Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 5

Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 Oscar Clausen: Frá Sigurði Breiðfjörð II. þurfa að hætta sýningunni í miðju kafi. En þá kemur hon- um hjálp úr óvæntri átt. Meðal þeirra, sem koma þarna að tjaldabaki er liðsforinginn og greifasonurinn Kristján söngv- ari, en hann hefir komist að því, að Denise kann alt aðal- hlutverkið og syngur það prýði- lega. Er hún látin hlaupa í skarðið og nú snýst leiksviðið þannig við, að sviðið í Iðnó er alt í einu orðið svið leikhússins, sem er að sýna ópex-ettu FIox-i- dors. Það er Pigeon regissör, sem er einskonar milliliður að þeirri sniðugu bi-eytingu. Það er ekki að sökum að spyrja, að á- horfendurnir í leikhúsinu verða stórhrifnir af söng og leik hinn- ar nýju söngkonu, Denise, sem vitanlega hefir ekki verið kynt undir sínu rjetta nafni, heldur nafninu Nitoúche. Öðrum þætti lýkur svo að tjaldabaki, eftir að leiksviðinu liefir á ný verið breytt í það liorf, sem var í byrj- un annars þáttar: bakherbergi við leiksviðið á franska leik- húsinu. Nú skal efnið ekki rakið lengra fram. Fyrri hluti III. og síðasta þáttar gerist við her- mannaskálann, þar sem þeir majórinn og greifasonurinn liafa bækistöð sína. Þeir eru að skemta sjer, hermennirnir, eftir leikhúsveruna og eru orðnir all- þjettir. Þá lendir þeim þangað aðalpesónunum Celestin—Flori- dor og Denise—Nitouche. Rata þau þar í ýms vandræði og verður Floridor að gera úr sjer vinnuhermann og láta klippa af sjer listamannshárið, en Nit- ouche verður að gera úr sjer trumbuslagara. Loks lýkur þætt- inum heima í klaustrinu, á sama stað og hann byrjaði. Þar ^reiðir svo höfundurinn úr allri flækjunni, sem liann hefir látið fólkið komast í. Greifinn, sem hafði afsalað sjer brúði sinni Denise, af því að hann hafði orðið svo ástfanginn af Nitouche í leikhúsinu, fær hennar auðvit- að fyrir fult og alt, þegar það kemst upp, að þetta er sama Denise—Nitousche og Celestin— Floridor komct heim í klaustrið úr æfintýrinu. stúlkan. Og Celestin—Floridor sleppur við hefnd majórsins. Alt endar í gleði og glaumi, eins og allar óperettur eiga að enda. Leikurinn mæðir vitanlega langmest á Celestin—Floridor og Nitouche. Fyrnefnda lilut- verkið hefir löngum verið keppi- kefli leikara, sem liafa viljað spreyta sig ú erfiðu hlutverki, þvi að óneitanlega er það erfitt. Celestin—Floridor er í raun og veru tvöföld persóna, sem altaf er að hafa sætaskifti í sania búknum, eins og gert er grein fyrir i eintalinu í byrjun I. þáttar og í vísunni sem þar fylgir („Um leiksvið flakkar Floridor, en finst í klaustri Cel- estin. — Af söng er fullur Flori- dor, en fyltur iðrun Celestin“). En það er í stystu máli að segja um leik Lárusar Pólssonar í þessu hlutverki, að hann er frábær, m. a. fyrir það, að Lárus fellur aldrei fyrir þeirri freistingu, að láta keyra úr hófi. Auk þess hefir hann einkar viðfeldna söngrödd, sem hann heitir af fylstu smekkvisi. Leikfjelaginu er mikill fengur að því að hafa fengið þennan unga og lærða leikara í sinn hóp. Haraldur Björnsson liefir Eftir að Sigurður Breiðfjörð hafði dvalið á Isafirði um stund, flutti hann þaðan alfarinn suður í Stykkishólm og: þar var hann um tíiha atvinnu- laus og á einlægu drykkjuslarki. — Þá var það um haust, að hann var staddur í Höskuldsey, en þar þá út- ræði talsvert og margir sjómenn í verbúðum. Það er sagt, að Sigurður hafi ætlað að róa þar um haustið, en ekkert yrði af því. Þó var hann á flandri til og frá í verbúðunuin um haustið. — Þá var staddur þar i eyj- unni Jón nokkur Einarsson, ættaður vestan úr Tálknafirði. Jón þessi hafði verið að flækjast í verstöðvum undir Jökli og var Jón þar kallaður „rytja“, en þetta viðurnefni hlotnaðist honum vegna þess hversu hann var væskil- legur og einstaklega óásjálegur, en montinn var Jón og drjúgur yfir sjer. Hann þóttist m. a. vera margfróður og kunna talsvert fyrir sjer. — Það var eitt kvöld, að margir sjómenn sátu í einni verbúðinni og spjölluðu um, að nú væru allir galdramenn dauðir úr öllum æðum og enginn dugur væri nú lengur i nokkrum manni til fjölkyngis. — Jón „rytja“ var einn þeirra og maldaði hann í móinn vjð þessu og var drjúgur yfir því að til væru enn menn, sem vissu jafnlangt nefi sínu eða máske vel það, og mönuðu sjómennirnir þá „rytjuna“ til þess að sýna livað hann dygði. — Svo var það einn morgun- inn eftir að einn sjómannanna kom til Sigurðar og sagði honum að Jón „ryjta“ værj sestur að seið í hellis- skúta einum niður við sjóinn. Sig- urður Breiðfjörð hljóp þá þangað og vildi vita hvað þar væri um að vera, en þar sat þá Jón með stóran löngu- haus og blað með rúnaristingum á, og þóttist vera að galdra. — Breið- fjörð leist ekkert á þetta, en þrejf lönguhausinn og rúnablaðið og fleigði hvorutveggja i sjóinn og kvað um leið: Af þjer svo að ekkert tjón, öldin fái ríka, ef þú djöfull, ált hann Jón, eigðu þetta líka. — Það er sagt, að Jón „rytja“ hafi ekki reynt að galdra eftir þetta. stjórnað leiksýningunni og tek- 4st það ágætlega vel. Samleik- urinn er góður og frammistaða einstakra leikenda ágæt. Sigrún Magnúsdóttir, sem hefir annað aðalhlutverkið, hefir fullan sóma af því og eykur á þær miklu vinsældir, sem hún hefir áður getið sjer í óperettu og revy-leik. Og loks ber að þakka hljóm- sveitinni og stjórnanda hennar, dr. Victor Urbantschitsch. Við höfum fengið marga ágæta hljómlistarmenn frá framandi þjóðum hin síðustu árin, en að þeim öllum ólöstuðum verður það að segjást, að hann stendur engum þeirra að baki, heldur sennilega öllum framar. Það sem eftir hann liggur þennan stutta tíma, sem hann hefir starfað hjer, er sannast sagt svo mikið, að það er vonandi, að Tónlistarfjelagi Reykjavíkur megi haldast á honum sem lengst. Um þessar mundir dvaldi svo Sig- urður Breiðfjörð um tíma í Stykkis- liólmi, en þá bar svo við, að þar dó gamall próventumaður hjá Boga versl- unarstjóra Benediktsen, sem Teitur lijet og bað Bogi Sigurð frænda sinn að setja honum grafletur. Teitur þessi var auðugur maður og hafði áður búið á Rauðkollsstöðum í Eyjar- hreppi, en var barnlaus og liafði því afhent Boga öll efni sín, gegn því að hann sæi um sig það sem eftir væri. Teitur þessi hafði verið nýskur og aurasál mesta, en þótti til lítillar upp- byggingar. Grafskrift Sigurðar Breið- fjörð eftir Teit var ein vísa, en hún er svona: Um gamla Teit er grafskrift sú. gjörð ef sveit vill heyra, liann át og skeit, sem jeg og þú, ekki veit jeg meira. — Eftir þennan lieiðursmann, Teit, kvað líka Jón sonur Sdgurðar stúd- ents í Geitareyjum, þannig: Hjer liggur Teitur hulinn moldu, hann var áður einn rikur mann, auðæfin girntist æ á foldu, eftir þeini löngum gapti hann, fátækum litt þó gerði gott, gleymdi tíðum þeim kærleiksvott. Það sögðu þó sumir um Teit þenn- an, að margt væri vel um hann, þótt fastur væri hann á fje. — Úr Stykkishólmi fór Sigurður Breiðfjörð til Reykjavíkur og vann þar að beykisiðn. — Þar kyntist liann m. a. Sigurði hreppstjóra á Hjaila í Ölvesj, sem var auðugur maður, skap- stór og stórlátur. Hann bað Sigurð Breiðfjörð að yrkja lofkvæði um dugnað sinn og framkvæmdasemi, en fyrir það lofaði hann honum góðum kvæðalaunum. Breiðfjörð orti kvæðið, en dráttur varð á kvæðalaununum hjá þeim ríka lireppstjóra, Sigurði á Hjalla. Svo hittust þejr Sigurðarnir og bað lireppstjórinn skáldið að bæta við sig góðum vísum, því að sjer þætti ekkert varið í þær, sem hann þegar hefði ort. Þá bætti Breiðfjörð við þessari: Höfðingsmaður á Hjalla býr, hrós um hann skal gera, engan veit jeg úlputýr, annan slíkan vera. • Ekki þótti höfðingajnum á Hjalla þessi vísa bæta neitt um og sagðist ekki láta nein laun af liendi, enda líkaði sjer ekki kenningin „úlputýr". — Þá fauk í Breiðfjörð og skelti hann þessari visu á Sigurð á Hjalla: Ef það væri ekki synd, að vjer líktum saman, hefur rjetta marhnútsmynd, mannskrattinn í framan. Nú er það í bragi best, að bæta við yður þarna, hæðir guð, en hatar prest, hundspottið að tarna! Þegar Hjalla-hreppstjórinn lieyrði þessa vísu varð hann svo æfur að hann ætlaði að ráðast á skáldið, en þvi afstýrðu meun, sem við voru til þess að engin vandræði hlytust af. og skyldi þar með þejm. — Útbreiðið Fálkann! Abbacflsin (Gunnþórimn Halldórsdóttir) og systir Emma (Björg Guöna- dóttir).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.