Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 12

Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 12
12 F Á L K I N N Francis D. Grierson: Framhaldssaga. Toma hú§ið. Le^uilögreginsaga. 8. «3 kemst maður undir eins í ógöngur. Morð- inginn — við skulum kalla liann X —hefir auðsjáanlega ætlað að gera þeim greiða, sem voru í sömu klípunni og hann. En viðskiftavinir Cluddams, eða hvað maður á að kalla þá, liafa varla getað verið af betri endanum, skyldi maður halda.“ Martin tók fram í: „Faðir ungfi’ú Page hefir þó verið það.“ „Jú, það er satt. Peters drap á það, gerði hann það ekki?“ „Jeg liefi reynt að grafast fyrir, hvaða fólk Cluddam hafi einkum skift við,“ sagði Martin. „Jeg fjekk skrá hjá Peters, yfir þá, sem skulduðu Cluddam peninga. Að jeg kemst þannig að orði stafar af því, að auk lánastarfseminnar hefir Cluddam rekið önnur viðskifti. Við Clai’ke og þriðji mað- urinn frá Bishop Road-stöðinni gengum í þetta, og við höfum nú aflað okkur upp- lýsinga um flesta af þessum skuldunaut- um.“ x „Þjer eruð gull af manni. Hafðist nokk- uð upp úr því?“ „Þeim fanst það öllum fagnaðartíðindi, að Cluddam skyldi vera dauður — því er ekki að leyna — en okkur fanst ekki neitt grunsamlegt við einn einasta af þessum mönnum. Hjerna er skrá yfir þá, nöfn og heimilisfang.“ Barry tók skjalið og las. „Nú já, slátrari, heildsali, aðstoðarmaður við járnbrautirn- ar, skraddari o. s. frv.“ tautaði hann, og rendi augunum yfir listann. „Eitt var það þó, sem við fengum upp- lýst,“ sagði Martín. „Þjer munið, að Peters drap á, að Cluddam kveldi og píndi fólk og neyddi það út í sjálfsmorð.“ _ „Já.“ „Löggiltir handveðslánarar geta ekki reiknað sjer rentur nema upp að ákveðnu hámarki. Nú kemur það á daginn, að þeg- ar Cluddam klófesti fólk, þá ljet hann það borga sjer aukagjald, sem alls ekki kemur fram í reikningum Peters. Ef maðurinn gat ekki morgað eða vildi ekki, þá fór Clud- dam til fyrirtækisins, sem viðkomandi vann hjá, og kom því til leiðar að hann var rekinn, eða hann fór til fógetans.“ „Það er ekki að furða, þó hann væri liat- aður, og það er merkilegt, að liann skyldi ekki vera kirktur á götu einhverja dimmu- nóttina. Það er víst nóg af fólki þarna i nágrenninu við hann, sem væri trúandi til þess.“ „Hann var líka við öllu búinn. Peters segir að hann hafi oft sjeð hann stinga skammbyssu í vasa sinn — jeg fann eina í skrifborðinu — og úti í horni stóð gildur stafur með blýkúlu á endanum, ljótt vopn. Annars hafðiCluddam ekki leyfi til að bera skammbyssu.“ „Nei, hann hefir varla kært sig um að þurfa að gefa skýringu á, liversvegna hann þyrfti að vera vopnaður. Segið þjer mjer — fóruð þjer aftur til Hampstead eftir að jeg skildi við yður. — Nei, það var satt, þjer hafið ekki verið þar ennþá. Ef þjer viljið, þá getið þjer skroppið þangað á morgun. Nú skal jeg segja yður, hvernig umhorfs er þar úti.“ Það gerði liann síðan mjög itarlega, hann hafði talsvert álit á hæfileikum Martins til að hyggja á forsendum. „Mjer finst,“ sagði Martin, þegar Blytli hafði lokið máli sínu, „að við höfum ekki veitt ákveðinni persónu nægilega athygli, sem þó ætti að vita meira um málið en nokkur annar.“ „Hvern eigið þjer við?“ „Manninn, sem hafði sest að á kvistin- um í „Carriscot“. „Jeg liefi ekki gleymt honum — jeg segi honum, því að jeg veit, að það er karlmað- ur. En jeg get hengt mig upp á það, að jeg veit ekki, hvernig við eigum að fara að ná i hann. Það er ekki auðvelt, að hirta lýs- ingu af honum, þegar við höfum ekki hug- mjmd um, hvernig liann lítur út. Jæja, en við höfum fingraförin lians, og við getum athugað, hvort hann muni vera i safninu okkar.“ Þetta var óneitanlega skynsamleg álykt- un, og Martin mátti til að samsinna henni. Þeir sátu svo báðir og reyktu og skoðuðu málið hvor um sig, frá þeim þrettán hlið- um, sem hægt var að líta á það. Svo stóð Barry upp. „Jæja,“ sagði hann, „við skulum nú sofa á þetta. Það getur skeð, að viskan birtist okkur í draumi. Ef á mjer þarf að halda, þá verð jeg heima í alt kvöld.“ Marteinn var hagsýnn maður og svaraði því þurlega: „Hvað mig snertir, þá dreymir mig aldrei, nema jeg fái ost ofan á brauðið mitt á kvöldin.“ Barry hló. „Reynið þá gamlan ost i kvöld. Góða nótt!“ IV. KAPÍTULI. „Jæja, mamma," sagði Jack Vane, þegar móðir lians kom inn í borðstofuna, þar sem liann var að eta morgunmatinn. „Nú liefir þínum ágæta afkomanda loksins tek- íst að verða frægur!“ Frú Vane staldraði við, en sonur hennar náði í stól handa lienni og setti hann við borðið. „Hefirðu selt mynd?“ spurði liún. „Nei, það er því miður ekki það,“ sagði hann og roðnaði, „og jeg hefði kanske ekki átt að nota orðið frægur, jeg hefði getað látið duga að segja kunnur. Líttu á hvað fhjerna stendur.“ Og svo rjetti hann henni morgunblaðið. „Náðu i gleraugun mín, drengur miun,“ sagði hún, „þau liggja á arinhillunni.“ Hún hafði sest og var að hella kaffi í bollann sinn. Þegar hún hafði smakkað á kaffinu, með greinilegum ánægjusvip og horðað sneið af glóðarbökuðu hrauði og sneið af svínslæri, setti hún upp gleraugun og las dálk með ægilegri lýsingu á því, sem eldakonan i kjallaranum hafði þegar drepið á, í sam- bandi við æfintýri mr. Jacks á Hampstead- heiði. Svo lagði hún hlaðið frá sjer, tók gler- augun af nefinu og sneri sjer að stofustúlk- unni: „Þetta er gott, Parker, — það var ekki annað.“ „Eins og yður þóknast,“ svaraði roskin vinnukonan og fór svo ofan í kjallara til þess að segja eldakonunni, að frúin liefði ekki svo mikið sem deplað augunum, þeg- ar hún las um morðið. Svo hjelt frú Vane áfram, ákaflega stilli- lega: „Þetta var auma ákoman, drengur minn. Jeg vona, að það hafi ekki haldið vöku fyrir þjer i nótt. Þú komst nokkuð seint heim, var ekki svo “ Jack hló: „Þú er Ijómandi, inamma," sagði hann glaður og varð Ijettara, er hann heyrði, live rólega hún tók þessu. „Þú kipp- ist aldrei úr jafnvægi.“ „Það dugir ekki að æðrast,“ svaraði frú Vane. „Jeg vorkenni mannaumingjanum, sem drepinn var, en hinsvegar þektum við hann ekkert, svó að eiginlega má okkur standa á sama.“ „Alveg rjett,“ svaraði Jack með alvöru- svip. „Jeg sje, að það stendur eitthvað um, að þú hafir sjeð unga stúlku, þarna í húsinu,“ hjelt hún áfram. „Já,“ svaraði hann. „Viltu ekki gera svo vel að rjetta injer appelsínumaukið. Þakka þjer fyrir.“ „Bollinn þinn er tómur, sje jeg. Lofðu mjer að gefa þjer svolítið meira kaffi. Mjer þykir gott að sjá, að þú hefir lyst á morg- unmatnum.“ „Það er vottur um, að nóttin hafi ekki verið óróleg, er ekkL svo,“ sagði hann og brosti. „Jeg átti ekki við það,“ svaraði hún, „en þá dettur mjer annað i hug. Skemtirðu þjer vel í gærkvöldi. Þú varst hjá Carruthers, var ekki svo?“ „Jú, það var skrambi gaman. Við döns- uðum dálítið, og Vivienne vildi auðvitað endilega dansa tangó, sem hún alls ekki kann. Toni ljek laglega á slaghörpuna, hann ætlar að halda hljómleika í næstu viku — þú ættir að fara þangað.“ „Jeg held að jeg geri það. Jeg liefi gam- an af að heyra Toni spila, sjerstaklega Dehussy.“ „Og svo á jeg að lieilsa þjer frá frú Carruthers og segja, að það geti komið til mála, að hún Vivienne líti inn til þin seinni- partinn í dag.“ „Hefir þú mikið að gera í dag. Medleys- fjölskyldan kemur. Medley ofursti er kom- inn í borgina með stelpurnar og ætlar að verða hjerna nokkra daga, og Jim Medlev

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.