Fálkinn


Fálkinn - 06.03.1942, Blaðsíða 5

Fálkinn - 06.03.1942, Blaðsíða 5
F Á L K I N N 5 ■.. : IIANN SIGRAÐI SKRIÐDREKANN. í oruslii í Lybiu í vetur gerú'ist alvik, sem sýnir vel bar- áttuhug og fífldirfsku einstakra manna, sem gleyma allri varúö þegar á hólmdnn er komiff. Lítil fótgönguliössveit Breta hafði sótt fram en bá gerðu Þjóðverjar skyndilega gagnáhlaup með skriðdrekuin. Ungur liðsforingi frá Suður-Afriku sá að sveit hans átti i hættu, að vjelbyssur skriðdrekans gereyddu henni á skömmum tima. Voru nú góð ráð dýr, en liðsforinginn greip til þess úrræðis að laumast að óvinaskriðdrekanum, komasl upp á þakið á honunii og lyfta hríðskotabyssunum upp, svo að þær skutu langt yfir nmrkið en hittu ekki liðsveitina. Reyndi hann þvinœst að miða byssu sinni gegnum rifu á brynju skriðdrekans, en í sama bili straukst grein á trje yfir skriðdrekann og liðsforinginn ,,datt af baki“. En meðan þessu fór frum höfðu liðsmenn hans fengið tækifæri til að komast svo nærri skriðdrekanum, að nú gátu þeir gert hann óvirkan með þvi að varpa á hann handsprengjum. — Teikningin hjer að ofan á að sýna liðsforingjann er hann sveigir upp hlaupin á hriðskotabyssum skriðdrekans og dregur um leið upp skamm- byssuna sína til þess að reyna að granda áhöfninni á skrið- drekanum. eina ljóðinn, sem menn vissu á ráði Þórðar sýslumanns, einkum á efri árum lians, að hann gjörðist með aldrinum í meira lagi vínhneigður. Að þessu víkur sjera Jón Ingjalds- son frá Nesi í líkræðu, sem hann flutti við greftrun Þórðar. Þar seg- ir svo: „Það er mjög fágætt, að sólin um hinn lengsta dag skíni svo glatt alt frá sínum fyrsta upp- runa til niðurgöngu, að skin liennar og ljómi aldrei deprist af neinum skýlinoðra eða öðrum samdrætti i ioftinu, en þó er enn þá miklu fágætara að finna nokkurn þann mann, er ei nokkuru sinni láti neinn meðfæddan breyskleika vinna svikk á sjer. Þess skal því ei heldur hjer dylja, er öllum var áður kunnugt, að þessi lofsæli höfðingi var hóti meira en vera bæri hneigður til þess nú um stundir — því miður — altof algenga varúðarverða brests, sem fólginn er í offrekri nautn á- fengs drykkjar. En jafnvel einnig i þessum sínum náttúrubreyskleika má með sönnu segja að liann einnig liegðaði sjer öðrum til verðugs eft- irdæmis og fyrirmyndar .... svo að jafnvel í þessum sínum breysk- leika má hann líka lirósun hafa og segja sem Páll postuli: Skyldi jeg af nokkru hrósa mjer, þá vildi jeg helst hrósa mjer af mínum breysk- leika“. Espólín vikur að sama efni þessum orðum: „Hann drakk með hríðum og kom ei að gjaldi, því að hann var kænn við alla umsýslu“. Heima fyrir var Þórður kansellí- ráð sístarfandi, og Væri hann ekki að sinna embættisstörfum, þá voru bækurnar hans mesta yndi, enda álti liann, eins og fyr segir, óvenju góðan og mikinn bókakost eftir því sem gerðist í þá daga hjá sýslu- mönnum. Eftir að Þórður Jónassen, áður skrifari hans, kom til Khafn- ar, varð það lians hlutverk, meðan kanselíuráðið lifði, að sjá um, að hann fengi send það er merkast þólti útkominna rita lögfræðilegs efnis. Jafnvel i siðasta brjefi Þórð- ar sýslumanns til Þórðar Jónassen, sem ritað er 3 vikum áður en kansellíráðið deyr, er hann að biðja um að fá sendar nýútkomnar lög- fræðibækur og það eftir að hann sjálfur hefir beðið um lausn frá embætti. Hann var mikill presta- vinur pg mat mikils starf þeirra, ef skylduræknir voru. Hafði kan- sellíráðið gaman af að ræða við þá um trúmál og kom þá einatt í ijós, að sýslumaður hafði þær út- listanir á takteinum, sem prestar höfðu ekki. Sjerstaklega hafði hann miklar mætur á þeim prestunum sjera Jóni á Grenjaðarstað og sjera Vernharði Þorkelssyni á Skinnastað, er áður hafði verið sóknarprestur iians. Hann hafði og miklar mætur á ýmsum bændum sýslunnar, þó flestum fremur á Kristjáni á Illuga- stöðum Jónsyni. Lengst af hafði Þórður kansellí- ráð verið heilsugóður, en þegar líða fór á sjöunda tug æfiáranna, fóru hin erfiðu ferðalög að þreyta hann meira en áður og brjóstið að gjöra honum erfiðleika. Og siðustu tvö árin kendi hann oft lasleika. 1 mai 1832 hafði hann á þingaferð norður í Þistilfjörð og Langanes fengið á- fall við það að hestur fjell með hann ofan um snjóhuldu og kastaði honum af sjer um leið, svo að hann kom niður á frosna þúfu og svell- runna með bringuna og höfuðið. Af þessu falli bar hann menjar upp frá því. Þó gegndi hann áfram sýslu- verkum með aðstoð Hallgríms sonar sins, sem vorið 1832 hafði komið heim frá Khöfn eftir 5 ára útivist við lögfræðinám, sem hann ])ó — föður sínum til mikils harms — hafði ekki lokið við. Um nýársleyt- ið 1834 sendi hann amtmanni lausn- arbeiðni sina, en áður en hún næði að komast utan, tók Þórður sýslu- maður alt í einu þunga sótt og and- aðist eftir fjögra daga legu 17. febr. 1834 — rjettra 68 ára gamall, eftir 38 ára embættisþjónustu. Síðustu orðin, er heyrðust af vörum hans deyjandi, voru orðin: „Herra Jes- ús“, sem hann mælti hárri rödd þrisvar með stuttu millibili. Sýna þau hvernig var trúarlegt innræti hans alt til hinstu æfistundar. Þingeyingum þótti mikill harmur að sjer kveðinn við fráfall jafnást- sæls og ágæts yfirvaids. Var hann til moldar sunginn 26. febr. af þeim prestunum sjera Jóni á Grenjaðar- stað.er verið hafði yfir honum í banalegunni (en sjera Jón var orð- lagður fyrir læknisgáfu sína!), sjera Vernharði Þorkelssyni vini hans á Skinnastað og sjera Jóni Ingjalds- syni í Nesi, sóknarpresti hans. Við fráfall Þórðar kanselliráðs lifðu ásamt ekkjunni tvö af börn- um þeirra, en eitt höfðu þau mist. Hallgrimur sonur þeirra tók jörðina hálfa til ábúðar á móti rnóður sinni i næstu fardögum, en andaðist 3 árum síðar (1837). Ekkja lians dönsk, Kristjane Margrete Hofmann, fór þá utan alfarin og giftist nokkru síðar ytra dönskum manni. En Sig- riður dóttir þeirra giftist haustið 1834 Tómasi Sæmundssyni og flutt- ist með honum ári siðar siiður í Rangárvallasýslu, en varð ekkja 1841. Seinna (1844) átti frú Sigríð- ur Ólaf M. Stephensen sekretera i Viðey. En ekkja Þórðar kanselli- ráðs, Bóthildur Guðbrandsdóttir, fluttist til dóttur sinnar á Breiða- bólstað, er hún hafði brugðið búi eftir að hafa mist soninn Hallgrím, og þar andaðist hún í sömu vikr. og sjera Tómas, tengdasonur henn- ar, og fóru þau bæði í sömu gröfina. Af niðjum Þórðar kanselliráðs og Bóthildar, lifa ekki aðrir en af- komendur þeirra Sigriðar og sjera Tómasar. Um það ber öllum samtiðarmönn- um saman, að Þórður kanselliráð væri einn al' bestu lögfræðingum hjerlendum á sinni tíð. Espólín, sein var honum persónulega kunnugur lýsir honum svo, að hann væri „vit- ur og mjög vel að sjer og hverjum manni sjónhagari í embættissýslan, vinsæll, spaklátur og óáreitinn“. Verður manni af slikum ummælum skiljanlegt dálæti Þingeyinga á þessú yfirvaldi þeira og þá einnig það að minningin um hann hrein og björt hefir lifað í brjóstum þeirra alt til þessa dags, sem eins hinna fremstu og bestu yfirmanna, sem þar hafa farið með sýsluvöld. En lengst mun geymast minning Þórðar kánselli- ráðs í erfiljóðum Bjarna Thoraren- sen eftir hann („Nú er nótt í norð- ursýslu“), þar sem skáldið segir um hann, að „allir hinir betri fslands-stjórar samhuga sögðu hann sjer snjallari". og lýkur máli sínu með þessu er- indi: ,Ef á íslandi öllu væri lijeraðsstjórn slík hans sem reyndist, betri mundu hjú búar siðaðri og dygðir með efndum dafna í landi.“ LOFTVARNIRNAR í MOSKVA. Mánuðina ágúst, september og okt- óber síðastliðna er talið, að 4000 þýskar flugvjelar hafi verið gerðar út af Þjóðverjum til þess að varpa sprengjum yfir Moskva. En svo öflugar voru loftvarnir borgarinnar, að talið er að aðeins ein vjel af hverjum tuttugu liafi komist yfir borgina, en 19 orðið að snúa frá og flýja undan skothríð lofvarna- byssanna og árásum rússneskra flugvjela. Loftvarnaforstjóri borgar- innar, maj'ór-general Gromadin, lil- kynti í nóvember, að Þjóðverjar hefðu mist 400 flugvjelar í þessum árásum, en þýskur flugmaður sem handtekinn var í Rússlandi, sagði, að Þjóðverjar hefðu mist að meðal- tali 95 flugvjelar á dag í Rússlandi. — Önnur myndin sýnir rússneska hermenn vera að rannsaka leifarn- ar af þýskri flugvjel, er þeir hafa skotið niður, og hin eina af loft- varnarbyssunum við Moskva.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.