Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 1

Fálkinn - 14.03.1941, Blaðsíða 1
16 sfður Reykjavík, föstudaginn 14. mars 1941. XIV. 60 aura »ÚTILEGUMENN í ODÁÐAHRAUN« I vikunni, sem leið, flutti Ólafur Jónsson framkvæmdastjóri Ræktunarfjelags Norðurlands, einkar fróðlegan fyrirlestur, með fjölda ágætra mynda, á skemtifundi Ferðafjelagsins. Ólafur er sjálfur einn í hópi þeirra ágætu áhugamanna, sem hafa stofn- að sjerstaka deild fyrir Norðurland, og á þann hátt hefir heildarsamtökunum bæst ómetanlegur styrkur. Fyrirlestur ólafs, sem áður er getið, fjallaði um ódáðahraun — þann hluta landsins, sem samkvæmt nafni sinu þykir einna óvistlegastur að- komu, þeim sem í fjarlægð búa. Hann sagði frá undrum þessa svæðis, frá þeim margvíslegu náttúrufyrirbrigðum, sem þar eru, en einn var þó leiðarsteinninn: Herðubreið, sem skagar upp yfir allar dyngjur. Myndin er tekin úr einni af fyrstu ferð- um Ölafs — því þær eru orðnar margar — og er eftir Edv. Sigurgeirsson, förunaut hans, og sýnir Herðubreið þannig, að snjókollurinn, sem ekki sjest nema frá sumum hliðum, er mjög greinilegur á myndinni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.