Fálkinn


Fálkinn - 12.09.1941, Side 10

Fálkinn - 12.09.1941, Side 10
10 P Á L K 1 N N VNCSSVV UÆNMRNIR Æ' Ohreinu krakkarnir. AÐ liaf'ði verið ósköp leiðinlegt heima síðan hún mamma fór með henni ömmu i langt ferðalag. Þær ætluðu á eitthvað, sem þær kölluðu „baðstað“. — Af hverju getur lnin mamma ekki laugað sig í baðkerinu eins og jeg? spurði Milla. Ilún saknaði henn- ai mömmu sinnar svoddan selfing. — Ja, það er ekki svoleiðis, sagði nýja, fina barnfóstran, sem liafði verið fengin til að annast um Millu og sjá um, að hún væri hrein og þvegin og fengi eittlivað að borða. — Hún amma þín á að fara í sjerstakt bað og fá mat, sem hún hefir veru- lega gott af og svo margt fleira. Það er þetta sem maður fær á þessum stöfium, sem þcir kalla baðstaði. Og meðan hún er í buru þá verður þú að vera þæg og gera alveg eins og jeg segi þjer! Milla varp öndinni. Ekki af því að hún væri kenjakoppur eða óþekt- arangi — nei, liún var einstaklega gott og lilýðið barn — en henni leiddist og hún óskaði þess af heil- um hug, að hún hefði hana mömmu sína til að tala við og ganga með, en ekki hana Karlottu. Þessvegna varð Milla lieldur’ en ekki glöð þegar tvö börn komu gest- komandi til fólksins, sem áttu heima í næsta húsi við hana — börnin, sem Karlotta kallaði „óhreinu börn- in“! Að vísu varð Milia að viður- kenna, að þessi börn, Kláus og Jóna, voru hvorki hrein nje þokkaleg. Þau voru altaf þessleg, að það veilti ekki af að þvo þeim í framan og um hend- urnar;svo var altaf sprottið á kálfs- löpp á þeim og Jóna var með ó- hreina svuntu, en stórir blettir á peysunni hans Kláusar. En jiau voru svo skemtileg og virt- ust kunna svo vel að leika sjer. Þau voru ekkert hrædd við að leggjast í grasið þó það væri vott, og þau voru vist aldrei jöguð, þó að þau settu bletti á fötin sin eða rifu þau. En þegar shkt kom fyrir hjá Millu fjekk hún orð i eyra hjá Karlottu. — Má jeg ekki leika mjer við liann Kláus og liana Jónu? spurði hún, en Karlotta hristi höfuðið, ákveðin á svip og sagði: — Ekki til að nefna! Við skítugu krakkana! Jeg sem er að reyna að láta þig vcra hreina og þokkalega, — heldurðu að jeg vilji láta þig óhreinka fötin þín? Hvað heldurðu að hann pabbi þinn segði, ef þú værir eins og þessir sóðar? Að hú.n mamma þeirra skuli ekki skammast sín fyrir útganginn á þeim! Milla gat ekki svarað neinu til þessa, luin varð að viðurkenna, að Jóna og Kláus væru óhrein — en ]>au voru nú skemtileg samt. Daginn eftir kom pabbi hennar snenmia heim af skrifstofunni og haffii nokkuð með sjer, sem gladdi hana heldur en ekki. Það var flug- dreki, stór og fallegur, sem hann hafði búið til handa henni án þess að hún vissi af. — Nú skulum við fara upp á flöt- ina hjerna við húsið og setja hann upp! sagði pabbi Miliu, og lnin gleymdi alveg „óhreinu börnunum" af eintómri gleði yfir drekanum. Það var svo gaman að hlaupa og láta drekann fljúga liærra og hærra. Segl- garnið var vafið upp á spítu, sem hún Ijet snúasl þegar það átti að rekjast af. Vindurinn tók dr.ekann svo að hann flaug og flaug — mikið Ijóm- andi var þetta gaman! En þá kom heldur en ekki babb í bátinn. Seglgarnið í drekanum slitn- aði, svo að hann flaug stjórnlaus áfram lengi vel, þangað til loksins að hann fór að lækka í lofti. — Ó, nú dettur hann! kallaði Milla og hljóp í liumátt eftir drekanum. Faðir hennar elti hana en fór hægar — hann gat ekki hlaupið eins liart. og hún. En ]>ví var nú ver að drek- inn datt ekki alla leið niður á flöl- ina, heldur hjekk liann á grein á einu af stóru trjánum, sem uxu með fram girðingunni. — Mjer er ]>ví miður ómögulegt að klifra upp í trjeð og ná í hann! sagði pabbi Millu þegar hann hafði skoðað trjeð. Milla var rjett farin að skæla, en í sama bili heyrði lnin einhvern segja: — Jeg — jeg get náð í liann. Bíddu — biddu bara! Þarna stóðu þá „óhreinu börnin", Kláus og Jóna, bæði lafmóð, þvi að þau höfðu hlaup- ið upp flatirnar þegar þau sáu hvcrn- ig fór með drekann. Honuin Kláusi varð ekki skotaskuld úr því að kom- ast upp í trjeð, því að hann var bæði finmr og ljettur. Hann gat losað drekann og náði ineira að segja fallega halanum á honum óskemdum. Milla hafði steingleyml því, að börn- in voru óhrein og æpli af fögnuði þegar drekinn var orðinn laus, og svo dönsuðu þær kringum trjeð, Jóna og hún, og dáð'ust að drengnum. Nú stóð liann á flötinni andspænis þeim og Milla liorfði útundan sjer á föður sinn, því að hún vissi, að liann vildi altaf láta hana vera hreina og vel til fara. En liann brosti ánægður og sagði: — Þú ert duglegur drengur, Kláus, injer finst að þú og hún systir þín ættu að leika sjer við hana Millu því að hún er svo einmana. En fyrst ættuð þið nú samt að þvo ykkur dá- lítið og kanske laga á ykkur fötin! Kláus og Jóna rendu augunum yfir blettótt og skellótt fötin sín og svo fóru þau að bera saman svörtu hend- urnar á sjer og hreinu hendurnar á henni Millu, og nú sagði Jóna: — Jeg veit vel, að við erum ósköp sóðaleg, en það er af því, að lnin mamma liggur veik og • getur ekki hugsað um okkur! En ef við megum leika okkur við hana Millu þá skul- uni við reyna að vera lirein. Svo urðu þau öll samferða lieim og Karlotta fjekk að heyra alla sög- una um Kláus og drekann. Og hún varð svo alúðleg þegar hún frjetti hversvegna börnin væru óhrein og sagðist gjarnan vilja lijálpa þeim til að l>vo sjer, svo að þau gætu leikið sjer við Millu Og eftir þetta vant- aði Millu ekki leiksystkin. „Óhreinu börnin“ urðu eins lirein og nokkur börn geta orðið, svo framarlegu sem þau liafa nokkra ánægju af að leika sjer. Úr því að mamma þeirra var veik þá fanst Milhi ekki nema sjálf- saft að þeim væri hjálpað og það þótti þeim öllum vænt um, ekki síst henin mömmu þeirra, þegar hún frjetti það. S k r í 11 u r. IJtið þjér á, ungfrii, þessi stjarna, sem jeg var að sýna gðnr, er i svo margra Ijósára fjarlægð frá jörðinni, að ef þjer væruð nú stödd á stjörnunni og hefðuð nógu sterkan kíki munduð þjer geta sjeð Gnnnar a Hlíðarenda-mörgum árum áður en hann fæddist. Vjelin slekkur tjósið á ákveðinni stundu. gæti nú inunað i hvaða pakka jeg setti tannburstann minn. — Eruð þið að vinna hjerna? — Nei, við eríim að leika Indlánu.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.