Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1941, Qupperneq 2

Fálkinn - 12.09.1941, Qupperneq 2
2 F Á L K I N N Norðuríör Ríkisstjörahjónanna. Fyrsta opinbera heimsókn ríkis- stjóra var gerð til höfuðstaðar Norð- urlands, þann lö. f. m. Skyldi haldið af stað úr Reykjavík að morgni þann dag, en sökum hinnar óvæntu komu Churchill forsætisráðherra dróst burtferðin nokkra klukkutíma. Eigi að síður var komið á hinn ákveðna áfangastað að kveldi og gist í kvenna- skólanum á Blönduósi, en daginn eftir var haldið til Akureyrar. Þar bjuggu ríkisstjórahjónin í Mentaskól- anum. Var bærinn allur flöggum skreyttur meðan ríkisstjórahjónin dvöldu nyrðra og röð af fánastöng- um meðfram götunum upp að Menta- skólanum. Daginn eftir komuna til Akureyr- ar (mánudag) fór ríkisstjóri i heim- sókn til bæjarfógeta, bæjarsljóra og vigslubiskups og sama dag síðdegis tók hann á móti öðrum embættis- •mönnum og sýslunarmönnum rikis og bæjar. Daginn eftir hafði hann mót- töku fyrir blaðamenn á Akureyri, en siðdegis sat hann boð sýslunefndar- innar, ásamt frú sinni, í Kvennaskól- anum á Laugalandi. Færði forstöðu- konan, Dagbjört Jónsdóttir ríkis- stjórafrúnni blómvönd. Eftir sam- sætið var haldið að Klauf og skoð- uð þar tilraunastöð Kaupfjelags Ey- firðinga. 30.000.000.000 eldspítur úr einu trje. Jurtaríkið hefir svo tröllauknum þegnum fram að tefla, að gegn þeim verður lítið úr filum og hvölum dýraríkisins. En stærsti þegn jurta- ríkisins er risafuran „General Sher- man“ i California og heitir hún í liöfuðið á frægum ameríkönskum hershöfðingja. Eftir meira en þús- und ítarlegar mælingar þykjast menn geta staðhæft, að „General Sherman" sje stærsta trje i heimi, en risafuran „General Grant“ komi næst. „General Sherman" er yfir 90 metra hár og ummál stofnsins niður við jörð er um 30 metrar. Stærsta greinin er 2 metrar í þvermál og úr öllu trjenu mætti búa til 30 miljard eldspítur. Lika mætti smiða úr trjenu fjöru- tiu 5 herbergja hús. — „General Grant“ er ívið hærri en „Sherman“ og líka gildari við rótina, en trje- magnið í honum er minna. Talið er, .4 miðvikudag var farið áustur að Laxá og rafstöð Akureyrarbæjar skoðuð. Þann dag var ágætt veður, en annars var yfirleitt leiðinlegt veð- ur meðan á ferðinni stóð. Á héim- leiðinni var staðið við i Vaglaskógi. Haldið var heimleiðis til Reykja- víkur á fimtudag. Þann morgun var skoðuð mjólkurvinslustöð Kaupfje- lags Eyfirðinga, áður en lialdið var af stað. Að góðum og gömlum ís- lenskum sið var gestunum fylgt úr lilaði, inn að Þverá í Öxnadal. Gerði það móttökunefnd sú, sem hærinn hafði kosið. Að sjálfsögðu yfirgáfu rikisstjóra- hjónin ekki svo höfuðstað Norður- lands, að þau skoðuðu ekki falleg- asta blettinn á Akureyri: Skemti- garðinn. Þar voru m. a. í fylgd með þeim hjónin Axel Schjött og frú hans, en eins og margir vita var það frúin, sem i raun rjettri lagði hyrningarsteininn að þeirri miklu bæjarprýði fyrir nálægt 40 árum og liefir síðan verið vakin og sofin í því að auka garðinn og umhæta. — Hjer á myndinni sjest frú Schjött ásamt rikisstjórahjónunum við blóm- beð i skemtigarðinum. að þessir tveir „generalar“ sjeu um 4000 ára gamlir. Þeir hafa jm verið um 800 ára, ])egar Trójustríðið var háð á dögum Helenu fögru. Bókafregn. FORMÁLABÓK eftir Árna Tryggvason og Bjarna Bjarna- son. — ísafoldarprentsmiðja h.f. — Réykjavík 1941. Tveir ungir lögfræðingar, Árni Tryggvason og Bjarni Bjarnason lög- mannsfulltrúi, hafa fyrir skemstu sam- ið nýja formálabók en ísafoldar- prentsmiðja h.f. gefið út. Eru nú nærfelt þrjátíu ár síðan Einar Arn- órsson gaf út I.ögfræðilega formála- bók, og þegar þess er minst, hvílík- um urmul laga Alþingi hefir ungað út síðan, má það ljóst vera, að síst muni vanþörf á nýrri hók til þess að geta fylgt þeim nýju siðum, sem lög- gjöfin krefur af þegnunum. í sum- um mikilsvarðandi efnum, sem grípa mjög inn i daglegt líf þjóðarinnar, hefir löggjöfinni verið gjörbreytt, svo að nú er það lögleysa sem áður þóttu lög — og öfugt. Sá sem þetta ritar er ekki lög- fræðingur og getur því ekki dæmt um bókina frá þeirri hlið. Enda er bókin ekki ætluð lögfræðingum held- ur á hún að vera lögfræðingur sjálf. Hún er ætluð ólöglærðum mönnum sem leiðbeinandi og ráðunautur, að ]jeir megi lijálpa sjer sjálfir um ó- brotin og einföld efni, án þess að leita til lögfi’æðings. Og þó að lög- fræðingar sjeu nú viðar um land en var fyrir einum mannsaldri eða hálf- um, þá er það enn svo, að þeir eru ekki allstaðar til taks og stundum erfiðleikum og kostnaði bundið, að til þeirra. Bókin er um 450 blaðsíður og efnisniðuröðun hennar má ráða af fyrir&ögnum þein-a sjö aðalkafla, er hún skiftist í, og þeir eru þessir: I. Leyfisbrjef og umsóknir, II. Persónu- rjettindamál o. fl., III. Sifjai’jettar- mál, IV. Erfða- og skiftarjettarmál, V. Fjármunarjettindamál o. fl., VI. Skattamál og VII. Dómsmál. Að því er hvert einstakt mál snert- ir er greint frá efni gildandi laga eftir því sem rúm leyfir og síðan eru prentaðar (með smáletri) fyrir- iLiyndir að skjölum þeim eða „for- málum", sem gerast eiga í málinu. Er sjerstakt i’egistur yfir þessi skjala- sýnisliorn framan við bókina. Það var svo fyrrum, að sá sem átti Lögmálabókina í sveitinni varð eins- konar lögfræðilegur ráðunautur sveit- arinnar og naut meiri virðingar en ella. Nú tíðkast bókakaup meira en áður var, svo að sennilegt er, að þeim fjölgi eftir útkomu þeisarar bókar, hinum heimalærðu lögfræð- ingum, sem ekki höfðu annað til síns ágætis en að kunna að fletta upp í formálabókinni. Iceland Past and Present lieitir hæklingur, eftir Björn Þórðar- son lögmann, sem Oxford University Press liefir gefið út í sumar. Er liann, að því er segir í formála, sjerstaklega ætlaður ættingjum og vinum hinna mörgu setuliðsinanna, sem dvelja hjer á landi nú, að þeir fái rjetta liugmynd um landið með nafnið, sem veldur því, að útlend- ingar liyggja það kaldará og lirjóst- ugra en það er. í kverinu, sem er aðeins 40 blað- síður, er fyrst gerð grein fyrir byggingu landsins, livenær og livaða þjóðum það bygðist. Þá er næst sagt frá fólksfjölda og tungu landsbúa að fornu og nýju og síðan frá stjórn- skipun þess og afstöðu til Noregs og Danmerkur alt fram á vora daga. I sjerstökum kafla er gerð grein fyr- ir sambandslögunum frá 1918 og breytingum þeim, sem urðu við her- námið 10. apríl 1940. Þá koma greinar um landið sjálft og einkenni þess og hefði hún mátt vera ítarlegri. Frá atvinnulífi þjóð- arinnar og framförum segir miklu gjörr. Þá er kafli um utanríkisversl- unina og næst annar um íslenska menning fyr og siðar og einnig er sjerstök grein um þjóðliátíðina 1874 og um Alþingishátíðina. Loks er einkar fróðlegur kafli.um hernaðar- lega þýðingu landsins. Frásögnin er öll einkar skipuleg og vandvirknisleg, eins og vænta mátti af höfundi. Og íslandsvinur- inn sir William Craigie hefir þýtt kverið á ensku, svo að ekki er að efa, live vandaðan búnlng tungunnar það hefir fengið. Eitt má að kvei-inu finna. Upp- dráttur landsins á bls. 17 er ómynd, Guðmundur Hannesson prófess- or varð 75 ára 8. þ. m. Hefir hann verið kjörinn heiðursdokt- or Háskólans nú um afmælið, fijrir vísindastörf sín í þágu ís- lenskrar mannfræði. Jón Halldórssón meistari, Skóla- vörðustíg 5, verður 70 ára 15. september. Ingvar lsleifsson, forstj., Sandi, verður 50 áira 22. þ. m. að öðru leyti en þvi, að eftir lion- um má gera sjer nokkra grein fyrir skiftingu liálendis og láglendis. En þarna sjást ekki Þingvellir eða Geys- ir og Vestmannaeyjar eru ekki einu sinni til nafnlausar. Og fimm af kaupstöðum landsins eru ekki merkt- ir á uppdráttinn. Það bætir ekkerl úr þessari skák, þó að þai-na sjeu sýnd nöfnin Djúpivogur og Borðeyi-i.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.