Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1941, Page 8

Fálkinn - 12.09.1941, Page 8
8 P Á L K I N N Herbert Shaw: IIVÍII QaTCHELL lögregliifulltriii hafði ^ versta álit á Michael Donovan. En jafnvel fyrverandi bófar eiga kröfu til iiðsinnis hjá lögreglunni, og örvæntingarmálaleitun Donovans hafði verið neyðaróp manns, sem var hræddur við dauðann. Það var auðvitað Ferrari, sem var kominn á kreik aftur. Hræðsla Don- ovaos við Ferrari fyrverandi saln- herja sinn, var orðin plága á lög- regiunni. Á leiðinni heim að laglega húsinu lians Donovans, með grænu glugga- hlerunum, nam Satchell staðar augna- blik til þess að virða fyrir sjer mynd, sem aumingi liafði málað á gangstjettina. Þessi veslingur var vanur að mála á gangstjettirnar með- fram Thaxnes. Satchell fulltrúi fleygði skilding í liatt málarans, og liann, sem hafði iokið við að mála fallega mynd af standmynd sem stóð skamt frá, leit upp og þakkaði fyrir sig. „Hvernig gengur þessi atvinna? spurði fulltrúinn vingjarnlega. „Er þetta ekki nokkuð afskektur staður?“ Listamaðurinn linyklaði brúnirnar. Þetta var lítill og hnýttur maður en augnaráð hans var einkennilega fast. Fulltrúinn starði á hann — honum fanst á sjer, að liann hefði sjeð þennan mann fyr. „Afleitlega,“ sagði listamaðurinn, „en jeg er svo til nýbyrjaður hjerna.“ Hann rendi auguntmi yfir myndirn- ar sína á stjettinni og bætti hátið- lega við: „Myndirnar mínar eru of góðar til þess arna.“ ,„Þær eru afbragð,“ sagði Satchell. „En þjer hafið valið yður slæman stað — það eru alt of margir götu- málarar hjer í nágrenninu." „Jeg skal bjarga fnjer. Mjer liefir ltom nýtt ráð í hug.“ Hann sagði fulltrúanum hvað það væri og Satchell óskaði lionum góðs árangurs og hjelt áfram heim til Donovans. Michael Donovan var enn á slob- roklc og í inniskóm. Höndin skalf þegar hann heilsaði fulltrúanum. í gamla daga hafði hann verið kallað- ur „fallegi Donovan" og .var annál- aður fyrir skotfimi. Michael Donovan vár ennþá ánægður með útlitið á sjer, þó að það hefði beðið nokkurn- hnekki af löngu öri, sem náði yfir annan vangann endilangan. Satchell var fremur þur við hann og tók eftir, að augun voru rauð og þrútin. „Yður hefði verið nær að verða áfram í Ameríku," sagði liann. „Hvað er það, sem amar að núna?“ „Yður skjátlast viðvikjandi Ferr- ari. Hann er ekki i Ameriku — liann er kominn til Englands." Donovan kreisti ósjálfrátt fastar að skamin- byssunni í vasa sínum. Hann hafði fulla ástæðu til að hræðast fyrver- andi stallbróður sinn, Mario Ferrari. „Hver hefir sagt yður, að liann sje hjer?“ spurði Satchell.......... Donovan rjetti honum brjef, og Satchell las það. Það var stutt: Til hr. Michael Donovan. Varaðu þig, rottan bin — þú færð bráðum að sjá mig. Mario — Malahide, Dublin. „Vingjarnlegt og kumpánlegt,“ sagði Satchell fulltrúi og glotti. „Svo að liann er ennþá á hnotskóg eftir yður. Hvenær fenguð þjer þetta brjef? Það er fyrsta brjefið, sem þjer hafið fengið frá honum síðan jijer komuð til Englands. Veit Ferrari, að þjer gangið undir nafninu Smith og teljið yður fyrverandi kaupsýslu- mann?“ Michael Donovan fölnaði við tilhugs- uniná eina. Hann helti wisky í glas lianda sjer áður en liann svaraði: „Haldið þjer að jeg sje vitlaus? Það eru aðeins þjer og bankinn minn, sem þekkja þetta heimilisfang. En það cr til málaflutningsmaðiir lijerna sem seldi nokkur verðbrjef fyrir mig og Ferrari fyrir mörgum árum, jiegar við vorum hjer á ferð. Hann sendi honum brjefið í þeirri von, að hann mundi senda mjer það. En málaflutningmaðÖrinn þekti að- eins bankann minn og sendi brjefið þangað. Bankinn sendi mjer svo brjefið. En jafnvel ]>ó að málaflutn- ingsmaðurinn gæti snuðrað upp lieim ilisfang mitt l>á mundi hann aldrei segja Ferrari frá ]>ví. Því að hann fær 500 pund á ári fyrir það sem nann vinnur fyrir mig og getur ekki án þeirra peninga verið. Þjer gleym- ið, að jeg er ríkur maður, fulltrúi." „Nei, en þjer minnið mig á það í livert sinn sem þjer sjáið mig,“ svar- aði Satchell þurlega. „Jeg mundi nú ekki gorta eins mikið og þjer gerið af þessum peninguni, þegar þeir erú fengnir á ]>ann liátt sem þjer liafið fengið þá. Jeg mundi fleygja þeim í sjóinn og byrja á lieiðarlegri vinnu. Þjer eruð Ijeleg útgáfa af mannkyn- inu, mr. Smith — mjög ljelegt eiu- tak.“ „Þjer móðgið mig,“ sagði Donovan. „Jeg liefi ekki brotið lög þessa lands — lögreglan þarf ekkert yfir mjer að kvarta.“ „Nei, því miður,“ svaraði fulltrú- inn og andvárpaði. „Ef við liefðum sakir á yður þyrfti jeg ekki að labba alla leið hingað i livert skifti sem þjer lekið hjartanu af hræðslu. Þjer eruð hræddur um líf yðar fyrir Ferrari, er ekki svo?“ „Hann öfundaði mig altaf,“ sagði Dónovan. Fulltrúinn hló, því að hann vissi ástæðuna til hefnigirni Marios og hræðslu Donovans. „Mjer liggur stundum við að vor- kenna yður, Donovan," sagði hann. „Þjer eruð forríkur maður — og einmaná þorpari. Þjer liafið sannar- lega til ]>ess unnið að lifa í eilífri angist." Donovan var nióðgaður. „Jeg skil ekki hvað þjér meinið?“ „Ykkur Mario kom mætavel saman lengi vel, þangað til siðasti glæpur- inn ykkar niistókst. Þið brutust inn i Olympic-bankann í Boston um há- bjartan dag og rænduð 40.000 doll- urum og það Iá við að þétta tækist, þó að lögreglan væri á hælunum á ykkur. En svo skjöplaðist y.ður stjórnin á bifreiðinni og hún brotn- aði. Þjer náðust. En Mario Ferrari slapp undaii með fulla tösku af seðl- mn og verðbrjefum. Er þetta ekki rjett. Jeg hefi skýrslu lögreglunnar í Bandaríkjunum." Donovan svaraði engu og leit ekki á liann. Hann strauk langa örið á vanganum. Úti í garðinum flögraði dúfnahópur og seltist upp á þakið. Donovan ókyrðist við þytinn. Hann hljóp út að glugganum og klappaði saman höndum. Dúfurnar flugu upp aftur og fóru burt. Það fór hrollur um Donovan. „Jeg hata dúfur,“ sagði liann. „Þjer eruð taugaveiklaður, Donov- DIIFURW AR I enskum borgum sjást gangstjettamálararnir víða — fátækir listamenn, sem mála myndir með mislitri krít á stjettarhellurnar og leggja höfuðfatið sitt hjá til að taka við ölmusu þeirra, sem hjá fara. an. Þjer ætluð að drekka minna.“ „Það er einskonar dægradvöl að drekka. Það voru dúfur, sem áttu sök á óheppninni með bilinn, sem þjer voruð að tala um. Við vorum að sleppa undan ofsókninni þegar heil torfa af dúfum flaug upp af torg- inu sem við fórum um — þessvegna misti jeg stjórnina á bílnum og ók beint á grjótgarð. Jeg hata dúfur.“ „Já, en Ferrari tókst að lilaupa úr bílnum og sleppa. Þjer sátuð fastur í bílnum þegar lögreglan kom að. En þjer þektuð felustað Marios og Mario hafði 40.000 dollarana. Þjer gátuð gert vérslun og þjer gerðuð liana. Svikúð Mario til að kaupa yður frelsi. Bankinn fjekk pening- ana óg Mario tíu ára hegningarvinnu. Eftir átta ár var hann náðaður fyrir góða framkomu. Þetta er ástæðan til, að hann er að eltast við yður núna og ætlar að skjóta yður undir eins og hann kemst í færi,“ sagði fulltrúinn kuldalega. Donovan leit á fulltrúánn. „Hon- um er best að vera ekki of viss um, að hann hitti mig. Jeg hefi altaf verið snarari í snúningum en hann.“ „Verði yður að góðil. Iin jeg vil lielst ná í Mario áður en ykkur lend- ii saman og endursenda hann til U.S.A. — lögreglan þar hefir aug- lýst eftir lionum. Enginn skilur í livað orðið hefir af honum. Okkur er illa við allar skötæfingar hjer í London. Gefið mjer þetta brjef, svo skal jeg reyna að láta einhvern af okkar niönnum góma hanii.“ Satchell tók brjefið en alt i einu datt honum nokkuð í liug. „Jeg sá ágæta inynd af yður á leið- inni hingað," sagði hann. „Mynd af mjer?“ át Donovan eft- ir, forviða. „Máláða á gangstjettina, rjett fyrir aústan Albertbrúna. Maðurinn, sem hafði málað hana, sagði mjer, að honuni hefði dottið nokkuð nýtt í hug. Hann ætlaði að mála myndir af öllum, sem færu hjá. Hann mun hafa sjeð yður á gangi þarna.“ „Hvert í lieitasta," tautaði Donov- na og nú setti að honum nýjan kvíða. Honum var ekki um, að vita myndir af sjer á strætum og gatnamótum, öllum til sýnis. „Hversvegha liefir hann einmitt málað mig?“ „Þjer ættuð að skoða yður í spegli,“ svaraði fulltrúinn. Það hafði Donov- an þegar gerl — og á skrifborðinu hans voi’U kynstur af dýrum ljós- myndum af honum, sem hann notaði fyrrum til að gefa ástföngnum stúlk- um, sem voru lirifnar af „Fallega Donovan". Fulltrúinn hjelt áfram, önugur eins og fyr: „Hann heitir meira að segja sama nafninu eins og ]>jer — eða einu af dulnefnunum yðar — liver veit nema liann sje skyldur yður. Undir myndunum stendur: ,,Alt min eigin handaverk. O. Smilh." „Jeg fer til hans og girði fyrir að hann máli mig,“ sagði Micliael Don- ovan, öðru nafni Smith, reiður. Undir eins og Satchell var farinn klæddi Donovan sig og fór út. Við gömlu kirkjuna fór hann yfir breiða veginn. Han fór jafnan yfir götuna á þessum sama stað, svo að liann sæi simaturninn hinumegin. Því að ef Mario tækist nokkurntíma að snuðra liann uppi og finna bústað lians, væri það ekki nema likt honum að leggjast í launsát við rauða simasaur- inn — með skaminbyssuna. Það var sniðugt af Mario að byrja leitina i , Malahide. Nú, livað svo? Var hann, Micliael Donovan kanske ekki eins sniðugur. Hann hafði að minsta kosti verið > nógu sniðugur til þess, að láta ekki loka sig inni i fangelsi í mörg ár. Það var flóntslegt að vera liræddur við Mario. Hann var ekki annað en vængbrotinn bófi, og lögreglan mundi ná í liann áður en hann fengi tæki- færi til að sýna skotfimi sína i Eng- landi. England var annað en Ameríka. I Englandi var maður öruggur — að minsta kosti þegar aðui' átti vænt hús með lilerum fyrir gluggunum . og nóg af peningum í þremur bönk- um og átti Satchell fyrir lijálpar- liellu. Þegar liann hugsaði betur um ]>etta var engin ástæða lil að hræðast Mario. Donovan sagði þetta við sjálfan sig á liverjum degi, en þegar hann kom að gangstjettamyndunum varð liann lafhrædur á ný. Hann rendi augunum yfir myndirnar — þar var mynd af styttunni, önnur af brú og svo stóra myndin af lionum sjálfum. * Undir stóð: Á skemtigöngu. Þetta var ágæt mynd, naiiða lík' honum. Hann varð æfur þegar hann sá þessa mynd, sem vel gat komið Mario á sporið. „Þurkið þjer myndina út!“ skipaði liann. „Mjer líkar hún ekki.“ Litli maðurin stóð upp. Hann pírði augunum á Donovan og síðan á myndina, eins og liann væri að hera það saman. „Líkar yður hún ekki? Mýndin er ágæt,“ sagði liann. „Ágæt?“ rumdi Donovan. „Þjer getið hvorki málað nje teiknað,“ sagði hann fyrirlitlega. „Heyrðuð þjer ekki, að jeg skipaði yður að þurka myndina út?“ „Jú, jeg lieyrði það,“ svaraði litli maðurinn og brosti smeðjulega, „en jeg ætla mjer ekki að gera það.“ „Gott og vel, ]>á geri jeg þð sjálf- ur,“ fnæsti Donovan af vonsku. Ilann sneri sjer við til að biðja einn bílstjórann, sem var þarna skamt frá, um vatnsfötu og klút. En svo tók hann eftir 2>oIli með olíubrá á úti á gangstjettinni. Hann steig ofan í leðjuna og njeri svo skónum yfir myndina, meistaraverk Smitlis, þang- að til hún var orðin óþekkjanleg. „Sjáið þjer nú. Þegar jeg vil láta gera eitthvað þá verður það fram- kvæmt,“ sagði Donovan. „Jeg skal sjá um að þjer verðið rekinn hjeðan á morgun.“ Svo hjelt liann áfram og var enn þrútinn af reiði. En liann var ekki kominn langt þegar honum varð ó- rótt á ný og hann sá að liann liefði gert sig sekan um flónsku. Hvað stoðaði það þó að þessi gang-

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.