Fálkinn


Fálkinn - 14.03.1941, Page 5

Fálkinn - 14.03.1941, Page 5
F Á L K I N N 5 Fhigvjelavnav hafa tekiff viff sumum flatningiim úlfgldanna. Hjev mætist gamalt og nijtt, viff pgvamidana i Egyptalandi. mannýga úlfalda, sem hann ætti og komst bráðlega svo á loft, að liann gleymdi að vara sig á úlfaldanum. Alt í einu glefsaði úlfaldinn til hans með uppspert- um kjaftinum, en Indverjinn var furðu viðhragðsfljótur, vatt sjer undan til hliðar og tók svo um barkann á úlfaldanum, fletti upp efri kjaptflipanum á lionum og beit í hann, svo fast sem hann gat. Það dugði. Þetta var auðsjáanlega ekki í fyrsta skifti, sem úlfaldinn liafði verið veginn með eigin vopnurn. IlaJin lallaði sneypulegur á hurt og' reyndi engan hrekk frekai’ þann daginn. Það ier margt í fari úlfaldans, sem minnir á höggorminn, bæði hreyfingarnar og skaplyndið. Vísindamennirnar hafa sannað, blóðkornin í úlfaldanum eru ekki kúlumynduð eins og' í öðr- um spendýrum heldur eggmynd uð eins og hjá fuglum og skrið- dýrum. Annað einkenni hefir úlfald- inn, sem sje það, að líkamshit- in er ekki jafn, eins og hjá manninum og spendýrunum. Hann stígur hlutfallslega við loft- hitann og fellur aftur þegar kólnar. Líkamshiti manns er jafn, hvort sem maðurinn dvel- ur í liitabeltinu eða heimskaut- inu. En líkamshiti úlfaldans breytist um 8—9 gráður á sól- arhring í eyðimörkinni Sahara. Úlfaldinn varð samgöngutæki mannsins löngu áðúr en honum lærðist að búa til seglskip, og hann er ekki að fullu úr sög- unni enn. Það sem liefir gert úlfaldann svo hentugan til öræfa- ferða er þetta, að líkaini hans eyðir vatninu svo hægt. Úlfald- inn er alls ekki eins þurftalítill og margir lialda, hann drekkur afar mikið, en með löngu milli- hili. En fyrir öræfaferðirnar er i sífellu verið að brynna honum og hann er látinn drekka salt vatn á milli, svo að hann þyrsti meira og allar holur fyllist. Hann hefir þrjátíu til fjörutiu vatnsgeyma, sem allir eru fullir þegar úlfaldinn er búinn að drekka. Hver geymir rúmar 11 lítra af vatni þegar hann er úttroðinn, en að jafnaði er ekki svo mikið vatn í geymirun- um. Úlfaldinn getur látið þessi vatnshylki opnast og lokast eft- ir vild, og í langferðum sparar hann vatnið mjög'. Úlfaldinn er ekki matvandur. Hann jetur þyrnirunna og þistla og lítur ekki við grasi ef hann sjer fyrnefnt góðgæti. Hann jet- ur fremur arfa en smára. Og hann vill helst drekka salt vatn. Síðan vjelaaflið kom til sög- unnar er úlfaldinn ekki eins ó- missandi og áður var. Bifreið- arnar hafa víða tekið við af úlfaldanum og ýmsar hinar gömlu úlfaldaleiðir eru nú úr sögunni, en hifreiðaslóðir komn- ar í staðinn. Elsta úlfaldaleiðin, sem nú er úr sögunni, er sennilega leiðin frá Fasher yfir Libíueyðimörk- ina til Karga og þaðan í Nílar dalinn. Þessa leið fóru þræla- kaupmennirnir, sem fyrir hundr- uðum ára rændu svertingjum i Sudan og seldu þá mannsali lil Egyptalands. Og ennþá finnast beinagrindur þræla, sem fórust á leiðinni í eyðimörkinni. Leiðin var allt að 1600 kílómetrar, sem þeir voru reknir í ánauðina. Þeir voru festir saman með hlekkjum og reknir áfram yfir eyðisandana í hrennandi sólar- hita. Þrælakaupmennirnir sátu á úlföldum sínum og ráku, og' Jiegar þræll gafst upp var liann leystur úr samhandinu og skil- inn eftir og' látinn deyja. Nú evu þaff hjólspov bifveiffanna, sem sjásl á gömlu úlfaldasióffunnm Hergoð þjóðanna: uon Brauschiích. Það er sameiginlegt um marga þýska herforingja, sem í æðstu sessi komast, að þeir eru fæddir á prúss- neskum óðalssetrum. Undantekning frá þessarj algengu reglu er Walter von Brauscliitsch herstjóri Þjóðverja. Ilann er fæddur í Berlín og Ber- línarbúi í framgöngu. Ilann fæddist 1881 og varð liðsfor- ingi í „Garde-Grenadier“- liðinu um aldamótin. En jafnframt hneigðist hugur hans nijög að stærðfræði og yfirleitt hafði hann meiri hug á að mentast, en títt er um þýska liðs- foringja. Hann varð höfuðsmaður i herforingjaráðinu 28 ára gamall og var það lengst af heimsstyrjöldinni, en árið 1918 varð hann majór. Eftir að her Þjóðverja var afnuminn að mestu með Versalasamningunum var hann einn þeirra fáu, sem fjekk slarfa í hinu fámenna landvarnar- liði. Ilann varð deildarstjóri í her- málaráðuneytinu og foringi 1. her- deildar árið 1933 eftir Blomberg, hæstráðandi 1. hersveitar 1935 og loks yfirmaður alls þýska landliers- ins árið 1938. Brauschitscli er talinn með allra víðlesnustu mönnum þýskrar her- foringjastjettar. Hann er vísindalega mentaður hagfræðingur og fróður mjög um utanríkisstjórnmál og mann- kynssögu. Ekki þarf að fara í graf- götur um hverjar skoðanir hann hafi í -stjórnmálum. Og hann átti því láni Sð fagna, að vera nákominn ýms- um helstu mönnum nasismans, er greiddu honum götu til æðstu met- orða. Hinsvegar hefir hann aldrei tekið beinan þátt í stjórnmálaáróðri nasista. Hinir gömlu, þýsku herforingjar lijeldu þvi jafnan fram, að herinn ætti að vera einskonar ríki í rikinu, er livorki ættu að lúta boði nje hanni ráðuneytanna í Berlin. Von Brauscli- itsch hefir liinsvegar samrýmst hin- um nýja skóla, sem viðurkennir, að rikið sje Hitler, og lierinn aðeins eitt hjól í ríkisvjelinni. Sem hermaður kvað liann vera afargætinn og er sagt, að hann liafi i fyrstu litið horn- auga til hinna vjelfræðilegu nýjunga, sem verið var að koma frain í hern- um. Liklega er hann kominn á aðra skoðun nú, því að vjelarnar eru það og ekkert annað, sem hafa gert sókn Þjóðverja svo skæða, sem hún reynd- ist í fyrravor. Von Brauschitscli liefir ekki eins mikil völd og fyrirrennarar hans í herstjórasæti Þjóðverja. Nú snýst alt um foringja Þýskalands, Hitler, og vei þeim, sem mælir á móti honum. A þvi hafa ýmsir ráðamenn hersins fengið að kenna, svo sem herstjór- arnir Blomberg og Fritch.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.