Fálkinn


Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 8

Fálkinn - 28.02.1941, Blaðsíða 8
8 F Á L K 1 N N JOHn nORTH: ^ TOMA IBTÐIM pT INA HUGGUNIN í þessu er sú, sagði West yfirlögregluþjónn, að hjer er ekki um morð að ræða! — Og þessvegna hafið þjer ekkert hjer að gera, svaraði starfsbróðir lians og hristi höfuðið. — Þjer eruð óbetranlegur! — Jeg er ákaflega værukær, sagði West yf.rlögregluþjónn og hagræddi sjer í skrifborðsstólnum — þessvegna var þafe, að jeg varð mjer út um stöðu í morðmáladeildinni, þvi að morð eru svo sjaldgæf! En þó er jeg nú ekki latari en svo, að jeg vil gjarnan hlusta á, hvernig í þessu máli liggur. Starfsbróðirinn brosti til Wests og sagði: — 1 nótt hefir þjófur lokað sig inni í skrautgripaverslun Martens og stolið þar dýrgripum fyrir fast að hundrað þúsund krónum. Aðeins því allra dýrasta, enda var það til þess, hve alt komst fljótt upp. í morgun klukkan sex — eða fyrir rúmum klukkutíma — kom næturvörðurinn, sem lítur eftir versluninni á klukku- líma fresti. Hann varð eigi lítið for- viða, er hann sá, að stór ennisspöng var horfin úr glugganum. Rigningin í nótt hafði orðið þess valdandi, að hann tók ekki eftir þessu fyr. Hann læsti sig inn í búðina og sá fljótlega, að þarna hefði verið þjófur að verki og gerði okkur undir eins aðvart. Þessi þjófnaður er framinn af mikilli leikni, en þarna í búðinni fundum við reykjarpípu. Þó að þjófurinn hafi notað gúmmíhanska mátti þó greina fingraför á pipunni. West kinkaði kolli og lögreglumað- urinn hjelt áfram: — Það kom á daginn, að þetta voru fingraför Edmunds Blints — þjer kannist við þann fræga inn- brotsþjóf. Honum var slept úr ríkis- fíingelsinu fyrir tíu dögum og tók sjer á leigu lierbergi í þvergötu niðri við höfn. Jeg fór þangað samstundis, en dólgurinn var ekki heima og hafði ekki komið í rúmið i nótt, svo að jeg setti vörð þarna niðurfrá. Nú er klukkan orðin yfir sjö, en engar frjettir hafa orðið enn. — Ætli þess verði ekki langt að bíða, að hann geri vart við s:g? sagði West. — Ef að þjer hefðuð drýgt svona glæp, þá munduð þjer varla koma lieim til yðar í bráð. — Ef til vill ekki, en þá mundi jeg ekki skilja eftir öll fötin mín og falskt vegabrjef í herberginu mínu, en það heflr Blint gert. West ypti öxlum og spurði: — Hvernig tekur Martens þessu tjóni. — Hann er vjjp/lega æstur, hann er víst talsvert æðrasamur að eðlis- fari; hann ætlaði að sleppa sjer út af því, að hann skyldi vera vakinn svona snemma. En vörur hans eru allar vátrygðar fyrir þjófnaði. Það varð þögn eitt augnablik, en svo sagði West: — Hafði Blint læst sig inni i búð- ina? — Hann hefir úrval af fölskum iyklum, hann er gullsmiður að iðn, og þessvegna handlaginn. — Og hann á pípuna? — Já, húsmóðir hans þekti hana undir eins. West ljet enn á ný ánægju sína í ljós yfir því, að ekki skyldi hafa verið framið morð, kveikti sjer í vindli og fór ofan í veitingaskálann til þess að fá sjer kaffisopa. Hann hafði ekki lokið við að drekka úr bollanum, þegar hann var kallaður í símann. — Þetta er lögreglustjórinn, var sagt í simanum. —Viljið þjer sam- stundis fara í Rolands Boulevard, þar hefir fundist lík. Nefndin er komin þangað og hún segir yður, hvað þjer eigið að gera. Stundarfjórðungi siðar var yfirlög- regluþjónninn kominn á ákvörðunar- staðinn. Vörður hafði verið settur kringum liúsið og morðmálanefndin var tekin til starfa, ]>egar West kom upp á efri hæðina, en þar hafði líkið fundist. Gangdyrnar stóðu upp á gátt, gegn- uin ganginn sá yfirlögregluþjónninn sjer til mikillar furðu inn i tómt herbergi. Önnur hurð stóð opin í ganginum og var inn í eldhúsið, og það var jafntómt og fyrra herbergið. — íbúðin er óbygð, sagði einn af lögreglumönnunum. — Það lítur svo út, svaraði West um leið og hann kom inn í herbergið og gekk að líkinu, sem var nálægt glugganum. Þetta var unglegur mað- ur, dökkhærður og vel til fara. West svipaðist um í stofunni og linyklaði brúnirnar, er liann kom auga á rúm- dýnu, sem lá á gólfinu. Hún virtist vera það eina í ætt við innanstokks- muni, sem þarna var að finna. Lögreglumaðurinn, sem hafði kom- ið með yfirlögregluþjóninum, sagði: — Morðið hefir líklega verið fram- ið i nótt. Læknirinn, sem er nýfar- inn, segir, að maðurinn muni liafa verið dauður í nálægt tíu tíma. Okk- ur- hefir tekist að þekkja likið, við könnumst við manninn, það er mað- ur, sem fyrir skömmu var látinn laus úr rikisfangelsinu, en verið var að auglýsa eftir í morgun, út af inn- brotsþjófnaði hjá Martens skraut- gripasala. — Nú, er það Edmund Blint? Lögreglumaðurinn kinkaði kolli og West gekk nú að líkinu og einblíndi lengi á það. Höggið, sem liafði frels- að þjóEnn frá öllum reikningsskilum við jarðneska rjettvísi, hafði verið afar þungt. Ennisbeinið var í raun- inni brotið, yfir vinstra auga. Maður- inn hafði dá!ð samstundis. — Hver fann líkið? spurði West. — Eftirlitsmaðurinn hjerna i liús- inu ætlaði hingað til þess að opna glugga og hleypa inn nýju lofti, hann sagðist vera vanur að gera það, er hann hefði sópað stjettina. Það mun hafa verið klukkan sex til hálfsjö. — Voru dyrnar læstar þá? — Já, og eftirlitsmaðurinn segir, að enginn hafi haft lykla að íbúð- inni nema hann, því að hún stendur auð. — Hvenær fluttist siðasti leigj- andinn á burt? — Fyrir hálfum mánuði. Jeg hefi skrifað hjá mjer nafn hans og nú- verandi heimilisfang — — og svo heimilisfang Blints. Maðurinn rjetti West miða og hann stakk honum á sig og fór svo að rannsaka húsakynnin, en fann ekk- ert nema blóðpoll und'r líkinu og af því mátti ráða, að morðið hefði verið framið þarna. Þegar West kom út á ganginn aft- ur, síó klukkan átta. Hann hringdi dyrabjöllunni að nágrannaibúðinni. Kona opnaði, svo fljótt, að líkast var að lnin liefði staðið á hleri fyrir innan hurðina. Hún liafði þegar ver- ið yfirlieyrð og gat ekkert sagt ann- að en það, sem West liafði þegar heyrt .... og svo það, að hún hefði hitt eftirlitsmanninn við húsdyrnar kvöld.ð áður, þegar hún var að koma heim úr leikhúsinu klukkan um tólf. Hann hafði komið innan úr tómu í- búðinni frá því að loka gluggunum. West skrifaði hjá sjer tímann og fór svo til eftirlitsmannsins og fram- burður lians var í fullu samræmi við framburð stúlkunnar. — Samkvæmt ósk húseigandans standa gluggarnir í íbúðinni opnir, hvenær sem því verður við komið. Það var vegna slagveðursins í gær- kvöldi sem jeg lokaði gluggunum, og svo stóð til að opna þá undir eins i morgun. — Og þjer hafið ekki rekið yður á neitt í gærkvöldi? — Nei, jeg kom inn í öll herbergin í íbúðinni. — Síðasti leigjandinn lijet Lund, sagði West, — og kveðst -vera full- trúi. Hjá hvaða fyrirtæki vinnur hann? — Hjá skartgripakaupmanni, var svarað. — Martens? Eftirlitsmaðurinn leit út undan sjer. — Það veit jeg ekki, jeg hnýsist aldrei í málefni leigjandanna, og Lund liafði aldrei orð á, hvar hann starfaði. Hann mintist aðeins einu sinni á, að liann sýslaði með dem,- anta og þessliáttar. West fór aftur upp í íbúðina. Hon- um fanst málið fara að skýrast. Þeg- ar liann kom upp, hafði líkið verið flutt á burt og morðnefndin hafði lokið slarfi sínu á staðnum. Það átti að fara að innsigla dyrnar, þegar West kom. — Lofið þi'ð mjer að líta hjerna inn áður en þið innsiglið, sagði liann. Mjer er illa við að gera margar ferð- irnar, og mjer kann að liafa sjest yfir eittlivpð. — Þá verðið þjer að innsigla sjálf- ur. — — Það skal jeg gera. — Jæja, við leggjum þá lakkið og innsiglið á eldhúsborðið. West var kominn inn í íbúðina. Hann rannsakaði gólfið, sentiinetra eftir sentimetra. Það flýtti fyrir hoh- um, að þarna var ekkert nema dýn- an, og livergi neinir felustaðir. Loks stóð hann úti á ganginum og hafði sett innsiglið á dyrnar. Hurðin hafði verið lakkborin nýlega og hann sá aðeins móta fyrir bletti, þar sem síðasti leigjandi hafði haft nafnplöt- una sína. Og liann sá annað, sem olli því, að hann lagði frá sjer lakkið og inn- siglið, tók hnífinn sinn upp úr vas- anum og náði ofurlítilli flís eða ögn úr dyrakarminum. Hann reif blað úr vasabókinni sinni og braut utan um þetta, stakk því í veskið sitt og fór. Stundarfjórðungi siðar sat hann á veitingaliúsi yfir ölglasi og var að hugleiða málið. Hann liafði náð hauslausri teikni- bólu úr dyrakarminum og nú álykt- aði hann þannig: Edmund Blint hefir komist í samband við hylmara, sem liefir sagt honum, að heimilisfang sitt vairi þarna í tómu íbúðinni. Blint fremur innbrot hjá Martens og held- ur síðan á Rolands Boulevard með þýfið. Hann sjer nafnspjald, fest með teiknibólu, við dyrnar, og sjer að þetta er rjetti staðurinn. Sá, sem dvelur í tómu íbúðinni og hefir liaft með sjer dýnu, til þess að gera sjer biðina þægilegri, er alls ekki hylmari heldur stórglæpamaður, sem ekki vílar fyrir sjer að fremja morð, og þessvegna eru ö^fcg Blints ráðin undir eins og hann kemur inn fyrir þröskuldinn. West kinkar kolli — jú, svona hefir þetta atvikast. Harin fer í símann, hringir á lögreglustöðina og spyr, hvort Blint hafi átt nokkra nána kunningja. — Nei, var svarað — Edmund Blint var einrænn og framkvæmdi ávalt innbrot sín hjálparlaust. — Hvar var Iiann vanur að koma þýfinu í peninga? — Hann var gullsmiður sjálfur og hræddi upp munina og smíðaði nýja, og kom þeim svo fyrir hjá fornsöl- um og veðlánurum. West lijelt á brott af veitingaliús- inu og fór nú til heimkynna Blints niður við höfnina. Þetta var laglegt herbergi út að götunni — hinn myrti hafði auðsjáanlega verið smekkmað- ur. Aðeins eitt gekk í berhögg við alt annað í herberginu: á rúminu lé dagblað og sneri auglýsingasíða upp. West tók blaðið og settist ó rúm- stokkinri. Blint li^fði auðsjáanlega verið að leita að liúsnæði, því að það voru eingöngu húsnæðisauglýsingar á þess- ari blaðsíðu. Við ýmsar auglýsingar- hafði hann sett dauft blýantsstryk. — West tókst á loft, þegar hann sá, að merki hafði verið sett við ibúðina á Rolands Boulevard. Hann lagði frá sjer blaðið og leit á borðið. Þar sá liann litla öskju með teiknibólum. Hann tók öskjuna og hristi nokkrar bólur í lófann á sjer, tók síðan upp veskið sitt og braut sundur blaðið, sem hann hafði sett bóluna í forðum. Þetta voru al- veg samskonar teiknibólur. Hann lijelt hvorutveggja til haga og fór síðan á burt. Þessi fallega niðurstaða, sem liann hafði komist að á veitingastaðnum, var nú að engu orðin. Það var Blint, sem liafði leitað uppi íbúðina í Ro- lands Boulevard, þar var Blint, sem hafði sett nafnspjaldið. á dyrnar, en það var lika Blint, sem hafði framið innbrotsþjófnaðinn. West labbaði i þungum þönkum upp aðalgötuna. Svo hóaði hann i bifreið og ljet alca upp i skartgripa- verslun Martens. Klukkan var orðin tiu. Martens hafði verið að gera skrá um vör- urnar, en farið heiin, þegar af- greiðslustúlkan kom, klukkan niu. En hún sagði, að Martens mundi koma aftur innan skamms og bað yfirlög- regluþjóninn að biða. Hann hringdi á lögreglustöðina og spurði, hvort nokkuð nýtt hefði kom- ið fram i málinu. — Ekki beinlinis, var svarað, — en það hefir komið ó daginn, að Martens er i fjárkröggum. Við erum að rannsaka, hvort hann telji ekki skaða sinn meiri en rjett er, — vegna tryggingarinnar, sjáið þjer. Fulltrúinn hans liefir farið i leyfi í gær, og það getur verið visbending. Við fundum á Blint lyklana, sem hann hefir notað.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.