Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 3

Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 3
F Á L X. í N tt 3 VIKUBLAÐ MEÐ MYNÐUM. Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.stjári: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2310 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6. Blaðið kemur út bvern föstudag. kr. 6.00 á ársfj. og 24 kr. árg. Allar áskriftir greiðist fyrirfram. Auglýsingaverö: 20 aura mtllim. HERBERTSprent. Skraddaraþankar. ísland er hið fyriheltna skemti- ferðaland einnar heimsálfu og jafn- vel tveggja. Þegar heimurinn færist í iag aftur eftir vitfirringuna, skal það sannast, að straumarnir iiggja hingað bæði úr austri og vestri. Því að ísland hefir hlotið betri vöggu- gjöf sem ferðamannaland en öll lönd Evrópu og fjölbreytni þess er óvið- jafnanleg, frá ísi til elds. Til frá- dráttar kemur það eitt, að veðráttan er talsvert óstöðug og getur, þegar ó- hepnin er með, girt fyrir að gestir fái rjetta liugmynd um landið. En það, sem i mannana valdi stend- ur til þess nð taka á móti gestum og sjá þeim fyrir fararbeina um landið ei enn að miklu leyti ógert. Þetta má ekki skiljast svo, sem það sje nauðsyn á að reisa hjer vegleg i- burðargistihús handa vellauðugu fólki, þó vera mætti, að það gæti orðið gróðafyrirtæki. Það, sem vant- - ai er ódýr og þokkaleg gistihús, þar sem hægt sje að fullnægja öllum sann gjörnum kröfum ferðafólks, sem ferðast til þess að fræðast, en ekki til að dekra við maga sinn og láta stjana við sig. Þesskonar fólk á að svo stöddu ekki erindi lengra en á hafnir íslands, þar sem það getur legið við á stórskipunum, sem flytja það yfir hafið. ísland er miklu sjerstæðara land en bæði Noregur og Svíþjóð. Og það er eftirtektarvert að i þessum iönd- um beinist ferðamannastraumurinn einkum norður á bóginn síðustu ár- in, til Finnmerkur — þrátt fyrir mý- bitið þar. En þar er loftið miklu lik- ara því sem gerist á íslandi, en í sunnanverðri Skandinaviu, tærara og hreinna, og sjóndeildarhringurinn viður eins og hjer. Fólk leitar til fjallanna, eftir ljettu lofti og viðurn sjóndeildarhring, það vill sjá bláan himinn og hvita jökla. Alt þetta á ísland og undur elds- ins i ofanálag. Bergmyndanir og jarðmyndanir, sem hvergi sjást á Norðurlöndum, nýrunnin hraun, mó- bergsmyndanir, stuðlaberg, basaltlög. ísland er nýr heimui1. Og svo hver- irnir í ofanálag, undrin, sem þykja merkilegust af öllu, sem náttúra ts- lands hefir að bjóða. Fjarlægðirnar þarf ekki að minnast á. Það er styttra til íslands en til Finnmerkur frá helstu ferðaþjóðum lieimsins. Og flugferðirnar milli ls- lands og Skandinaviu eru komnar áður en maður veit. ReykJ avikur~Annáll h.f. 1941 »Hver maður sinn Reykjavikur-Annáll hljóp af stokk- unum á mánudaginn var. Annáls- ritararnir eru sagðir þrir: Bjarni Guðmundsson, Har. Á. Sigurðsson og Morten Ottesen, en Haraldur hefir búið leikinn á svið og leikur auk þess lang þgngsta hlutverkið, sem að borgaralegu nafni heitir Sólon Sókra- tes. Þarna eru engin þáttaskifti, held- ur í/rdftoskifti, þvi að leikurinn er í fjórum dráttum, en ekki þáttum. En milli 1. og 2. þáttar og 3. og 4. þátt- ar eru „glaðningar'* svonefndir, og báðir góðir. Sá fyrri er Lárus Ing- ólfsson í gerfi Saumalinu, sem er „stakur kvenmaður“, samanber pilt- inn á einum 25 nemenda unglinga- skóla, fyrir mörgum árum, þar sem skamt« aí hálfu Reykjavikur-Annáls, því að rjettu lagi héfði maður átt kröfu til að geta beðið þarna eftir baunum, — hvað þá eftir kaffi úr þvi að mat- arhljei var iofað. 1. dráttur annálsins hefst sunnar- lega í Skemtigarðinum. Þar gnæfir i baksýn við bláan himinn Háskólinn með ljósum yfir anddyri og í ýms- um gluggum. Og til hægri Stúdenta- garðurinn og tunnuhús enskra her- manna i túninu hjá honum. Hið næsta grænn töðuvöllur Skemtigarðs- ins og biikandi Suðurtjörnin — ljóm- andi fallegt tjald. Og þarna birtist á einum gangstígnum frú Masina morg- an (Emelía Borg), sem er alt i senn að hafa gát á manni sínum, hinum Sólonarnir og BtaÖran: Har. A. Sigurðsson. Trgggvi Magnússon og Al- freö Andrjesson. stúlkurnar voru 12, en piltarnir 13, og alt trúlofaðist nema sá staki. — Seinni glaðningurinn er marionettu- sýning þeirra Drifu Viðar og Lárus- ar Ingólfssonar, parodia af herra Faust á Háskólanum, þó að vísu væru það Ásta og Haraldur úr Skugga-Sveini, sem áttust þar við. — MiUi 2. og 3. þáttar er hinsvegar „matarhlje" i stað hins listræna glaðnings í hinum hljeunum, en það fór nú eins og vant er i fullu leik- húsi höfuðstaðarins, að i þessu hljei fjekk ekki nema helmingur leikhús- gesta kaffið, með þeim arfgengu kök- um, sem öllum hafa þótt ágætar í síðastliðin 40 ár. Þetta eru bein svik „nýríka" togaraeiganda, dóttur sinni — og svo að freista lukkunnar í æfin- týrum. Þarna koma og Petzamofararnir Sólon íslandus og Sólon Sókrates (Tryggvi Magnússon og Har. Á. Sig- urðsson). Þeir eru þúsund þjala smið- ir og beggja handa járn, en tekst þo að komast i vinfengi við Spectator Blaðran, málóðan mann að norðan, sem samkvæmt efni leiksins er úr Húnavatnssýslu (Alfreð Andrjesson). Hann þarf á hjálp þeirra að halda til þess að kynnst dóttur hins ný- rika Morgans, og þeir taka að sjer að koma þeim saman, en ljúga því til, að vinnustúlkan á heimilinu, sem Morgan-hjónin: Friðfinnur og Emilía Borg. Lárus Ingólfsson sem Saumalina. hafði eignast barn með útlendum hermanni, sje dóttirin, sem var hálf- búið að lofa honum. Það reynist sið- ar, að þeir ljúga ekki jafnmiklu og þeir halda. í 1. þætti koma auk áðurnefndra fram: Pólína, ung stúlka i lögreglu- búningi, sem tekur i hnakkadrambið á mönnum og málefnum, vegna á- standsins og Barnaverndarnefndar- innar. Stúlka, sem heitir „Daily Post“ (Helga Gunnars) ekur þar um með barnavagninn sinn, syngur „mikro- fonvisu" i Hallbjargarrödd (hún nær henni þó hvergi nærri — sem betur fer), en þess má geta, að hún syng- ur með meiri snerpu síðar, er húu hefir verið hjálparkokkur og heim- ilisást Blaðrans hins norðlenska í nærri misseri. 1 lok 1. þáttar syngja „sverm-endur“ á Tjörninni lítið og ljóðrænt lag, um Reykjavik. Öndin syngur alveg prýðilega, en steggur- inn er hálf utangarna og þarf að brýna röddina betur, ef veruleg á- nægja á að vera að svermendakvak- inu í lok 1. þáttar. Hinsvegar nær hann sjer fullkomlega niðri síðar, þar sem hann hefir gítarinn milli greipa sinna. Eftir hin gullfallegu tjöld 1. þátt- ar birtist i öðrum þætti heimaskrif- stofa Morgans ríka. Það er sextugs- afmæli hans og allir mestu mennirnir í höfuðstaðnum koma að óska hon- um til hamingju. Áhorfandinn fær þó ekki að sjá þá, heldur aðeins heim- ilisfólkið, sem er Friðfinnur, Emilia Borg, húsráðendur, Drifa Viðar, þessi dýra dóttir, sem fer sínu fram og sigrast á öllu, og svo Blaðran Norð- ling og Gordon Gin (Sigf. Halldórs- son), þá Sólonarnir, sem nú eru orðnir svokallaðir frídrykkjumenn, Nasínu þá, sem kom fram keyrandi með afkvæmi sitt og „ástandsins" í 1. drætti og svo hlutverk, sem kanske á betur heima siðar í leiknuúi (Gest- ur eineygði?). Þeir Sólonarnir trú- lofa Blaðran þarna vinnukonunni Nasinu, og svo mætist söfnuðurinn upp við Skíðaskála á kappmóti. Þar er Helgi Hjörvar kynnir og segir út- varpinu til um afrek á mótinu, þeir Sólonarnir eru þá orðnir „sportidót- ar“ óg kemur Tryggvi lilaupandi nið- ur á leiksviðið, en þyngsta hlutverk- ið (Har. Á. S.) veltandi, og gengur haltur æ siðan. Þar birtist og fyrra fólkið í nýjum myndum; Morgan og frú eru orðin sport-idiotar líka, en dóttirin hugsar um ást, og er nú orðin bráðskotin i Sólon Sokrates, þó að hann liti út elns og hann hafi staðið á fjósbás alla æfi sína. Þarna eru þrjár meyjur fallega klæddar. og heita Trú, Von og Kærleikur, þó að þær geri lítið að þvi að sýna það, og loks kemur fröken Nitouche (sem Annállin hefir stolið óþarflega miklu frá) og syngur lokasönginn með kurt og pi — ljómandi vel, eins og i 1. drætti. — Svo kemur lokaþátturinn, sem heit- ir „Lúxusflakkarar". Gerist hann við laxá uppi í Borgarfirði, en þar er Friðfinnur Morgan að veiða. Þangað rekst svo alt pakkið og alt endar i glaumi og gleði. Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.