toddy?
Mjer sýnist konunni yðar ekki veita af ein-
hverju til að hlýja sjer á — hún skelfur af
kulda, veslingurinn. Eða kanske hún sje
hrædd ?
— Hvað ætti hún svo sem að hræðast?
spurði Boris og gerði sjer látalæti.
— Þetta eru róstutímar, og eiginlega finst
mjer mega segja með sanni, að það sje varla
forsvaranlegt, að aka svona langa leið i
sleða með barnunga konuna sína i svona
kulda og um miðja nótt.
Boris var að missa þolinmæðina yfir öllu
þessu masi kerlingarinnar.
— Látið okkur þá fá þetta toddy! Og látið
þjer hestana koma fljótt.
Konan skondraði til hans augunum og
tautaði:
— Þið munuð vera á brúðkaupsferð, er
ekki svo? Og eruð óþolinmóð eftir að fá að
vera ein? Ojú, ætli jeg þekki það ekki. Jeg
hefi líka verið nýgift einu sinni, þó að það
sje nú orðið Iangt síðan.
Boris reyndi sem hann gat að láta ekki
sjást, hvað hann var vandræðalegur.
— Ivonan — hm — mín hefir víst gott
af heitu toddy, en við þurfum að lialda á-
fram sem allra fyrst.
Hann tók varlega i handlegginn á gömlu
konunni og ýtti henni út úr dyrunum.
Þegar hurðin hafði lokast varð vandræða-
leg þögn inni hjá þeim Boris og Natösju,
l>angað til loksins að hún spurði:
— Hvað á þetta alt eiginlega að þýða,
Boris ?
Hann forðaðist að líta á hana, en svaraði
loðmæltur:
— Við urðum að gefast upp á flóttanum,
barónessa.
— Erum við ekki komin vfir landamærin
ennþá? spurði hún lirædd.
— Nei, hestarnir gáfust upp. Tveir þeirra
duttu og gátu ekki staðið upp aftur.
Hún spratt upp og greip í handlegginn á
Boris.
— Þá er úti um okkur?
— Nei, harónessa. Hjerna þekkir enginn
okkur. Fólkið lieldur að við sjeum hænda-
hjón á leið í kaupstaðinn. Ef okkur tekst að
leika þann leik á enda, þá tekst okkur von-
andi að komast vestur yfir landamærin fyrir
sólarupprás, þrátt fyrir þessa töf-
En ef þeir uppgötva, að við erum
flóttamenn?
Það er undir okkur sjálfum komið,
hvort þeir uppgötva það.
Hvað áttu við?
Hann þagði vandræðalegur: Þjer verð-
ið, barónessa, að sætta yður við, að jeg leiki
hlutverk umhyggjusams eiginmanus úl í
æsar, jíegar aðrir eru viðstaddir. Vonandi
verður þetta ekki nema svo sem tvo tíma.
Við höklum áfram undir eins og við fáum
aðra hesta.
Veitingakonan kom inn áður en Natasja
gat svarað — eftir að hafa drepið laust á
dyrnar — og var með tvö glös af rjúkandi
tockly. Boris tók við þeim úr höndunum á
henni, og er konan dokaði við á þröskuld-
inum, sagði hann kumpánlega við Natösju:
Drektu þetla, Olga þú hefir gott af því.
Natasja kinkaði kolli. — Þakka þjer fyrir,
Boris minn.
Hún teygaði toddyið og varð notalegt inn-
vortis, er hún fann, hvernig það hitaði. Bros
Ijek um varir liennar. Eftir allar þær skelf-
ingar, sem hún hafði upplifað síðustu tím-
ana fanst henni nú, að sig væri að dreyma.
Alt í einu rifjaðist það upp fyrir henni,
þegar hún og Boris voru að leika „pabba og
mömmu“ við brúðurnar hennar, þegar þau
voru börn. Nú ljeku þau sama leikinn, en i
þetta sinn var það til að hjarga lífinu. Brúð-
urnar voru á bak og burt og telpan og
drengurinn voru orðin fullvaxla. Og þau
voru ekki að leika sjer á Franzowahöllinni,
stóru og ríkmannlegu, heldur i sveitakrá, þar
sem njósnarar lágu í leyni, rciðuhúnir til að
skjóta þau, ef þau ljeki ekki nógu vek
Ilvað lífið getur leitt manninn út á ein-
kennilegar brautir!
Undan hálfofnum augnalokunum sá
Natasja æskuleikbróðir sinn, og nú sá liún
fyrsta skifti, að hann var fríður maður
og áreiðanlega mundi mörg stúlkan hafa
heillast af honum.
En þegar hún tók eftir að hann horfði
á hana líka, þá kom einhver kynleg óró
yfir hana.
Hún horfði kvíðandi til allra hliða. Þarna
í lágu stofunni með skræpóttu gluggatjöld-
unum, álli hún þá að dvelja ein með hon-
um næstu tvo — þrjá tímana....
Hún var svo þreytt, að hana langaði
mesl til að fleygja sjer upp í breiða rúmið,
sem náði mikið til meðfram langveggnum
En einhver undarleg feimni varnaði henni
að gera það.
Hvað var það, sem liafði gerst í sál henn-
ar? Hversvegna barðist hjarta liennar svo
ákaft þegar hún horfði á Boris? Hvers-
vegna roðnaði hún, þegar liann talaði við
hana og stjanaði kringum liana? í ár og
<iaga, frá því að hún var smákrakki, hafði
hún sjeð hann daglega og aldrei verið
feimin við hann. Og nú það lá við, að
hún væri hrædd við að vera ein með hon-
nm ráðsmanni föður síns!
Hún reyndi að reka þessar heimskulegu
hugsanir á brott með því að brosa, en það
vildi ekki takast. Hún gat ekki varist að
hugsa til þess, sem hún hafði lieyrt Sonju
Jegorowna segja við hann í gærkvöldi.
Skyndilega sá hún æskuvin sinn í alveg
nýju Ijósi. Það var eins og orð Sonju hefðu
rifið hindi frá augunum á héhni og komið
henni lil að lnigleiða það, sem henni liafði
aldrei dottið i liug áður að Boris Petro-
vitsj elskaði hana.
Já, hann — bóndinn, sem stóð svo miklu
lægra en hún — hann elskaði dóttur hús-
bónda síns. Það var ástæðap til, að hann
flýði ekki, eins og alt hitt fólkið, ástæðan
til þess að hann varð eftir í höllinni, þrátt
fvrir liótanir Sonju.
Af ást var það, sem hann lagði líf sitl
í hættu til að frelsa hana!
Og nú var lum ein með honum innan
um þetta fólk, sem hjelt, að þau væru
hjón! Muridi hann nota þetta tækifæri til
að tjá henni ást sína?
Nei, það mátti aldrei ske! Hann var
þjónninn — hún var tigin kona. Hann
hóndi, liún af liáum aðli. Og hún var heit-
bundin manni úr sinni stjelt, harón Dimitri
von Platenoff.
Farðu út og athugaðu, hvort liest-
arnir eru ekki komnir.
Veitingakonan gerir okkur aðvart
þegar þeir eru tilhúnir.
— Það gengur máske fljótara, ef þú ert
sjálfur viðstaddur.
Það mundi vekja grun og tortryggni,
ef jeg ræki um of á eftir.
Við sitjum hjer og eyðum dýrmæt-
um tíma.
Þjer skuluð vera róleg, harónessa, jeg
skal gera alt sem unt er til þess að vinna
upp tímann, sem við höfum mist. En fyrs l
um sinn er ekki annað að gera en biða.
Hann hjelt hendinni um mittið á Natösju o<\
gekk til dyra.