Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 4

Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 4
4 F Á L K 1 N N hússkraddari", enda mikið við leikhússtörf riðinn, sem hljóm- sveitarstjóri um eitt skeið. Ilon- um er mjög sýnt um, hvað vel fer á leiksvíði eða vel ekki, og auk þess er hann hnyttinn og fyndinn og hefði líklega getað orðið sæmilegt slcopleikaskáld, þó liann hefði aldrei þekt ó- falskan tón. „Nitouche“ ber þessa vitni, — tilsvör og við- bui'ðarás er þar af ágætri leikni gert, svo að ósvikin skemtun er á að hlýða, þegát- leikurinn er í höndum góðra manna, eins og hann er á sýningunni hjer Reykjavík. ------Vitanlega er leikurinn innihaldslítill; hann flytur eng- Celestin— Floridor i gerfi garöyrkju- ai’ kenningar nema lielst þá, að mannsins. strangt klausturuppeldi sje tæp- »Nitouche« á leiksviðinu Það er orðin venja, að Leik- fjelagið og Tónlistafjelagið leggi saman krafta sína einu sinni á vetri og sýni þá skemtilega óperettu. Á þennan hátt er nú svo komið, að bæjarbúar eru farnir að kynnast söngleik í óperettuáttina, en áður var það fyrirmunað. Fyrrum varð ekki lengra í söngáttina komist en þar sem „vaudevillan“ var, en þó ekki væri um meira að ræða, þá voru slíkir leikir jafnan vin- sælir. Samanber „Æfintýri á gönguför“. Það var jafnan ágæt- lega sótt, þegar vel var vandað til söngkraftanna. óperettan, sem í þetta skifti varð fyrir valinu hjá Leikfjelag- inu og Tónlistarfjelaginu, heitir „Nitouche“. Hún er eftir franska tónskáldið Florimond Hervé, sem fæddist 1825 og lifði fram um 1880. Nafn hans er nær ein- göngu tengt við hið ljettara hjal tónlistarinnar, því að nær alt það, sem lifir frá hans hendi eru óperettur. En „Nitouche“ varð langsamlega lífseigust af öllum hans verkum, og lifir góðu lífi enn. Það er sjaldan langt á milli, að þetta nafn sjá- ist á auglýsingaspjöldum ein- hvers leikhúsanna í hinum stærri borgum Evrópu. — Hervé hafði það fyrir sið, að semja sjálfur efni og texta söngleikja sinna. Bera þeir þess merki, því að sjaldgæft er að hitta fyrir söngleiki, þar sem ómur og orð fellur jafnvel saman og lijá Hervé. Þetta er sem sé styrkur söng- leikja hans. Hann er ekki tón- skáld á æðri mælikvarða, hann semur ekki dillandi danslög, sem lærast í fyrsta sinn sem þau heyrast og hann er ekki heldur stórbrotinn eða tignarlegur. En hann er þægilegur, gamansam- ur, laus í rásinni og óþvingaður. Og hann er fyrsta flokks „leik- lega til óbrigðullar sáluhjálpar nje trj'gging fyrir því, að þeir sem þess njóta, haldi fast við boðorð æskuuppeldis æfilangt. Aðalpersónan er einskonar sýn- ishorn hins klausturlega upp- eldis og hins ljettúðuga lífernis í senn. Það er söngkennarinn Celestin í klaustrinu „Les petits oisseaux“ (Lárus Pálsson). Þeg- ar hann er að kenna ungmeyj- unum í klausturskólanum söng, þá gengur hann upp í þessu og spilar sálmalög og lofgerðir með mikilli trúarlegri við- kvæmni. En í honum er annar þáttur, sem er enn ríkari. Hann fæst við tónsmíðar, og þær eru hvorki sálmar nje oratoria held- ur óperettur, sem vissulega eru taldar verk hins vonda, af abba- dísinni í klaustrinu og hinum trúuðu yfirleitt. Vitanlega má enginn í klaustrinu vita, að Cel- estin söngkennari sje við slíka goðgá riðinn að semja óperettur og þessvegna vinnur hann sem tónskáld undir nafninu Flori- dor. Þegar leikurinn hefst á að vera frumsýning að óperettu Floridors um kvöldið. Hann hefir verið með allan hugann við undirbúninginn og líka við þá stásslegu meyju, sem leikur aðalhlutverkið og heitir Corinna (Inga Laxness). Hjá henni hef- ir honum lent saman við Fégure majór (Brynjólf Jóhannesson), sem vill. ná blíðu Coi’innu, og flúið af hólmi fyrir honum. En Fégura major er bróðir abba- disarinnar í klaustrinu, sem Celestin—Floridor kennir söng við. Er það Gunnþórunn Hall- dórsdóttir, sem leikur hana. Fégure majór á skjólstæðing einn, foringja í liðsveitinni, sem er greifi og heitir de Champla- treux (Kristján Kfistjánsson). Þessi greifasonur á að giftast einni námsmeynni í klaustrinu, Denise de Flavigny (Sigrún Magnúsdóttir), en sá hagur er ráðinn af foreldrum þeirra, en ekki hjónaefnunum sjálfum. Þau hafa aldrei sjest. Nú vill majórinn greiða fyrir hinum unga greifa’og reynir að fá syst- ur sína, abbadísina, til að lofa þeim að hittast. Hún þvertekur fyrir að þau fái að sjást, en leiðist til að lofa þeim að tala saman, þannig að skýluveggur sje á milli, og ekki má greifiiin segja hver hann sje heldur koma frain sem eftirlitsmaður skólans. Græða hjónaefnin því lítið á þeim samfundum. En abbadísinni er tilkynt, að mærin Denise eigi að koma til Parisar þegar í stað, því að bún eigi að fara að ganga í heilagt hjóna- band. Abbadísinni þykir ófor- svaranlegt að senda hana eina, og fær Celestin söngkennara til að fylgja henni til liöfuðborg'- arinnar þá um kvöldið. Hann þvertekur fyrir það, þangað til honum hefir hugkvæmst ráð til að fá samt sem áður að sjá óperettuna sína á frumsýning- unni. Svo er mál með vexti, að hann hefir einu sinni gleymt nótunum að óperettunni sinni á orgelinu í klausturskólanum. Denise og hinar stelpurnar hafa komist í þær og hefir Denise lært alt aðalhlutverkið. Hún vill þvi ólm komast með honum i leikhúsið og að þau látist fara með lestinni kl. 8 um kvöldið til París, en fari þá á óperett- una og nái svo í lestina sem fer um miðnætti. En Celestin-Flori- dor tekur ekki í mál, að Denise sjái óperettuna. Hann fer með hana á gistihús og ætlar að læsa hana þar inni meðan hann sje að horfa á óperettuna sína. En honum hefir gleymst að læsa herbergishurðinni hjá Denise, og kemur hún í leikhúsið skömmu á eftir honum. Flori- dor liefir lent saman við óvin sinn, majórinn, að tjaldabaki í leikhúsinu, þar sem þeir liitta báðir Corinne hina fögru. Lýkur þeim samfundum þannig, að Corinne verður óð og uppvæg og neitar að fara inn á leiksvið- ið eftir fyrsta þátinn og rýkur út í buskann. Leikstjórinn, há- ekta Gyðingur(Haraldur Björns- son)er i öngum sínum yfir að Liösforingjarnir kringum Nitouche, eftir að hún hefir gerst trumbuslagari. Majórinn (Br. Jóhannesson) og abbadísin systir hans (Gunnþ. Halldórs- dóttir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.