Fálkinn - 31.10.1941, Qupperneq 6
G
F Á L K I N N
LITLA S AG AN. —
Gust Ymers:
SÖNNUNIN
T EAN DUPRÉ stöövaði bifreiðina
við gangstjettarbrúnina fyrir utan
ofurlitla bifreiðarstjórakrá. Klukkan
var sex að morgni. Ennþá vorú tveir
tímar þangað til Havre liraðlestin
færi, svo að það var nógur timi til
að fá sjer vel að borða, áður en bif-
reiðinni væri skilað aftur til Rauld
Sarrien í Madeleine-bifreiðarstöðinni.
Þetta hafði verið erfið næturferð,
því að hann var óvanur akstri eftir
heils árs „skylduhvild". En mikið
liafði það samt verið unaðslegt að
vera frjáls maður á ný. Jean var
kominnn að þriðju kótellettunni þeg-
ar kaffihúsdyrnar opnuðust og tveir
menn komu inn. Þeir stefndu beint
að borðinu hans. Jean þekti þá. Þeir
voru lögreglunjósnarar.
— Jæja, sagði hann án þess að
standa upp ætlið þið að fá ykkur
morgunverð? Þá ráðlegg jeg ykkur
að fá ykkur þessar sauðakótelettur.
Það er besti maturinn, seni jeg hefi
smakkað í heilt ár.
— Þá skuluð þjer naga beinin vel,
Dupré. Það verður víst talsvert langt
þangað -til þjer fáið kótellettur næst,
sagði sá sem lengri var af mönnunum
tveimur. Það er Lemont fulltrúi, sem
sendi okkur hingað. Hann langar til
að tala við yður — undir eins.
— Við mig? Hvað skyldi sá gamli
beiðurshlúnkur vilja mjer núna?
Skyldi honum leiðast eftir mjer?. .
— Það skuluð þjer spyrja hann um
sjálfan. Komið þjer nú .........
— Þetta var hörmulegt, Dupré. Jeg
hafði vonað, að það yrði lagt þang-
að til jeg sæi yður aftur. Það væri
synd að segja, að jijer hafið notað
frelsið vel, ekki Jengra en það var.
— Þvert á móti, lierra fulltrúi.
Ekkert jafnast á við bilferð um öld-
ótta, sumargræna akra, mettaða af
blómailm frá ......
— Hættið þessum náttúrulýsingum!
Það er innbrotið í nótt, sem við
þurfum að tala um. Meðgangið þjer
— Meðgeng hvað?
— Engin látalæti. Innbrotið hjá
Leperrier gimsteinasala í Eperney,
auðvitað.
— Nei, það meðgeng jeg ekki. Því
jeg þekki ekkert til þess. Jeg veit
ekki einu sinni hvar Epernnay er.
Flefi aldrei komið þangað. Og í nótt
var jeg i Le Mans, þar sem jeg fædd-
ist .....
— Getið þjer sannað það? Hafið
þjer heimsótt nokkurn þar?
— Nei, jeg heimsótti engan l>ar.
Það voru meira en þrjátiu ár síðan
jeg kom þangað seinast. fiú mjer
datt bara í hug, að það væri gaman
að sjá fæðingarbæinn minn áður en
jeg færi til sjós.
— Jæja, svo að þjer höfðuð hugs-
að yður að fara til sjós?
— Já, jeg fer með lestinni klukk-
an átta til Le Havre? Jeg get fengið
skipsrúm á einu af skipunum frá
C.M.F. Jeg liefi siglt á þeim skipum
i meira en tólf ár. .. .
— Svo að þetta var vel úthugsað.
Elizabeth Englandsdrottning.
Eftir Markgreifann af Donegalt.
Og þegar þjer kæmuð í ókunna höfn
ætluðuð þjer að selja þýfið frá
Epernay, var ekki svo?
— Jeg fullvissa yður um, lierra
fulltrúi... .
— Við höfum fellandi sannanir
gegn yður, Dupré. Við vitum, livað
'þjer hafið aðhafst síðan þjer voruð
Játinn laus í gærmorgun. Við höfð-
um gát á yður síðan þjer fóruð frá
Paris i bíáu Renault-bifreiðinni, sem
þjer leigðuð hjá kunningja yðar á
Madeleine-bifreiðarstöðinni. Bifreið,
eins og sú, sem þjer höfðuo, sást
standa fyrir utan hjá Leperrier gim-
steinasala í nótt, á þeim tíma, sem
innbrotið hefir verið. framið... .
— Það eru yfir fimtíu þúsúnd
þesskonar bifreiðar í París, herra
fulltrúi.
— ....og þegar við bætist, að við-
komandi, sem sá bifreiðina, telur sig
vissan um, að einkennið á henni hafi
byrjað á I.P.46.... — eins og núm-
erið á bifreiðinni, sem þjer höfðuð
— og innbrotið var framið með alveg
sömu aðferðum, sem þjer höfðuð,
þegar þjer brutust inn hjá Vernon
i Versailles, þá álít jeg best, að þjer
hugsið ekki til ferðarinnar til Le
Havre í bráð. Æ, þar fór síðasta
eldspítan mín. Það vill aldrei lifa
í þessari pípu! Hafið þjer eldspítu á
yður, Dupré?
Dupré stakk hendinni i buxna-
vasánn og rjetti fulltrúanum stokk.
Hann var nærri þvi fullur. Lemont
kveikti liægt og rólega í pípunni.
Svo sagði liann — og hjelt eldspítu-
stokknum enn í hendinni:
— Þjer getið þá ekki sannað, að
þjer hafið verið í Le Mans? Komuð
þjer ekki einu sinni á kaffihús þar?
— Nei, jeg kom þangað svo seint,
að það var búið að loka öllum
kaffihúsum.
— Þjer ókuð þá ekki niður ó
járnbrautarstöðina?
— Ju, en það var búið að loka
|)ar.
Fulltrúinn leil á klukkuna.
—• Dupré, það er klukkutími enn-
þá þangað til lestin yðar fer. Ef þjer
flýtið yður, þá náið þjer lestinni.
— Er það svo að skilja, að jeg
megi þá fara? spurði Dupré forviða.
— Já, auðvitað. Jeg hefi enga á-
stæðu til að tefja yður lengur.
Jean Dupré hristi höfuðið, þegar
hann ók á burt. Gamli fulltrúinn
hlaut að vera orðinn elliær....
■— Hefði Dupré fengið mjer þennan
stokk sem sönhun fyrir því, að hann
liefði verið í Le Mans, mundi jeg
hafa sagt við sjálfan mig: þetta er
yfirlagt ráð! En hann vissi ekki, að
hann gekk með sönnunina fyrir sak-
leysi sínu í vasanum. — Lemont
fulltrúi las aftur auglýsinguna aftan
á stokknum: „Eldspítnasjálfsalan.
Járnbrautarstöðin i Le Mans“ stóð
þar. — Nei, Dupré greyið er ekki
jafn bölvaður og jeg hjelt.
Ilöfundur eftivfarandi greinar,
Lurd Donegall er einn ensku blaöa-
mannanna, sem vorn hjer í heim-
sókn i haust.
Lafði Elizabeth Bowes-Lyon, dótt-
ir jarlsins af Strathmore, og drotn-
ing Englands síðan 11. desember
1936, er fædd 4. ágúst 1900. Sagan
segir, að hún og konungurinn hafi
fyrst sjest í veislu, sem lafði Lei-
cesler hjelt fyrir unglinga. Þá hjet
konungurinn prins Albert. Hann
kom auga á blóeygða telpu með
hrokkið hár, sem var að glíma við
ísköku. Hann leit á hana eins og
tíu ára gamall strákur lítur á (i
ára telpu, ef til vill með nokkru
yfirlæti og lítilsvirðingu — og fór
leiðar sinnar.
Svo sáust þau ekki aftur fyr en
eftir síðustu styrjöld. Það var á
dansleik, í Ijóma og glaumi áranna
eftir stríðið. Stúlkan, sem hafði
borðað ískökuna forðum var nú
orðin fögur og fáguð stúlka. Þetta
var árið 1920 áður en liann varð
hertögi af York. Upp frá þeim degi
óx viðkynning þeirra, en þrjú ár
liðu áður en hertoganum tókst að fá
jáyrði brúðar sinnar. Það varð mik-
ill fögnuður í landinu, ])egar trú-
lofunin vitnaðist, því að öllum þyk-
ir vænt um að heyra um þau lijóna-
bönd konunglegs fólks, sem byggj-
ast á ást eingöngu.
Eftir að Elizabeth giftist, lielgaði
hún sig luismóðurskyldunum og fólk
varð lítt vart hjónanna. Þau hjeldu
vinum sínum yfirlætislaus samkvæmi
í heimahúsum og lifði heimilislífinu
í kyrþey eins og sómir á enskum
fyrirmyndarheimilum, og vörðu
miklum tima til uppeldis dætra
sinna tveggja, Elizabeth og Mar-
gareth Rose. Þau voru i orðsins
fylstu merkingu fyrirmynd ungra
hjóna.
Hertogafrúin af York hafði aldrei
búist við að verða Englandsdrotn-
ing og víst varð um það, að konung-
urinn mundi segja af sjer, undir
árslokin 1936, þá hefðu hvorki her-
toginn nje hún kosið að yfirgela
hið kyrláta heimili sitt vegna bjarma
konungskrúnunnar, ef skyldan hefði
ekki boðið þeim það. En báðum
hefir skyldan jafnan verið þeim
fyrsta boðorðið, hvort sem hún var
gagnvart börnum þeirra, vinum eða
enska heimsveldinu, þó að sú skylda
kostaði þau mikla fórn.
Rjett eftir að þau tóku við kon-
ungstign og drotningar var það, að
góður vinur ininn sat einn að te-
drykkju með drotningunni og sagði
hún þá við hann: „Fólk hefir verið
einstaklega alúðlegt við okkur, en
jeg er í vafa um, hvort þvi þykir
í raun og veru vænt um okkur. Jeg
vona það“. En á 42. afmælisdegi
sinum þurfti hennar hátign drotn-
ingin ekki að vera i neinum vafa
um þessa spurningu: ást þjóðarinn-
ar og aðdáun á henni á sjer engin
takmörk.
Fyrsta tækifærið mikla gafst, þeg-
ar Konungshjónin fóru í opinbera
heimsókn til París. Hafði orðið að
lresta heimsókninni vegna lráfalls
föður drotningarinnar, en þegar
konungshjónin komu til Paris 20.
júlí 1938, sýndi drotningin af sjer
þann yndisþokka og alúðarfram-
komu, sem að við, sem vorum með
konungshjónunum lil Canada, þekkj-
um svo vel og dáumst svo mjög að.
Þegar mannfjöldinn í París fagn-
aði drotningunni sem innilegast
sagði ameríkanskur stjettarbróðir,
sem stóð við hliðina á mjer: „Hún
hefir eittlivað til síns ágætis, þessi!"
Og við skildum allir, að hún „hafði
eitthvað til síns ágætis“, þegar hún
steig fæti á land í Quebec. Enginn
var viss um, livernig Quebec-búar
mundu taka henni, en þeir urðu
heillaðir af henni þegar í stað og
þegar þar á ofan bættist, að drotn-
ingin talaði gallalausa frönsku, þá
kunnu l)eir sjer ekki læti. — Þetta
endurtók sig vestur Canada og heim
aftur.
Drotningin hafði jafnan gengið
vel klædd en íburðarlaust, en á
ferðinni þurfti hún að hafa mikið
fyrir því að liafa mikið úrval klæðn-
aðar og henni tókst vel að bera
þá uppi, svo sem tignarkonu sæmdi.
Jeg held, að liún hafi látið tíslui-
sjerfræðinga leggja á ráðin um alt
þetta, en það eru ekki allar kon-
ur, sem hafa vit á því.
Við blaðamennirnir tókum eftir
því, að drotningin var ávalt til stað-
ar til þess að vera konunginum lil
aðstoðar við móttökur og því um
líkl. Sem hjón eru þau einkar blátt
áfram og sambúðin án allrar til-
gerðar. Jeg man eftir einu kvöld-
inu, þegar við rákumst á konung-
inn og drotninguna í gistihússand-
dyrinu okkar. Þau liöfðu matast ein
saman þetta kvöld, en við vorum að
Frh. á bts. 13.
Prinsessurnar Elisabelli uf/ Margaret
Rose.