Fálkinn


Fálkinn - 22.08.1941, Page 12

Fálkinn - 22.08.1941, Page 12
12 F Á L K I N N Francis D. Grierson: Framhaldssaga. Tóma huislð. Le,inil«gi,eg:l ii^aga. ,Eins og þjer viljið. Og þjer skulu'ð vera viss imi, að mínir menn gera skyldu sína. Og svo getið þjer lagt þá þýðingu í svar initt, sem þjer óskið.“ Eva tók í handlegginn á Jack er liann ætiaði að svara aftur. „Mr. Blyth,“ sagði liún. „Jeg vildi óska, að þjer vilduð segja mjer, hversvegna þjer komust svona að orði. Jeg — jeg er ekkert lirædd við að heyra skýringu yðar.“ „Það held jeg' sannast að segja heldur ekki að þjer sjeuð,“ svaraði hann. „Þess- vegna kom jeg hingað. Þjer liafið, ungfrú Page, oflar en einu sinni lýst yfir því, að það væri óbifanlegur ásetningur yðar, að gera alt sem í yðar valdi stæði, til -þess að finna morðingja Cluddams. Haldið þjer nú ekki, að það gæti liugsast, að viðkomandi manni sje lítið um forvitni yðar gefið, og að hann geti freistast til að gera yður eitt- livað, sem yður kæmi ekki vel. Mjer er jafn umhugað og yður um að ná í morðingj- ann, en jeg er ákveðinn í því, að sjá um, að þjer njótið verndar meðan á því stend- ur.“ Eva þagði drykklanga stund. Svo sagði hún: „Þjer ernð þá ekki kominn hingað til að handtaka mig?“ „Nei, jeg gæti að vísu handtekið yður livenær sem mjer sýnist,“ svaraði hann. „Þjer sjáið, að jeg sýni yður fulla hrein- skilni. En jeg kæri mig ekki um, að áríð- andi vitni heltist úr lestinni.“ „Það er nóg komið af þessu . . . .“ hyrj- aði Jack, en Eva þaggaði niðri í honum aftur. „Það væri gainan að vita,“ sagði húu hægt, „hvort það var þessvegna, sem þjer fangelsuðuð bróður minn — jeg meina vegna öryggis lians sjálfs?“ „Jeg handtók hann vegna gruns um, að hann væri bendlaður við morð Cluddams," svaraði hann, en hún ljet sem hún heyrði ekki hvað hann sagði. „Mr. Blyth — jeg held að þjer vitið, liver liefir myrt mr. Cluddam!“ Barry stóð upp og svaraði glaðlega: „Það má segja, að þjer sláið mjer gullhamra. En jafnvel þó jeg vissi það þá yrði jeg að færa sönnur á það, og það er alt annað mál. En úr þvi að þjer hafið svona mikla trú á mjer, þá vona jeg, að þjer farið að ráðinu, sem jeg gaf yður áðan.“ Þau liorfðust í augu. „Jeg skal gera alt sem þjer segið mjer,“ sagði hún og rjetti honum hendina. Barry lmeigði sig og hjelt uni heridi liennar á meðan, kinkaði kolli til Jack og var þotinn út úr stofunni áður en þau gátu hringt. „Heyrðu Eva — hvernig í ósköpunum gastu ....?“ Hún stöðvaði hann á þægilegasta hátt, sem sje með því að kyssa hann á munninn. „Gullið mitt,“ sagði hún svo glaðlega og frjálslega að liann varð forviða. „Mig sárlangar í tebolla. Eigum við ekki að fara niður og sjá, hvort við hittuni ekki hana mömniu þína.“ XIX. KAPÍTULI. Barry fjekk tilkynningu frá Clarke yfir- lögregluþjóni á Bishop Road, sem lionuin þótti matur í. Götusali, James Wiggins að nafni, liafði óskað að koma sjer í mjúkinn hjá lögreglunni hann liafði fengið refs- ingu fyrir vasaþjófnað og misliepnaðar innbrotstilraunir — með því að korná upp um óþektan glæpamann, sem ekki laldist til „fjelagsskaparins“ og naut .þessvegna ekki verndar „undirheimanna“. Blytli ljet koma með liann á Scotland Yard, og það sem liann sagði á sínu „göfuga“ lirogna- máli, var í stuttu máli þetta: Kvöldið áður en lik Cluddams fanst liafði Wiggins orðið fyrir skrítnu atviki. Um daginn var ekki að villast, því að daginn eftir liafði hifreið ekið á götusalann, svo að hann liafði legið á spítala síðan. En um- rætt kvöld klukkan hálf ellefu liafði Wig’g- ins slaðið fyrir utan hús Cliuldams við Harrow Road og sjeð Peters, sem liann þekti vel í sjón. Hafði honum fundist það áberandi, hve álútur Peters var. (í svigum má geta þess, að Wiggins var alls ekki ó- latur á, að rjetta hjálparhönd þegar um innhrot var að ræða). Fyrir utan dyrnar stóð stór bifreið, ein af þessum hljóðlausu, sem höfðingjarnir aka í. Enginn hílstjóri sat i vagninum. . Svo komu tveir menn út úr dyrunum hjá Cluddam. Annar þeirra var Cluddam sjálf- ur, það gat Wiggins sjeð á göngulaginu, en hinn var hár og herðibreiður með linan hatt slútandi niður fyrir augun og i Ijósum yfirfrakka, sem kraginn var hrettúr upp á. Þeir lilóu og virtust háðir vera í hesta skapi. Þegar dyrnar opnuðust læddist Pet- ers, sem liafði staðið upp við vegginn, hak við bifreiðina og hleraði þar. Sá Wiggins þetta greinilega. Þegar bifreiðin var farin lallaði Peters á burt. Wiggins taldi sig' ekki vissan um, að geta þekt aftur förunaut Cluddams, en hann þóttist viss nm, að þetta stæði í einhverju sambandi við morðið í „Carriscot“. Honum var sagt að þegja vandlega yfir þessu og síðan sendur á burt með mörgum vinsamlegum áminningum. Martin og Clarke höfðu hlustað á yfir- heyrslu Barrys á „götugróssjeranum". Þeg- ar fulltrúinn var orðinn einn með Martin, leyndi hann því ekki, hve vel lá á horium. „Hunda-hepni,“ sagði hann — „saunkölluð- guðs gjöf.“ Martin góndi á liann. „Þjer lialdið víst, að jeg sje genginn af göfluníun,“ sag'ði Barry og hló. „Eins og við latínumennirnir segjum: „Quem Deus vult perdere, prius demental“.“ „Jeg kann ekki latínu,“ sagði Martin, „en mjer finst það ósköp sennilegt, fyrir því.“ „Jeg er nú enginn tungumálaskörungur heldur,“ sagði Barry, „en þetta er setning, sem troðið er í livern latínuskólastrák. Hún þýðir: „Þann sem guð vill tortíma, hrjálar hann fyrst.“ Og það var víst þetta, sem þjer hjelduð um mig.“ Martin hrosti út undir eyru. „Það var alls ekki hölvað. En jeg get ekki sjeð . . . . ‘ „Hvað það er, sem hefir gert mig svona glaðan? Góði Martins. Mr. Wiggins hefir komið með hlekkinn, sem mig vantaði i sönnunarkeðjuna mína!“ „Jeg gæli hengt mig upp á, að jeg hotna ekkert í þessu, sir,“ murraði Martin. „Nú skal jeg skýra þetta fyrir yður. Þjer voruð sammála mjer um, að Peters mundi liafa þekt manninn, sem myrti Cluddam, og reynt að liafa út úr honum peninga með hótunum.“ „Já,“ „Gotl. Þa'ð er ekkert út á þessa hugmynd að setja, en þó var þar eitt atri'ði, sem jeg gat ómögulega skilið. Ef Peters vissi hver morðinginn var, hversvegna fór hann þá ekki strax að reyna að neyða úl úr honum peninga? Mjer finst á mjer, a'ð það mundi vera til einhver ofur einföld skýring á þessu, en hvernig sem jeg' reyndi, þá gat jeg ómögulega fundið liana, fyr en Wiggins sýndi mjer ráðninguna.“ „Afsakið þjer, en jeg get nú ekki sjeð, livað það var, af því, sem þessi náungi sagði, sem er svona þýðingarmikið. Hann þekti ekki þriðja manninn.“ „Nei, og það er auðvitað leiðinlegt. En munið þjer ekki livað hann sagði um Pet- ers ?“ „Hann sagði, að liann hefði staðið hak við vagninn og lilustað.“ „Einmitt. Hann hlustaði. Látum okkur nú rannsaka, hvað við getum ályktað af því, eins og skáldsagnahöfundarnir segja. Við ályktum, Martin sæll, að Peters liafi haft grun á Cluddam og haft gát á honum. Við ályktum, að hann liafi langað lil að vita hvér þessi ókunni maður var, sem hann vissi eða hafði grun uin, að Cluddam ætlaði að liitta þetta kvöld; við ályktum, að þó liann hafi ekki sjeð framan í mann- inn, þá hafi liann að minsta kosti heyrt málróin lians.—-------“ „Augnablik, sir. Hvernig' getum við vitað, að hann hafi ekki sjeð liann. Hann var þó nær lionum en Wiggins var.“ „Jú, Martin sæll, lijerna er það, sem of- vitið kemur til skjalanna. I alvöru tala'ð: ]iað er alls ekki fráleitt að álíta, a'ð Peters — sem var hræddur við að fara að glugg- anuni á bifreiðinn af því að hann kynni að sjást — liafi heyrt ókunna manninn tala. Það er mjög sennilegt, að hann liafi verið á höttunum eftir Cluddam til þess að kom- ast að einhverju óleyfilegu, sem hann væri að aðhafast, og fá tangarhald á honum. En þegar Cluddam fanst dauður, með hníf í bakinu, gat Peters lagt tvo og tvo saman. Hann var varkár að eðlisfari og þessvegna þagði liann og beið átekta. Svo hugsa jeg

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.