Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1941, Side 4

Fálkinn - 22.08.1941, Side 4
I 4 FÁLKINN Iíúgvitsmaðurinn Ellehammer með vatnshrút sinn. Og svo varð að finna ráð til að gera EDISON DANA ELLEHAMMER VERKFRÆÐINGUR. A einum og sama degi les jeg í ■^■blöðunum, að flugvjel liafi lirap- að í Berlín, rifið þak af liúsi, drep- ið og iimlest margt fólk, sem sumt var í vjelinni og sumt í húsinu — og að England liafi samþykt margra miljón punda aukafjárveitingu til að auka loftvarnirnar. Svo líður einn dagur eða tveir og annað blað segir frá því, að nú eigi að taka upp loftvarnir í hverju einasta bygðarlagi í Danmörku; að sænska hervárnanéfndin hafi ákveð- ið að stofna fimm nýjar flugsveitir og að Ameríkumenn sjeu að smíða fljúgandi orustubeitiskip úr málmi með fjórum Hornet-hreyflum, tvö þúsund hestöfl, 400 kílómetra hraði á klukkustiind, lengd 21% meter, breidd 30% meter og þyngd 15,500 kíló. ()g nú get jeg ekki lengur á mjer setið. ' Jeg verð að fara úl á Kildegaards- vej í Heilerup til jjess að hitta föður flugsins í Evrópu á vinnustofu sinni. Ellehammer verkfræðing, sem fyrir meira en 30 árum var að keppast við Frakkann Dumont um að smíða fyrstu flugvjelina í Evrópu. Það er auðvelt að finna vinnustofuna, segir skósmiður einn á Kildegaardsvej mjer, því að það stendur stór vind- breyfill i garðinum. Verkfræðingurinn kemur á hverri stundu. Aðstoðarmaður hans fylgir mjer upp á skrifstofuna á efri hæð. Jeg fæ ráðrúm til að líta kringum mig. Þarna hanga skírteini frá öli- um hugsaniegum sýningum alt frá Hasle til Liége, bæði viðvikjandi bifhjólum og allskonar galdravjelum, og á vinnustofunni til hliðar, sem jeg þori aðeins að gægjast inn í, en ekki fara inn i fyr en húsbóndinn kemur, standa furðulegustu vjelar. Þar á meðal er vatnhrútur fyrir á- veitur. Hann getur, í fullri stærð, lyft 00 tonnum af vatni á mínútu, segir Ellehammer mjer siðar. Mig sundlar að heyra talað um svo mikið vatn. Loks kemur hann, „sá litli digri“ — en því nafni kallar hann sjálfan sig og brosir um leið. Og svo ryð jeg úr mjer öilum þessum frjettum úr blöðunum og spyr, hvað faðir flugsins í Evrópu segi um öll þessi boðorð. „Iikki annað en að jeg ber nokkra ábyrgð á því. Jeg keypti mjer ála- gaffal og trjeskó og settist að á ó- bygðri eyju. En svo leið auðvitað ekki á löngu þangað til maður þurfti rennibekk og svo vindmyllu, eins og þjer sjáið hjerna fyrir utan. Og svo fjekk maður rafmagn úr loftinu og byrjaði á nýjan leik. Áhugi minn fyrir fluginu er frá barnsaldri mínum. Árið 1874 hafði faðir minn tekið að sjer að þurka stórt flæðiengi á Valse Vig á Falstri. Hann var gamall timburmaður af skipi og hafði farið víða. En 30 ára gamall „fór hann í þurkvi“ og keypti sjer smájörð við Bakkebölle Fred- skov hjá Vordingborg. Þar leit jeg dagsins ljós á'rið 1871. En þegar hann liafði tekið að sjer þessa þurk- un, sem liann þrátt fyrir hrakspár allar framkvæmdi með vatnshrút, sem hann hafði fundið upp sjálfur, fluttumst við til Storholmen og þar varð framtíðarheimilið. Við vorum mörg systkinin, 4 stúlkur og 5 dreng- ir. ög þarna var gaman að lifa. Við gerðum okluir ísasleða eða stóra- flugdreka. Þannig varð jeg dús við vindinn. Er ekki spíran að mann- dómsstarfinu oftast í æskuleik barns- ins? Þegar jeg var kominn af barns- aldri fór jeg að læra úrsmíði á Nyköbing Falster. Þann litla frítíma, sem jeg'fjekk notaði jeg til að smiða allskonar smávjelar. Jeg bygði full- komna gufuvjel með katli, sylinder og kólfi, en þó var hún ekki stærri en svo, að hún gat rúmast í fingur- björg. Þegar jeg hjelt eldspítu undir vjelinni fór liún.að ganga. Þegar jeg liafði tekið sveinspróf vann jeg hjer og hvar ]>angað til jeg lenti í vjel- smiðju prófessor Jiirgensens. Meðal annars tólc jeg þátt í smíði fyrstu Ijósbogááhaldanna til læknisnotkun- ar — þau voru smíðuð handa Fin- sensstofnuninni. Jafnframt gerði jeg ýtíísar tilraunir heima lijá mjer. Jeg bjó til — sem leikfang — áhald til að sýna lifandi myndir, hið fyrsta sifinar tegundar. Jeg smíðaði fyrsta dafiska mótorhjólið, „Elleham“, og í tilefni af því fór jeg að sýsla við ijettu hreyflana, sem urðu grundvöll- ur flugsins. Ef hægt væri að búa til hreyfil, sem væri enn Ijettari.og enn sterkari en mótorlijólshreyfillinn, þá hlaut að vera hægt að fljúga. Og nú stóð bernskuleikurinn með flug- drekana lifandi fyrir mjer. Jeg hafði sett mjer markmið og ætlaði ekki að gefast upp. Jeg hafði reynslu af flugdrekum, en fór nú að gefa flugi fuglanna gæt- ur. Ljettur þurfti hreyfillinn að vera og svo sterkur, að vjelin gæti náð þeim hraða, að loftþrýstingurinn undir vængjunum hjeldi henni uppi. vjelina stöðuga í loftinu. Um þetta snerust tilraunir mínar. Við að smíða lítil flugvjelalíkön komst jeg að þeirri niðurstöðu, að ef mjer tækist að sniíða hreyfil, sem ekki vægi nema 5 kíló fyrir hvert hestafl, sem hann gæfi, þá gæti jeg flogið. Jeg setti þrjá sylindra í hring, svo að þeir notuðu sama sveifarásinn. Þetta var fyrsti stjörnuhreyfillinn í ver- öldinni og síðar fór hann sigurför um alla veröldina, og er notaður enn þann dag í dag. En jeg gleymdi að segja frá því, að jeg setti lijól undir flugvjelina og leysti með því þá gátu, hvernig flugvjelarnar ætti að lenda og ljetta. Loks var fyrirmynd- in fullgerð á vinnustofu minni, sem Jiá var í Istedgötu. Nú var að reyna hana. Jeg þekti háðglottið á fólkinu frá tilraunum mínum með mótor- iijólið. Jeg varð að leita mjer uppi afvikinn stað, sem lengst frá öllu fólki. Jeg valdi Lindholm, sem Knuth greifi ljeði mjer til þessara afnota. Hjer gerðist næsti þáttur í sögu fluglistar minnar. Nánustu samverka- menn mínir voru Vilhelm • bróðir minn og Lars frændi. Við smíðuð- um stóru flugvjelina af kappi á verkstæðinu mínu, en jafnframt reist- um við skýli fyrir loftskipiö, sem við kölluðum svo, og ruddum flugvöll á Lindholm. Á miðjuni fhigvellinum reistum við mastur og við það var festur stálvír, sem notaður var sem „tjóðurband“ á flugvjelina, svo að lnin færi ekki út af vellinum! Meðan Ellehammer segir frá dreg- ur liann upp úr .skúffu gamla við- skiftabók með næfurþunnum þerri- blöðum milli skrifblaðanna. Hana hefir Lars frændi notað sem dagbólc og skrifað á ósviknu sjómannamáli. Og nú les Ellehammer upp: „Það var síðdegis einn sunnudag, sem við reyndum í fyrsta sinn. Vind- hraðinn var talsvert mikill, um 7 metrar á sekúndu. Hreyfillinn var settur á stað eftir að tjóðurbandið hafði verið fest i vjelina. Auðvitað var enginn farþegi um borð, en sjálf- virka dingulstýrið átti að lialda vjel- inni í jafnvægi. Nú þaut vjelin af stað og iyftist. Við urðum svo glaðir að við steypt- um okkur kollhnýs í grasinu. Þetta var eini kollhnýsinn, sem jeg steypti mjer í mörg ár. Við hjeldum, að tak- markinu væri náð. En siðar varð það vjelin, sem gerði mest að því að steypa kollhnýs. Lítið þjer á .Ftjrirmynd að flugvjel, sem Ellehammer smíðaði í % eðlilegrar slæ rðar.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.