Fálkinn


Fálkinn - 01.12.1939, Side 14

Fálkinn - 01.12.1939, Side 14
I t 14 FÁLKINN Frh. af bls. 3. frernst í því, að hún er alþjóSlegur fjelagsskapur og í byggingu .hennar og hinu fasta og snildarlega gerða starfsfyrirkomulagi og formi, senr frumherjar hennar og forgöngumenn mótuSu hana í, og hún stárfar eftir enn titið breyttu. Það er ekki ætlunin að rekja sögu Reglunnar hjer á landi í liessari stuttu grein, heldur aðeins að minn- ast, með nokkrum orSum, einnar tíéíldar hennar, sem þessa dagana á 35 ára starfsafmæli, en það er st. Víkingur nr. 104. Tildrög að stofnun þeirrar deildar Jón Jónsson, fyrsti U. st. stúkunnar. Reglunnar voru meðal annars þau, sem nú skal greina: Um aldamótin siðustu voru hjer á verstöðvunum umhverfis Faxaflóa, starfandi samtök sjómanna er nefnd voru Bárufjelög. Þá var engin bind- indisöld í landi. Á fulltrúaþingi Bárufjelaganna haustið 1904, sem haldið var hjer í Reykjavík, kom Sigurður Eiríksson, regluboði, sá maður, sem einna drýgstan þátt hefir átt í því, að út- breiða Regluna á íslandi, og sæti átti á þessu fulltrúaþingi, með þá til- lögu í samráði við hina mætustu menn þessara samtaka, að reynt yrði að stofna stúku meðal sjómanna og ef það tækist, að hún þá fengi aðset- ur í Bárulnisinu (nú eign K. R.). Tillögu þessari var vel tekið og hún samþykt. Hóf Sigurður síðan undirbúning að' stúkustofnun með söfnun þátttakenda, sótttist honum það vel, en gat ekki lokið við það vegna ferðalags er hann þurfti að fara i. En við undirbúningnuin tók Þorsteinn Egilsson, en hann var einn af þeim, er Sigurður hafði fengið til að gerast stofnenda, en auk Þor- steins unnu svo og að þessu þeir Ottó Þorláksson og Helgi Björnsson, Magnús V. Jóhannesson, gæslum. bst. Unnur í 25 ár samfleytt. enda miklir áhugamenn fyrir stúku- stofnuninni. Þegar ákveðið var að boða ti) fundar og stofna stúkun, höfðu um 70 menn ritað sig á stofnenda-lista. Á fundi þessum sem var öllum heim- ill og mjög fjölsóttur, mæítu meðal annars þáverandi Stórtemplar Þórð- ur J. Thoroddsen og sjera Ólafur Ól- afsson, fríkirkjuprestur, hinn kunni bindindisfrömuður og mælskumaður. Flutti hann þar öflugt og snjalt er- indi um bindindismálið. Sýndi fram á með Ijósum rökum og skírum dæm- um, liver vágestur áfengið var, er og verður einstaklingum og þjóðarheild, og þá ekki síst sjómönnum, mönnun- um sem heyja liina hörðu baráttu við „særok, brimgný og trilda vinda“ hver nauðsyn það væri, einmitt þeim mönnum, sem í slikri baráttu eiga, að vera lausir við liin eyðileggjandi eituráhrif áfengisneyslunnar. Ræðu sjera Ólafs var mjög vel tckið og bættust enn við stofnendur. Á þessum fundi var svo ákveðið að slofna st. Víking og varð hún sú 104. i röðinni innan Góðtemplararegl- unnar á íslandi. Síðar gerðist sjera Ólafur fjelagi stúkunar og var um langt skeið einn hennar höfuðleið- togi. Fyrsti æ. t. þessarar nýstofnuðu slúku var kjörinn Þorsteinn Egilsson. druknaði hann nokkrum árum síðar, en mælt var með Jóni Jónssyni sem U. st., hann er nú fjelagi st. Drafn- ar nr 55. En nú 35 árum síðar setja í þessum embættum stúkunnar, þeir Jóhann Ögmundur Oddsson, Stórrit- ari í Stórstúku íslands, sem æ. t. og Jón Guðsnason, fisksali, sem U. st., en liann er einn af stofnendum stúk- unnar og hefir fylgt henni óslitið fram á þennan dag. Stofnun st. Víkings var merkur viðburður innan Goodtemplararegl- unnar, því einmitt með stofnun þess- arar stúku nær reglan alment til sjómannastjettarinnar hér i' Reykja- vik. St. Víkingur hóf þegar starf sitt Einar fíjörnsson. fyrir bindindismálið með hinum mesta krafti og fjöri. Fundir voru vikulega haldnir í Báruhúsinu niðri. Stúkan var þegar i upphafi skipuð dugandi og mjög starfshæfu fólki, sem leit á bindindisstarfð sem þjóð- arnauðsyn og vann fyrir bindindis- hugsjónini af alefli og alúð. Frumherjum st. Víkings varð það brátt ljóst að fullnaðar sigur í bind- indisbaráttunni vinst ekki með snöggu áhlaupi, markið er fjarlægt og andstaða mikil. Búast þurfti til lang- drægrar baráttu, nýir herskarar urðu að vera til taks, nýtt lið óþreytt, og sigurmöguleikarnir væru meðal ann- ars í því fólgnir, að takast mætti að orka á hugarfar þjóðarinar frá rót- um, það er að sá frækorni binindis- hugsjónarinnar í hug og hjarta ung- linganna, barnana. Þessvegna liófu þeir upp merki Unglingareglunnar og gengust fyrir stofnun barnastúkunnar Unnur nr. 38, 1. mars 1905 i sam- bandi við st. Bifröst nr. 43. Fyrstu gæslumenn barnastúkunnar voru þau frú Hansína Jónsdóttir og Ásgrímur Magnússon skólastjóri. En þeir gæslu menn, sem lengst hafa stjórnað og starfað fyrir ,Unnur‘“ eru frú Jónína Jónatansdóttir, sem landskunn er fyr- ir starfsemi sína í þágu bindindis- málsins og sem forystukona í fje- lagssamtökum verkakvenna og Magn- ús V. Jóhannesson yfirframfærslu- fulltrúi, sem verið hefir i 25 ár sam- fleytt gæslumaður stúkunnar. Barnast. Unnur hefir ætíð verið meðal bestu og dugmestu barnastúkna landsins og unnið mikið og gott starf á sínu sviði. Uiii starfsemi fjelaga st. Víkings i bindindisbaráttunni undangengin 35 ár, er svipað að segja og um starf- semi annara stúkna og fjelaga Jieirra. Unnið hefir verið að því látlaust með fundarhöldum, fyrirlestrum og fræðslu að opna augu manna fyrir böli áfengisneyslunnar, eyðileggj- andi áhrifum hennar og úrkynjun, og með persónulegum viðtölum að fá menn til að segja skilið við Baccus og alt lians atliæfi. Með þátttöku í útbreiðslu bindindismálsins, með ferðalögum i þeim tilgangi og bein- um fjárframlögum til reglunnar í heild. Alls muu fjelagar st. Víkings í Jiessi 35 ár, sem liðin eru, vera búiiir að leggja fram í fjelagagjöldum, styrkjum og gjöfum milli 30—40 þús- undir króna, sem öllu liefir verið varið til bidindisstarfsemi á einn eða annan hátt. Sömu söguna hafa aðrar stúkur að segja í Jiessum efn- um. Af Jiessu má marka, að það er ekki svo lítið fje, sem Góðtemplarar- reglan á íslandi samtals, liefir lagt fram til bindindisstarfsémi í þau 55 ár, sem hún hefir starfað hjer á landi. Eins vil jeg þá geta hjer, sem er ekki ómerkur þáttur í siðmenningar- sögu þjóðarinnar og st. Vikingur hafði forgöngu í eftir tillögu Maríu Pjetursdóttur, sem nú er látin fyrir fáum árum, en það er stofnun Dýra- verndunarfjelagsins. Tryggvi Gunn- arsson, bankastjóri og hinn alkunni dýravinur, hafði mikið reynt til að koma á fót sliku fjelagi en æ mis- tekist. St. Víkingur samþykti að gang- ast fyrir því, að nefndir yrðu skip- aðar í öllum Reykjavíkurstúkunum til Jiess að lirinda þessu máli í fram- kvæmd, og var það samþykt. Dýra- verndunarfjelagið var slofnað og var Tryggvi Gunnarsson kosinn fyrsti formaður þess, sagði hann, þegar að templarar tæku málið í)ð sjer Jiá myndi þvi verða borgið, enda varð það orð að sönnu. Starfar Dýra- verdnunarfjelagið enn og hefir miklu góðu til vegar komið i þágu dýrana, málleysingjanna, sem ekki geta kvartað hvernig sem með Jiá er farið, opnað augu alþjóðar fyrir Jiví, að ill meðferð á dýrum er smánar- blettur, svívirða og himihrópandi synd. Að lokum þetta. í 35 ár efir st. Víkingur starfað að framgangi bind- indinsmálsins, við hlið systurstúkna sinna, harist fyrir því, að bindind- issöm þjóð bygði þetta fagra land elds og íss. Þegar frumerjar þessarar stúku, fyrir 35 árum hófu merki bindindis- málsins með stofnun hennar, var eng- in bindindisöld í ladni, og nú 35 ár- um siðar, er Jiví miður líkt ástatt, ölæði mikið og áfengisnautn úr hófi keyrandi, svo allir hugsandi menn skelfast við. En livert er Jiá orðið okkar starf? Reglunni tókst um tíma að þurka landið af áfengi, en út í það skal ekki farið hjer, nema að geta þess að þjóðin bar ekki gæfu til þess að nota sjer þá aðstöðu er Reglan skóp lienni Jiá, eða halda á- fram á þeirri gæfubraut, sem Reglan liafði markað lienni og vísað henni á í þessu máli. { dag stöndum vjer þannig: fátæk- ir smáir eins og fyrr, en með heilan her og vaxandi atvinnulausra manna og með lirörnandi atvinnutæki, en eyðum árlega tæpum 4 miljónum króna í áfengi. Eins og fyrir 35 árum, stendur baráttan enn um líf og heilsu ein- staklinganna, frið og farsæld heimil- anna, æsku og framtíð þjóðárinnar, og sú barátta verður háð af st. Vík- ing, öðrum stúkum og öllum liugs- andi mönnum með þjóðinni, Jiar til FINNLAND.......... Frh. af bts. 5. inn í Póllandi. Annarsvegar þrjár miljónir manna, en hinsvegar 170 miljónir, Það er að vísu álitið, að Finnar sjeu miklu betri herniénn en Rússar, en hinu má ekki gleyma, að Finnar eiga sem engan vjelher, en Rússar hinn sterkasta í heimi. Það er liklegt, að þeir gætu með flug- vjelum einum gert Finnum Jiann ó- leik á einum degi, sem fjölda ára þyrfti til að bæta. Hinsvegar er talið líklegt, að á landi mundu Finnar geta staðið gegn rússnesku fótgönguliði býsna lengi — miklu lengur en t. d. Pól- verjar — einkum í vetrarhernaði. Landvígvjelum — bryndrekum kvað vera vont að koma við i Finnlandi vegna mikilla skóga en ófullnægj- andi vega. Og Jiegar inn í landið kemur eru vötnin samherjar liess, sem við’nám Jiarf að veita. Finnar hafa nú um langt skeið haft 10.00 manns við austurlanda- mæri sín og viðbúnaðurinn lieldur áfram. Og taugastríðið heldur á- fram. Það Jiarf ekki nema ofurlítinn neista til Jiess að kveikja í þeim bálkesti, som búið er að hlaða upp á landamærum Finnlands og Rúss- lands. Máske verður kviknað i hon- um þegar Jiessi grein verður lesin, og hersveitir Mannerheims marskálks farnar að berjast við ægifjölda Voro- sjilovs.. Og — hvað verður Jiá um Norð- urlönd? Cr ýmsum heimum. Frh. af bls. 11. hæðinni. Á borðinu hjá Guðjóni stóð oliulampi, og logaði ljós á lionum. Alt í einu slokknar ljósið á lampan- um, og var þó næg olía á honum og enginn trekkur i lierberginu. En rjett í sömu andránni skilur faðir hans við. (Frásögn Kristínar Ólafsdóttur lækn- is, en henni sagði Guðjón sjálfur). Maðurinn minn hjet Árni Magnús- Árnason og bjuggum við allan okkar búskap að Hóli í Bolungarvik, sam- tals 34 ár. Eitt sinn á vetrarvertið gekk Árni snemma dags niður á Malir svonefndar. Sjer hann Jiá, að við einn róðrabátinn, sem uppi stóð á Mölunum, stendur öll skipshöfnin nema formaðurinn, Ilreggviður að nafni. Hann sá Árrni hvergi. Undr- aðist Árni þetta, þvi að sjóveður var ekki, og dettur honum í hug, að Jieir kunni að ætla inn á ísafjörð. Gcngur hann svo leiðar sinnar fram hjá bátnum, en Jiá er skipshöfnin all í ein uhorfin. Brá honum mjög við og sneri upp að verbúðinni, sem skipshöfnin hafðist við í, en hún var þá öll í fasta svefni. Þegar Árni kom heim, sagði hann mjer frá sýni sinni og vjek eitthvað að ]ivi, að skipshöfnin væri kanskc feig. Jeg svaraði því til, að þetta myndi vera vitleysa. En nálega Jirem vikum seinna druknaði öll skipsliöfnin i róðri nema formaður- inn. Honum var bjargað af öðru skipi. (Frásögn Hansínu Ásbjarnardótt- ur, konu Árna, sumarið 1924.) Fálkinn er fjðlbreyttasta blaðið. algjör sigur er uninn og islensk Jijóð er úr dróma drepin drykkjusið- anna og áfengið, með öllu Jiess margjiættu ívafi eymdar og auðnu- leysis, er útlægt gjört fyrir fult og alt. Þaö er takmarkið. Einar Björnsson.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.